Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 65 MINNINGAR BIRGIR GUÐMUNDSSON + Eyjólfur Birgir Guðmunds- son fæddist í Reykjavík 7. ágúst 1943. Hann lést á Rigs- hospitalet í Kaupmannahöfn hinn 13. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Breið- holtskirkju 22. janúar. Kennsla þín í riti og ræðum rann til hjartans, skýr og ljós. Enn er bjarminn af þeim fræðum eldur minn og vegljós. (Guðm. Ingi Kiistj.) Stærsta hlutanum af minni við- veru í bflaviðgerðum varði ég hjá Birgi Guðmundssyni. Hjá honum hóf ég störf á þeim vettvangi og hjá honum lauk ég þeim. Nú hefur Birgir Guðmundsson lokið sinni viðveru á þessum vett- vangi veraldlegs lífs, en veganesti hans býr áfram í okkur sem feng- um tækifæri til að kynnast honum náið og hjálpar okkur tfl góðra verka í lífsdansinum framundan. Elsku Helena, Linda, Brynja, Birgir, Rósa og fjölskyldur, Guð styrki ykkur í sorg ykkar og geri ykkur kleift að lifa áfram og starfa í þeim jákvæða, hreinlynda og hjartkæra anda sem alltaf ein- kenndi þann góða dreng, Birgi Guðmundsson. Ég veit þú fékkst engu, vinur, ráðið um það, en vissulega hefði það komið sér betur, að lát þitt hefði ekki borið svo bráðan að. Við bjuggumst við að hitta þig oft í vetur. Og nú var um seinan að sýna þér allt það traust, sem samferðafólki þínu hingað tO láðist að votta þér. Það virtist svo ástæðulaust að vera að slíku fyrst daglega til þín náðist. (Tómas Guðm.) Eg kveð kæran vin og læriföður með þökkum fyrir liðinn dag. Jón Garðar Hreiðarsson. SIGFUS JÓNSSON + Sigfús Jónsson fæddist á Ær- læk í Axarfírði 2. febrúar 1930. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 14. jan- úar siðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 21. janúar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Nú er komið að leiðarlokum að sinni, kæri vinur. Okkur hjónin grun- aði ekki að sunnudagskvöld fyrir and- lát þitt væri okkar síðasta kvöld allra saman. Minningamar fylla hugann frá þriggja tuga samleið. Þú varst vinurinn sanni og félagi góður sem margur átti að. Hógvær og lítillátur, vildir öllum vel. Efst er okkur þakk- læti í huga fyrir þá vináttu og hjálp- semi og að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa fengið að kynnast þér og njóta þíns hlýja viðmóts og al- úðai- í okkar garð. Fyrir allar góðu ferðimar á erlendri gmndu með ykk- ur Erlu, svo og yndislegar stundir í Skorradalnum. Við viljum þakka þér alla þá hlýju og góðvild til bama okkar sem þau geyma með sér og em þakklát fyrir. Þú varst mikill gæfu- maður í þínu fjölskyldu- lffi, eignaðist yndislega konu og börn, síðar tengdaböm og barna- börn sem þú umvafðir hlýju þinni og kærleik til hinstu stundar. Fjöl- skyldan var þér lffið. Ykkar sterku fjöl- skyldubönd koma best í ljós núna á þessum erf- iðu stundum. Við kveðjum þig, Sigfús minn, haf þökk fyrir allt og allt. Elsku Erla mín, við vottum þér og fjölskyldunni ailri innilega samúð. Við vitum að þú stendur ekki ein. Þínir vinir Erlingur og Anna. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Elskuleg móðir okkar, GUÐRÚN ÍSLEIFSDÓTTIR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn 18. janúar. Hjörleifur Bergsteinsson, Aðalheiður Bergsteinsdóttir, Guðný Bergsteinsdóttir, ísleifur Bergsteinsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURJÓN VÍDALÍN GUÐMUNDSSON, andaðist á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja mið- vikudaginn 20. janúar. Guðlaug Sigurgeirsdóttir, börn, tengdabörn og afabörn. KIRKJUSTARF Safnaðarstarf „Fjölskyldan og samskipti for- eldra og barna“ NÆSTKOMANDI sunnudag, sem er 24. janúar, hefjast á ný eftir jólin Tónlistarguðsþjónustur í Hafnar- fjarðarkirkju. Næstkomandi sunnudag er þema Tónlistarguðsþjónustunnar „fjöl- skyldan og samskipti barna og for- eldra“. Þá mun Matthildur Rós Haraldsdóttir sópran flytja þrjú einsöngslög og kór kirkjunnar leiða safnaðarsöng. Prestur er sr. Þór- hallur Heimisson. Tónlistarguðs- þjónustan hefst kl. 17 og eru allir velkomnir. Hefðbundin guðsþjón- usta er í kirkjunni kl. 11. Æskulýðsfundir, kirkj upr akkarar og TTT í Landa- kirkju ÆSKULÝÐSFÉLAG Landakirkju og KFUM og K er farið í gang að nýju eftir áramót og er undirbún- ingur hafinn að hópferð ungmenna á landsmót æskulýðsfélaga um miðjan næsta mánuð. Landsmótið verður í Vatnaskógi 12.-14. febrúar fyrir unglinga í 8.-10. bekk. Hefur það alltaf verið hin mesta upplifun að taka þátt í svona móti þar sem 2-300 ungmenni koma saman víðs vegar að af landinu. Þátttakan í mótinu er niðurgreidd að hluta af sóknarnefnd en allir fundir og sam- verur hér í Eyjum eru félögum að kostnaðarlausu. Opið hús er á fimmtudagskvöldum kl. 20.30 í KFUM & K-húsinu og æskulýðs- fundir eru í safnaðarheimilinu kl. 20.30 á sunnudagskvöldum. Gylfi, Skafti, Oli Jói og Lilja eru helstu leiðtogarnir. Ki'akkar á aldrinum 7-9 ára (þeir sem verða sjö ára á þessu ári geta byrjað núna) hittast í Kirkjuprökk- urum á þriðjudögum kl. 16 í safnað- arheimihnu. Nýir ki'akkar eru vel- komnir og taka Óli Jói, Margrét og María vel á móti þeim. Mörg spenn- andi verkefni eru framundan. Tíu til tólf ára krakkar koma saman undir merkinu TTT á fimmtudögum kl. 17 í safnaðarheim- ilinu. Það eru Skafti, Garðar og Guðrún Helga sem stýra þeim hóp og fást þau við eitt og annað í starf- inu. Stundum er farið í heimsóknir en alltaf er farið í leiki og sprell. Þeir krakkar sem gripu í tómt síð- asta fimmtudag eru beðnir velvirð- ingar á rangri tilkynningu sem var send út, en núna hefst starfið ör- ugglega, fimmtudaginn 21. janúar. Barnaguðsþjónsta er alla sunnu- daga kl. 11 og eru allir hjartanlega velkomnir. Komnar eru nýjar bæk- ur með verkefnum og skemmtileg- um myndum til fróðleiks og upplif- unar. Barnaguðsþjónustan einkenn- ist af miklum söng, lofgjörð, sögum og leik. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum og styðja þau til þátttöku. Sérstakir foreldramorgnar eru í safnaðarheimilinu á hverjum mið- vikudegi og hefjast þeir kl. 10 ár- degis. Það eni samverur sem ætlað- ar eru fyrir mæður og feður ný- fæddra og ungra bama. Eyjamenn hafa verið þekktir fyr- ir góða kirkjusókn um langan aldur. Söfnuðurinn er því hvattur til þátt- töku í öllu kirkjulegu starfi til að halda uppi þessu merki, en ekki síst til þátttöku í almennum guðsþjón- ustum á sunnudögum. Þess skal að lokum getið að næsta sunnudag, 24. janúar, verður aðalsafnaðarfundur eftir messu kl. 14, sem sóknar- nefndin boðar til. Sr. Kristján Björnsson. Kveðjuguðs- þjónusta KVEÐJUGUÐSÞJÓNUSTA fyrir sr. Jón Bjarman, sjúkrahúsprest Þjóðkirkjunnar, verður nk. sunnu- dag, 24. janúar, kl. 20 á 3. hæð Landspítalans. Sr. Jón hefur starf- að sem sjúkrahúsprestur Þjóðkirkj- unnar með miðstöð þjónustu sinnar á Landspítalanum frá árinu 1986. Þjónusta hans í sérþjónustu innan íslensku þjóðkirkjunnar er án hlið- stæðu og markar upphafið að nýj- um áherslum í prestþjónustu. Við þökkum honum samfylgdina og ósk- um honum velfamaðar og blessunar Guðs um ókomin ár. Sr. Bragi Skúlason, skorarsljóri sjúkrahúspresta á Ríkisspítölum. Samkoma í Fíla- delfíukirkjunni í kvöld AÐ undanfömu hefur staðið hér yf- ir samkirkjuleg bænavika og lýkur henni í kvöld með samkomu í Fíla- delfíukirkjunni, sem hefst kl. 20.30. Ræðumaður kvöldsins í kvöld verð- ur sr. Hjalti Guðmundsson. Tónlistarflutningur verður í höndum heimamanna og verður mikið sungið eins og alltaf í Ffla- delfíu. Allir eru hjartanlega velkomnir á samkomuna. Kór Grafarvogs- kirkju í menn- ingarreisu KÓR Grafai-vogskirkju mun nú um helgina leggja upp í menningar- reisu. Akureyrarkirkja og Glerár- kirkja verða heimsóttar, síðan mun kirkjukórinn undir stjórn Harðar Bragasonar taka þátt í tónleikum á Siglufirði laugardagskvöldið 23. jan- úar ásamt kirkjukór Siglufjarðar. Sunnudaginn 24. janúar verður flutt hátíðarguðsþjónusta í Siglufjarðar- kirkju þar sem fjórir prestar munu . þjóna fyrir altari, sr. Bragi Ingi- bergsson, sóknarprestur Siglfirð- inga, sr. Vigfús Þór Árnason, sr. Sigurður Arnarson og sr. Anna Sig- ríður Pálsdóttir, prestar Grafar- vogskirkju. Sr. Vigfús Þór Arnason, sem var sóknarprestur Siglfirðinga á árun- um 1976-1989, mun prédika. 5 ára börn í Hall- grímssókn boðin til kirkju NÆSTKOMANDI sunnudag eru 5 ára böm í Hallgrímssókn boðin sér- staklega velkomin til kirkju ásamt foreldrum sínum, en þá verður þeim gefin bókin Kata og Óli og barna- starf kirkjunnar verður kynnt fyrir þeim. Þetta hefur verið gert í nokkur ár og mælst vel fyrir, því foreldrar fá með þessu stuðning kirkjunnar til að leiða börnin inn í samfélag kirkj- unnar. Biskup Islands hefur í ræðu og riti hvatt heimili, skóla og kirkju til að vinna saman að því að kenna börnunum bænir og vers. Börnin þurfa að læra bænamálið um leið og þau læra að tala, svo bænin verði sjálfsagður og eðlilegur liður í lífi og starfi. Barnastarf kirkjunnar er lið- ur í skímarfræðslunni, sem hvert skírt bam á að fá. I Hallgrímskirkju er bamastarf á sama tíma og messa sunnudagsins, þ.e. kl. 11 árdegis, - börnin era með í upphafsliðum messunnar, en fá svo fræðslu og samfélag við hæfí. Auk þessa starfs á sunnudögum er starf fyrir 9-10 ára böm á miðvikudögum kl. 16.30 og 11-12 ára börn á miðvikudögum kl. 18. Kristniboðskynn- ing í Breiðholts- kirkju NK. SUNNUDAG fáum við góða heimsókn í Breiðholtskirkju í Mjódd. Þá mun sr. Kjartan Jóns- son, kristniboði og framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra kristni- boðsfélaga, prédika við messu kl. 11 og jafnframt mun hann kynna kristniboðsstarfið í máli og mynd- um. Þá mun Kangakvartettinn, sem vakið hefur mikla athygli fyrir fal- legan og lifandi söng á undanförn- um misseram, einnig syngja í mess- unni. Að messu lokinni verður boðið upp á léttar veitingar í safnaðar- heimilinu og gefst kirkjugestum þar gott tækifæri til að ræða við sr. Kjartan um málefni kristniboðsins. Vil ég hvetja sem flesta til þátt- töku í þessari messu og nota það tækifæri, sem þar gefst, til að fræð- ast um þann mikilvæga þátt í starfi íslensku kirkjunnar sem kristniboð- ið er. Sr. Gísli Jónasson. Sorg og sorgar- viðbrögð VALGERÐUR Sigurðardóttir læknir mun nk. mánudag, 25. janú- ar kl. 20.30, flytja erindi um sorg og sorgarviðbrögð í Grafarvogskirkju, en Valgerður hefur starfað sem læknir hjá Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins frá árinu 1989 og er nýskipaður yfirlæknir á Líknardeild Landspítalans, sem fljótlega mun hefja starfsemi sína í Kópavogi. A eftir erindinu mun Valgerður svara fyrirspurnum og svo munu prestar safnaðarins kynna starf- semi sorgarhóps, sem mun halda alls 8 fundi frá og með mánudegin- um 1. febrúar, kl. 20-22, og taka niður skráningarbeiðnir í hópinn. Hópurinn er ætlaður fyrir þá sem misst hafa náinn ástvin og skilyrði fyrir inngöngu í hópinn er að liðnir séu að minnsta kosti 6 mánuðir frá missi og að viðkomandi geti mætt reglulega á fundina. Þátttakenda- fjöldi er takmarkaður við 8-10 manns. Farið verður markvisst yfir bók Herra Karls Sigurbjömssonar biskups, „Til þín sem átt um sárt að binda“, og einn eða tveir prestar safnaðarins munu leiða hópinn ásamt aðila, sem hefur misst náinn ástvin og tekið áður þátt sem syrgj- andi í starfi sorgarhóps. Allir eru hjartanlega velkomnir á þetta erindi Valgerðar sem hefst eins og áður segir nk. mánudag kl. 20.30 í Grafarvogskirkju. Prestarnir. Biblíulestur SR. Halldór Gröndal, fyrrverandi sóknarprestur Grensásprestakalls, mun leiða biblíulestrarhóp í Grafar- vogskirkju næstu vikumar og um- fjöllunarefni hans verður Markús- arguðspjall. Fyrst í stað mun hóp- urinn hittast á mánudögum frá kl. 18-19 í kirkjunni og er öllum hjart- anlega velkomið að taka þátt í þessu starfi. Prestarnir. Neskirkja. Biblíulestur kl. 10.30. Lesið úr Matteusarguðspjalli. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórs- son. Félagsstarf aldraðra kl. 15. Þorrafagnaður. Þorramatur súr og nýr. Reynir Jónasson spilar á harm- onikku. Inga J. Backman syngur. Litli kórinn syngur. Allir velkomnir. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir unglinga kl. 21. KEFAS, Dalvegi 24, Kópavogi. Al- menn samkoma kl. 14. Allir hjartan- lega velkomnir. Akraneskirkja. Kirkjuskóli yngri bama (6 ára og yngri) kl. 11. TTT- starf í safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 13. Krossinn. Unglingasamkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Sérfræðingar í blómaskreytinguin við öll tækifæri 1llPÍI blómaverkstæði I IBinna,, I Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.