Morgunblaðið - 08.10.1998, Page 22

Morgunblaðið - 08.10.1998, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Hundruð þúsunda Rússa lögðu niður vinnu í mótmælaskyni jp*ÓÍÍ KOfl'lOKlWS | h :r.-;ví| Reuters VERKAMENN í Moskvu gengu fylktu liði til Rauða torgsins og kröfðust þar afsagnar Jeltsíns forseta. EIN kona, sem tók þátt í kröfugöngu í Moskvu, hélt uppi mynd af Jósef Stalín, fyrrverandi einræðisherra í Sovétríkjun- um, til að lýsa þeirri skoðun sinni að lífs- skilyrði í Rússiandi hefðu verið mun betri fyrr á tímum. Minni þátttaka en spáð hafði verið Moskvu. Reuters. MUN færri tóku þátt í mótmælaaðgerðum vegna ógreiddra launa og versnandi lífsaf- komu í Rússlandi, sem verkalýðshreyfingin og stjórnarandstaðan stóðu fyrir í gær, en gert hafði verið ráð fyrir. Sagði talsmaður Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, að um 615.000 manns hefðu tekið þátt í mótmælun- um um landið allt en skipuleggjendur sögðu mótmælin hafa tekist vel og drógu í efa tölur stjómvalda, sögðu margfalt fleiri hafa tekið þátt. „Jeltsín gerði mig að betlara" í öllum helstu borgum Rússlands safnaðist fólk saman að lokinni kröfugöngu og mót- mælti ástandi mála í landinu. Stangast opinberar tölur um þátttöku á hverjum stað mjög á við ágiskanir skipuleggj- enda en Ijóst þykir að spá Alexeis Súríkovs, varaformanns Sambands sjálfstæðra verka- lýðsfélaga, rættist ekki. Hann leiddi í fyn-a- dag líkum að því að 28 milljónir manns myndu leggja niður vinnu til að mótmæla ringulreiðinni og skortinum í landinu. Um sjötíu þúsund manns eru talin hafa safnast saman á Rauða torginu í Moskvu til að krefjast afsagnar Jeltsíns. „Jeltsín gerði mig að betlara" og „hengið Jeltsín" voru með- al þeima slagorða sem gat að líta á kröfu- spjöldum mótmælenda en innan veggja Kremlar hélt Jeltsín áfram störfum sínum eins og ekkert hefði í skorist, að sögn tals- manna forsetans. Lýstu mótmælin óánægju fólks með það samfélag sem svokallaðar umbætur á mark- aðskerfinu hafa fært því enda er staðreyndin sú að flestir standa miklu ven- að vígi en áð- ur. „Jeltsín er ekki höfuðatriði, að mínu mati,“ sagði Nikolai Bal, einn skipuleggjenda. „Eg vil bara einhvern við völd sem greiðir okkur laun.“ Norsku fjárlögin Hart deilt um fækkun frídaga HART er nú deilt í Noregi um fjárlaga- frumvarpið, sem stjórn Kjells Magnes Bondeviks lagði fram á Stórþinginu í vik- unni sem leið. Norsku blöðin slá því upp að ef frumvarpið verður að lögum fækki frídögum launþega um einn, barnabætur lækki og niðurskurður á fleiri sviðum muni koma illa við marga. Hörðust viðbrögð hafa áform stjórnar- innai- um að fækka lögbundnum frídögum um einn fengið. Samkvæmt frumvarpinu er þetta lagt til í því skyni að minnka álag- ið á efnahagslífið og auka framleiðni. Verkalýðsfélög hafa tekið þessu mjög illa og hótað víðtækum aðgerðum til að verja frídaga- og orlofsréttindi launþega. Þar sem stjórnarflokkarnir ráða aðeins yfir um fjórðungi atkvæða á Stórþinginu munu þeir ekki komast hjá því að taka til- lit til breytingartillagna stjórnarandstöð- unnar. Thorbjörn Jagland, leiðtogi Verka- mannaflokksins, hefur þegar lýst því yfir, að sinn flokkur - sem er stærsti þing- flokkurinn - muni ætla sér að hafa mest að segja í væntanlegu fjárlagagerðarsam- starfi við stjórnina. Norskir fjölmiðlar segja, að komist frumvarinð eins og það liggur fyrh- nú til framkvæmda verði Noregur það land í Vestur-Evrópu sem fæsta hefur lög- bundna frídaga. Verdcns Gang skrifar að nú þegar sé Noregur „á botninum" hvað varðar frídaga og heildarorlof í saman- burði við önnur Evrópulönd. Eingöngu á Irlandi og í Belgíu hafi launafólk ekki rétt á meira orlofi en 20 daga á ári, en eins og er munu Norðmenn almennt eiga 21 or- lofsdag. Lengst telst Verdens Gang til að orlof þýzkra launþega sé, eða 30 dagar. Skattkerfisbreytingar Meðal annarra helztu sparnaðarað- gerða frumvarpinu er áfonnuð hækkun tekju- og fjármagnstekjuskatts úr 28 í 29%. Persónuafsláttur hækkai’ aftur á móti, úr 32.600 kr. norskum í 39.100 á ári (um 390.000 kr. íslenzkar). Fyrirhugaðar skattabreytingar eiga reyndar að verða til þess að skattbyrðin léttist lítillega á fólki með meðaltekjur. Fjármagnseigendur og fólk með tekjur langt yfir meðallagi eru þeir sem stjórnin hyggst þyngja skattbyrðina á. En samkvæmt útreikningum fjölmiðla munu þær hagsbætur sem venjulegar fjöl- skyldm- eiga að fá með skattabreytingun- um breytast í mínus vegna hækkana á ýmsum gjöldum. Hækkanir á rafmagni og olíu til húshitunar vega þar þyngst. Göran Persson myndar nýja rflrisstjórn í Svíþjóð Vinstrivængurinn fær lítið fyrir sinn snúð Kaupmannahöfn. Morgunbladið. STJÓRNARSÁTTMÁLI, sem ekki ber þess merki að samstarííð við Vinstriflokkinn og Umhverfisflokk- inn verði langvinnt, og stjórnar- breytingar, sem ekki eru í þágu Al- þýðuhreyfingarinnar og ESB-and- stæðinga, er meðal þess sem tekið er eftir er ný stjórn sænskra jafnaðar- manna undir forsæti Göran Perssons tekur við. Tveir nýju ráðherranna eiga að baki hneykslismál, sem þeim virðast nú fyrirgefin, og athygli vek- ur að hin unga og lítt reynda Anna Lindh, fyn’um umhverfisráðherra, verður utanríkisráðherra. Við þing- setningu iagði Carl Bildt, formaður Hægriflokksins, fram tillögu um vantraust á stjórnina, sem varla verður samþykkt er hún kemur til atkvæða í dag. Sem fyrr eru jafn- margir kven- og karlráðherrar, en tveimur ráðherrum færra en í fyrri stjóm, alls tuttugu nú. Stjómarsáttmálinn ber með sér að sænska stjórnin ætlar ekki að líma sig fasta við Vinstriflokkinn og Um- hverfisfiokkinn, þó þeir tveh- flokkar tryggi henni líf. Áukinn hagvöxtur er aðalmálið, sem er annar tónn en hljómar frá stuðningsflokkunum tveimur. En einkum er það rík áhersla á Evrópusamstarfið, sem stingur í stúf við stefnu stuðnings- flokkanna, sem báðir eru ESB-and- stæðir. Niðurstaðan virðist því vera að stuðningsflokkarnh’ tveir fái held- ur lítið fyrir sinn snúð. Þetta gæti bent til að samvinnan við flokkana tvo endist ekki allt kjörtímabilið, eins og stuðningsflokkarnir kröfðust, en geta auðvitað ekki fengið neina tryggingu fyrir. Liðið hans Görans „Nú er ég í liðinu hans Görans og hæstánægð með það,“ sagði Mona Sahlin í viðtali við sænska útvarpið í gærmorgun, er stjórnarsetu hennar bar á góma. Sahlin mun taka sæti sem annar tveggja ráðherra í nýju stóru ráðuneyti, atvinnuráðuneytinu, sem hefur með atvinnumál og -sköp- un að gera og kemur í stað vinnu- markaðsráðuneytisins og atvinnu- og viðskipta-ráðuneytisins. Sahlin lét af störfum varaforsætis- og jafm-éttis- ráðherra 1995 í kjölfar þess að hafa notað gi-eiðslukort embættisins í einkaþágu og missti um leið af þvi að verða flokksformaður og forsætis- ráðherra. Nú er hún aftur komin til metorða, en segist sátt við að sitja sem ráðherra og ekki sem forsætis- ráðherra. Hún er fædd 1957, almennt vinsæl en óvinsæl í verkalýðshreyf- ingunni fyrh- skeleggar skoðanir. Björn Rosengren samráðherra Sahlin hefur verið landshöfðingi í Norðurbotni við miklar vinsældir. Hann er fæddur 1942, komst til met- orða innan sambands opinbeira starfsmanna, en þurfti að hætta sem formaður þess 1994 eftir að því var rótað upp að hann hefði heimsótt klámklúbb í Mílanó kvöld nokkurt 1991 og látið senda sam- bandinu reikning upp á tæpar 600 þúsund ís- lenskar krónur fyrir kvöldið. Með aðstoð lög- fræðings tókst honum að fá reikninginn niður í um 60 þúsund íslenskar krónur og greiddi hann svo sjálfur, en skaðinn var skeður. Hann hætti en varð landshöfðingi rúmu ári síðar, en það er pólitísk útnefning og mikil virðingarstaða. Þegar Persson kynnti þessa ráðherra sína sagðist hann ekki óttast ný hneykslismál af þeirra hálfu, því þau hefðu bæði hlotið þunga lexíu. Bæði Rosengren og Sahlin hafa frjálslyndar skoðanh’ á atvinnumál- um, sem lítt eru í samræmi við skoð- anir sænska verkalýðssambandsins. Utnefning þehra þykh’ því til marks um að Persson vilji forðast í lengstu lög að láta Vinstriflokkinn og verka- lýðshreyfinguna þoka sér of langt til vinstri. Það fór undrunarkliður um þing- heim þegar Persson tilkynnti að nýi sænski utanríkisráðherrann héti Anna Lindh. Þessi 41 árs fyrrver- andi umhverfisráðherra á tvö börn, 4 og 8 ára. Hún þótti standa sig vel sem umhverfisráðherra, en enginn hafði spáð henni utanríkisráðherra- stólnum, því hún hefur hvorki verið áberandi í stjórninni eða flokknum. Hún er mjög jákvæð í garð Evrópusamstarfs- ins og sér það sem hlut- verk sitt að skýra gildi þess fyrh’ hinum ESB- torti-yggnu löndum sín- um, ekki síst eigin flokksmönnum. Lena Hjelm-Wallén, fyrrum utanríkisráðherra, verð- ur nú varaforsætisráð- herra. Ljóst að vantrausts- tillagan verður felld Við þingsetningu til- kynnti Carl Bildt að hann legði fram van- trauststillögu til að undirstrika hversu ólýðræðislegt það væri að ekki færu fram opnar stjórnarmynd- unarviðræður, efth’ kosningahrak; farh’ Jafnaðarmannaflokksins. í samtölum við fréttamenn þvertók Bildt fyrh’ að þetta væri einhvers konar herbragð til að treysta sig í sessi sem stjórnarandstöðuleiðtogi. Ljóst er að vantraustið verður fellt, þegar það verður borið upp í dag, því þó jafnaðarmenn hafi aðeins 131 af 349 þingsætum munu Vinstri- flokkurinn og Umhverfisflokkurinn verja stjórnina falli. Miðflokkurinn hefur boðað að hann sitji hjá og Lennart Daléus gagnrýndi Bildt fyrir tiltækið. GÖRAN Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.