Morgunblaðið - 23.01.1999, Síða 54
f54 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999
UMRÆÐAN/PRÓFKJÖR
MORGUNBLAÐIÐ
Aðstoð við
skuldug heimili
Á ALÞINGI hef ég
ásamt nokkrum öðr-
um þingmönnum
stjómarandstöðunnar
flutt framvarp, sem
felur í sér úrræði til að
aðstoða einstaklinga
sem era í mjög alvar-
legum greiðsluerfið-
leikum. Hér er um að
ræða nýtt úrræði og
er greiðsluaðlögun
ætluð þeim sem ár-
angurslaust hafa
reynt ráðgjöf og að-
stoð við að leysa úr
greiðsluerfiðleikum
sínum og ekkert blasir
við annað en viðvar-
andi erfiðleikar eða gjaldþrot.
Greiðsluaðlögun forðar
gjaldþroti
Greiðsluaðlögun gefur fólki
möguleika á að vinna sig út úr fjár-
hagserfiðleikum án þess að missa
^ eigur sínar og húsnæði í gjaldþroti.
Auk þess gefur þessi leið mögu-
leika á að takast á við fjárhagserf-
iðleika með nýrri og uppbyggilegri
sýn úr annars vonlausri stöðu.
Greiðsluaðlögun eykur líkur á
því að lánardrotnnar fái skuldina
að öllu eða einhverju leyti greidda,
fremur en að tefla kröfunni í tví-
sýnu í gjaldþrotameðferð þar sem
skuldir gjaldanda era langt um-
fram eignir.
Helstu efnisatriði framvarpsins
era eftirfarandi:
Greiðsluaðlögun fel-
ur í sér gagngera end-
urskipulagningu á fjár-
málum skuldara, en á
greiðsluaðlögunar-
tímabilinu, sem staðið
getur í átta ár, er gerð
áætlun sem honum er
skylt að standa við
gagnvart lánardrottn-
um.
Brýnasti fram-
færslukostnaður
skuldara er metinn og
gert ráð fyrir að á
greiðsluaðlögunar-
tímabilinu haldi hann
eftir því sem sann-
gjarnt telst til nauð-
synlegrar framfærslu.
Greiðsluaðlögun felur í sér að
greiðslu skulda eða hluta þeirra er
frestað og að kröfuhafar gefi eftir
vexti, kostnað eða hluta skuldar
annaðhvort strax eða að loknu
greiðsluaðlögunartímabili.
Greiðsluaðlögun getur verið
tvenns konar. Annars vegar getur
hún verið frjáls greiðsluaðlögun
sem byggist á samkomulagi við
lánardrottna um frestun eða niður-
fellingu skulda og kostnaðar en
héraðsdómari úrskurðar um slíkt
samkomulag, en hins vegar
þvinguð greiðsluaðlögun sem hér-
aðsdómari getur úrskurðað um
þótt ekki náist samkomulag við
lánardrottna.
Ekki er unnt að ganga að
ábyrgðarmönnum skuldara á með-
„Greiðsluaðlögun,
segir Jóhanna
Sigurðarddttir, gefur
fólki möguleika á að
vinna sig út úr
fj árhagserfiðleikum
án þess að missa
eigur sínar og hús-
næði í gjaldþrot.“
an greiðsluaðlögun stendur.
Greiðsluaðlögun hefur verið
reynd í Noregi í nokkur ár með
mjög góðum árangri og komið í veg
fyrir gjaldþrot fjölda heimila þar.
Sama gæti gerst hér til að koma í
veg fyrir gjaldþrot heimila sem
lent hafa í miklum greiðsluerfið-
leikum vegna ófyrirséðra atvika,
veikinda eða atvinnuleysis. Þessi
leið getur komið í veg íyrir upp-
lausn fjölskyldna og félagsleg
vandamál sem iðulega fylgja í kjöl-
farið og era dýr bæði einstakling-
um, fjölskyldum þeirra og samfé-
laginu í heild. Hér er því verið að
skapa möguleika sem skuldari, lán-
ardrottinn og samfélagið í heild
geta fremur haft ávinning af en
með þeim úrræðum sem nú bjóð-
ast.
Höfundur er alþingismaður.
Jóhanna
Sigurðardóttir
Ný hugsun, nýtt afl
MÁL er varða auð-
lindir okkar annars
vegar og umhverfi
okkar hins vegar
verða ofarlega í hug-
um íslenskra kjósenda
á næstunni. Okkur er
í blóð borin rík rétt-
lætiskennd en jafn-
framt ástríðufull um-
hyggja fyrir landinu
okkar fagra. Virkjun
fallvatna sem felur í
sér spjöll á dýrmætri
náttúru Islands mætir
harðri andstöðu. Hafa
ber í huga að verð-
mæti þeirrar hreinu
orku sem virkjun fall-
vatna býður upp á
mun aukast með ári hverju. Við eig-
um því að leita leiða þar sem sjónar-
mið umhverfisverndar og arðsemi
mætast, og gæta þess jafnframt að
tilfinningar og blind ættjarðarást
beri ekki raunsæja skynsemi ofur-
liði.
Sá hluti auðlindastefnu núverandi
ríkisstjórnar sem lýtur að sjávarút-
.vegi verður lagður undir dóm kjós-
'enda í vor. Þá stendur valið milli
skýrra valkosta: heilbrigðra lausna
sameinaðra jafnaðarmanna á aðra
hönd, sérgæsku íhalds- og aftur-
haldsmanna á hina. Og íslensk póli-
tík snýst ekki lengur um
hugtökin vinstri eða
hægri. Hún snýst miklu
frekar um framtíðar-
stefnu og fortíðar-
hyggju, áframhald eða
afturhald. Gjafakvótar
og ofurtollar á nauð-
synjavöra eru meðal
þess sem íslenskir jafn-
aðarmenn hafa beitt sér
fyrir að afnema um ára-
bil og munu berjast
gegn af meiri hörku á
komandi kjörtímabili en
nokkru sinni fyrr. AI-
mannahagsmuni hljót-
um við að setja ofar sér-
hagsmunum fárra útval-
inna. Hæstiréttur hefur
kveðið upp sinn dóm. Ef úrskurði
dómsvaldsins í landinu verður ekki
hlítt, hljóta íslendingar að krefjast
nýrra fulltrúa löggjafaivalds og
framkvæmdavalds í landinu. I lýð-
ræðisríkjum gerist slíkt í venjuleg-
um kosningum á borð við þær sem
við stöndum frammi fyrir nú.
Vísbendingar um velmegnn
framtíðarinnar
Auðlindir Islendinga felast fyrst
og fremst í okkur sjálfum: Hugviti
okkar og menningu, frumkvæði,
dugnaði og útsjónarsemi. Við eigum
Jakob Frímann
Magnússon
Upplýsingakerfi
KERFISÞROUN HF.
Fákafeni 11 • Sími 568 8055
www.islandia.is/kerflsthroun
■■■■■■■■
Ótsala
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44,
sími 562 3614.
✓
Islensk pólitík snýst
um framtíðarstefnu og
fortíðarhyggju, segír
Jakob Frímann
Magnússon, áframhald
eða afturhald.
vaska afreksmenn og konur í vísind-
um, listum og landnámi mannsand-
ans. Við höfum að undanförnu
fylgst með framgangi nýrra fyrir-
tækja og einstaklinga m.a. á sviði
hugbúnaðar, vitundariðnaðar og
læknavísinda. Þar liggja vísbend-
ingarnar um með hvaða hætti við
getum styrkt stöðuga og vaxandi
velmegun: Virkjum hugaraflið sem
hér býr, hvetjum það og styrkjum
með öllum tiltækum ráðum. Veram
óhrædd við nýjar leiðir og óvæntar.
Djörfung
Til að leggja nauðsynlega rækt
við þessa mikilvægustu auðlind okk-
ar þarf breyttar áherslur: Við þurf-
um að huga betur að ýmsu því sem
lýtur að menntun og uppeldi barn-
anna okkar, æskilegu og ákjósan-
legu stai'fsumhverfi þeirra sem hér
vilja starfa og ekki síst velferð og
öryggi fjölskyldunnar, fólks af báð-
um kynjum, á öllum aldri, frá vöggu
til grafar. Til að slík endurhæfing
geti átt sér stað í samfélaginu þarf
hinn almenni þegn að leita réttar
síns og sækja hann af dirfsku og
þrótti. Sú sókn er hafin undir for-
merkjum jafnréttis og bræðralags.
Ný hreyfing íslenskra jafnaðar-
manna er fædd til að þjóna þeim
hugsjónum sem hér er lýst. Við boð-
um nýja hugsun, nýtt aíl til fram-
búðar.
Þitt er að virkja það með atkvæði
þínu.
Höfundur gefur kost á sér í 2. sæti á
lista Samfylkingar í Rcykjavfk i
prófkjörinu 30. janúar nk.
Prófkjör
Útdráttur greina um prófkjör vegna alþingiskosninga vorið 1999.
Greinarnar eru birtar í heild á Netinu www.mbl.is
Kjósendur
vilja breytingu
Málfríður Gísladóttir
lögfræðingur skrifar:
Ef samfylkingin
á að fá fylgi í næstu
alþingiskosningum
verður að mæta
ákveðnum lág-
markskröfum kjós-
enda.
Fólk vill að fé-
lagshyggjumenn
leggi áherslu á það
sem sameinar: á
jöfnuð, samhjálp og réttlæti, en
hætti að halda fram sundrungar-
málum eins og þau séu helg vé.
Kjósendur þreytast æ meira á
innantómum slagorðum og persónu-
belgingi og virða í staðinn hleypi-
dómalausa og málefnalega umræðu.
Fólk vill sjálft fá að velja nýja
leiðtoga og telur ekki að gamlir
stjórnmálamenn eigi að sjá um það
val eins og allt of mikið ber á.
Bryndís Hlöðversdóttir er góður
fulltrúi nýs tíma. Hún er hleypi-
dómalaus og hógvær og samtímis
skeleggur baráttumaður fyrir jöfn-
um tækifæram og traustri sam-
hjálp.
Veljum Bryndísi í 1. sæti Sam-
fylkingarinnar.
Arnbjörgu
í 1. sæti
Guðrún Andersen, Norðurgötu 5,
Seyðisfirði, skrifar:
Arnbjörg
Sveinsdóttir er inn-
fæddur Seyðfirð-
ingur og það er
mikill plús og heið-
ur fyrir okkur hér í
bæ að ung kona
héðan skuli vilja og
geta verið í forystu
fyrir sjálfstæðis-
menn á Austur-
landi. Hún er góður leiðtogi að mínu
mati. Hún hefur reynslu í bæjar-
málum, var í bæjarstjórn hér í 3
kjörtímabil, hún var í forystu í sam-
tökum sveitarfélaga á Austurlandi,
hún var í héraðsnefnd Múlasýslna
og hún var í landssamtökum sveit-
arfélaga.
Hún býr yfir reynslu sem leiðtogi
þarf, og hún hefur góða yfirsýn yfir
helstu málefni þjóðfélagsins.
Seyðisfjörður góður kostur. Ai'n-
björg betri kostur.
Góðir Austfirðingar veljum Arn-
björgu í 1. sætið, með ykkar at-
kvæði getur það ráðist hvort sjálf-
stæðismenn á Austurlandi eiga
áfram sterkan leiðtoga.
Heimir Már:
maður sem
þorir
Valdimar Birgisson markaðsrádgjaH
skrifar:
Nú er sá lang-
þráði draumur að
rætast að jafnaðar-
menn bjóði sam;
eiginlega fram. í
prófkjöri Samfylk-
ingarinnar laugar-
daginn 30. janúar
hafa allir Reykvík-
ingar þann kost að
velja fólk til for-
ystu. Það er mikilvægt að þessi
fjöldahreyfíng beri með sér nýja
strauma inn í íslenska pólitík. Til að
svo megi verða þurfum við ungt og
áræðið fólk í framlínuna. Fólk sem
beitir sér fyi'ir því að einstaklingur-
inn fái að njóta sín og vill tryggja
Valdimar
Birgisson
Málfríður
Gísladóttir
öllum félagslegt öryggi. Fólk sem
berst gegn sérhagsmunum og mið-
stýringaráráttu. Fólk sem horfir til
framtíðar á grundvelli félagslegi'a
hugsjóna. Fólk sem þorir. Heimir
Már Pétursson gefur kost á sér í
prófkjöri Samfylkingarinnar og er
talsmaður þess sem var hér upp-
talið. Heimir Már er maður sem
þorir. Á mótum nýrrar aldar þurfa
íslensk stjómmál á manni sem þorir
að halda.
Ástu Ragn-
heiði I annað
sæti
Aðalheiður Franzdóttir, Mýrarseli 11,
Reykjavík, skrifar:
Eg kynntist Ástu
Ragnheiði fyrst
þegar við vorum
skólasystur í Lang-
holtsskóla í
Reykjavík. Hún
vakti þá strax at-
hygli mína fyrir
frumkvæði og
frumleika. Síðar
fylgdist ég með
henni í stjórnmálum og gladdist
mjög þegar leiðir okkar lágu loks
saman í Alþýðuflokknum-Jafnaðar-
mannaflokki Islands. Það er lykil-
þáttur í stjórnmálastefnu okkar
jafnaðarmanna að standa vörð um
hagsmuni þeirra sem eiga undir
högg að sækja. Ásta hefur sýnt að
þar liggur hún ekki á liði sínu, það
er alþjóð kunnara en svo að ég þurfi
að rekja það hér.
Við jafnaðarmenn verðum að
tryggja henni þingsæti áfram. Vil
ég skora á alla félaga mína í Al-
þýðuflokknum, aðra stuðningsmenn
samfylkingarinnar og þar ekki síst
okkar gömlu skólafélaga úr Lang-
holtsskóla að taka þátt í prófkjörinu
30. janúar nk. og setja Ástu ekki
neðar en í annað sæti Álþýðuflokks-
ins.
Aðalheiður
Franzdóttir
Austfirðingar
eiga góðan
kost
Eggert
Magnússon
Eggert Magnússon, formaður Knatt-
spyrnusambands Islands, skrifar:
Ég fagna mjög
þeirri ákvörðun Al-
berts Eymunds-
sonar að gefa kost
á sér í 1. sæti í
prófkjöri sjálfstæð-
ismanna á Austur-
landi. Ég tel að Al-
bert hafi til að bera
ótvíræða mann-
kosti sem eiga er-
indi á Alþingi íslendinga.
Albert hefur starfað í áratugi inn-
an knattspyrnuhreyfingarinnar,
sem leikmaður, þjálfari og sem for-
ystumaður. Öll störf hans hafa ein-
kennst af hugsjón, manngæsku,
réttsýni og síðast en ekki síst jafn-
rétti milli kynja, aldurshópa og
ólíkra aðildarfélaga.
Albert er óhræddur við að tjá
skoðanir sínar og taka ákvarðanir
þótt hann viti að þær falli ekki í
kramið hjá öllum. Innan knatt-
spyrnuhreyfingarinnar hefur hann
verið ötull baráttumaður fyrir hags-
munamálum landsbyggðarfélag-
anna og aldrei sýnt neina minni-
máttarkennd í þeim efnum.
Albert hefur þann hæfileika og
metnað að standa sig hvað sem
hann tekur sér fyrir hendur. Það er
auðvelt að eiga við hann skoðana-
skipti og samstarf enda maðurinn
strangheiðarlegur.
Austfirðingar era lánsamir að
eiga val á svona góðum fulltrúa.