Morgunblaðið - 08.10.1998, Side 57

Morgunblaðið - 08.10.1998, Side 57
 á i MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ámi Sæberg PÁLL Pétursson tekur við listunum frándi Drífu Sigfúsdóttur, forseta Kvenfélagasambands Islands. Mótmæla áformum um af- nám orlofs húsmæðra FULLTRÚAR frá Kvenfélagasam- bandi íslands ásamt forseta þess gengu í vikunni á fund Páls Péturs- sonar félagsmálaráðherra og af- hentu honum undirskriftalista nærri 6.000 einstaklinga þar sem mótmælt er áformum um að afnema lög um orlof húsmæðra. Hinn 5. febrúar 1997 skipaði fé- lagsmálaráðherra nefnd til að end- urskoða lög um orlof húsmæðra nr. 53/1972, með síðari breytingum. Nefndin lauk störfum hinn 20. janú- ar 1998 og leggur hún til afnám laga um orlof húsmæðra. í mótmælatextanum segir svo: Fyrirlestur um erfða- fræði MS á Islandi í FÖSTUDAGSFYRIRLESTRI Líffræðistofnunar 9. október mun Inga Reynisdóttir Ph.D., íslenskri erfðagreiningu, flytja erindi um rannsóknarverkefni sitt. Erindið nefnist: Erfðafræði MS á íslandi. Erindið verður haldið að Grensás- vegi 12, stofu G-6, og hefst klukkan 12.20. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Umhverfisþættir skipta einnig máli í útdrætti úr fyrirlestrinum scgir: „Heila- og mænusigg (multiple scler- osis, MS) er sjúkdómur sem leggst á miðtaugakerfið. Sjúkdómurinn ein- kennist af bólgum og rýmun myelín- slíðurs. Heila- og mænusigg veldur hreyfingartruflunum og getur leitt til lömunar. Einn af hverjum þúsund íslendingum er með MS og er þetta svipuð tíðni og hjá nágrannaþjóðum okkar. MS er arfgengur sjúkdómur, en umhverfisþættir eiga einnig þátt í að valda sjúkdómnum. Hjá íslenskri erfðagreiningu leitum við að mein- genum þeim sem valda heila- og mænusiggi. Fyriiiestun'nn mun fjalla um aðferðir sem við beitum til þess að finna meingen MS og ann- arra sjúkdóma." Kvenfélagasamband íslands mót- mælir niðurfellingu laganna um or- lof húsmæðra og fer fram á að orlof- ið verði ekki aflagt og lögin fái að vera óbreytt. í flestum starfsstétt- um eru meðallaun kvenna 60% af meðallaunum karla. Mestur hluti þessa mismunar er vegna miklu meiri yfn-vinnu karla og einnig hitt að fjöldi kvenna er í hlutastarfi. Þessi staðreynd, lítil yfirvinna og hlutastarf kvenna, staðfestir að konur vinna eftir sem áður að mestu leyti ólaunað og án orlofs- réttar. Starfsaldur kvenna á vinnu- markaði er einnig styttri þar sem margar starfa tímabundið eingöngu á heimili vegna umönnunar bama, aldraðra og sjúklinga. Enn er ekki farið að meta heimavinnu hús- mæðra til gildis fyrir þjóðfélagið. Meðan jafnrétti í framkvæmd er ekki nær jafnfrétti í lögum er hús- mæðraorlofið alls ekki forréttindi, heldur má líta á það sem tilraun til að jafna kjör kynjanna. A for- mannaráðsfundi KÍ 6.-7. mars sl. var samþykkt að safna undirskriíta- listum um allt land. Allar konur og karlar eldri en 18 ára voru gjald- geng. Nálægt 6.000 einstaklingar hafa skrifað undir. Reykj avíkurborg Skrifstofa borgarstjóra BORGARAFUNDUR UM MIÐBORG REYKJAVÍKUR Borgarstjóri boðar til almenns kynningar- fundar um nýjar áherslur í stjóm miðborgar Reykjavíkur. Breskir ráðgjafar, Richard Abrams og Jim Morrissey, sem unnið hafa að þróunaráætlun miðborgarinnar ásamt starfs- fólki Borgarskipulags og í samvinnu við hagsmunaaðila munu kynna vinnu sína. r t • • , , SIIIS8I8S Þróunaráætlun miðborgarinnar felur í ser ákveðna stefhumörkun fyrir miðborgina. SxMÍB ^erður gerð grein fyrir áhrifum hennar meðal annars fyrir íbúa, atvinnurekendur, borgar- yfirvöld, gesti miðborgarinnar og þá sem starfa þar. Jafnframt verður kynnt fyrirkomu- lag nýrrar miðborgarstjómar og nýtt starf framkvæmdastjóra hennar. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn 10. október n.k. kl. 15:00. Fundarstjóri verður Halldór J. Kristjánsson bankastjóri Landsbankans hf. Hagsmunaaðilar og velunnarar miðborgarinnar eru hvattir til þess að mæta. www.mbl.is FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 57 Hver er þín sýn - á kynfræðslu °g - ráðgjöf fyrir ungt fólk um kynlíf? /•[ ri • r\ iTri’rn -• rit-ci rr k\ n w n «—i mJ ——J ...* — — ■J-.mmé'mi —. —, — mJ 'mmmrn WJ rj -rÍTiTíCjT J"'—__ )*. FKB heldur málþing í Þjóðarbók- hlöðunni laugardaginn 10. október kl. 9-13 íslenskir sem erlendir fyrirlesarar. _ ! Wm MSSÍllSlfi w§kssi§ííi! Málþingið er einkum ætlað ungu fólki og þeim sem starfa að heil- brigðis-, félags- og uppeldismálum. í Hinu húsinu er veitt fræðsla og ráðgjöf um kynlíf, getnaöarvarnir, þungunar- próf, neyöargetnaöarvörn og kynsjúk- dóma. Komdu eða hafóu samband í síma 561 6061, boðtæki 842 3045 eða sendu tölvupóst til fkb@mmedia.is. Opið á mánudögum kl. 16-18. FKB færir þeim fyrirtækjum bestu þakkir sem styrktu gerð þessarar auglýsingar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.