Morgunblaðið - 21.11.1998, Side 24

Morgunblaðið - 21.11.1998, Side 24
24 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Hlutur Ehf. Alþýðubankans hf. í 10-11-verslununum Virkur markaður um kaupréttindi myndaður Ungverjar horfa mest á sjónvarp Frankfurt. Reuters. UNGVERJAR horfa meira á sjón- varp að meðaltali en sjónvarpsáhorf- endur í öðrum löndum Evrópu, en þýzkumælandi Svisslendingar minnst samkvæmt nýrri könnun. Ungverjar horfa á sjónvarp í þrjár klukkustundir og 55 mínútur á dag, en þýzkumælandi Svisslendingar í tvær klukkustundir og átta mínútur á dag að sögn auglýsinga- og mark- aðsfyrirtækisins IP Deutschland. Þýzkir áhorfendur horfa að meðaL tali í þrjá tíma og 16 mínútur dag. í Bandaríkjunum horfír fólk á sjón- varp í tæpa fjóra tíma á dag að með- altali og fjárfestingar í auglýsingum á mann eru töluvert meiri að sögn rannsóknarstjóra IP Research Director Thomasar Sudholts. „Þjóð- verjar og Evrópubúar eiga þvi enn talsvert langt í land,“ sagði hann. Afnotagjöld hæst í Austurríki Afnotagjöld í Evrópu eru hæst í Austurríki samkvæmt IP. Austur- rísk heimili greiða að meðalali 400 mörk í lögboðin afnotagjöld á ári til að fjarmagna starfsemi ríkisrekinna ljósvakafjölmiðla. Næstir koma Belgar með 364 mörk og Þjóðverjar með 340 mörk. Tekjur af afnotagjöldum eru mest- ar í Þýzkalandi, eða 11,2 milljarðar marka á ári. Næstir koma Bretar með 6,5 miiljarða marka og Frakkar með 4,7 milljarða. ----------------- Ericsson spáir meiri uppgangi New York. Reuters. ERICSSON býst við að framhald verði á miklum vexti fyrirtækisins og að það haldi áfram eignaöflun til að auka vörusvið sitt í Norður-Ameríku að sögn Bo Dimert, rekstrarstjóra Ericssons vestanhafs. „Við erum staðráðnir í að tryggja vöxt fyrirtækisins til langs tíma og að vöxtur fyrirtækis okkar verði meiri en á markaðnum yfírleitt - 20 af hurídraði á ári að meðaltali," sagði Dimert fjárfestum og sérfræðingum á Warburg Dillon Read fjarskipta- ráðstefnunni í New York. EIGNARHALDSFÉLAGIÐ AI- þýðubankinn hf., sem keypt hefur ríflega 27% hlut í Vöruveltunni hf., rekstrarfélagi 10-11-verslananna, hyggst veita hluthöfum félagsins rétt til þess kaupa bróðurpart hlutabréfa í Vöruveltunni á kostn- aðarverði. Reynt verður að mynda virkan markað um kauprétt á bréf- unum, þannig að hluthafar muni bæði geta nýtt sér kaupréttinn eða selt hann til annarra. Gengið var frá sölu á 70% hlut hjónanna Eiríks Sigurðssonar og Helgu Gísladóttur í Vöruveltunni á fímmtudag til nokkurra fagfjár- festa, meðal annars Eignarhaldsfé- lagi Alþýðubankans. Það ætlar að bjóða hluthöfum, sem eru um 1.350, að kaupa verulegan hlut bréfanna í hlutfalli við eign sína í félaginu. Gert er ráð fyrir að salan á bréfunum fari fram í byrjun næsta árs. Að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra Eignarhaldsfé- lags Alþýðubankans hf., væri gert ráð fyrir að hluthafar gætu nýtt sér kaupréttinn eða selt hann til annarra. Þannig yrði reynt að mynda virkan markað um kaup- réttinn. í framhaldi hæfíst almennt útboð bréfanna og þau skráð á Verðbréfaþingi fslands fyrir milli- göngu íslandsbanka. Hann sagði að Eignarhaldsfélagið hygðist halda eftir tæpum 5% af þeim 27% hlutabréfa sem keypt voru í Vöru- veltunni. Dreifð eignaraðild tryggð Gylfí sagði að sú leið, sem Eign- arhaldsfélagið hygðist fara, hefði ekki verið farin áður í viðskiptum hér á landi. Þessi leið, sem kallaðist á ensku wright issue, hefði hins veg- ar verið tíðkuð um árabil í Banda- ríkjunum. „Allir hluthafar geta nýtt sér kaupin til þess að tryggja sér hlutdeild í þeirri verðmætaaukn- ingu sem verður við skráningu bréf- anna. Þessi leið tryggir einnig dreifða eignaraðild.“ Gylfí sagði hlutabréf í Vöruvelt- unni álitlegan fjárfestingarkost fyr- ir hluthafa, enda hefði keðjan vaxið hröðum skrefum og hefði burði til þess að vaxa enn frekar. „Eignar- haldsfélagið hefur að undanfórnu kynnt sér möguleika á að fjárfesta í verslunarrekstri. Við gátum því brugðist skjótt við þegar okkur bauðst að fjárfesta í hlutabréfum í Vöruveltunni fyrir milligöngu Is- landsbanka. ívar Guðjónsson, viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði íslandsbanka sagði ánægjulegt fyrir bankann ef hægt væri að móta nýja leið í hlutabréfa- viðskiptum eins og þá sem Eignar- haldsfélagið ætlaði sér að fara. Hann sagði jafnframt að mikil eftir- spurn væri eftir hlutabréfum í Vöruveltunni og það gæfí fyrirheit um að eftirmarkaðurinn yrði virkur. usx-407 m„ Útvarpsmagnari 2x7Öw • Rms • 4x50w 30 stöðva minni • Rds oti usx-906 Útvarpsmagnari 2x110w • Rms • 5x60w 30 stöðva minni • Rds-AC-3 Pd-106 .. Getsiaspilari 1 bit • forrttanlfcLjor hanetahófsspilun . * mjl-707 Mini-disk spiíari Stafræn upptaka og afspiiun Hægt að setja ínn nafn eða trtla. Dv-505 Myndgetslaspilari AC3 • framtiðinn í hijóð og mynrl Hetmabto hatalarar Aðeins 5sm þykkir • 150W Rms +I00w bassabox BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 533 2 800 UMBOÐSMENN UM ALLT LAND Metsala á mexíkönsk- um mat XCO hf. hefur fengið viðurkenn- ingu frá bandaríska matvælafram- leiðandanum Bruce Foods Cor- poration fyrir metsöluaukningn á mexíkönsku matvörunni Casa Fiesta. Verðlaunin voru veitt á SIAL-matvælasýningunni í París og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Frá vinstri: Már Goldingay, sölustjóri XCO, Steve Green, sölu- og markaðsstjóri Casa Fiesta, Sigt ryggur Eyþórsson, framkvæmdastjóri XCO, og Si Brown, framkvæmdastjóri CF. XCO hóf innflutning á Casa Fiesta-vörunum árið 1982 og sfðan hefur hann vaxið ár frá ári. XCO fær viðurkenninguna fyrir mestu hlutfallslegu söluaukningn Casa Fiesta í heiminum. Samkvæmt upp- lýsingum frá fyrirtækinu er neysla á CF-vörunum nú mest hérlendis miðað við fólksfjölda og miðað við magn svipuð og í allri Belgíu. For- svarsmenn XCO hyggjast ekki láta deigan síga við að kynna Islending- um mexíkanskan mat og boða ýms- ar nýjungar á næstunni. Vönduð dagatöl og jólakort í miklu úrvali. Sérmerkt fyrir þig Nýjor víddir í hönnun og útgáfu Snorrabraul 54 ©5ÓI 4300 D5ÓI 4302 Verðbréfaþing Hlutabréf í Járn- blendinu hækka VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi námu alls 397 milljónum króna í gær. Viðskipti með húsbréf námu 313 milljónum króna og með hlutabréf alls 84 milljón- um. Úrvalsvísitala Aðallista hækkaði um 0,45%. Viðskipti með hlutabréf Flugleiða námu alls 27 milljón- um króna og hækkuðu þau um 2,2% frá síðasta viðskiptadegi, eða í 3,22. Viðskipti með bréf í Nýherja námu 21 milljón og hækkaði verð þeirra um 5,5%. Viðskipti með bréf í íslands- banka námu alls 17 milljónum og hækkuðu þau lítillega í verði. Hampiðjubréf hækka Verð hlutabréfa Islenska jámblendifélagsins hækkaði mest, eða um 7,1%, en viðskipti með þau námu aðeins um hálfri milljón króna. Þá hækkuðu Hampiðjubréf um 4,5% og Tryggingamiðstöðvarbréf um 2,1%. Hlutafjárútboð ÍS Forkaups- rétti hlut- hafa lokið 80,2 MILLJÓNIR króna seld- ust til forkaupsréttarhafa í hlutafjárútboði Islenskra sjáv- arafurða hf., sem lauk á þriðju- dag. 200 milljóna króna hlutafé var í boði og seldust rúm 40% tíl forkáupsréttarhafa á geng- inu 1,75. Nú tekur við sala á al- mennum markaði á genginu 1,80 til 30. nóvember. Mun Landsbanki Islands sölu- tryggja 50 milljónir króna. Hermann Hansson, stjórn- arformaður ÍS, sagði að marg- ir hluthafar félagsins hefðu tekið þátt í forkaupsréttinum og að hlutaféð hefði dreifst á breiðan hóp þeirra. Viðskipta- vakt fyrir GSM-not- endur OPNUÐ hefur verið SMS við- skiptavakt sem gerir GSM-not- endum Landssímans kleift að fylgjast með verðbréfavið- skiptum dagsins. Viðskipta- vaktin er samstarfsverkefni Landssímans, Tölvumynda og Kauphallar Landsbréfa á Net- inu. Þjónustan er ókeypis og fer skráning fram á Netinu. Þorsteinn Ólafsson, hjá Kauphöll Landsbréfa, segir að markmiðið með verkefninu sé að færa fólk nær þróun mark- aðarins. Viðskiptavaktin bjóði upp á marga möguleika fyrir þá sem vilja fylgjast með hluta- bréfaviðskiptum. Hægt sé að fá viðskiptayfii-lit í formi SMS skilaboðasendinga sem greinir frá hlutabréfaviðskiptum og viðskiptum með önnur verð- bréf. „Þá er hægt að fá upplýs- ingar um einstök viðskipti fyrir- tækja og yfirlit yfii- gengi gjald- miðla svo dæmi séu tekin." Slóðin á SMS viðskiptavakt- ina á Netinu er www.gsm.is/vidskiptavakt.htm.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.