Morgunblaðið - 23.01.1999, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 23.01.1999, Qupperneq 70
70 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska Smáfólk YES, MA'AM, I PUT POU)N "TRUE" FOR ALL OF Já, kennari, ég skrifaði „rétt“ við allar spurningarnar... WELL, MA'AM, I REALIZE, A5 l’M 5URE TOU MU5T AL50 REALIZEJHAT WE 00 NOT LIVE IN A PERFECT W0RLP..50... A 600P 5TART Y WHAT I FOR A 600P / NEEPEP WA5 ' EXPLANATION, A 600P 5IR.. XFIMI5H. Nú, kennari, ég geri mér ljóst, eins Góð byrjun á góðri útskýringu, og ég er viss um að þú gerir þér berra... það sem ég þurfti var einnig ljóst, að við lifum ekki í góður endir... fullkomnum heimi... svo... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Kaþólska á Vestfjörðum Frá Steingrími St. Th. Sigurðssyni: HANN hefur marga hildi háð, og hann er pólskur. í ofanálag kaþólsk- ur prestur. Honum er falið af páfa- dómi í Róm að vera leiðtogi al- mennrar heilagr- ar kirkju í Norð- ur- og Vestur- amtinu. Sem sagt hann þjónar kaþ- ólsku fólki um gjörvallt Norður- land og aukin- heldur á Vest- fjörðum, þar sem hafa risið upp kapellur eins og til að rnynda í Hnífsdal og á Isafirði. Á báðum þessum athafnastöðum er mergð Pólverja og slatti af Júgóslövum og öðrum kaþólikkum. Á öllum helztu stöðum á Vestfjörðum eru útlend- ingar kaþólskrar trúar, t.a.m. á Þingeyri, á Flateyri, á Patreksfirði, á Tálknafirði, í Bíldudal. Þar er furðu auðugt kirkju- og trúarlíf, og mér er sagt, að driffjöðrin í þessu andlega lífi útlensku verkamann- anna sé pólski presturinn hann Alexander, sem kom hingað til ís- lands fyrir rúmu ári og flutti með sér einhverja sérstæða ólýsanlega mannlega reisn. í ofanálag við menntun sína er hann stríðsmaður með reynslu. Hann var háttsettur foringi í pólska flotanum. Því er ekki að undra, að hann er agaður og gegnumskipulagður sálusorgari. Hann kynntist seinni heimsstyrjöld- inni síðari. Hann hefur tekið þátt í ótal lífshlutverkum og aflað sér dýr- mætrar reynslu. Lífsreynsla hans er eins og akademísk menntun. Hann heitir Faðir Alexander. Hann gafst kh-kjunni á hönd, þá er hann var í millibilsástandi og var að segja skilið við pólska flotann. Pólski flot- inn er sagður hafa verið mótaður af prússneskum heraga. Tign síra Alexanders í flotanum svaraði til majórstignar í landhernum. Það er svo skrýtið, að Alexander hefur allt annan lífsstíl en maður á að venjast meðal kaþólskra presta á Islandi. Hjá Alexander gætir einskis yfir- lætis. Byggir formsatriði og ser- ímóníur messunnar á pólskri hefð, en sjálf kaþólsk messa er ekki ann- að en endurtekning á heilagri kvöldmáltíð þar sem sjálfur frelsar- inn var sálusorgarinn. í lok messunnar deilir hann aukreitis sakramenti sem gefur athöfninni sérstaka mystík en slíkt er erfitt að skýra náið út - heldur verður að upplifa slíkt í raun og með sanni. Það er svipað og að magna upp lífs- orku og lífsvon, sem aldrei dvín. Þetta upplifði sá, sem þetta skrifar, á jólanótt íyrir vestan. Og að eiga samneyti við elskulega Pólverja í þeirra eigin ranni gaf meira en orð fá lýst. Og þvílík veizla - þvflíkur matur. Pólskar konur eru frægar um allan heim fyrir myndarskap. Sjálf trúin síðustu jól gaf slíkan lífstilgang, að hamingjan og ham- ingjukenndin voru eins og krafta- verk, send beint af Guði. Þetta var alpólsk athöfn. Hins vegar tókst manni að fylgjast með messunni lið íyrir lið með pólsk-íslenzkri messu- bók. Nú er blómleg tíð framundan hjá kaþólskri kirkju á íslandi. Þess- ir fulltrúar hinnar stríðandi þjóðar Pólverja með þessa hetjulund og glæsilegum kennimanni, sem hefur unnið hug og hjörtu þeirra, sem honum hafa kynnzt, hafa lyft kaþ- ólsku kirkjunni á íslandi til vegs og virðingar. Þessir blessaðir Pólverj- ar hér á íslandi hafa gefið af auði hjarta síns eitthvað, sem hefur betrumbætt svo ótalmargt. STEINGRÍMUR ST.TH. SIGURÐSSON, rithöfundur og listmálari. Steingrímur St. Th. Sigurdsson Afleiðing en ekki orsök Frá Leó M. Jónssyni: ÞRIÐJUDAGINN 6. janúar sl. birtist frétt í Morgunblaðinu á bls. 6. Fyrirsögnin var: „Oþétt tengiró orsök eldsins“, en þar var sagt frá því að tengi á eldsneytisleiðslu hefði losnað í öðrum hreyfli flugvélar Flugfélags Islands með þeim afleið- ingum að kviknað hefði í hreyflinum á flugi sem síðan leiddi til nauðlend- ingar á Egilsstöðum. Eg hefði orðað þessa fyrirsögn öðruvísi þar sem ég tel að eldurinn í hreyflinum sé afleiðing en orsökin sé hins vegar ófullnægjandi viðhald og eftirlit hjá Flugfélagi Islands. í því sambandi vil ég minna á að þetta er í þriðja sinn á nokkrum mánuðum sem vél frá FI þarf að nauðlenda vegna bilunar og í tveim- ur af þremur þeirra tilvika benti margt til þess að viðhaldsvinna væri ófullnægjandi og eftirliti ábótavant. Það eru ekki margir mánuðir síð- an flugvélar frá Atlanta voru kyrr- setnar af miklu snarræði vegna gruns íslenskra starfsmanna Flug- málastjórnar um að ekki væri farið nákvæmlega eftir reglum um með- ferð og geymslu varahluta. Með þá aðgerð í huga og með tilliti til ör- yggis okkar sem ferðumst innan- lands með flugi spyr maður Flug- málastjórn hvort ekki sé talin þörf á róttækri ráðstöfunum í Ijósi undan- farinna óhappa hjá Flugfélagi ís- lands hf., t.d. með kyrrsetningu flugvéla meðan gengið er úr skugga um að viðhaldsdeildin ráði við sín verkefni? LEÓ M. JÓNSSON, tæknifræðingur, Nesvegi 13, Reykjanesbæ. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ,ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.