Morgunblaðið - 21.11.1998, Síða 31

Morgunblaðið - 21.11.1998, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 31 ERLENT Ekkert nýtt kom fram við yfírheyrslurnar yfír Kenneth Starr Snarpir Líkt við held- ur tilþrifa- lítið leikrit Starr stóð sig þó vel og hefur líklega bætt ímynd sína meðal almennings YFIRHEYRSLURNAR yfir Kenn- eth Starr, sem annaðist rannsókn- ina á hugsanlegum embættisafglöp- um Bills Clintons, forseta Banda- ríkjanna, fyrir dómsmálanefnd full- trúadeildarinnar þykja litlu hafa breytt um málið sjálft og afstöðu manna til þess. Raunar var engu líkara en það væri Starr en ekki Clinton, sem sæti á sakamanna- bekknum. Repúblikanar höfðu von- ast til, að með yfirheyrslunum tæk- ist Starr að bæta nokkuð þá ímynd, sem hann hefur í augum flestra landa sinna, og svo virðist sem það hafí gengið eftir að nokkru leyti. Hann lét aldrei slá sig út af laginu og var yfirvegaður í svörum. Þau voru hins vegar mjög „lögmanns- leg“ og ekki spennandi. Spurt um annað en „staðreyndir málsins" Bandarískur almenningur virðist vera búinn að gera upp hug sinn til Clinton-málanna og þingmenn líka. Demókratar í dómsmálanefndinni munu standa með forsetanum allir sem einn en repúblikanar í nefnd- inni munu trúlega samþykkja, að málið verði lagt fyrir fulltrúadeild- ina ásamt tillögu um, að Clinton verði sviptur embætti. Yfírheyrsl- urnar í fyrradag líktust því mest leikriti þar sem menn skiluðu sínu hlutverki en með heldur litlum til- þrifum. Umræðurnar snerust ekki fyrst og fremst um ásakanirnar á hendur Clinton, heldur um það hvernig að rannsókninni var staðið. Yfirheyrslurnar ásamt yfirlýsing- unni, sem Starr las í upphafi, stóðu í 12 tíma og vissulega hitnaði aðeins í kolunum eftir því sem á leið, eink- um þegar David Kendall, lögfræð- ingur Clintons, spurði Starr spjör- unum úr í klukkutíma. Um niður- stöður rannsóknarinnar sagði Kendall aðeins, að þar væri ekkert, sem réttlætti brottvikningu forset- ans úr embætti, en að öðru leyti hélt hann sig alveg við rannsóknarað- ferðir Starrs. Hann spurði meðal annars hvers vegna Starr hefði oft verið fjarverandi við mikilvægar vitnaleiðslur; um það hverjir hefðu lekið upplýsingum um rannsóknina til fjölmiðla og hvers vegna Starr hefði beðið með að skýra frá því þar til í fyrradag, að forsetinn hefði ver- ið hreinsaður af allri sök varðandi brottrekstur starfsmanna á ferða- skrifstofu Hvíta hússins og hvað varðaði ásakanir um, að hann hefði safnað FBI-skjölum um ýmsa repúblikana. Kendall fékk upphaflega aðeins 30 mínútur til að spyi'ja Starr en repúblikaninn Henry Hyde, formað- ur dómsmálanefndarinnar, ákvað að bæta öðrum 30 mínútum við „ef þú skyldir vilja spyrja um staðreyndir málsins" eins og hann orðaði það. „Undarleglr tímar“ Repúblikanar vildu með yfir- heyrslunum minna landsmenn á hvað ásakanirnar gegn Clinton eru alvarlegar en Lindsey Graham, full- trúadeildarþingmaður fyrir Suður- Karólínu, sagði, að einn mikilvæg- asti þátturinn í málshöfðun á hend- Búddamunkar berja hver á öðrum Seoul. The Daily Telegraph. UM það bil 12 búddamunkar, vopnaðir bareflum og með skildi sér til varnar, ruddust fyrr í vikunni inn í sitt eigið musteri í Seoul í Suður-Kóreu. Þar börð- ust þeir við aðra munka um það hverjir skyldu ráða í hinni 1.000 ára gömlu reglu. Munkarnir, sem voru með 100 málaliða sér til halds og trausts, voru í musterinu í hálfa klukku- stund en iétu þá undan síga fyr- ir varnarliðinu, um 50 öðrum muiikum, sem grýttu í þá slökkvitækjum og húsgögnum. Var hugað að sárum sjö manna á sjúkrahúsi en þetta er í annað sinn í þessum mánuði, að fylk- ingunum lýstur saman. Song Wol-ju, sem innrásar- munkarnir styðja, hugðist leita eftir endurkjöri sem yfirmaður Chogye-reglunnar en vegna þessa atburðar ákvað hann að hætta við það í von um, að búddisminn í Kóreu yrði ekki fyrir meiri álitshnekki. Getuleysi og spilling Leiðtogaslagurinn gaus upp í síðustu viku þegar Song til- kynnti, að hann ætlaði að sækj- ast eftir embættinu í þriðja sinn þótt reglulögin segi, að sami maður megi aðeins gegna því í tvö fjögurra ára kjörtímabil. Hélt Song því fram, að hann hefði hvorugu lokið þar sem hann hefði verið ei’lendis um hríð vegna ágreinings við fyrr- verandi yfirvöld í landinu. And- stæðingar hans, þar á meðal Wol Ha, andlegur leiðtogi regl- unnar, skoruðu á hann að hætta við og sökuðu hann um getu- leysi og spillingu. Þegar Song lét sér ekki segjast lögðu þeir undir sig musterið. Um átta milljónir manna tilheyra Chogye-reglunni, sem boðar m.a. Zen-íhugun. Þetta ár hefur verið fremur erfitt búddatrúarfólki í S- Kóreu. Hafa allnokkrir munkar verið handteknir og sakaðir um ólöglegt fjárhættuspil og bók- stafstrúarmenn meðal kristinna hafa unnið skemmdir á ýmsum helgum dómum búddismans í landinu. DAVID Kendall, lögfræðingur Clintons, gerði harða hrfð að Starr en spurði þó um flest annað en sjálfa rannsóknarniðurstöðuna. ur forseta væri, að þjóðin væri henni samþykk. Því miður væri því öðru vísi farið. „Við lifum á undarlegum tímum og það finnst mér yfirgengilegast, að reiði almennings beinist að þér en ekki manninum, sem er sakaður um að hafa brotið af sér,“ sagði Graham við Starr. Fyrir demókrötum vakti fyrst og fremst að beina kastljósinu frá forsetanum með því ráðast á boð- bera hinna válegu tíðinda en sum- ar spurningarnar þóttu fremur smásmugulegar. Abbe D. Lowell, helsti lögfræðingur þeirra, gerði sér mat úr meðferð Starrs og manna hans á Monicu Lewinsky daginn, sem hún var fyrst kölluð fyrir, og velti sér jafnvel upp úr því hvort fréttatilkynning Starrs um þann atburð hefði verið vill- andi. David Schippers, helsti ráðgjafi repúblikana, spurði Starr síðastur og varði rannsóknaraðferðir hans og heiðarleika. Þegar Clinton, sem var í opin- berri heimsókn í Japan í gær, var spurður um yfirheyrslurnar kvaðst hann lítið um þær vita, hann hefði aðeins séð útdrátt af þeim og ekki fylgst með þeim í sjónvarpi. Hafi repúblikanar vonast til, að yfirheyrslurnar yfir Starr blésu nýju lífi í málið gegn Clinton, þá varð þeim ekki að ósk sinni. Þær bættu engu við það, sem þegar var vitað. Hins vegar stóð Starr sig vel, var öruggur og yfirvegaður og hef- ur líklega bætt ímynd sína nokkuð. I því efni var raunar engu að tapa en allt að vinna því að samkvæmt skoðanakönnunum eru aðeins 18% Bandai’íkjamanna ánægð með frammistöðu hans í málinu gegn Clinton. Kann lítt á fjölmiðlana Demókratar hafa lýst Starr sem „heiftúðugum" repúblikana, sem eigi sér þann draum helstan að steypa Clinton, en þessi lýsing sannaðist ekki á honum við yfir- heyrslurnar. Starr, sem íhugaði einu sinni að keppa að öldunga- deildarþingsæti í Virginíu, sagði undir lokin, að hann væri ekki vel til þess fallinn standa í eldlínu stjórn- málanna. „Eg er enginn stjórnmálamaður og kann lítt að. koma mér á fram- færi í fjölmiðlunum. Ætli það sé ekki orðið deginum ljósara," sagði hann. • HEIMILDIR: Reuters, The New York Times, Washington Post jarðskjálft- ar í Kína Peking. Reuters. RÚMLEGA 1.200 manns slösuðust, þar af 210 alvariega, og tugþúsundir manna misstu heimili sín í tveimur öflugum jarðskjálftum sem riðu yfir Yunnan-hérað í suðvesturhluta Kína í fyi'rakvöld, að sögn kín- verskra yfirvalda í gær. Annar skjálftanna mældist 6,2 stig á Richter-kvarða. Flestir þeirra sem slösuðust búa í Ninglang-sýslu, þar sem 13 brýr og jarðgöng hrundu og 10 km vegarkaflar skemmdust. Skemmdirnar á sam- göngumannvirkjum voru þó mestar í Huaping-sýslu þar sem 168 km af vegum skemmdust eða eyðilögðust. Rúmlega 3.600 íbúðir eyðilögðust einnig í Yongsheng-sýslu og 9.660 íbúar hennar misstu heimili sín. ------♦-♦-•----- Segir sjálf- stæðishug- myndir óraun- hæfar EIGI hugmyndir færeysku land- stjórnarinnar um sjálfstæði eyjanna að vera raunhæfar verður opinberi geirinn að skila að minnsta kosti 300 milijóna dkr. hagnaði, um 3 milljörð- um ísl. kr. Þetta er mat Janusar Petersens, bankastjóra Færeyja- banka. í Jyllands-Posten kemur fram að Petersen telur þær efnahagsaðgerð- ir sem landstjórnin hefur gripið til ekki til marks um neinn vilja til að auka hagnaðinn, þvert á móti minnki margar aðgerðanna líkurnar á því. Segir Petersen að því bendi ekkert til þess að Færeyingar geti komist af án fjárframlags Dana, sem nemur um einum milljarði danskra kr. á ári, um tíu milljörðum ísl. kr. ecco SKÓUERSLUN KÓPAU0GS HAMRAB0RG 3 • SÍMI 554 17S4 DAGAR 15% kynningarafsláttur af öllum ecco skóm ecco Gangur lífsins - miðbœ Hafnarjjarðar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.