Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Doktor í sálfræði •LINDA Björk Hassing varði doktorsritgerð sína þann 6. nóvember 1998 við sálfræðideild háskólans í Gautaborg. Rit- gerðin ber titilinn „Episodie memory functioning in nonagen- arians: Effects of demografíc factors, vitam- in status, depression, and dementia" sem í íslenskri þýðingu út- leggst: „At- burðaminni á tíræðisaldri: Áhi'if lýðfræði- legra þátta, vítamínskorts, þunglyndis og andlegrar ellihrörnunar“. Rannsóknirnar sem ritgerðin byggir á eru unnar innan ramma rannsóknarverkefnis sem ber heitið „Kungs- holmsprojektet" og er starfrækt við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Doktorsritgerðin fjallar um það hvernig ólíkir þættir hafa áhrif á atburðaminni fólks á tíræðisaldri. Atburðaminni er heiti á því minniskerfi sem gerir manni kleift að minnast per- sónubundinna atburða úr eigin lífi. Atburðaminni inniheldur því minningar sem unnt er að tengja við ákveðna stund og stað. Þegar gamalt fólk kvartar undan gleymsku þá er það venjulega hið svokallaða at- burðaminni sem er farið að gefa sig. Ritgerðin byggist á fjórum rannsóknum þar sem atburða- minni var rannsakað í sambandi við eðlilega öldrun (áhrif aldurs, kyns og menntunar), sem og við vítamínskort (B12, fólsýra), þunglyndi og heilabilun (alzheimer-sjúkdómur, æða- heilabilun). Andmælandi var prófessor Lars Nyberg frá háskólanum í Ume, en í dóm- nefndinni sátu Aki Johanson, dósent frá háskólanum í Lundi, Boo Johansson, dósent frá háskólanum í Jönköping, og Stefan Hansen, dósent frá háskólanum í Gautaborg. Linda fæddist í Reykjavík 1967 og er dóttir hjónanna Val- gerðar Hassing skólaritara og Jóns Hassing kennara. Vorið 1987 lauk hún stúdentsprófi frá náttúrufræðideild Menntaskól- ans við Sund. Ári síðar lá leiðin í sálfræði við Háskóla Islands sem lauk með BA-gráðu í febrú- ar 1992. Að hausti til árið 1994 hóf hún svo doktorsnám við háskólann í Gautaborg. Linda er í sambúð með Ann-Sofie Axels- son sem stundar doktorsnám við Chalmers-tækniháskólann í Gautaborg. Linda Hassing starfaði við háskólann í Gauta- borg þar til hún hóf störf þann 1. janúar sl. við Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Heilbrigðisráðherra segir að stöðugt þurfi að vera á verði gagnvart flóknu almannatryggingakerfí Reglur mega ekki mis- muna einstaklingum „ÞAÐ er engin regla - alveg sama hvers eðlis hún er innan þessa flókna almannatryggingakerfis - sem við þurfum ekki sífellt að vera vakandi fyrir að leiði ekki til þess að einstaklingum sé mismunað,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra í gær þegar hún var innt álits á því að svokölluð „frekari uppbót“ á lífeyri skerðist, eigi bótaþegi meira en 2,5 milljónir króna í peningum eða verðbréfum. „Það á ekki aðeins við um þetta dæmi og við þurfum stöðugt að vera á verði.“ Garðar Sölvi Helgason örorkulíf- eyrisþegi mótmælir þessari skerðingu í bréfi, sem birtist í fréttabréfi Geðhjálpar nú lyrir áramót, og segir að grundvallar- stefnubreyting hafi orðið með reglugerð heilbrigðisráðherra árið 1996, er ákveðið hafi verið að af- nema greiðsluna vegna peninga- legrar eignar. Kveðst hann í bréfinu, sem hann sendi Davíð Oddssyni forsætis- ráðherra árið 1996 og hafði enn ekki fengið svar við þegar það birt- ist í fréttabréfinu, hafa lagt fyrir af bótum sínum frá því að hann varð öryrki árið 1971, þá 17 ára gamall, til að eiga sjóð til að mæta óvænt- um útgjöldum og nú væri sér refsað fyrir sparnaðinn. Ingibjörg sagði að það væri gömul vinnuregla Tryggingastofn- unar að einn bótaflokkur miðaðist við þessa peningalegu eígn. „Það á aðeins við um þessa frekari uppbót og sá bótaflokkur er ætlaður þeim, sem ekki geta framfleytt sér,“ sagði Ingibjörg. „Þessi bótaflokkur er öryggisnet.“ Samkvæmt reglum Trygginga- stofnunar myndi þessi uppbót ekki skerðast ef peningamir lægju í fasteign og er aðeins miðað við eign í peningum eða verðbréfum. HARÐUR árekstur varð milli tveggja bíla á Reykjanesbraut á móts við Ásvelli um miðjan dag í gær. Tildrög slyssins voru þau að fólksbíll, sem ekið var eftir vegin- um, snerist á veginum í mikilli hálku. Vörubifreið sem kom úr gagnstæðri átt hafnaði á hlið bíls- „Það er ekki að ástæðulausu að aðeins hefur sérstaklega verið tekið á peningalegri eign,“ sagði Ingibjörg. „Það hefur verið talið erfiðara að meta verðmæti fast- eigna og það er misjafnt eftir því hvar er á landinu og mismunandi auðvelt getur verið að koma þeim í verð. Það er því rétt að litið hefur verið öðru vísi á peningalegar eign- ir. En ég vil ítreka að þetta á aðeins við þennan eina bótaflokk, sem er til að koma til móts við þá, sem verst eru settir. Einnig er ekki um að ræða nýjar viðmiðunarregl- ur, þótt bréfritari tali um reglu- gerð frá 1996. Þessi vinnuregla er miklu eldri en það.“ ins. Ökumaður fólksbílsins var flutt- ur á slysadeild með talsverða áverka. Bfllinn er talinn ónýtur. Að sögn lögreglu í Hafnarfirði var mikil hálka á þessum stað í gær. Skömmu eftir slysið missti annar ökumaður stjóm á bíl sínum á sama stað og hafnaði á ljósastaur. Hann slapp ómeiddur. Fékk vörubíl í hliðina Með einu handtaki býróu til boró í mióaftursætinu. Einnig fáanlegt meó kæliboxi. „Flugsætisboró“ fyrir yngri farþega í aftursæti. Mikió farangursrými sem hægt er aó stækka enn meira. cénic Renault Mégane var valinn öruggasti bfll ársins í sínum flokki í Evrópu 19S 4 loftpúóar: bílstjóri, farþegi í framsæti og hlióarpúóar. Tvö hólf í gólfi fyrir framan aftursæti. Auóvelt er aó taka aftursætin úr, eitt, tvö eóa öll þrjú. Þau eru ótrúlega létt. Fjarstýró hljómtæki meó geislaspilara, stjórnaó úr stýri. Aukabúnaður á mynd: Álfelgur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.