Morgunblaðið - 21.11.1998, Síða 40

Morgunblaðið - 21.11.1998, Síða 40
-t BEKKJARMYNDIN Gagnfræða- nám góð undirstaða Veturinn 1965-66 var Pétur A. Maack í fjórða bekk B í Réttarholtsskólanum í Reykjavík. Með gömlu bekkjarmyndinni rifjar hann upp minningar frá skólaárun- um og segir Olafí Ormssyni frá viðburða- ríkum og skemmtilegum árum. Morgunblaðið/Ásdís PETUR A. Maack með myndina af gömlu bekkjar- félögunum í „Réttó“. MYNDIN var tekin nokkrum dögum áður en fjórði bekkur B útski'if- aðist úr verslunardeild á gangnfræðaskólaprófi frá Réttar- holtsskóla vorið 1966. Það tíðkaðist á þeim áimm að eftir annan bekk í gagnfræðaskóla gátu nemendur valið um að fara í landspróf í þriðja bekk eða halda áfram og taka tvo bekki og ljúka gagnfræðaskólaprófi. Ég tók inntökupróf í Verzlunarskólann, en svo kom það í ljós að bekkjarfélagar mínir ætluðu allir að halda áfram og höfðu hug á að ljúka gagnfræða- skólaprófi þannig ég ákvað þá að verða með í hópnum og halda áfram í Réttarholtsskóla og ljúka gagn- fræðaskólaprófi úr fjórða bekk. Arið 1996 voni liðin þrjátíu ár frá því við lukum gagnfræðaprófi og þá hélt skólinn einnig upp á fjörutíu ára af- mæli sitt og þá hittumst við bekkj- arfélagamir og héldum upp á tímamótin á veglegan hátt. Eftir þessa hátíð í skólanum, sem stóð mestallan daginn, fórum við upp í Skíðaskála í Hveradölum og borðuð- um saman. Báðir fjórðu bekkirnir voru með myndasýningu frá skólaár- unum og myndir úr félagslífinu. Við höfum komið saman nokkuð reglu- lega á fimm ára fresti og við áttum einnig myndir frá þeim tilefnum,“ segir Pétur A. Maack, framkvæmda- stjóri og varaformaður Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, og hlær þegar hann virðir íyrir sér bekkjar- myndina af 4. bekk B í Réttarholts- skóla. Pétur Maack hefur gaman af að rifja upp löngu liðna daga á skrif- stofu sinni á áttundu hæð í Húsi verslunarinnar í Reykjavík. „Réttarholtsskóli hóf starfsemi árið 1956 og hafði því starfað í áratug þegar við vorum að ljúka gagnfræða- skólaprófi vorið 1966. Skólinn var fyrst til húsa í Víkingsheimilinu. Fyrsti skólastjórinn var Ragnar Ge- orgsson, en þegar ég kom í skólann var Þórhallur Guttormsson skóla- stjóri. Síðan varð Astráður Sigur- steindórsson skólastjóri og hann var skólastjóri þann tíma sem ég var í skólanum og hann er þarna á bekkj- armyndinni. Umsjónarkennari bekkj- arins, sem situr þarna í miðjunni í fremstu röð á bekkjai'myndinni, er Ragnhildur Asgeirsdóttir," segir Pétr ur A. Maack og horfir á bekkjar- myndina og lítur yfir hópinn. Góðir kennarar „Skólaárin í Réttai'holtsskóla eru auðvitað mjög minnisstæð og þarna voru ýmsir góðir kennarar eins og t.d. Éinar Siggeirsson, sem var kallaður „Chandí“. Hann ræktaði af- brigði af kartöflum og gerði það lengi og átti mikinn þátt í ræktun ýmissa nytjajurta. Hann var löngu búinn að fá það viðurnefni áður en ég kom í skólann. Hann kenndi okkur landafræði og náttúrufræði. Þá var þarna kennari séra Rögnvaldur, sem var kallaður „pillan“ af því að nem- endur voru svo syfjaðfr í tímum hjá honum að þeir áttu það til að sofna. Hann var ágætur maður og góður kennari, blessaður karlinn. Þessi nöfn voru komin löngu áður en ég kom í skólann. Þá man ég vel eftir Gylfa Pálssyni, sem síðar varð þýðandi og þulur hjá Sjónvarpinu og þótti „góður“ kennari, og líka Krist- manni Eiðssyni, sem einnig var þýðandi hjá Sjónvarpinu. Kristmann kenndi ensku og einnig Gylfi. Sólveig Jónsdóttir kenndi okkur þýsku í þriðja og fjórða bekk. Hún var ung þegar hún byrjaði að kenna. Við vor- um sumir nokkuð óþekkir í bekkn- um, en ég hef hitt hana síðar og hún er löngu búin að fyrirgefa lætin í okkur. Þessir kennarar eru allir góð- ir vinir mínfr og ég hef oft hitt þá á síðari árum. Pálmi Jónsson var yfir- kennari og hann kenndi okkur líka. Matthías Frímannsson kenndi einnig þýsku. Séra Ólafur Skúlason var kennari við skólann og kenndi okkur fyrstu árin. Gunnar Ásgeirsson kenndi okkur reikning. Hann skrif- aði með vinstri hendinni og þurrkaði út jafnóðum með olnboganum þannig að ég þurf'ti að vera æðislega fljótur að skrifa niður eftir honum meðan ég var svo til ólærður. Þá var þarna kornungur kennari, Þorvaldur Jónsson, sem kennir enn við skólann og ég held að Kristmann sé enn kennari við Réttarholtsskóla." Hvað möguleika höfðu nemendur á þessum árum til áframhaldandi náms eftir að hafa lokið gagnfræða- skólaprófi úr fjórða bekk? „Námið veitti þau réttindi að það var hægt að fara í annað nám en í Háskóla Islands. Það var hægt að fara í Verzlunarskólann, Samvinnu- skólann og verknámsskóla. Gagn- fræðapróf úr fjórða bekk var gott al- mennt undirstöðunám fyrir þá sem ekki fóru í lengra nám. Flestir bekkjarfélaga minna fóru í iðnnám í Iðnskólanum eða í verknámsskólann við Lindargötu.“ Var ekki mikill fjöldi nemenda í Réttarholtsskóla um miðjan sjöunda áratuginn? „Réttarholtsskóli vai- einn fjöl- mennasti gagnfræðaskólinn í Reykja- vík á þessum ámm og flest árin tví- setinn skóli.“ Skólahljómsveit í Réttarholtsskóla Og þú kemur þá í Réttarholts- skóla haustið 1961? „Já, úr Breiðagerðisskóla og þá var ég þrettán ára. Þetta er minnisstæður tími og það var margt að gerast þarna á fyrstu árum sjöunda áratugarins. John F. Kennedy hafði verið forseti Bandaríkjanna í um það bil eitt ár þegar ég kom í Réttarholtsskólann. í nóvembermánuði 1963 var hann síðan myrtur í Dallas. Surtseyjargosið vai- þama árið 1963. Bítlarnir vora að slá í gegn og í Réttarholtsskóla var starfi andi skólahljómsveit, Toxic. I hljómsveitinni voru Amar Sigur- bjömsson, Jón Cortes, Rafn Haralds- son og Guðmundur Siguijónsson, sem var kallaður „Gvendur Pepsí". Hljómsveitin spilaði nýjustu bítlalögin og lög sem breska hljómsveitin The Shadows gerði fræg. Dansleikir voru kallaðfr „dansæfingar" og vora í skól- anum, í salnum sem aldrei var opnað- m’ nema þegar eitthvað stóð til eins og dansleikur eða skólasetning, annars var þetta lokað svæði, núna er þetta galopið svæði þar sem nemendur ganga út og inn, á mínum skólaái-um var þetta heilagur staður. Maður hi-ökk í kút ef maður vai- kallaður á sal. Þá var það eitthvað mjög merki- legt. Hvernig var félagslífið þarna í Réttarholtsskóla? ,;Það var mjög gott. I skólanum var leikfélag og þar steig hinn þjóðkunni leikari Randver Þorláksson sín fyrstu skef á leiksviði og Ingibjörg Jóhannsdóttir og flefri liðtækir leikarar. Það voru sett upp ein tvö eða þrjú verk þessi ár sem ég var í skólanum, en ekki man ég hvaða leikrit það voru. Þarna var líka málfundafélag og við ræddum þjóðmálin á málfundum. Ég var ekk- ert mjög áberandi á þessum tíma og var ekki mikill ræðumaður og ég tók sjaldan til máls, en hafði þó mikinn áhuga á félagsmálum. Þótti sæmilegur í handbolta Þarna var mikil uppbygging. Bústaðahverfið og Smáíbúðahverfið voru ný hverfí í borginni og þar vai- vaxandi byggð allan sjöunda áratug- inn. Ég flutti í hveifið árið 1955. Það er margt breytt frá þeim árum þegar ég var í Réttarholtsskóla. Það voru þarna karftöflugarðar og golfvöllur þar sem nú er Kringlan. Þar sem Álftamýrin og Fellsmúlinn eru núna voru sveitabýli. Við Espigerði voru bóndabýli, eggjabú og svínabú. Fyrir neðan Bústaðaveginn að sunnan voru einnig sveitabýli. Allt þetta um- hverfi var gósenland fyrir okkur strákana sem voram að alast upp þarna á sjötta og sjöunda áratug ald- arinar. Ég flutti í hverfið árið 1955. Faðfr minn byggði einbýlishús við Bakka- gerði númer fimmtán. Hann var byggingarmeistari og byggði húsið mefra eða minna sjálfur. Ég stundaði handbolta í Réttar- holtsskóla og þótfi svona sæmilegur og æfði með Ármanni inni á Hálogalandi tvo vetur og var öruggur í B-liðinu og var stundum tekinn inn í A-liðið. Víkingur var íþróttafélagið í hverfinu og við strákarnir vorum flestir skráðir í félagið. Við bekkjarfélagarnir stunduðum íþróttir af kappi. Árni Njálsson, kunnur knattspyrnukappi hér fyrr á árum, var leikfimikenn- ari við Réttarholtsskóla og konan hans, hún Kristín, var einnig leikfi- mikennari við skólann." Stóri draumurinn DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsson DRAUMURINN stóri um merkisteininn í eyðimörkinni rættist. DREYMDI þig stóra drauminn í nótt? Var hann um happ í viðskipt- um, réttu lottótölurnar, aflagengd eða draumur um nýja uppfinningu? Stóru draumar mannsins snúast um veraldlega og andlega hluti, þeir fjalla um óskir til æðra sjálfs og kraft til meiri verka og betri en vakan ljær manninum í mörgum til- fellum. Stóri draumurinn þarf ekki endilega að vera mikill að vöxtum þó hann skili miklu fyrir vökuna, líkt og draumur F.A. Kekule, pró- fessors í efnafræði um dansandi atóm sem síðan mynduðu snák sem beit í halann á sér. Sá draumur leiddi hann að formúlunni fyrir bensíni og þar með byltingu í efna- fræði. Draumarnir sem vekja stóru svörin virðast oftar en ekki tilkomn- ir úr framtíðinni um ormagöng svefnsins, líkt og lífið framundan sé þegar til í landi draumsins og í svefni hafí tíminn enga merkingu. Þannig mætti ætla að draumarnir stóru væru verk Guðs almáttugs frekar en ímyndun mannsins, enda segir svo í Biblíunni: „Vissulega tal- ar Guð ... I draumi, í nætursýn, þá er þungur svefnhöfgi er fallinn yfir mennina, í blundi á hvflubeði, opnar hann eyru mannanna." Jobsbók 33:14-16. Og um stóran draum eru þessi eru orð í spádómsbók Jesaja, 19. kapítula. „Á þeim degi (það er hin- um efsta ,,degi“) mun vera altari handa Jave (Guði) í miðju Egypta- landi og merkissteinn við landamær- in. Það skal vera til merkis og vitn- isburðar um Jave hersveitanna í Eg- yptalandi." Þessi draummæli Guðs hafa menn átt í erfiðleikum með að skýra, en í dag eru margir þeirrar skoðunar að með þeim sé átt við Keops-pýramídann (merkissteinn- inn) og samkvæmt túlkun enska pýramídafræðingsins Adams Rutherfords (sem kannað hefur og mælt pýramídann mikla) muni töl- fræðileg þýðing á hebreskum um- mælum Jesaja tákna landfræðilega afstöðu pýramídans. Þessi frásögn Biblíunar og túlkun Adams Ruther- fords bendir til að ekki sé allt sem sýnist með Keops-pýramídann, og að tengsl hans við Biblíuna/Guð séu meiri en mann grunar. Þær hug- leiðingar velta svo upp öðrum draumum og vangaveltum um Guð. Draumar „Bellu“ Dreymt 6.7. ‘98. Fannst ég vera að fá nýjar tennur í staðinn fyrir gaml- ar. Þetta vora þrír jaxlar í neðri góm, hvítir og fallegir. Ofan á einum jaxlinum voru leifar af gömlum jaxli sem ég braut af með fingrinum. Þessar restar sem voru óskemmdar klofnuðu í tvennt milli fingra minna. Dreymt fyrir mörgum áram. Ég var stödd í stóru herbergi eða sal. Þetta var kjallari eða neðsta hæð. Upp úr þessu herbergi gekk breiður og bogadreginn stigi. í stiganum voru þrjú jólatré. Efst í stiganum var fallega skreytt tré, nokkru neðar var hálfskreytt tré en neðst var tréð alveg óskreytt. Mér fannst föð- urfólkið mitt vera þarna hjá mér, við töluðum ekkert saman. Ráðning Draumarnir vísa til hægrar en stíg- andi lukku sem verðm- innsigluð með óvæntum hætti. Seinni draumurinn lýsir þessari stighækkandi lukku (jólatrén í stiganum) og henni fylgir mikil gleði. Fyrri draumurinn er svo innsiglið á lukkuna, þar sem þér mun hlotnast sá heiðm' að sjá þinn leyndasta draum rætast. Talan þríi' gefur til kynna hvers er að vænta. „Öskubusku“ dreymdi Júní 1998. Ég var stödd í ein- hverjum litlum garðskika ásamt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.