Morgunblaðið - 23.01.1999, Side 40
40 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MARGMIÐLUN
■ ■ ■
Ógnvænlegur
raunveruleiki
LEIKIR
Half Life, leikur fyrir PC samhæfðar
tölvur frá Valve-fyrirtækinu, en Si-
erra gefur út. Leikurinn gerir kröfu
um að minnsta kosti 133 MHz Penti-
um tölvu, 24 MB innra minni og
tveggja hraða geisladrif. Hann styð-
ur þrivíddarkort, 3Dfx, OpenGL og
Direct 3D. Einnig er stuðningur við
þvívíddarhljóðstaðla, til að mynda frá
Creative.
ANNAR hver leikur sem komið
hefur út á seinustu árum hefur verið
skotleikur, sá frægasti þeirra líklega
Quake, síðar Quake 2. Nú gæti
breyting orðið þar á því Half Life
státar af því sem hefur verið hvað
eftirsóttast í leikjum en ekki hefur
tekist til þessa, nefnilega raunveru-
leikanum.
Þegar leikurinn byrjar kemur í
ljós að leikandinn er í hlutverki Gor-
dons Freemans, vísindamanns sem
fenginn er til að taka þátt í tilraun í
Black Mesa tilraunastofunni. Til-
raunin mistekst og tilraunastofan
fyllist af dýrum úr annarri vídd sem
eru vægast sagt ekki vinaleg.
Óiíkt öðrum leikjum þar sem
spilandi byrjar með eitthvert frekar
léleg vopn byrjar Gordon með tvær
hendur tómar. Fyrstu 20-30 mínút-
urnar fara í að reyna að komast að
því hvað gerðist og hvað dýrin eru
en svo fínnur hann loks kúbein sem
hann getur notað til að verjast
minnstu dýrunum. Það eru hlutir
eins og þetta sem gera leikinn raun-
verulegan; hvaða vit hefði verið í því
að láta einfaldan vísindamann eins
og Gordon byrja með öfluga leysi-
byssu eða annað slíkt vopn?
Gordon er klæddur í svokallaðan
Hazardous Environment Suit, bún-
ing sem verndar hann frá einföldum
meiðslum, auðveldar honum að
stökkva lengra og sprautar í hann
morfíni þegar hann meiðist. Búning-
inn verður að hlaða öðru hvoru og
hægt er að gera það á sérstökum
stöðum. Þeir eru yfirleitt nálægt
stöðum þar sem hættuleg eða
erfið vinna fer fram, en
einnig er hægt að finna
sjúkrakassa á svipuðum
stöðum. Þetta er kær-
komin tilbreyting frá
öðrum leikjum þar
sem spilandi getur
labbað inn í herbergi
þar sem samansafn
hluta svífur í loftinu eða
hringsnýst á jörðinni oft í
tugatali eða meira. Hvaða vit
væri í því að troða til dæmis sex
sjúkrakössum undir stiga þar sem
afar litlar líkur eru á að nokkur
maður myndi finna þá?
Óvinirnir í Half Life eru útbúnir
með einna bestu gervigreind sem
sést hefur í leik til þessa. Gott dæmi
er um það þegar einn af fjölmörgum
öryggisvörðum Black Mesa ákveður
að slást í fór með Gordon um stund-
arsakir. Þeir ganga inn gang í mestu
rólegheitum en allt í einu brýst eitt-
hvert dýr niður úr loftræstiopinu,
rífur öryggisvörðinn inn og hendir
líkamshlutunum í þig. Þetta er eitt
af því sem gerir Half Life ekki hent-
ugan til að spila á nóttunni.
Annað dæmi er þegar hennenn
ráðast á leikandann, einn kastar
handsprengjum á hann og lætur
hina vita svo þeir geti komist í skjól
á meðan, en hinir hlaupa hringinn í
kringum og skjóta leikandann í bak-
ið. Ef óvinirnir eru þrír er ekki óal-
gengt að tveir skjóti þar til skotfær-
in eru búin og einn taki við meðan
þeir eru að hlaða.
Hljóðin í leiknum eru án vafa þau
allra mest ógnvekjandi sem heyrst
hafa í leik. Dýrin gefa frá sér gríðar-
lega ógeðfelld hljóð og þegar
þau heyrast afar nálægt
leikandanum um miðja
. nótt og hann á ekki
mikið af skotfærum
er best að fara bara
að sofa.
Hversu oft hefur
það komið fyrir að
maður klárar eitt
borð fullt af nýtísku-
legum hlutum og öskr-
andi skrímslum aðeins til að
finna annað borð af nýtískulegum
hlutum og öskrandi skrímslum? Og
fyrst þau hafa verið nefnd, hvað eru
„borð“? Er fólk komið í nýtt borð
þegar það stígur inn í bílinn sinn? I
Half Life eru engin borð, aðeins
einn samfelldur heimur þar sem
„Loading" sést aðeins oftar en í mun
minni tíma. Leikurinn er nefnilega
samansettur úr afar mörgum litlum
pörtum sem gera hann mun raun-
verulegri og gefa skemmtilegri til-
finningu.
Ég leyfi mér að halda því fram að
aldrei hafi komið út jafn raunveru-
legur eða jafn góður skotleikur fyrir
PC-tölvur. PlayStation á Metal Gear
Solid, Nintendo 64 Zelda 64 og PC
HalfLife.
Ingvi M. Árnason
Islenskað
gluggakerfi
ÞAÐ HEFUR varla farið fram
hjá neinum að tekist hafa samn-
ingar um íslenskun á Windows
stýrikerfinu milli íslenska ríkis-
ins og Microsoft. Hitt virðast
færri vita að undanfarið hefur
verið í gangi umfangsmikið
verkefni sjálfboðaliða sem þýtt
liafa KDE-gluggaumhverfið fyr-
ir Linux á íslensku.
Linux er ókeypis stýrikerfi
eins og flestir vita og hefur notið
sívaxandi hylli. Það þykir um
margt betra en Windows-um-
hverfið í tæknilegu tilliti, traust-
ara og hraðvirkara, en síðra
hvað varðar notendaskil. Þó eru
til ýmsar gerðir notendaskila
fyrir Linux sem byggja á
gluggaumhverfi, þeirra helst
XI1, Gnome og KÐE. XI1 fylgir
yfirleitt Linux-útgáfum, en KDE
mun væntanlega fylgja helstu
dreifingum Linux framvegis.
KDE er ókeypis eins og Linux,
og þar sem grunnkóðinn er öll-
um opinn getur hver sem er tek-
ið að sér að þýða notendaskilin
ef honum sýnist sem svo; þarf
ekki alþjóðasamninga til.
í fréttatilkynningu frá ís-
lenska KDE hópnum kemur
fram að kveikjan að íslenska
KDE þýðingarverkefninu hafi
verið umræða í kjölfar frétta um
að menntamálaráðuneytið stæði
í samningum við Microsoft um
þýðingu á Windows. „Það er mat
allra þátttakenda í verkefninu að
mikilvægt sé að fslendingar hafi
marga valkosti á þessu sviði og
verði ekki háðir neinu erlendu
fyrirtæki," segir í tilkynning-
unni, sem birt er á slóðinni
www.mmedia.is/linux/kde/tilk.-
htm.
Islenski KDE hópurinn, sem er
að þýða notendaskilin, á sér þijá
forsvarsmenn, Bjarna R. Einars-
son, Hrafnkel Eiríksson og Guð-
jón Ingva Hansen, en að sögn
Hrafnkels komu um tíu manns
að verkinu beint sem þýðendur,
en fjölmargir lögðu þeim lið með
góðum ráðum og ábendingum
um orðaval, meðal annars á póst-
lista verkefnisins en á þeim lista
eru tugir manna.
Mörgum hefur þótt erfitt að
se^ja Linux upp á tölvum og
Hrafnkell segir að íslensk útgáfa
KDE-gluggaumhverfisins leysi
ekki þann vanda, „enda er það
ekki tilgangur okkar. Aftur á
móti verður KDE með í næstu
útgáfu á RedHat Linux og þegar
sú útgáfa verður sett upp getur
sá sem það gerir valið að nota
KDE-umhverfið og þá á ís-
lensku.“
Hrafnkell segir að eitt það
áhugaverðasta við verkefnið sé
að þýðingin sé lifandi eins og
málið; laghentir geti breytt þýð-
ingunni á sinni tölvu eins og
þeim sýnist og stöðug þróun
verður á þeirri þýðingu sem
dreift er, „menn sitja ekki fastir
með þýðingu líkt og til að mynda
í Macintosh-stýrikerfinu," segir
Hrafnkell. Hann segir að menn
líti eðlilega nokkuð til þýðingar-
innar á MacOS, sem var fyrsta
stýrikerfisþýðingin sem náði al-
mennri útbreiðslu og skapaði
vissa hefð í íslensku tölvumáli,
en reyni að finna betri orð þegar
þess gerist þörf.
Vinna við þýðingu og staðfær-
ingu KDE-gluggaumhverfisins
hefur gengið hratt og örugglega
fyrir sig, ekki síst ef Iitið er til
þess að þýðendurnir eru ýmist á
kafi í erfiðu námi eða í fullri
vinnu við annað.
Frekari upplýsingar um Is-
lenska KDE verkefnið má finna
á slóðinni www.mmedia.is/lin-
ux/kde, en einnig er að finna
ýmislegan fróðleik á íslensku um
Linux á http://www.mmedia.is-
/linux/.
l#ei!3ifeEa&.
Ur W- f " Kw
BBfiifl f =>*•« i
Cl--» H 1|
— 9
r »•». i C' f • i
SKJÁMYND af íslenskuðu KDE gluggaumhverfi, en eins og sjá má
minnir það óneitanlega á Windows notendaskilin.
frábaet
aup- i
Farðu fyrst
i BT...
fígdífne bt
t með-
ISPÉÍHÍ maeti'
AW
topp
leVkirí
t.990
Skeifunni 11 • Rvk • Sími:550-4444 og Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarf. • Sími 550-4020
Notaðu afsláttarhefti BT
og gerðu enn betri kaup!
Gildir til 3. febrúar eða
meðan birgðir endast!