Morgunblaðið - 23.01.1999, Page 32

Morgunblaðið - 23.01.1999, Page 32
32 LAUGARDAGUR 23. JANTJAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ NÝSKÖPUNARVERÐLAUN FORSETA ÍSLANDS Viðurkenning fyrir framúrskarandi vinnu N ýsköpunarverðlaun forseta Islands voru veitt 20. janúar síðastliðinn en valið var úr sex verkefnum sem tilnefnd voru. Rætt var við nemendur og fulltrúa hvers verkefnis. NÝSKÖPUNARVERÐLAUN forseta íslands voru af- hent í fjórða skipti við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á miðvikudaginn var. Verkefnin sem valið er úr eru styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Viðurkenning- ar þemra sex verkefna sem tilnefnd voru og verðlaunin sem eitt þeirra hlaut eru veitt fyiir framúrskarandi vinnu nemenda og nýsköpunargildi. „ . ..... Morgunblaðið/Ásdís Harpa Birgisdottir Fokgirni og bindieig- inleikar foksands Það verkefni sem verðlaunin hlaut að þessu sinn var frum- athugun Hörpu Birgisdóttur á því hvernig hefta megi sand- fok og auka árangur landgræðslu með því að auka rakastig jarðvegs með því að blanda í hann ákveðinni efnablöndu. Leiðbeinandi Hörpu var Hafsteinn Helgason en verkefnið var unnið hjá Verkfræðistofunni Línuhönnun í samráði við Landgræðslu ríkisins. Harpa segir verðlaunin mikla hvatningu. „Þetta er vís- bending um að maður sé á réttri leið. Ég held að þetta þetta eigi tvímælalaust eftir að hafa mikil áhrif fyrir mig og verk- efnið.“ Verkefnið stóð í tvo mánuði síðasta sumar. „Þetta voru tilraunir með sáningu, þess vegna þurfti það að vera hnitmiðað og ganga upp á stuttum tíma. Það mátti ekkert út af bera. Og það gerði það heldur ekki.“ Tiraunir Hörpu voru tvíþættar: Annars vegar fóru fram mælingar í vindgöngum við Verkfræðideild Háskóla Islands þar sem gerðar voru tilraunir með fokgirni sands. Niðurstöð- umar vom afgerandi að sögn Hörpu: „Það þarf ekki að auka rakastig sands nema um lítið magn, kannski bara 5%, til að fokgimi minnki til muna. Hin tilraunin fór fram á tilraun- areitum við Þorlákshöfn en þar er einmitt mikið uppblásturs- svæði. Þar yar ég með tilraunir á sáningu með vökvun og án vökvunar. I báðar gerðir reita notaði ég efni sem heitir Bent- onít en það er eins konar leirkennt efni sem bindur vatnið í sandinum. Það kom greinilega fram að eiginleikar efnisins em mjög góðir og það bindur bæði vatn og áburð.“ Harpa á eftir eitt og hálft ár eftir af námi sínu í umhverfís- verkfræði sem hún leggur nú stund á úti í Danmörku. Hún segir verkefnið því bíða í bili. „Þróunarvinna heldur áfram hjá Línuhönnun út frá niðurstöðum verkefnisins. Ég mun ör- ugglega halda áfram í þessu næsta sumar. Svo fer að líða að lokaverkefninu mínu og aldrei að vita nema þetta verði haft í huga.“ Guðrún Laufey Guðmundsdóttir Rannsókn á íslensk- um tónlistararfi Verkefni Guðrúnar Laufeyjar Guðmundsdóttur felst í skoðun á 200 kvæðahandritum en þau sem innihalda nótur eru tekin til sérstakrar rannsóknar. I ljós kom að 20 handrit innhéldu nótur að alls 120 sálmum en eftir er að skoða um 100 verkefni. Nótnahandritin voru öll áður óþekkt. Leiðbein- andi Guðrúnar er Kári Bjamason, handritavörður á Lands- bókasafni, en bakhjarlar, auk Nýsköpunarsjóðs eru einnig Collegium Musicum í Skálholti sem Guðrún Laufey segii- að hafí ýtt verkefninu úr vör. Guðrún Laufey er sagnfræðinemi á 3. ári. Hún segist vera búin að vinna við verkefnið í eitt ár. „Ég var búin að vera ár í sagnfræðinni þegar ég datt inn á þetta verkefni. Ég skrifaði ritgerð í valáfanga um Ólaf Jónsson á Sandi sem var óþekkt íslenskt sálmaskáld. Ég fór á Handritadeild til að kynna mér öll gögn um Ólaf. Þá var þetta verkefni að fara í gang og Kári Bjamason kom að máli við mig og spurði hvort ég væri til inn í þetta verkefni. Ekki þótti verra að ég hef tónlistarnám að baki.“ Guðrún Laufey kveður verkefnið ákaflega áhugavert og því sé fráleitt lokið. „Ég mun vinna þetta áfram. Þetta er gríðarieg vinna. í raun er um að ræða týndan fjársjóð sem liggur þama. Hugmyndin er að halda áfram og þenja verk- efnið út, finna meira út um sálmana; hvaða sálmar vom ís- lenskir, hverjir skrifuðu þá, hver er guðfræðin, hugsunin í þessu, breytist þetta eftir trúarlífi landsmanna? Guðrún Laufey vinnur nú að verkefninu jafnframt náminu. „Námið gengur aðeins hægar út af þessu." Hún kveðst ánægð með að dómnefndin hafi viðurkennt hennar verkefni. „Það er ánægulegt að þeir í dómnefndinni hafa skilið það sem ég var að skrifa; þarna er ekki um tónlistarmenntað fólk eða handritasérfræðinga að ræða en við eram einmitt ekki að skrifa þetta fyrir sérfræðinga heldur fyrir venjulegt fólk.“ Þorsteinn Egilsson Ishúðun Arinbjörn Ólafsson og Þorsteinn Egilsson unnu að rann- sókn á íshúðun sem notuð er sem geymsluaðferð á matvöra til að varðveita ferskleika. Hingað til hefur ekki verið hægt að segja nákvæmlega til um magn íshúðunar á hvert stykki en markmið verkefnisins var að leysa það vandamál og þróa aðferð til þess að ákvarða hvernig íshúðunarferlið þarf að vera til að fá ákveðið magn íshúðunar á afurðina. Þorsteinn segii- þá félaga hafa byrjað á verkefninu í júní á síðasta ári. „Við sáum auglýsingu í blaði frá Marel um hug- myndir að Nýsköpunarsjóðsverkefnum og ákváðum að slá til. Við erum báðir á fjórða ári í Véla- og iðnaðarverkfræði við Háskóla Islands. Við kláram BS-gráðu í vor en stefnum báð- ir á meistaranám. Dr. Páll Valdimarsson var leiðbeinandi Aiinbjarnar og Þor- steins en Þorkell H. Valdimarsson tengiliður þeirra við Marel. „Þeir hjá Marel skilgreindu vandamálið í upphafi en það skiptir mjög miklu máli í sambandi við gæðamál. Við íslend- ingar gefúm okkur út íýrir að vera með hágæða sjávarafurðir og íshúðin varðveitir fiskinn og ver hann fyrir hnjaski." Hugmyndir hafa komið fram um að halda áfram með verk- efnið en Þorsteinn segir ekkert ákveðið í þeim efnum. „Við eram tilbúnir og vildum gjarnan halda áfram. En það er óvist hvort styrkur fáist í að þróa verkefnið áfram. En við eram báðir ánægðir með viðurkenninguna og hún hlýtur að hvetja okkur áfram.“ Hjalti Már Þórisson Rannsókn á samhengi milli arfgerða príon- gensins og riðusmits í einni riðuhjörð Verkefni Hjalta Más Þórissonar er liður í stærra verkefni sem unnið er að á íslenska sauðfjárstofninum við rannsókn- arstöðina að Keldum. Rannsókn Hjalta snerist um að kanna möguleika á að rækta sauðfé með tilliti til arfgerðar príon- gens og minnka þannig næmi íslenska sauðfjárstofnsins fyrir riðuveiki. Rannsóknarhópurinn á Keldum er undir leiðsögn Astríðar Pálsdóttur og stýrði hún verkefni Hjalta Más ásamt Stefaníu Þorgeirsdóttur. Hjalti kveður það kost við verkefnið að það gefi nema tækifæri á að fylgja rannsókn eftir, frá fyrsta degi, þangað til niðurstöður era kynntar. „Niðurstöðurnar voru kynntar á al- þjóðlegri vísindaráðstefnu um príon og riðusmit sem haldin var í Reykjavík í ágúst í fyrra í tilefni af 50 ára afmæli Keldna. Þarna töluðu nokkrir helstu sérfræðingar á sviðinu, þ.á m. Stanley Prusiner." Rannsókn Hjalta er m.a. merkileg fyrir þær sakir að í nið- urstöðum hennar var í fyrsta skipti lýst tvennum stökkbreyt- ingum á príon-geninu, sem ekki hafði verið lýst áður. Hjalti segir viðurkenninguna einkar jákvæða og hvetjandi fyrir sig. „Það má ekki vanmeta mikilvægi verðlaunanna fyr- ir stúdenta og gagnvart atvinnulífinu. Það er svo mikil viður- kenning sem í þessu felst.“ Hann er líka ánægður með að grunnrannsókn eins og sín skuli hafa verið tilnefnd. „Ég byrjaði á verkefninu sumarið 1997 og hélt svo áfram í fyrra- sumar. Það er ekki útséð með það hvort ég haldi áfram með rannsóknina. Niðurstöðurnar hafa verið kynntar og rann- sóknin heldur áfram, í stærra samhengi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.