Morgunblaðið - 23.01.1999, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 23.01.1999, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Skólasljórí Austurbæjarskóla um uppsögn kennara 6. bekkjar vegna nemendafjölda og álags Skólastjóri Austurbæj- arskóla segir að hús- næðisvandræði skólans valdi miklu um þann vanda sem leiddi til þess að umsjónarkenn- ari 6. bekkjar sagði upp störfum. Forstöðumað- ur þjónustusviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, vísar á bug staðhæfingum kennarans um afskipta- leysi af vandamálum bekkjarins. NEMANDI á leið í Austurbæjarskólann. Húsnæðisekla skólans veldur miklu um vandann UÐMUNDUR Sighvats- son, skólastjóri Austurbæj- arskóla í Reykjavík, segist að mörgu leyti getað skilið að Maggý Hrönn Hermannsdóttir, sem sagt hefur upp kennarastarfi við Austurbæjarskóla vegna starfsaðstæðna og álags í stórum bekk með ofvirka nemendur, sé ósátt við þær starfsaðstæður, sem hún býr við. Hann segir að ekki hafi reynst mögulegt að hafa bekki í árganginum minni vegna húsnæðiseklu, sem skólinn býr við. Nemendum hans hefur fjölg- að hröðum skrefum undanfarin ár. Arthur Morthens, forstöðumað- ur þjónustusviðs Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur, vísar því á bug staðhæfingum Maggýjar um afskiptaleysi Fræðslumiðstöðvar af vandamálum bekkjarins og seg- ir að þvert á móti hafi Fræðslu- miðstöð og skólastjóri lagt mikið af mörkum til að bæta úr ástand- inu og sinna nemendum. Kennt í hverjum krók og kima Guðmundur Sighvatsson segir að því fylgi ákveðin vandamál þeg- ar bekkir verða jafnstórir og sá sem Maggý hafði umsjón með, með 28 nemendum, þar af þremur greindum ofvirkum. Vegna hús- næðiseklu hafi ekki verið mögu- legí að skipta tveimur 6. bekkjar- deildum skólans upp í þrjá bekki. „Við höfum ekkert rými innan- dyra. Hér er kennt í öllum stofum; hverjum krók og kima,“ segir skólastjórinn. Hann segir að þess vegna hafi næsti kostur verið skoðaður, stuðningskennsla. Með tilfæring- um hafi tekist að setja stuðnings- kennara inn í bekkinn í níu stund- ir á viku, taka ákveðna nemendur út úr bekk í sérkennslu í 5 stundir á viku og veita að auki fimm viðbótar- tíma til bekkjarins. Eftir þessar ráðstafanir hafi umsjónarkennari verið einn með bekkinn í sjö stundir á viku. Að auki hafi bekkurinn verið fluttur úr 40 fermetra kennslustofu í 60 fennetra. í samtali blaðamanns við Arth- ur Morthens kom fram að Fræðslumiðstöð ynni samkvæmt þeirri reglu að nemendur megi flestir verða 28 í bekk. Guðmund- ur Sighvatsson segir að það sé hins vegar kaldranalegt að hvergi sé stafkrók um það að finna að hver nemandi þurfi að hafa ákveð- ið rými í skólanum, jafnvel kjúklingum á kjúklingabúum sé tryggt ákveðið lágmarksrými með lögum. Austurbæjarskóli var einsetinn haustið 1995 og þá voru 487 nem- endur skráðir í skólann, að sögn skólastjórans. Haustið 1996 voru þeir orðnir 517; 537 haustið 1997 og 580 síðastliðið haust. Með þeim fjölda hafði starfsemin sprengt af sér húsakynnin. Vörðuskóli fyrir unglingastigið ? Guðmundur segir að fjölgun nemenda eigi sér þá skýringu að ungt fólk með börn sé að flytjast í hverfið að nýju og nú sé fjöldinn orðinn meiri en húsnæðið ræður við. Austurbæjarskólinn starfar í húsi, sem tekið var í notkun árið 1930. Það er aðeins frá gildistöku gnmnskólalaga sem árgangar unglingastigsins hafa gengið í skólann, áður fóru elstu bekkirnir í Gagnfræðaskóla Austurbæj- ar/Vörðuskóla eftir barnapróf. Nú sitja allir 10 bekkir grunnskólans í gamla barnaskólanum en Iðnskól- inn í Reykjavík hefur hús Vörðu- skóla til afnota. Foreldrar barna í Austurbæjar- skóla, sem haft hafa samband við Morgunblaðið, hafa bent á þá lausn á vanda skólans að hann fái hús Vörðuskóla undir unglinga- stigið, en spurður um hvort slíkt væri í athugun vísaði Guðmundur Sighvatsson á Sigrúnu Magnús- dóttur, formann fræðsluráðs. Hann sagði að hins vegar hefði verið til skoðunar að koma upp lausum skólastofum á lóð skólans. Meðaltal lækkar í Reykjavík en hækkar í Austurbæjarskóla Venjulegar kennslustofur í Austurbæjarskóla eru 40 fermetrar að stærð, en Guðmundur segir að miðað sé við 60 fermetra kennslustofur í nýjum skólabyggingum. Arthur Morthens upplýsti að þótt heimilt sé að hafa allt að 28 nemendur í bekk í 4.-10 bekk grunnskólanna í Reykjavík en 22 nemendur í 1.-3. bekk, hafi meðaltalið verið að lækka. Nú sé meðaltalið fyrir grunnskóla Reykjavíkur rétt innan við 20 nemendur í bekk. Guðmund- ur Sighvatsson segir að þvert á þessa þróun hafi meðaltalsfjöldi nemenda í bekk í Austurbæjar- skóla verið að hækka. Þar eru um 22 nemendur að meðaltali í bekk. í yngstu þremur árgöngunum eni þrjár bekkjardeildir en í hinum eldri tvær. Guðmundur sagði að fleiri skól- ar í grónum hverfum stæðu í svip- uðum sporum og stjórnendur Austurbæjarskóla vegna þrengsla sem rekja megi til þess að hverfin eru að fyllast af barnafólki. Hann nefndi í því sambandi Breiðagerð- isskóla, Laugarnesskóla og Mela- skóla. Fjölgun bekkja aldrei á borð Fræðslumiðstöðvar Arthur Morthens sagðist geta fullyrt að krafa kennarans um að skipta 6. bekk Austurbæjarskóla upp í þrjár bekkjardeildir hefði aldrei borist Fræðslumiðstöð og því kæmi á óvart að sjá kennar- ann gagnrýna aðgerðarleysi stofnunarinnar. Skólastjóri hefði fengið bréf kennarans og tekið á málinu með 16 kennslustunda stuðningskennslu á viku og flutn- ingi í stærri kennslustofu. Arthur sagði að Fræðslumiðstöð hefði talið málið leyst um mánaðamótin nóvember-desember, því komi á óvart að það komi upp með þess- um hætti nú. „Það eru ákveðnar úthlutunar- reglur sem gilda fyrir alla skóla í Reykjavík. Þar gengur jafnt yfir alla og skólastjórnendur skipu- leggja starfið út frá því fjármagni sem þeir fá. Þeir hafa aukið sjálf- stæði, frá því sem áður var, til að skipuleggja sitt innra starf. Við höfum lagt mikla vinnu í að vinna að málum einstaklinga í þessum bekk, en aðgát skal höfð í nærveru sálar. Vegna þess er erfiðara að fjalla á dýptina um einstaklings- mál af þessu tagi,“ sagði Arthur. Hann sagði að margir þeirra einstaklinga, sem eiga í erfiðleik- um í skóla, þurfi meiri aðstoð og meðferð en skólakerfið veitir. Þeir sem ættu, samkvæmt löggjöf um félags- og heilbrigðisþjónustu, að sinna þeim þætti, virðast ekki hafa bolmagn til að vinna til lengri tíma með ein- staklingana. Því sé gerð tilraun til að ýta einstaklingum, sem þurfa mikla aðstoð, inn í skólakerfið án þess að hafa veitt þeim þá aðstoð sem á þarf að halda. Þetta snúi t.d. að félagsmálakerfi ríkis og sveitarfélaga og barna- og ung- lingageðdeild. Að lokinni grein- ingu sé börnum og unglingum vís- að án teljandi meðferðar út í skólakei-fið. „Þar verður skólakerf- ið að taka við og sinna þessum ein- staklingum og leysa málin. Skólinn myndi óska eftir miklu nánari samstarfi við félags- og heilbrigð- isyfirvöld þannig að þeir einstak- lingar, sem þurfa langtímameð- ferð, fái hana.“ Stóraukin sérkennsla Arthur segir að Reykjavíkur- borg hafi brugðist við þessari þró- un með auknu framboði á sér- kennslu og annarri þjónustu við nemendur sem eiga í erfiðleikum. Nú starfí um 140 kennarar í borg- inni við slíka þjónustu. Þá hafi sér- kennsludeildum við grunnskóla Reykjavíkur verið fjölgað úr 6 í 18 síðastliðin 6-7 ár. Slík deild starfi í Austurbæjarskóla fyrir unglinga- stigið en ekki fyrir yngra skóla- stigið. Hann segir að talið sé að 17-20% grunnskólanemenda hafi einhverjar sérkennsluþarfir þótt ofvirkir og misþroska séu mun færri. Vegna vanmáttar heilbrigðis- og félagskerfisins hafi þurft að beita öflugri atferlismeðferð innan skólakerfisins. Það sé gert í 10-12 skipti á ári. T.d. hafi tveir færustu sálfræðingar Fræðslumiðstöðvar í atferlismótun unnið á þennan hátt með einstaklinga í bekk Maggýjar og náð þar góðum árangri á síð- asta skólaári. Um það hvort þátttaka í slíkri atferlismeðferð væri á verksviði grunnskólakennara sagði Arthur að alltaf þyrfti að stíga hárfínan línudans milli uppeldisþáttar kennarastarfsins og meðferðar- þáttar í starfi annarra stétta. „Við höfum skilgreint þetta þannig í grunnskólalögum að kennarar eigi fyrst og fremst að sinna fræðslustarfi. Skólinn er fræðslustofnun, ekki heilbrigðis- stofnun eða félagsmála- stofnun. Ég get út af fyr- ir sig skilið kennara, sem eru orðnir mjög þreyttir á því að vera með félags- lega erfiðleika og hegðunarerfið- leika af ýmsu tagi og telja sig ekki fá þann stuðning frá félagslegu kerfi, heilbrigðiskerfi og jafnvel skólakerfinu, sem þeir þuifa á að halda. En síðan kemur til afstætt mat á því hve langt á að ganga í þeim stuðningi. Við reynum að gera það eftir ákveðnum reglum og það að veita 16 tíma stuðning inn í bekk, eins og gert var í þessu tilviki, er mjög mikill stuðningur,“ sagði Arthur Morthens. Brugðist við með aukinni sérkennslu Starfsemin sprengir af sér húsnæðið Eyþór Arnalds Ekki víst að forsendur haldist óbreyttar EYÞÓR Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík, segir að ásakanir Helga Hjörvar, fulltrúa R-Iista, sem fram komu á borgarstjórnar- fundi í fyrrakvöld, um að hann hafi gengið erinda Hafnarfjarð- arbæjar þegai- hann kynnti álitsgerð Hreins Loftssonai’ lögfræðings þess efnis að Hafn- firðingar geti gert endurkröfu á hendur Hitaveitu Reykjavíkur vegna of hárra þjónustugjalda, séu dæmalaust dapurlegur rök- stuðningur þess sem ekki þori að horfast í augu við staðreynd- ir og uppgjöf í umræðum um efnisatriði. Hann segist vera að vara við afleiðingum þess fyrir Reykja- víkurborg að taka of háar arð- greiðslur út úr einokunarfyrir- tæki, jafnvel fram í tímann, og gera ráð fyrir að forsendur haldist ætíð óbreyttar. „R-listinn tók 880 milljóna króna afgjald af Hitaveitunni í fyrra inn í borgarsjóð og sam- tals um 1.400 milljónir af veiju- stofnunum,“ segir Eyþór. „Að- ur en R-listinn tók við völdum var þessi upphæð helmingi lægri, hún hækkaði snögglega, um helming eða svo, árið 1995, fyrsta heila árið sem R-Iistinn var við völd.“ Eyþór bendir á að R-listinn hafi ekki látið þetta nægja, heldur að auki lagt til niður- færslu eiginfjár orkustofnana um þrjá milljarða króna, sem sé í raun arður tekinn fimmtán ár fram í tímann. Hann segir að takmörk séu fyrir því hversu mikinn arð sé með góðu móti hægt að taka af fjárfestingu í einokunarfyrirtækjum, og nefn- ir Landssímann sem dæmi í því sambandi. Forsendur þær að markað- urinn yrði óbreyttur „Forsendurnar fyrir skulda- bréfinu voru þær að markaður- inn yrði óbreyttur, afgjaldið yrði það sama og svo framvegis, en ég hef bent á að þessar for- sendur séu hæpnar því að sam- keppnisumhverfið gæti breyst til muna. Aðrar orkuveitur gætu til dæmis komið til. Hvað gerist til dæmis ef Orkuveita Suðurnesja tekur yfir Hafnar- fjörð, Garðabæ og Kópavog? Þá verður kannski enginn ai’ður?" Frjálslyndi flokkurinn Fiskveiðar meðal stærstu mála LANDSÞING Frjálslynda flokksins hefst í dag með þing- setningu kl. 10 og flytur Sverrir Hermannson, formaður flokks- ins, setningatræðu þingsins kl. 10.30. Að því loknu flytur Jón Sig- urðsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Jámblendifélags- ins, erindi um fiskveiðimál og verða sjávarútvegsmálin áber- andi á allri dagskrá þingsins. Kl. 13.30 fer fram kosning stjómar og í framhaldi af því verða flutt framsöguerindi um fiskveiðimál, samfélagsmál og umhverfismál og málstofur taka til starfa. Á sunnudaginn, sem er síðari dagur þingsins, fer m.a. fram kosning miðstjómar og af- greiðsla stjómmálaályktunar. Gert er ráð fyrir að þinginu verði slitið kl. 15.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.