Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 45\ Nýjar leiðir í húsnæð- ismálum eldra fólks í BYRJUN þessarar aldar bjó fólk yfirleitt í skjóli barna sinna á efri árum. Síðan tóku elli- heimilin við og þar næst sérstakar þjón- ustuíbúðir, venjulegast í margra hæða blokk- um. Nú virðist komið að tímamótum við aldar- lok með nýjum valkost- um og nýjum kröfum. Fólk vill sjálft móta umhverfi sitt í stað þess að láta byggingar- aðila, skipuleggjendur og forsjáraðila af ýmsu tagi ráða ferðinni. Vax- andi kröfur eru um bú- setu í heimahúsi, allt til hins síðasta, og fólk hugar fyrr að því en áður að finna sér húsnæði við hæfi á efri ár- um. Lág byggð frekar en háar byggingar Undanfarin ár hefur verið byggð- ur mikill fjöldi sk. þjónustuiUúða, oftast í margra hæða fjölbýlishús- um. Ýmsir kostir fylgja þessu formi en gallar era líka margir. Oft hafa þessi hús verið byggð við miklar umferðargötur með tilheyrandi há- vaða, mengun af umferð og erfið- leikum við að komast ferða sinna áhyggjulaust. Nánasta umhverfi mótast af líflausum bílastæðum og tengsl við móður náttúru og gróður jarðar lítil sem engin. Þjónusta hef- ur oft ekki reynst í samræmi við það sem greitt var fyrir í háu fer- metraverði og mikilli sameign, og fólk nánast orðið að sjá af sínum síðasta eyri í alla steinsteypuna. Öryggið sem kaupa átti hefur reynst blekking og margur því mun betur settur með kaupum á al- mennri blokkaríbúð við hæfi. Nú er að skapast hreyfing fyrir æskilegum breytingum með áherslu á lága byggð s.s. hentug raðhús, ró- legt og öruggt umhverfi, tengsl við garða og gróður og möguleika á góðum gönguleiðum. í nágranna- löndum okkar hafa skipulagsyfir- völd haft þetta að leiðarljósi í vax- andi mæli þegar um eldra fólk er að ræða og vonandi verður sama þróun hér. Öðruvísi og léttari fjármögnun við kaup Flestar íbúðir sem byggðar hafa verið fyrir eldra fólk á undanförn- um árum hafa verið eignaríbúðir, þar sem kaupandi hefur þurft að ábyrgjast kaupverð að fullu. Nú eru menn að átta sig á því að fjármun- um fólks, sem bundnir eru í núver- andi húsnæði, er betur varið í annað en enn eina eignaríbúðina. Sem dæmi þá undirbýr Hrafnista, dvalarheim- ili aldraðra sjómanna, nú byggingu leiguí- búða, þar sem væntan- legir leigjendur nota söluverð íbúða sinna til greiðslu húsnæðis- kostnaðar og njóta um leið bestu ávöxtunar- kjara. Undanfarin ár hafa verið byggð hundruð sk. búseturéttaríbúða hér á landi þar sem fólk kaupir sér búsetu- rétt fyrir 10%-30% af verðmæti íbúðarinnar. Lánin sem tekin eru fylgja íbúðunum og eru til langs tíma eða 50 ára, en búsetu- rétturinn gengur kaupum og sölum eins og hver önnur eign. Þetta fonn nýtir eldra fólk sér í vaxandi mæli og því finnst jafnframt mikill kostur Þeir sem vilja breyta áherslum í íbúðagerð, fjármögnun og þjónustu, segir Reynir Ingibjartsson, stefna nú að stofnun sérstaks húsnæðisfélags. að viðhald og rekstur er í höndum félagsins. Öi'yggi er því mikið og fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af óvæntum og háum viðhaldsreikn- ingum, því mánaðarlega er lagt í viðhaldssjóði sem síðan standa und- ir viðhaldi utan sem innan. Heilsa og starfsgeta í fyrirrúmi Ekkert er dýnnætara en góð heilsa. Henni til viðhalds þarf hreyf- ingu og hæfilega áreynslu. Hér skiptir húsnæði og umhverfi þess miklu máli. Lóð, sameign og þjón- ustuaðstaða þurfa að taka sem mest mið af þessu. Þegar sjúkdómar og elli sækja að þarf nærtæka og að- gengilega umönnun. Lítil hjúkrun- arheimili tengd íbúðarkjörnum eldra fólks þurfa að vera til staðar ásamt fagfólki. En vinnuaðstaða þarf líka að vera til staðar. Nú fara fyrstu tölvukyn- slóðirnar að komast á virðulegan aldur. Kannski þarf að koma upp tölvuverum á svona stöðum? Hækk- andi aldur, bætt heilsa og viðvar- andi starfsþrek kalla á sem að- gengilegasta vinnuaðstöðu, annað- hvort inni í íbúðunum eða í tengsl- um við íbúðarkjarnana. Nýtt húsnæðisfélag í fæðingu Þeir sem vilja breyta áherslum í íbúðagerð, fjámögnun og þjónustu stefna nú að stofnun sérstaks hús- næðisfélags, byggðs á búseturéttar- forminu, sem stofna á 11. október nk. á Grand hóteli Reykjavík kl. 15.00. Þetta félag verður öllum opið, en þeir sem ætla sér að kaupa bú- seturétt síðar meir þurfa að vera orðnir 55 ára eða eldri. Það verður því ekki síst lögð áhersla á aldurshópinn milli fimm- tugs og sextugs og fólk á því aldurs- bili fari að huga að íbúðarhúsnæði sem hentar því best næstu áratug- ina. Börn eru flogin að heiman og farið að hægjast um í lífsbaráttunni. Vaxandi hreyfing er á búsetu fólks á árunum fram að fimmtugu vegna náms, starfa og fjölskylduaðstæðna. Kannski er breytingin að verða sú, að ekki gefst tími fyrir framtíðar- heimilið fyrr en eftir fimmtugt? Viðræður að hefjast um lóðir Þegar eru hafnar viðræður við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um heppileg byggingarsvæði, en reyndar er stefnt að því að þetta fé- lag nái til landsins alls. Félaginu hefur verið gefið nafnið „Búmenn" og er það við hæfi, því hér þarf að búa vel í haginn og sýna fyrir- hyggju. M.a. er verið að skoða leiðir til lækkunar á byggingai'kostnaði með nýjum byggingaraðferðum og byggingarefnum. Þá er verið að skoða hagkvæma sparnaðarkosti fyrir væntanlega félagsmenn og ýmislegt fleira er á döfinni. Samið hefur verið við Gulu línuna um skráningu félagsmanna til að auðvelda sem flestum að gerast stofnfélagar og fá félagsnúmer, og gera Búmenn að öflugum vettvangi fyrir nýjar leiðir í húsnæðismálum eldra fólks. Höfundur er starfsmaður Búmanna. Nýbýiavegi 30, (Dalbrekkumegin), sími 554 6300. www.mira.is Reynir Ingibjartsson 6. -8. nóvember leujcesifie 34.960 kr. Innifalið erflug, gisting flugvallaskattar, ferðirtil og frá flugvelli íslensk fararstjórn. Clssccu 2 nætur C> á Stakis Ingram 28.240; Fc^ed 2 nætur á Selandia 35.211 Lcrnkn 3 nætur á Norfolk 35.61 o; dftiíinea. fCIIS 3 nætur á Best Western 34.490 * á mann í 2ja manna herbergi. Innifalið erflug, gisting og flugvallaskattar. Faxafeni 5 • 108 Reykjavík Sími: 568 2277 • Fax: 568 2274 Allar nánari upplýsingar hjá sölumönnum Nú er rétti tíminn til að spara og taka slátur. í kjötmarkaði GOÐA, Kirkjusandi v/Laugarnesveg, færðu slátur, nýtt kjöt og innmat á góðu verði. Kjötmarkaður GOÐA er opinn mánudaga til föstudaga kl. 13-18. Síminn er 568 1370.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.