Morgunblaðið - 23.01.1999, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Viðskiptaháskólinn opnar
rafrænt bókasafn
Morgunblaðið/Golli
BJORN Bjarnason, menntamálaráðherra, opnaði formlega rafrænt
bókasafn Viðskiptaháskólans í Reykjavík í gær. Á myndinni eru
einnig frá vinstri: Sólveig Þorsteinsdóttir, forstöðumaður bókasafns
VHR, Finnur Geirsson formaður skólastjórnar og Guðfinna S.
Bjarnadóttir rektor skólans.
Verðbréfaþing íslands
Bréf
Eimskips
lækkuðu
um 3,9%
MIKIL viðskipti voru með bréf
Eimskipafélags Islands hf. á Verð-
bréfaþingi Islands í gær, fyrir tæp-
ar 42 m.kr., en í gær birti félagið
yflrlit yfir flutninga og umsvif þess
á síðasta ári. Gengið á bréfum fé-
lagsins lækkaði um 3,9% frá því í
fyrradag.
A hlutabréfamarkaði voru einnig
nokkur viðskipti með FBA, eða 28
milljónir króna, en alls voru hluta-
bréfaviðskipti á VÞÍ 187 m.kr. í
gær. Þá hafa verið töluverð við-
skipti með bréf í Kögun hf. A
fimmtudag voru viðskipti með bréf
félagsins fyrir 4,8 milljónir króna
og hækkaði gengi bréfanna úr 100 í
105. í gær voru viðskipti með bréf
félagsins fyrir 132 þúsund krónur
og hækkaði gengi bréfanna í 107.
Mest hækkuðu bréf í ÚA, eða
um 6,4%. Verð nokkurra félaga
lækkaði þó aðeins í gær samkvæmt
tilkynningu frá Verðbréfaþingi, og
lækkaði Úrvalsvísitala Aðallista
um 0,6%.
Viðskipti á Verðbréfaþingi ís-
lands í gær námu alls 993 m.kr. og
mest á peningamarkaði, alls 65
m.kr.
VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN í
Reykjavík hefur opnað rafrænt
bókasafn. í safninu geta nemend-
ur, kennarar og annað starfsfólk
fengið aðgang að völdum gagna-
grunnum um Netið á sviði við-
skipta og tölvutækni.
Nokkrir gagnagrunnar hafa
verið teknir í áskrift og geyma
þeir margvíslegar upplýsingar:
bók fræðilegar upplýsingar, al-
fræði orðabækur og rafræn tíma-
rit. Meðal gagnagrunna sem er
að finna í rafræna bókasfni skól-
ans er alfræðiritið Encyclopædia
Britanica, Cambridge Scientific
Abstacts, Ebsco-viðskiptagrunn-
ur, Reuters Business Briefings
og gagnasafn Morgunblaðsins
svo dæmi séu tekin.
Sólveig Þorsteinsdóttir, for-
stöðumaður bókasafns skólans,
segir að á vefsíðu safnsins sé
einnig að finna aðgang að tíma-
ritum á sviði viðskipta, tölvu-
tækni og á öðrum sviðum sem
fleiri en starfsmenn, nemendur
og kennarar skólans geta nýtt
sér með því að tengjast í gegnum
Netið.
Guðfinna S. Bjarnadóttir,
rektor Viðskiptaháskólans í
Reykjavík, sagði í samtali við
Morgunblaðið að bókasafn skól-
ans væri byggt fyrst og fremst á
rafrænum upplýsingum en
einnig væri þar að finna tímarit
og bækur í hillum þess. „Kostir
rafræns bókasafns eru ótvíræðir
en nú geta nemendur haft að-
gang að kennsluefni og upplýs-
ingum í gegnum hvaða tölvu
sem er í skólanum í stað þess að
leita í hillum safnsins. Eg er
ekki að gera lítið úr gildi prent-
aðra bóka en í rafræna bóka-
safni skólans er hægt að fá nýjar
uppfærslur á upplýsingum fyrr
en í hefðbundnum söfnum."
Á bókasafni Viðskiptaháskól-
ans er einnig að finna sex tölvur,
myndskanna, litaprentara og þar
er aðstaða fyrir frágang á verk-
efnum. Ráðgert er að 30 tölvur
verði í safninu í vor. Þá verður
aðstaða til að horfa á myndbönd
og margmiðlunardiska komið
fyrir fljótlega. Slóð heimasíðu
Viðskiptaháskóla Reykjavíkur er
http://www.vhr.is.
Islands-
banki
lækkar
vexti
ÍSLANDSBANKI hefur ákveðið að
lækka vexti á næstu dögum, á verð-
tryggðum inn- og útlánum, í ljósi
þeirrar þróunar sem hefur verið á
verðbréfamarkaði frá áramótum,
samkvæmt fréttatilkynningu frá
bankanum.
I tilkynningunni segir að ávöxt-
unarkrafa verðtryggðra skulda-
bréfa til langs tíma hafi farið lækk-
andi síðustu þrjár vikur. „Lækkun-
in er nokkuð misjöfn en er yfirleitt
á bilinu 20 til 40 punktar. Vaxta-
lækkun Islandsbanka nú nemur 25
punktum en áfram mun verða fylgst
með þróun á markaði og frekari
skref tekin þegar tilefni gefst til,“
segir í tilkynningunni.
Björn Björnsson framkvæmda-
stjóri hjá Islandsbanka segir að
bankinn sé að horfa til lækkunar
verðtryggðra langtímavaxta frá
áramótum. „Við erum í rauninni að
fylgja eftir þessari þróun og von-
andi að styðja við hana,“ sagði
Björn.
Um það hvort von sé á frekari
lækkunum segir Bjöm að menn séu
bærilega bjartsýnir á að langtíma-
vextir geti lækkað, en þó gerist það
varla í neinum stórum stökkum, að
hans mati.
Forstöðumaður markaðsviðskipta Búnaðarbankans segir sjóðstjóra verðbréfafyrirtækjanna þurfa að gera betur
Sannleikanum verður
hver sárreiðastur
í SÍÐUSTU viku fjallaði viðskipta-
blað Morgunblaðsins um ástand og
horfur á íslenskum hlutabréfamark-
aði. Þar gerði Árni Oddur Þórðar-
son, forstöðumaður markaðsvið-
skipta Búnaðarbankans, að umtals-
efni frammistöðu sjóðstjóra verð-
bréfafyrirtækjanna. Taldi hann að
meðalávöxtun hlutabréfa yrði ekki
há á næstu misserum en ávallt væru
þó tækifæri fyrir hendi á verðbréfa-
markaði og fjárfestar gætu með út-
sjónarsemi náð viðunandi ávöxtun.
Til að ná árangri mætti meginþungi
eignasafna þó ekki samanstanda af
fleirum en 5 félögum hverju sinni á
þeim örmarkaði sem íslenski mark-
aðurinn væri og væru einungis 10-
20 félög sem teljast mættu mark-
aðshæf. Þessu til rökstuðnings
nefndi hann slakan árangur hluta-
bréfasjóða hér á landi sem dreifðu
eignum sínum of víða og á smá félög
sem oft væru illseljanleg. Úrvals-
vísitala VÞÍ hefði hækkað um ríf-
lega 200% á síðustu sex árum en
verðbréfasjóðimir hefðu einungis
náð um helmingi af þeirri hækkun á
sama tímabili. Einnig kom fram í
máli hans að síðustu ár hefðu hluta-
bréfasjóðimir haft of hátt hlutfall
eigna í skuldabréfum á sama tíma
og hlutabréf hefðu hækkað um yfir
20% árlega.
Sjóðsstjórar hlutabréfasjóðanna
mótmæltu þessum málflutningi
harðlega í viðskiptablaði Morgun-
blaðsins sl. fimmtudag. Hér á eftir
svarar Ami Oddur gagnrýni sjóð-
stjóranna samkvæmt beiðni Morg-
unblaðsins. Milliíyrirsagnir em
blaðsins.
„íslenskur hlutabréfamarkaður
er ungur að áram og hefur ávöxtun
síðustu ára verið góð. Forsendur
þeirrar miklu hækkunar sem orðið
hefur á síðustu árum eiga rætur
sínar að hluta að rekja til þess að
verð hlutabréfa var of lágt skráð í
upphafi, en slíkt er gjarnan ein-
kenni nýmarkaða. Fjárfestar hafa
sætt sig við ávöxtun af hlutabréf-
um og hlutabréfasjóðum síðustu ár
þar sem hún hefur verið góð að
þeirra mati. Á síðasta ári er fyrsta
árið sem ávöxtun hlutabréfa er í
takt við arðsemi og vöxt fyrirtækja
eða um 10%. Dró ég sérstaklega út
það ár til að bera saman árangur
hlutabréfasjóða við meðaltal mark-
aðarins. Á árinu 1998 var hækkun
úrvalsvísitölu Verðbréfaþings um
10% en 12% að teknu tilliti til arðs,
verðmæti langtímaskuldabréfa
hækkaði um 12% sé miðað við hús-
bréf og erlend hlutabréf hækkuðu
um 20%. Því var nær sama hvar
fjárfestar drápu niður fæti á síð-
asta ári, ávöxtun þeirra hefði í öll-
um tilvikum átt að vera góð. Meg-
inhluti eigna íslenskra hlutabréfa-
sjóða er settur saman af hlutabréf-
um og langtímaskuldabréfum. Ein-
hverra hluta vegna tókst sjóðstjór-
um íslenskra hlutabréfasjóða að
skila eigendum sínum einungis 5%
meðaltalsávöxtun að teknu tilliti til
arðgreiðslna. Það er því sama
hvernig horft er á málið, árangur-
inn er mjög slakur. Hækkun úr-
valsvísitölu síðustu 6 ára er um
240% en meðalhækkun hlutabréfa-
sjóðanna var einungis 140% á sama
tímabili.
Dreifing eignasafna
í sjóðum
Eignasöfn dreifð í takt við verð-
bréfamarkað era lykillinn að góðri
ávöxtun samkvæmt þeim fjármála-
fræðum sem kennd eru í skólum.
Þar er gengið út frá því að allir
markaðir séu í jafnvægi og miða
flestir sjóðstjórar við þá hugsun.
Þetta kemur berlega í ljós í orðum
eins sjóðstjórans sem sagði að
helstu eiginleikar mjög dreifðra
eignasafna væru að bjóða sömu
ávöxtun fyrir minni áhættu eða
meiri ávöxtun fyrir minni áhættu.
Tveir virtustu fjármálaspekingar
þessarar aldar, Warren Buffet og
George Soros, hafa gagnrýnt þessar
kenningar mjög.
Warren Buffet hefur í áratugi
haldið fram þeirri kenningu að
meginhluti hlutabréfasafna eigi að
samanstanda af ekki fleirum en 5
félögum. Með meginþunga á hann
við að 5 stærstu eignir hans endur-
pegli 75% af hlutabréfaeign hverju
sinni, þeim 25% sem eftir eru telur
hann að eigi að dreifa á fleiri félög.
Buffet starfar að mestu á banda-
rískum hlutabréfamarkaði sem er
dýpri en íslenski markaðurinn og
seljanleikaáhætta mun minni. A
síðasta ári endurspegluðu þrjár
stærstu eignir hans 65% af hluta-
bréfaeign þess sjóðs sem hann
stýrir. Rökin á bak við hugmyndir
Buffets er að ef fjárfestar dreifa
eignum sínum um of þá missi þeir
sjónar á eignum sínum. Hægt er að
líkja þessu við það ef eggin eru of
mörg eða í of mörgum körfum þá
er hætta á að fúlegg verði til. í
dýi-aríkinu ýta fuglar fúleggjum úr
hreiðrinu þar sem þau gefa ekki
ávöxt. Eg verð að segja að mér
þykir spaugilegt að sjá ungan sjóð-
stjóra hér á landi gagnrýna fjár-
festingarstefnu Warren Buffets,
sem nánast undantekningarlaust
hefur skilað ávöxtun langt umfram
hækkun vísitalna. Á síðustu 33 ár-
um hefur hann einungis þrisvar
sinnum verið undir meðaltali mark-
aðar og minni sveiflur hafa verið í
ávöxtun þess sjóðs sem hann stýrir
en sveiflur að jafnaði á markaði.
Það að segja fjárfestingarstefnu
Buffets bláeyga er barnalegt og er
fullvíst að sjóðstjóri sem skilaði um
2% ávöxtun á síðasta ári á meðan
úrvalsvísitala hækkaði um 12%
með tilliti til arðs ætti að kynna sér
kenningar Buffets betur og láta
verkin tala. Soros hefur það
skemmtilega viðhorf að fjárfestar
eigi ávallt að gefa sér það fyrir-
fram að markaðir séu í ójafnvægi
þar sem að öðrum kosti leyndust
ekki tækifæri. Ég lít mikið upp til
þessara snillinga og hef síðustu ár
stuðst við grunnkenningar þeirra
sem útleggja má að arðsemi náist
einungis með innsæi og einbeit-
ingu, en ekki illa grundaðri eigna-
dreifingu.
Meiri „seljanleikaáhætta"
á íslandi?
íslenski markaðurinn býr við
meiri seljanleikaáhættu en sá banda-
ríski og því eiga kenningar Buffets
enn frekar við hérlendis. Með seljan-
leikaáhættu á ég við að ekki sé hægt
að selja eða kaupa bréf íyrir háar
fjárhæðir án þess að gengi þeirra
taki miklum breytingum. Því tel ég
að eingöngu sé hægt að telja 10-20
innlend hlutafélög markaðshæf, t.d.
hðu oft vikur á milli viðskipta hjá því
félagi sem var í 20. sæti hvað veltu
varðar á síðasta ári. Almennir fjár-
festar eiga því eingöngu að einbeita
sér að stærstu félögum á markaði.
Þessi viðhorf hafa verið ríkjandi í
ráðleggingum okkar hjá Búnaðar-
bankanum til viðskiptavina, en
eignasterkum fjárfestum hefur verið
bent á að fjárfesta hluta eigna sinna í
fleiri félögum að teknu tilliti til selj-
anleikaáhættu.
Ávöxtun flestra bandarískra
sjóða undir vxsitölu
Islenskum sjóðstjórum til máls-
bótar má nefna að svo virðist sem
margir kollegar þeirra vestanhafs
eigi erfitt með að ná árangri.
Þannig voru 75% allra sjóða í
Bandaríkjunum undir vísitölu sam-
kvæmt nýlegri mælingu sem ég sá.
Þó náðu bandarísku sjóðirnir al-
mennt betri árangri en þeir ís-
lensku þar sem ávöxtun þeirra var
nær hækkun viðmiðunarvísitalna
sem er að hluta til vegna óhag-
stæðra skattalegra aðstæðna ís-
lensku hlutabréfasjóðanna. Að
teknu tilliti til skattalegi'a áhrifa
er árangur íslensku sjóðanna þó
slakur og vel undir meðaltali ís-
lenska markaðarins og því skýrir
skattalegt óhagræði ekki slakan
árangur.
Meðalmennska
ekki viðunandi
Á næstu árum verða fjárfestar
enn meðvitaðri um hvað sé að ger-
ast á verðbréfamarkaði. Samhliða
mun krafa þeirra um árangur
aukast. Að ná árangri kalla ég að
gera betur en meðaltal. Fjárfestar
þurfa að gera sér grein fyrir að
hlutabréfavísitölur mæla eingöngu
meðaltalsávöxtun þeirra hlutabréfa
sem setja þær saman. Þannig mælir
hækkun vísitölunnar meðaltals;
hækkun á hlutabréfamarkaði. I
íþróttum er markmið þátttakenda
að sigra og ná árangri. Ekki þykir
fullnægjandi að vera um miðja töflu
og því síður að vera fyrir neðan
miðja töflu ár eftir ár. íþróttafélög
sem ekki skila betri árangri en með-
almennsku missa áhangendur sína
til annarra félaga. Ég neita að trúa
að metnaðurinn sé ekki að gera bet-
ur en þetta. Það að enginn hluta-
bréfasjóður hafi náð að gera betur
en meðaltalið verður að sjálfsögðu
að teljast óviðunandi.
Athyglisvert er að allir sjóðstjór-
arnir vörðu fyrri gjörðir sínar og
fjárfestingarstefnu og töldu árang-
ur ásættanlegan. Þeir sem verstum
árangri hafa náð síðustu ár vörðu
árangur sinn hvað harðast og þar
sannast e.t.v. hið fornkveðna að
sannleikanum verður hver sárreið-
astur. Ég trúi því hins vegar að allir
stefni hærra og ætli sér að ná betri
árangri viðskiptavinum og fjárfest-
um til hagsbóta."