Morgunblaðið - 08.10.1998, Page 50

Morgunblaðið - 08.10.1998, Page 50
'•50 FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ELSEBETH VILHJÁLMSSON, áðurtil heimilis á Hofsvallagötu 18, Reykjavík, lést þriðjudaginn 6. október á Hratnistu í Reykjavík. Synir, tengdabörn og barnabörn. + Útför ÞÓRDfSAR BENEDIKTSDÓTTUR, Grænavatni, fer fram frá Skútustaðakirkju laugardaginn 10. október kl. 11. Dætur hennar og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓN VALGEIR ILLUGASON, Reykjahlíð 1, Mývatnssveit, lést fimmtudaginn 1. október siðastliðinn. Jarðarförin fer fram frá Reykjahlíðarkirkju laugardaginn 10. október kl. 15.00. Guðrún Jakobsdóttir, Kristjana Ó. Valgeirsdóttir, Mark Brink, Matthildur H. Valgeirsdóttir, J. Valgerður Valgeirsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Guðrún María Valgeirsdóttir og barnabörn. + Ástkær sonur okkar, barnabarn og bróðir, STEFÁN LÚÐVÍKSSON, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju, Garöabæ, á morgun, föstudaginn 9. október, kl. 15.00. Denise Lucile Rix, Halldór Erlendsson, Lúðvík Jóhann Ásgeirsson, Guðrún Berndsen, Hulda Þorvaldsdóttir, Stefán Daníelsson, Ásta Hallý Lúðvíksdóttir, Ásgeir Karlsson og systkini. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA ÞORVALDSDÓTTIR frá Raufarfelli, Austur-Eyjafjöllum, Nóatúni 26, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju, á morg- un, föstudaginn 9. október, kl. 13.30. Viðar Arthúrsson, Jóhanna Einarsdóttir, Erla Guðmundsdóttir, Örn Grundfjörð, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför JÓHANNS SÆVALDS SIGURÐSSONAR. Sigurlaug Lóa Jónsdóttir, Njörður S. Jóhannsson, Björg Einarsdóttir, Kristján Jóhannsson, Viðar Bergþór Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabarn. JON HANNIBALSSON + Jón Hannibals- son fæddist í Þernuvík í Ogur- hreppi 17. júní 1939. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 23. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Lágafellskirkju 3. október. Ástkæri bróðir. Ég á svo bágt með að trúa að þú sért ekki lengur á meðal okkar. Þú sem varst alltaf hraustur, kátur og skemmtilegur. Við vorum fímmtán systkinin og okkur finnst svo stórt skarð komið í systkinahópinn. Það vantar þitt glettna stríðnisbros. Það er svo margs að minnast frá æskuárunum. Við vorum bæði systkini, leikfélagar og vinir. Auð- vitað slettist stundum upp á vin- skapinn eins og gengur hjá krökk- um en ég man ekki eftir að það hafí ekki verið fyrirgefið áður en dagur leið. Við ólumst upp í sveit og ekki gátum við farið út á götu og spurt: „Viltu vera með mér?“ (Eða eins og sagt er í dag: Viltu vera memm?) Við fórum bara út, fórum í leiki, ef vont veður var vor- um við inni að klippa út dýr úr haframjölspökkum eða hrísgrjóna- pakka, sem mamma hafði haldið til haga. Eg man alltaf hvað við, litlu krakkarnir, hlökkuðum til þegar þið, stóru krakkarnir, komuð úr skólanum frá Bolungarvík um helgar. Stóru krakkarnir voruð þið sem voruð orðin níu ára. Þú varst hjá hjónunum Bennu og Jóni á Bökkunum, stóru strákarnir þeirra kunnu svo mikið af spilum, spilagöldrum og leggja kabal. Þú lærðir alltaf eitthvað nýtt í hverri viku, sem þú kenndir okkur. Sér- staklega var Rauðskeggur í uppá- haldi hjá okkur. Stundum náðum við þessu nú ekki alveg á einni helgi. Oftast varst það þú sem stakkst upp á gönguferðunum þeg- ar hlé var á vorin og sumrin. Mamma var búin að hafa orð á að það þyrfti nú að fara að reyta arfa úr rófu- og kálgörðunum. Þú stakkst upp á því að við reyttum hvert úr sínu beðinu, áður en við færum, (var reyndar skilyrði til að fá að koma með). Við sem vorum minnst fengum að vera tvö með sama beðið. Ekkert mál, til mikis að vinna. Fyrstu fjallaferðirnar voru nú bara upp á næstu hæð eða hjalla. Seinna fengum við að fara lengri ferðir og komu þá Gil- skrakkamir í hópinn. Þá var farið í alvöru fjallaferðir eins og upp á Kistufell, Sjöhnjúk eða Heiðna- fjall. Það er svo margs að minnast. Þú varst altaf svo hjálplegur. Eg á egsteinar Lundi . v/Nýbýlaveg SÓLSTEINAR 564 4566 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri ykkur Ragnhildi svo margt að þakka. Alltaf voruð þið boðin og bú- in að hjálpa ef á þurfti að halda. Ofá skiptin fékk Hrafnhildur mín að vera hjá ykkur, þú varst hennar Nonni pabbi. Þegar íbúðin mín í Nökkvavoginum fylltist af vatni komst þú til að hjálpa mér að skipta um á gólfunum og lagfæra. Elsku Nonni, ég man það eins og það hefði gerst í gær þeg- ar við fórum saman á gömlu dansana í Þórskaffi. Þú stendur upp, labbar að einu borðinu þar sem fjórar stúlkur sátu og svífur síðan í næstu svipan með eina þeirra út á gólfið. Eg man að hún var í hvítum bládoppóttum kjól, þið voruð svo myndarlegt par. Seinna er þessi yndislega stúlka lífsfórunötur þinn. Þú valdir vel úr stúlknahópnum. Við systur þínar vorum nú oft búnar að hafa á orði, hvort þú ætlaðir að pipra. Þér fannst nú ekki liggja mikið á, pabbi hefði nú verið orðinn 30 ára þegar hann gifti sig og átti hann nú 15 böm, „og ég þarf nú ekki að eiga nema helming af því,“ sagðir þú. Elsku bróðir, við söknum þín öll. Huggum okkur við að nú líður þér vel og stríði þínu lokið við þennan illvíga sjúkdóm, þú ætlaðir að sigra og barðist eins og hetja frá upphafi til enda. Fyrst þegar þú áttir að fara í aðgerð léstu það bíða aðeins, það hentaði þér betur af því að nemendur þínir áttu að fara í próf. Svona varstu, öllu sem þú tókst þér fyrir hendur vildir þú skila vel af þér. Elsku Ragnhildur, missir þinn er mestur, en þú ert búin að standa eins og klettur við hlið hans þennan erfiða tíma. Móð- ir mín elskuleg, Ragnhildur, Þór- unn, Þorsteinn og Berglind, ég veit að sorg ykkar er mikil og sár. Megi góður guð blessa ykkur og umvefja og leiða ykkur í ljósið. Guð geymi minningu þína, kæri bróðir. Þín systir Ásdís. Jón Hannibalsson var þriðja bam foreldra sinna, Hannibals Guðmundssonar frá Bolungarvík (f. 1907, d. 1984) og Þorsteinu Jónsdóttur frá Birnustöðum (f. 1914) í Laugardal í Isafjarðardjúpi en foreldrar hans Hannibal og Þorsteina áttu því að láni að fagna að eignast fimmtán mannvænleg börn sem öll ásamt móður þeirra lifa bróður sinn. Systkini Jóns em Sigurvin vélstjóri, Guðríður kenn- ari, Lilja hjúkmnarfræðingur, Haukur bifvélavirki, Hulda hús- móðir, Ásdís húsmóðir, Bragi skrifvélfræðingur, Sigríður Hall- Blómabúðin öa^ðskom v/ T“OSSV'O0sl<Í»*i<jn0CI»‘<5 Sími. 554 0500 Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ H H H H H H H H H H Erfidrykkjur H H H H H H H H H Simi 562 0200 IIIIIXUIIJ dóra matráðskona, Sigrún verslun- armaður, Margrét bóndi, Fjóla iðnverkakona, Jóhann bóndi, Rebekka skrifstofumaður og Þor- steinn búfræðingur. I flæðarmál- inu í Þernuvík ólst Jón upp fram til fimm ára aldurs er hann fluttist ásamt foreldrum og sex systkinum að Hanhóli í Bolungarvík. Á Han- hóli ólst Jón upp við ástríki for- eldra og táp og fjör systkinna sinna. Allir urðu að leggjast á eitt við búskaparstörf svo fæða mætti og klæða alla fjölskyldumeðlimi þar sem fjölskyldufaðirinn vann lengst af utan heimilis. Þar lærði hinn ungi maður til verka við ýmis sveitastörf. Alla tíð hélt Jón mikla tryggð við æskustöðvarnar því hann heimsótti foreldra sína oft að Hanhóli og móðursystur sína og vinkonu Guðrúnu að Birnstöðum í Laugardal. Þar átti hann margar stundir síðustu ár við smíðar en Rúna var þar að koma sér upp nýj- um bústað og þurfti mörg smiðs- verkin til. Á Hanhóli mátti líka sjá handverk Jóns og fór ekki leynt að þar var hagleiksmaður á ferð. Hannibal faðir Jóns hafði það orð á sér að vera glaðlyndur og glett- inn og telja má að þá eiginleika hafi Jón fengið frá föður sínum í vöggugjöf, en hann hafði einnig til að bera mildi og manngæsku móð- ur sinnar. Eftir barnaskóla fór Jón í gagnfræðaskóla í Reykjanes við Isafjarðardjúp en foreldrarnir kappkostuðu að aðstoða börn sín til náms svo sem kostur var. Þar komu í ljós smiðshæfileikar pilts- ins og fór hann fljótlega að kenna öðrum handavinnu í skólanum. Eftir dvölina í Reykjanesi lá leið hans tfi Reykjavíkur og stundaði hann nám í smíðakennslu við Kennaraskóla Islands. Jón vann síðan við kennslu m.a. á Patreks- firði og á Seltjarnarnesi. Jón fór síðan í nám að nýju og tók próf í húsasmíði. I mörg ár vann Jón við húsasmíði en tók síðan til við kennslu að nýju og kenndi smíðar í um tuttugu ár við Varmárskóla í Mosfellsbæ þar sem hann bjó ásamt fjölskyldu sinni. Þar kenndi systir hans og vinur, Guðríður, einnig handavinnu, en þau hafa löngum íylgst að í gegnum tíðina og hafa búið í sömu götu síðustu áratugi, í Bergholti í Mosfellsbæ. Árið 1968 giftist Jón eftirlifandi eiginkonu sinni, Ragnhildi Þor- leifsdóttir frá Fossgerði í Berufirði. Það spor var gæfuspor. Með Ragnhildi bjó hann á heimili þar sem ástríki og alúð réðu ríkj- um. Þeim varð þriggja barna auð- ið. Elst er Þórunn Stefanía raf- eindavirki, í sambúð með Benedikt Halldóri Halldórssyni frá Bolung- arvík, næstur er Þorsteinn bifvéla- virki og bílstjóri, en yngst er Berg- lind Hanna menntaskólanemi. Eg kynntist Jóni fyrst fyrir sex árum er ég hóf búskap ásamt bróður hans á æskustöðvun hans á Han- hóli. Það þurfti ekki löng kynni til að sjá að þar var öðlingsdrengur á ferð. Við áttum það sameiginlegt að starfa bæði við kennslu og gát- um deilt með okkur reynslu úr störfum okkar. Hann, eldri og reyndari, lagði mér lið er ég lagði fyrir mig smíðakennslu og sendi mér óumbeðinn bæði sýnishorn og snið til að auðvelda mér undirbún- ing kennslunnar, enda hjálpsemi og alúð eiginleikar sem einkenndu hans lundarfar. Við Jóhann kom- um gjarnan við í Mosfellsbænum á leið okkar akandi vestur. Á heimili þeirra Ragnhildar og Jóns mátti glögglega finna hve mikil rækt var lögð við heimili og fjölskyldu. Síð- asta árið hefur Jón þurft að glíma við illvígan sjúkdóm er að lokum hafði betur. En eftir stendur minn- ing skær um góðan dreng, fjöl- skylduföður, smið og kennara. Vil ég með þessum fáu orðum þakka fyrir samfylgdina síðustu ár og bið fyrir samúðarkveðjur til ástvina hans, einkum konu hans, Ragn- hildar, og barna þeirra og ást- kærrar móður, sem nú lifir son sinn. Guðrún Stella Gissurardóttir, Hanhóli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.