Morgunblaðið - 23.01.1999, Side 47

Morgunblaðið - 23.01.1999, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 47 . listarhúsi og ráðstefnumiðstöð, sem samþykkt ríkisstjórnar og borgarráðs miðast við. Það er eðli- legt að spurt sé að hvaða leyti þessi hugmynd sé frábrugðin því tónlist- arhúsi sem stefnt var að í Laugar- dal að undangenginni samkeppni sem Samtök um tónlistarhús stóðu að árið 1985. Mestu munar að nú er um að ræða sameinað tónlistarhús og ráð- stefnumiðstöð en ekki tónlistarhús eingöngu. Þar við bætist að ráð- stefnumiðstöðin krefst tengingar við stórt hótel. Sameining tónlist- arhúss og ráðstefnumiðstöðvar leiðir til hagkvæmari rekstrar og lægri stofnkostnaðar samanborið við það að húsin yrðu byggð og rekin hvort í sínu lagi. Hvað varðar stofnkostnað munar um 500 m.kr. Umræða um ráðstefnumiðstöð I Reykjavík var ekki á því stigi árið 1985, þegar samtökin efndu til samkeppni um hönnun tónlistar- húss, að sá valkostur að sameina tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð væri fyrir hendi. Gert er ráð fyrir að tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð verði staðsett í miðborginni en Laugardalur þyk- ir ekki heppileg staðsetning. Að- stæður hvað varðar lóð og um- hverfí eru því mjög óh'kar. Enn má nefna að enda þótt stærri salur hússins muni rúma jafnmarga og áður var áformað, þ.e. um 1.300 manns, þá verður gerð hans og uppbygging frábrugðin því sem fyrr var áformað. A síðasta áratug hefur orðið mikil framþróun í hönnun stórra tónleikasala og er hér verið að nýta þau tækifæri sem það gefur til að ná sem bestum hljómburði fyrir margbreytilegan tónlistarflutning og ólík tónverk. hvernig hægt sé að nýta starfs- stéttina sjúkraliða betur. A dvalar- og elliheimilum, heilsugæslustöðv- um svo og í heimahjúkrun mætti gera stórt átak víða um land. Nýta má sjúkraliða miklu betur en nú þegar er gert. Mikinn bakvakta- kostnað sem er ansi þungur á fjár- hagsáætlunum lítilla heimila mætti að hluta til eða öllu leyti spara. Auka má hlut sjúkraliða í heima- hjúkrun svo eitthvað sé nefnt. Lyf og lyfjagjafir eru rök sem notuð eru gegn auknu stai'fssviði sjúkra- liða innan geirans. Þeir hafa ekki heimild til að taka til eða gefa lyf o.s.frv. Ég spyr hvar í lögum standa þessi ákvæði? Eftir því sem ég best veit er það læknir sem fyr- irskipar lyfjagjafir, en aðrar stéttir framkvæma skipunina. Lyfjagjöf er á ábyrgð læknis. Lyfjafræði hefur verið bætt inn í nám sjúkraliða og þeim eldri boðið að bæta við sig fræðunum í námskeiðsformi. Kerfið er undarlegt! Ég má, sem dæmi, aðstoða eldri ættingja sem býr heima við lyfjatiltekt í vikubox, eða jafnvel maki hans sem er kominn á efri ár og gerir enginn athugasemd við það. Hjálpsamir ættingjar! Starfi ég hins vegar sem sjúkraliði í heimahjúkrun væri mér bannað að taka til lyf í vikubox og þyrfti há- skólamenntaðan hjúkrunafræðing til að framkvæma lyfjatiltektina. Er heil bni í þessu kerfi okkar? Nei, segi ég. Það þarf uppstokkun í kerfinu, hana rækilega og sann- gjarna með það fyrir augum að nýta allar starfsstéttir og stuðla að betur nýttu fjármagni í heilbrigðis- keiflnu. Þjónustan mun á engan hátt skerðast við skjólstæðinga kerfisins. Rétt menntað fólk á rétt- um stað getur breytt miklu þar um. Höfundur cr starfandi sjúkralidi á Dalvík. flísar n 11 ”i""i rm J □ i' —i xi pcnasFíir UIIJLLU kllllli rfTTTl OJJ LL LL UJ Stórhöfða 17, vlð GuUinbrú, sími 567 4844 Loks má nefna að allt aðrar for- sendur eru nú fyrir hönnun minni salarins. I tónlistarhúsi í Laugar- dal var gert ráð fyrir 350 manna tónleikasal en nú allt að 750 manna fjölnota sal sem þó er fyrst og fremst hannaður sem ráðstefnusal- ur. Að sjálfsögðu er einnig gert ráð fyrir að salurinn verði nýttur fyrir tónleika. I þessu sambandi verður að hafa í huga að tilkoma 300 manna tónleikasalar í Kópavogi hefur mjög bætt úr brýnni þörf fyrir sali af þeirri stærð. Tónlistar- húsið í Reykjavík og Salurinn í Kópavogi munu því vinna vel sam- an að þessu leyti og bæta hvort annað. Hvað er framundan? Samþykkt ríkisstjómar og borg- arráðs gerir ráð fyrir að sett verði á laggirnar sameiginleg nefnd þessara aðila. Fyi'sta verkefni nefndarinnar verður að vinna að samkomulagi um fjármögnun og kostnaðarskiptingu, gera tillögu að framkvæmdatilhögun og leita að samstarfsaðilum um verkefnið. A vegum borgarinnar verður haldið áfram vinnu að skipulags- málum með það fyrir augum að draga fram nokkra valkosti sem heppilegastir þykja varðandi af- mörkun lóðar fyrir byggingu í mið- borginni. Samtök um tónlistarhús leggja mikla áherslu á að þau verði áfram virkur aðili að verkefninu. Samtök- in verði sem fyrr vettvangur not- enda tónlistarhússins þar sem fram komi sjónarmið þeirra varð- andi hönnun hússins og ekki síður rekstur. Ekkert bendir til annars en að stjórnvöld vilji áframhald á samstarfi. Höfundur er formaður Samtaka um tónlistarhús. NÝLEGA voru lög um vörugjald á öku- tæki til endurskoðunar í fjármálaráðuneytinu. Þetta virðist vera reglubundinn viðburð- ur þar á bæ þegar þrýstingur þar er orð- inn of mikill og létta þarf álagið. Auðvitað tvöfaldast það svo þeg- ar farið er á stað með endurskoðunina og taka þarf tillit til hags- muna fjölda aðila. Undirritaður var einn þeirra sem voru í sam- bandi við fjármála- ráðuneytið fyrir ára- mót. Astæðan var sú að vélsleðar í eigu fyrirtækja í ferðaþjónustu fá lægri vörugjöld en annars eða 30%. Vélsleðar era í sama tollflokki og mótorhjól fyrir hinn almenna kaup- anda sem er auðvitað alltof hár. Vörugjöld á þeim flokki eru undan- tekningalaust 70% fyrir utan aðra liði sem reiknast ofan á það. Ef kaupa á til að mynda hjól frá Bandarikjunum er óhætt að marg- falda dollarinn með 160 kr. til að fá út heildarverðið. Mótorhjól og vélsleðar í ferðaþjónustu Meðan löggjafinn lítur mótorhjól og vélsleða sömu augum í reglu- gerðinni gerir hann það ekki í ferða- málageiranum. Fyrirtæki í ferða- þjónustu fá enga lækkun á vöru- gjaldi á mótorhjólum jafnvel þótt að um nákvæmlega sama rekstur sé að ræða. Þetta er náttúrulega í hæsta máta óréttlátt og samræmist ekki jafnað- arreglunni. Þrjátíu pró- sent vörugjaldið á vélsleðana hefur nú verið fært í lög með breytingu á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, elds- neyti o.fl., með síðari breytingum. Engin keppnis- tæki nema keppnisbifreiðar Þrátt fyrir ítrekaðar óskir var ekkert tillit tekið til lækk- unar á mótorhjólum til samræmis við það. Til að bæta gráu ofan á svart var einnig samþykkt að gefa keppnis- bifreiðum eftir vörugjaldið að fullu. Auðvitað er það hið besta mál, fyrir þá sem keppa á fjórum hjólum. Enn sem áður var ekkert hugsað um tví- hjóla ökutæki þótt að tugir slíkra keppi í kvartmílu, krossi og endúrókeppnum á hverju ári. Þau þurfa ennþá að borga sín 70% jafn- vel þótt að um óskráð farartæki sé að ræða. Mótorhjól ekki atvinnutæki? Samkvæmt lögum um vörugjald fá margir atvinnuhópar lækkun eða niðurfellingu á ökutækjum sínum. Hvað með ökukennsluna? Ef við tökum aftur dæmið með mótorhjólin Vörugjald Það er okkar von sem höfum mótorhjól að einhverju leyti sem at- vinnu, segir Njáll Gunnlaugsson, að fjár- málaráðuneytið endur- skoði afstöðu sína. þá eru kennsluhjól atvinnutæki og ekkert annað. Sama prósenta er þar líka til staðar sem gerir ökukennur- um mjög erfitt að bjóða almennileg hjól til kennslu þar sem markaður- inn er lítill og hjólin of dýr. Formleg kvörtun vegna málsins hefur verið send til umboðsmanns Alþingis. Það er okkar von sem höf- um mótorhjól að einhverju leyti sem atvinnu að fjármálaráðuneytið endurskoði þessa afstöðu sína og bæti orðinu mótorhjól við orðaforða sinn. Þeim til ábendingar eru mót- orhjól það sama og bifhjól eða vél- hjól og skiljanlegt að það geti valdið einhverjum ruglingi meðal starfs- manna fjármálaráðuneytisins. Þessi tvíhjóla ökutæki eru einhver skemmtilegasti og hagkvæmasti fararmáti sem völ er á, þ.e. þegar þú ert búinn að jafna þig á reikn- ingnum frá tollstjóra. Höfundur er ökukennari og kennir á mótorhjóí á sumrin. Ú T s A; t s^A L A Opið í dag S t ö k t e p p i o g m o t t u r st g r. af s I Persía Suðurlandsbraut 46 við Faxafen Sími: 568 6999 Er orðið mótorhjól ekki í orðaforðanum? Njáll Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.