Morgunblaðið - 08.10.1998, Page 29

Morgunblaðið - 08.10.1998, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 29 „Frá sjónarhóli meðalhófsreglunnar virðist of langt gengið að skrá skipulega allar heilsu- farsupplýsingar þeirra sem búsettir eru á ís- landi í einn gagnagrunn, jafnvel þótt það teld- ist í þágu vísindarannsókna eða I tölfræði- legu skyni.“ (Ummæli sérfræðings á vegum Evrópuráðsins í vernd persónuupplýsinga.) enginn vafí þar. Erfðaupplýsingar eru samkvæmt tilmælum ráðherra- nefndar Evrópuráðsins nr. 5/1997 flokkaðar með heilbrigðisupplýsing- um. I greinargerð með tilmælunum er viðurkennt að söfnun og úrvinnsla erfðaupplýsinga kunni að vera nauð- synleg til að vernda heilsu almenn- ings og í fyrirbyggjandi skyni. Samt megi þetta ekki leiða til þess að erfðaupplýsingabankar verði til í stórum stíl né til misnotkunar slíkra upplýsinga. Persónuupplýsingar eru eins og áður segir hvers konar upplýsingar um tiltekinn einstakling. Skilyrði er auðvitað að þær verði tengdar við- komandi einstaklingi, beint eða óbeint, með hjálp auðkenna eins og kennitölu eða eins eða fleiri eigin- leika sem greina hann frá öðrum (sbr. 2. gr. tilskipunar 95/46/EB). Upplýsingar sem ómögulega verða raktar til tiltekins einstaklings hætta að vera persónuupplýsingar (algert nafnleysi). Sumar alþjóða- samþykktir hafa þó heimilað að ekki sé litið á upplýsingar sem persónu- upplýsingar ef það svaraði ekki tíma og fyrirhöfn að rekja hvaða einstak- lingur á í hlut (tilmæli ráðheiTa- nefndai- Evrópuráðsins nr. 5 og 18 frá 1997 auk greinargerðar með sáttmála 108). Samþykki Ef persónuupplýsingar eru með- höndlaðar með samþykki þess sem í hlut á er ekki um íhlutun að ræða. Mismunandi er hversu miklar kröfur eru gerðai- til þess samþykkis, allt frá því að ætlað samþykki dugi þar til að samþykkið þurfí að vera upp- lýst, afdráttarlaust og frjálst. Þannig segir í c-lið 2. mgr. 12. gr. til- mæla ráðherranefndar Evrópuráðs- ins nr. 5/1997 að nota megi persónu- upplýsingar í vísindaskyni ef við- komandi einstaklingur hefur ekki berum orðum lagst gegn því og óframkvæmanlegt væri að hafa sam- band við viðkomandi. En þá verður að vera um vel afmarkað vísindalegt verkefni að ræða er varði mikils- verða almannahagsmuni. Sú staðreynd að samþykki er talið hafa þessa þýðingu sem fyrr greinir mælir með því að litið sé á persónu- réttindin, sem hér eiga í hlut, sem sjálfsákvörðunarrétt einstakling- anna, sjálfsákvörðunaiTétt um upp- lýsingar um þá sjálfa. I þessum rétti felst til dæmis rétturinn til að ráða þvi að hve miklu leyti menn kjósa að afhjúpa einkalíf sitt fyrir umheimin- um og að menn hafi forræði á því að upplýsingar sem þeir gefa í ein- hverju tilteknu skyni séu ekki notað- ar í öðrum tilgangi. Hver sá sem lætur af hendi persónuupplýsingar í þágu vísindarannsókna á því rétt á að fá að vita hvers konar rannsókn er um að ræða, tilgang hennar og hverjir standi fyrir henni (gr. 3.1. í tilmælum ráðherranefndar Evrópu- ráðsins, nr. 10/1983 um notkun per- sónuupplýsinga í þágu vísindarann- sókna og tölfræði. Einnig felst í þessu rétturinn til að sjá sig um hönd (sbr. ábendingu evrópskra per- sónuverndarfulltrúa í bréfi til ís- lenskra stjórnvalda, dags. 24. sept- ember 1998). Þegar haft er í huga að persónuupplýsingar geta verið fé- mætar þá má segja að sjálfsákvörð- unarréttur þessi sé mjög í ætt við eignarréttindi sem njóta verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka MSE. Sumar upplýsingar kunna að vera þess eðlis að þær snerti ekki ein- göngu viðkomandi einstakling held- ur einnig ættingja hans. A það við um erfðaupplýsingar. Þar þarf því sérstaklega að athuga hvort sam- þykki eins úr fjölskyldunni dugir. Eins þarf auðvitað að skoða í hverju tilfelli hversu langt tiltekið sam- þykki nær. Það fengi til dæmis vart staðist að samþykki sjúklings við því að tekið sé úr honum sýni og erfða- efni hans rannsakað í tilteknu skyni leysi vísindamanninn undan öllum kvöðum um það hvað gert verði við sýnið. Þjóðarétturinn gerir svo einatt ki'öfu um að gripið sé til sérstakra ráðstafana til að vernda þá sem ekki geta gætt eigin hagsmuna eins og látnir, börn og aðrir ólögráða, að teknu tilliti til óska þeirra. Skilyrði þess að ihlutun teljist lögmæt Ihlutun í sjálfsákvörðunarrétt ein- staklinganna um upplýsingar getur talist lögmæt að uppfylltum tiltekn- um skilyrðum (sjá 2. mgr. 8. gr. MSE), það er að hún byggist á lög- um, að hún þjóni lögmætu markmiði og að hún sé hófleg miðað við það markmið sem að er stefnt. Ekki þarf að fara mörgum orðum um fyrsta skilyrðið, en það felur meðal annars í sér að heimild til meðhöndlunar persónuupplýsinga án samþykkis viðkomandi þarf að byggjast á lög- um. Annað skilyrðið felm' í sér að til- gangurinn sem að er stefnt þarf að vera skýr, tiltekinn og lögmætur. Tilgangur með vísindarannsókn þarf þannig að vera skýr og koma fram í rannsóknaráætlun. Eins gjalda al- þjóðlegar samþykkth' vara við því að vísindalegum tilgangi, sem snertir meðferð einstaklinga, tölfræðilegum rannsóknum í þágu opinbers eftirlits og viðskiptatilgangi sé blandað sam- an (sbr. greinargerð með tilmælum ráðhen-anefndar Evrópuráðsins nr. 18/1997). Þá gerir tilskipun EB strangar ki'öfur um tilgang þegar viðkvæmar persónuupplýsingar eiga í hlut. Þar er í 8. gr. lagt bann við því að með- höndla heilsufarsupplýsingar án af- dráttarlauss samþykkis viðkomandi nema að tilteknum skilyi'ðum upp- fyiltum. Þau skilyrði sem koma til álita eru að meðhöndlun upplýsing- anna sé nauðsynieg í þágu fyrir- byggjandi læknisfræði, læknisfræði- legrar greiningar, umönnunar sjúk- linga, meðhöndlunar sjúkdóma eða til þess að stýra heilbrigðisþjónust- unni. Að síðustu má nefna það mikil- væga skilyrði að íhlutunin verður að vera hófleg (sbr. t.d. 5. gr. sáttmála 108 og 6. gr. tilskipunar 95/46/EB). Það felur til dæmis í sér að vísinda- menn leiti leiða til að vinna einungis með nafnlausar eða dulkóðaðar upp- lýsingar, upplýsingarnar séu ekki umfangsmeiri en rannsóknarvinnan krefst og að þeim sé eytt að vinnslu lokinni. En það er athyglisvert að það getur líka verið eðlilegt að ónáða ekki fólk að nýju til að gefa sam- þykki við tiltekinni notkun upplýs- inga sem það hefur þegar látið af hendi og mátti ætla að yrði unnið úr með tölfræðilegum aðferðum (sbr. greinargerð með tilmælum ráð- herranefndar Evrópuráðsins nr. 18/1997). Hvernig stenst gagnagrunns- hugmyndin þessa mælikvarða? Það fer ekki á milli mála að mið- lægur gagnagrunnur á heilbrigðis- sviði á Islandi opnar einstæð tæki- færi til rannsókna, en spurningin er hvort hægt sé að hrinda honum í framkvæmd án þess að skerða um of grundvallarréttindi manna eða taka óforsvaranlega áhættu. Við mat á þessu verður að byggja fyrst og fremst á frumvarpinu og hvort þar séu nægilegir varnaglar. Miklu skiptir fyrir mat á gagnagrunnshug- myndinni hvort bankinn teldist geyma ópersónugreinanlegar upp- lýsingar, þannig að hverfandi hætta væri á að upplýsingar í honum yrðu raktar til einstaklinga. Ef svo væri þá væru þar með flest önnur álita- mál er snerta persónuvernd úr sög- unni þótt eftir stæðu ýmis önn- ► VOLVO .ERFIÐ PROF I STRONGUM SKOLA Vegurinn framundan er ekki alltaf eins og best verður á kosið. Þess vegna var glímt við erfiðustu aðstæður á öllum stigum hönnunar og prófana á Volvo S40/V40. Öryggið felst í þeim eiginleikum sem geta komið í veg fyrir árekstur og peim búnaði sem vemaar ökumann og farþega þegar árekstur verður ekki umflúinn. Hönnunin, sem tryggir öryggi Volvo S40/V40, stuðlar jafnframt að ánægju í akstri. Mikil hröðun, ömggt veggrip og læsivarðir hemlar gera ferðalagið þægilegra. Euro NCAP árekstraprófið European New Car Assessment er nýtt viðamikið árekstraipróf, sem nokkrar virtar stofnanir í Evrópu gangast fyrir, í þeim tilgangi að auðvelda neytendum að meta öryggi fólksbíla. Af 13 vinsælustu fólksbílum í Evrópu var Volvo S40 eini bíllinn sem náði fullu húsi stiga eða fjórum stjörnum. Fyrir Volvo endurspeglar þetta árekstrarpróf aðeins brot af þeim stöðugu rann- sóknum á sviði öryggis sem fyrirtækið framkvæmir. BRIMBORG VOLVO S40/V40 Upplifðu hann í reynsluakstri Faxafeni 8 • Sími 515 7010 Brimborg-Þórshamar Tryggvabraut 5 • Akureyri SÍmi 462 2700 Bilasala Keflavíkur Hafnargötu 90 • Reykianesbæ Sími 421 4444 Bíley Búðareyri 33 • Reyðarfirði Sími 474 1453 Betri bllasalan Hrísmýri 2a • Selfossi Sfmi 482 3100 Tvisturinn Faxastig 36 • Vestmannaeyium Sími 481 3141

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.