Morgunblaðið - 08.10.1998, Side 16

Morgunblaðið - 08.10.1998, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Sjálfsbjörg á Akureyri 40 ára í dag Endurhæfíng mikilvæg í starfsemi félagsins SJÁLFSBJÖRG á Akureyri fagnar 40 ára afmæli í dag, fímmtudaginn 8. október, en það er eitt af fjórum elstu Sjálfsbjargarfélögum lands- ins. Fjögur félög voru stofnuð árið 1958, á Siglufirði, í Reykjavík og ísafirði auk Akureyrar. Á þessum tímamótum verður gef- ið út myndarlegt afmælisrit sem dreift verður ókeypis á Eyjafjarðar- svæðinu og til annarra Sjálfsbjarg- arfélaga. Meðal efnis í blaðinu má nefna viðtöl við Þorstein Williams- son, Guðmund Hjaltason, Sigvalda Sigurðsson og fleiri. Þá eru greinar eftir Ásgeir Magnússon, Jón Hlöðver Askelsson, Lilju Þorgeirs- dóttur, sr. Pétur Þórarinsson og Snæbjörn Þórðarson. Fjölbreytt starfemi Sjálfsbjargar á Akureyri er kynnt og einnig rakin saga fyrir- tækisins Bjargs auk þess sem í blaðinu er afþreyingarefni af ýmsu tagi. Fjölmargar litmyndir prýða ritið, en umsjón með útgáfu þess, textagerð og prófarkalestur annað- ist Fremri kynningarþjónusta, en Alprent prentaði blaðið. Spor þau sem félagið hefur mark- að, bæði í mann- og atvinnulífi á Myndarlegu afmæl- isriti dreift á Eyja- fj arðar svæðinu Akureyri, eru hvorttveggja í senn áberandi og giftudi’júg. Nægir þar að nefna fyrirtækið Bjarg, sem fé- lagið stofnaði og hefur starfrækt nær allan þennan tíma. Helstu bai-áttumál félagsins hafa verið atvinnu-, menntunar-, hjúkr- unar-, tryggingar- og ferli/aðgeng- ismál fatlaðra. Fljótlega fór félagið að búa íotluð- um nýja starfsmöguleika, en árið 1968 hófst framleiðsla úr plasti, m.a. á raflagnaefni og fleiru, á vernduð- um vinnustað fyrir fatlaða. Sjálfs- björg hætti þeim rekstri í byrjun árs 1992 en þá tók ríkið við rekstr- inum og fól hann Svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Norðurlandi eystra. Fyrir tveimur árum tók gildi samningur milli Akureyrar- bæjar og félagsmálaráðuneytisins þess efnis að bærinn tæki við verk- efnum á vegum svæðisskrifstofunn- ar og hefur Plastiðjan Bjarg frá þeim tíma verið rekin af Akureyrar- bæ. Einn mikilvægasti þátturinn í starfsemi félagsins hefur verið end- urhæfing og líkamleg þjálfun, en ár- ið 1970 opnaði Sjálfsbjörg endur- hæfingastöð sem rekin hefur verið allar götur síðan. Snæbjörn Þórðarson, fonnaður Sjálfsbjargar á Akureyri, sagði það kosta töluverða baráttu að halda rekstrinum á réttum kili, þannig að ekki væru fyrirsjáanlegar miklar framkvæmdir á vegum félagsins á næstunni. Húsið er um tvö þúsund fermetrar að stærð og kostnaður við rekstur og viðhald því mikill. „Við reynum bara að róa á sléttum sjó,“ sagði Snæbjörn. Örorkubætur og aðgengi Þau mál sem efst eru á baugi hjá félaginu um þessar mundir er bar- áttan fyrir því að einstaklingar fái fullar örorkubætur, „að hjónaá- nauðinni verði aflétt,“ eins og Snæ- bjöm orðaði það, en með því á hann við að litið sé til hvers og eins ein- staklings þegar bætur er greiddar, en þær ekki skertai' ef tekjur maka Morgunblaðið/Kristj án JÓHANNA Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari aðstoðar Rannveigu Guð- mundsdóttur við að ná upp þreki og þoli á Endurhæfingarstöð Bjargs sem Sjálfsbjörg á Akureyri hefur rekið lengi. fara upp fyrir lágmarkslaun. „Þetta mál er á oddinum hjá okkur núna, mikið réttlætismál," sagði formað- urinn og nefndi einnig að félagið sinnt aðgengismálum stöðugt. Of mikið væri um að búið væri að hanna hús og jafnvel byrjað að byggja þegar í ljós kæmi að aðgengi væri ekki í samræmi við lög og regl- ur. „Það njóta margir góðs af þess- ari baráttu okkar, t.d. eldra fólk.“ Á síðasta ári stóð félagið fyrir átaki sem miðaði að því að raf- magnstengja hurðir og greiða mönnum þannig leið og tókst það vel, að sögn Snæbjörns. I tilefni af- mælisins verður efnt til hófs fyrir félagsmenn og velunnara Sjálfs- bjargar í félagssalnum á Bjargi á laugardag, 10. október, kl. 14. Stofnfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar b.s. boðaður eftir viku Félagið verði leiðandi afl í at- vinnuuppbyggingu á svæðinu UNDIRBUNINGSHOPUR að stofnun Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar b.s., AFE, hefur lagt fram drög að stofnsamningi félags- ins og eru þau nú til umfjöllunar hjá sveitarfélögum á Eyjafjarðarsvæð- inu. Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjómar Akureyrar og tals- maður undirbúningshópsins, sagði að Akureyrarbær hefði samþykkt fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti en stefnt er að því að stofnfundur At- vinnuþróunarfélagsins verði hald- inn á fimmtudag í næstu viku. í drögunum kemur fram að At- vinnuþróunarfélag Eyjafjarðar verði byggðasamlag, með heimili og vam- arþing á Akureyri. Tilgangur félags- ins er að verða leiðandi afl í uppbygg- ingu atvinnu á Eyjafjarðarsvæðinu með það að markmiði að fjölga at- vinnutækifærum á svæðinu sem og að auka fjölbreytileika þeirra starfa sem eru í boði. Þetta skal m.a. gert með því að samræma stefnu sveitar- félaga í atvinnumálum, bæta rekstr- argrundvöll atvinnulífsins sem og að bæta samkeppnishæfni Eyjafjai-ðar gagnvart öðrum svæðum innanlands sem utan. Tilgangur félagsins er einnig að aðstoða fyrirtæki og einstaklinga við að koma hugmyndum sínum á framfæri sem og að taka að sér að samræma vinnu er varðar atvinnu- mál á Eyjafjarðarsvæðinu. Iðnþróunarfélagið grunnur að Atvinnuþróunarsjóði Magnús Magnússon hjá VSÓ Ráðgjöf Akureyri ehf. hefur unnið að þessu máli með undirbúnings- hópnum. í greinargerð með drögun- um kemur fram að Atvinnuþróunar- félagið muni að hluta til taka yfir hlutverk Iðnþróunarfélags Eyja- fjarðar hf. og Ferðamálamiðstöðvar Eyjafjarðar. Auk þess mun félagið leitast við að taka að sér aðra starf- semi sem sveitarfélögin hafa haft á sinni könnu og starfsemi Byggða- stofnunar á Akureyri. Að því gefnu að Atvinnuþróunar- félag Eyjafjarðar verði stofnað er lagt til að starfsemi Iðnþróunarfé- lags Eyjafjarðar verði hætt í þeirri mynd sem nú er. Eins er lagt til að byggðasamlagið, sem stendur að rekstri Ferðamálamiðstöðvarinnar, verði lagt niður og eignir þess látn- ar renna í væntanlegt félag. Hins vegar eru uppi hugmyndir um að nota Iðnþróunarfélagið sem grunn að Atvinnuþróunarsjóði, sjóði sem starfaði við hlið AFE við að efla at- vinnu á svæðinu með hlutafjárþátt- töku í nýjum félögum og starfandi félögum á Eyjafjarðarsvæðinu. 13 sveitarfélög taki þátt Einnig er lagt til að starfsemi AFE komi til með að byggjast á fá- mennu starfsliði sem byggist á framkvæmdastjóra og sérfræðing- um á einstaka sviðum, svo sem ferðamálum, markaðsmálum, kynn- ingarmálum, stefnumótun og ýmiss konar nýsköpun. Undirbúnings- nefndin gerir það að tillögu sinni að grunnframlag til félagsins verði 1.500 krónur á íbúa fyrir aðildar- sveitarfélög með fleiri en 300 íbúa og 1.300 krónur fyrir aðildarsveitar- félög með færri en 300 íbúa. Með þátttöku allra sveitarfélaganna yi'ði rekstrarframlag til félagsins rúm- lega 31 milljón króna. Stofnendur félagsins samkvæmt drögunum eru; Akureyri, Eyja- fjarðarsveit, Hríseyjarhreppur, Hálshreppur, Öxnadalshreppur, Dalvíkurbyggð, Grýtubakkahrepp- ur, Glæsibajarhreppur, Grímseyj- arhreppur, Olafsfjörður, Svalbarðs- strandarhreppur, Arnameshreppur og Skriðuhreppur. Skemmti- legur gang- stígur við Mýrarveg ÞESSI skemmtilegi gangstígur var lagður síðastliðið sumar við Mýrarveg en hann liggur norð- an frá Kambsmýri og suður fyr- ir Mímisbraut. fbúar við götuna höfðu plantað út tijánum fyrir nokkrum árum og nýlega var lokið við endan- lega gerð stígsins. Göngumenn geta því nú spókað sig í grósku- miklum tijágöngunum í haust- blíðunni. Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson Opið hús í Glerárkirkju Barna- læknir í heimsókn MAGNÚS Stefánsson, yfir- læknir barnadeildar Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri, flytur erindi um helstu sýking- ar hjá ungum börnum á opnu húsi í Glerárkirkju í dag, fimmtudaginn 8. október frá kl. 10 til 12. Magnús mun jafn- framt sitja fyrir svörum um ýmis mál er tengjast barna- læknisfræði og eru foreldrar hvattir til að nýta sér þetta tækifæri því Magnús er mjög reyndur maður og hefur miklu að miðla. K-lykillinn seldur um helgina KIWANISKLÚBBARNIR á Akui'eyri, Embla og Kaldbak- ur, selja K-lykilinn, merki til styrktar geðsjúkum dagana 8. til 10. október. Þetta er í ní- unda sinn sem Kiwanis selur K-lykilinn, en K-dagurinn hef- ur verið haldinn þriðja hvert ár frá 1974 og er 10. október alþjóðlegur geðheilbrigðisdag- ur. Lóð við Kiðagil Htísið verði þrjár hæðir SKIPULAGSNEFND leggur til að synjað verði beiðni lóð- arhafa verslunarlóðar við Kiðagil 1, en hann óskaði eftir því að byggja á lóðinni einnar hæðar verslunarhús í stað þriggja hæða verslunar- og íbúðarhúss. Telur skipulags- nefnd rétt að byggja stærra hús á lóðinni enda sé það í samræmi við deiliskipulag svæðisins. ' -

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.