Morgunblaðið - 08.10.1998, Page 51

Morgunblaðið - 08.10.1998, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 51 MINNINGAR Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar ég minnist Jóns Hannibalssonar. Fyrst leitar á hugann sá tími þegar hann var iðinn við að sinna barnahópnum í sveitinni, bæði sínum og annarra. Ymist við leik eða störf. Kolaveið- ar í flæðarmálinu. Fjallgöngur og berjaferðir svo eitthvað sé nefnt. Hann geislaði ævinlega af lífí og fjöri, þó ekki væri hávaðanum fyr- ir að fara. Lengi fannst mér ég varla hafa séð hærri mann en samt fór aldrei mikið fyrir honum. Sér- lega þægilegur í öllu viðmóti en glettinn var hann með afbrigðum. Það var oft gaman að því hvað hann gat lætt úr sér gullkomum sem aldrei voru neinum til lasts en hittu vel í mark. Enda var hann ekki maður sem tranaði sér fram, en átti gott með að gefa öðrum sinn tíma og átti gott með að hlusta. Fyrir mér sérlega góður kennari. Jón var búinn að klífa marga tinda og koma mörgum góðum hlutum í verk. Hátindinum átti hann þó eftir að ná en það var að fá að fylgja bömunum sínum öllum út í lífið og sjá þau vaxa úr grasi. Óskandi hefði verið að hann hefði mátt dvelja lengur meðal okkar en það gat því miður ekki orðið. Um leið og ég þakka allar góðu minningarnar sem ég á um þennan ljúfa dreng votta ég Ragnhildi og fjölskyldu innilega samúð mína sem og öðrum ættingjum og vin- um. Blessuð sé minning hans. Kveðja frá Siggerði Ólöfu Sigurðardóttur. Margt er það, og margt er það sem minningamar vekur, ogþæreruþaðeina, sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson Okkur sytkinin langar til að minnast góðs frænda okkar, hans Jóns bróður hennar mömmu. Hann átti svo stóran þátt í upp- vaxtarárum okkar hér í Bergholt- inu hvort sem hann leiðbeindi okk- ur í leikjum eða eggjatínslu í Esj- unni, vetraríþróttum eða í smíða- kennslu í skólanum, þá var hann alltaf jafnþolinmóður og góður kennari. Hann átti það líka til að vera stríðinn og alltaf var stutt í kímnina hjá honum. Þegar við vor- um yngri var heimili Jóns og Ragnhildar oft eins og okkar ann- að heimili og oftast áttu þau eitt- hvað gott með mjólkinni þegar maður var læstur úti og kom að sækja lykil, eða var inni að leika með krökkunum. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að þekkja þennan mæta mann sem okkur þótti svo vænt um og fyrir það að fá að njóta handleiðslu hans og samfylgdar í gegnum tíðina. Elsku Ragnhildur, Þórunn, Bennsi, Þorsteinn, Berg- lind og Jóhannes, Guð gefi ykkur styrk á sorgarstundu. Minningin um Jón lifir áfram í hjörtum okk- ar. Með kveðju. Ágústa, Bjarkar og Hrund Ýr. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í fonnálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. KRISTIN GUNNLA UGSDÓTTIR ODDSEN + Kristín Gunnlaugsdóttir Oddsen var fædd 22. desem- ber 1922. Hún lést á Sjúkrahús- inu á Egilsstöðum 23. septem- ber siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Egilsstaða- kirkju 3. október. Það er mikil gæfa hvers manns að hafa fengið að kynnast góðu og hjartahlýju fólki í uppvextinum. Því er okkur efst í huga þakklæti og virðing, þegar við nú kveðjum okkar kæra frænku Kristínu Oddsen, sem alltaf umvafði okkur hlýju og kær- leika. Heimili þeirra Stínu og Óla bar merki þess að þar bjó einstaklega gestrisið og greiðvikið fólk sem veitti af rausnarskap bæði í orði og á borði. Þau létu mann finna hversu innilega velkominn maður var. í faðmlaginu ríkti svo mikil hlýja þeg- ar heilsað var, hvort heldur það var sem barn að koma í Víðihól eða sem fullorðin manneskja í Löngumýrina og síðar til Egilsstaða. Þannig mót- tökur þekkja allir sem á heimili þeirra komu. Ótal minningar um ánægjulegar samverustundir geym- um við í hjarta okkar. Með þessum ljóðlínum kveðjum við þig elsku Stína okkar: Eg þakka allt frá okkar fyrstu kynnum, það yrði margt, ef telja skyldi það. I lífsins bók það lifir samt í minnum, er letrað skýrt á eitt hvert hennar blað. Eg fann í þínu heita, stóra hjarta þá helgu tryggð og vináttunnar ljós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir) Elsku Óli. Við sendum þér, börn- um þínum og fjölskyldum innileg- ustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning mætrar konu. F.h. systkina minna og fjöl- skyldna. Kristín Dúlla. LEGSTEINAR í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. ÍB S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410 + HERBERT GÍSLASON verkamaður, Grænukinn 19, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju, á morgun, föstudaginn 9. október kl. 15.00. Frændsystkini hins látna. + Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNEA HELGA ÁGÚSTSDÓTTIR frá Hemlu, Stóragerði 1, Hvolsvelli, verður jarðsungin frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð laugardaginn 10. október kl. 14.00. Ólafur Tryggvi Jónsson, Ragnhildur Ólafsdóttir, Sæmundur Sveínbjörnsson, Ágúst Ingi Ólafsson, Sóley Ástvaldsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. + Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR, Fossheiði 52, Selfossi, verður jarðsett frá Fossvogskirkju, á morgun, föstudaginn 9. október kl. 10.30. Þuríður Gísladóttir, Jósep Helgason, Sigríður Gísladóttir, Þórarinn Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR ÁSGRÍMSSON bóndi, Minni-Borg, lést þriðjudaginn 6. október. Inga Guðjónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Dóttir mín, systir okkar, mágkona og frænka, GUÐRÚN DÓRA ERLENDSDÓTTIR, Fífuseli 35, Reykjavík, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju, á morg- un, föstudaginn 9. október, kl. 13.30. Erlendur Steinar Ólafsson, Baldur Erlendsson, Sólveig Erlendsdóttir, Sveinn H. Skúlason, Gísli J. Erlendsson, Kirsten Erlendsson, Steinar Þór Sveinsson, Hrund Sveinsdóttir og bróðursynir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, BJÖRG JÓHANNA JÓNSDÓTTIR frá Flateyri, Miðbælisbökkúm, Austur-Eyjafjöllum, sem andaðist föstudaginn 2. okt. á Sjúkrahúsi Suðurlands, verður jarðsungin frá Eyvindar- hólakirkju kl. 13.00, laugardaginn 10. október. Guðrún María Óskarsdóttir, Garðar H. Björgvinsson, Jón Ingvar Óskarsson, Steinar Kristján Óskarsson, Birgir Óskar Axelsson, Anita Björg Jónsdóttir. + Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður og ömmu, HILDAR HAFDÍSAR VALDIMARSDÓTTUR, Bláhömrum 2, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju, á morgun, föstu- daginn 9. október, kl. 15.00. Þeir sem vilja minnast hinnar látnu eru beðnir að láta Hjúkrunarþjónustu Karitas, (sími 551 5606), njóta þess. Sverrir Davíðsson, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengda- föður og afa, HALLGRÍMS HALLGRÍMSSONAR frá Skálanesi, Smáraflöt 16, Garðabæ. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild 6-B og gjörgæsludeild á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyrir góða umönnun. Valgerður Guðlaugsdóttir, Guðlaugur Hallgrímsson, Herdís Rut Hallgrímsdóttir, Grétar Guðmundsson, Hallgrímur S. Hallgrfmsson, Helga Bachmann, Óli S. Hallgrímsson, Halldóra Matthfasdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.