Morgunblaðið - 23.01.1999, Page 75

Morgunblaðið - 23.01.1999, Page 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 75 FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Stjörnubíó og Laugarásbíó sýna stórmyndina Stepmom, Stjúpmóðurina, með þeim Susan Sarandon, Juliu Roberts og Ed Harris í aðalhlutverkum. Leikstjóri myndarinnar er Chris Columbus sem m.a. hefur leikstýrt Mrs. Doubtfíre, Home Alone-myndunum og Nine Months. Gleði og sorg í lífsins ólgusjó JACKIE (Susan Sarandon) og Isabella (Julia Roberts) sinna móðurhlutverkinu á ólíkan hátt. Frumsýning LUKE (Ed Harris) var áður kvæntur bókaútgefandanum Jackie (Susan Sarandon) en nú er hann farinn að búa með at- vinnuljósmyndaranum Isabellu (Julia Roberts). Börn Lukes af fyrra hjónabandi eru þau Anna (Jena Malone) og Ben (Liam Aiken) og eiga þau erfitt með að sætta sig við stjúpmömmuna sem þau hafa eignast. Isabella vill hins vegar gera börnunum allt til hæfis en hún á satt að segja margt ólært í móður- hlutverkinu. Hún vinnur fullan vinnudag og á það til að gleyma hvenær sækja á börnin úr skóla. Hún reynir þó eins og hún getur að standa sig í hlutverkinu en kemst þó ekki með tærnar þar sem Jackie hefur hælana. Þeim Isabellu og Jackie kemur heldur ekkert of vel saman enda er Jackie afbrýðisöm út í Isabellu sem er nokkuð yngri en hún sjálf. Jackie lifir fyrir börnin sín þar sem hún er hætt að vinna, en hún hefur þénað vel á bókaútgáf- unni og einnig fær hún meðlag frá Luke. Þau Anna og Ben gera allt sem þau geta til að fara í taugarnar á Isabellu en hún er samt ekkert á því að gefast upp þótt á móti blási. Það gengur því á ýmsu hjá þessari nútímafjölskyldu en áður en langt um líður fara börnin að meta og skilja Isabellu betur, enda reynir hún ekki að koma í stað móður þeirra heldur vill hún einungis reynast þeim góð stjúpmóðir. En skyndilega dynur yfir reiðarslag og þá fyrst reynir á samheldni þessar- ar nútímafjölskyldu fyrii- alvöru. Stepmom er gerð eftir sögu rit- höfundarins Gigi Levangie, en höf- undur kvikmyndahandritsins er Ron Bass sem á sínum tíma hlaut óskarsverðlaun fyrir handrit sitt að Rain Man. Önnur kvikmyndahand- rit sem hann hefur skrifað eru m.a. My Best Friend’s Wedding, Wait- ing to Exhale, Dangerous Minds, Sleeping With the Enemy, When A Man Loves a Woman og The Joy Luck Club. Leikstjóri myndarinnar er Chris Columbus og er hann einnig meðframleiðandi myndarinn- ar. Hann hefur m.a. leikstýrt met- sölumyndunum Mrs. Doubtfire, Home Alone-myndunum, Nine Months og Reckless. Julia Roberts sem einnig er auka- framleiðandi myndarinnar sló fyrst rækilega í gegn í myndinni Pretty Woman, sem hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir, en fyrsta myndin sem hún lék í var Mystic Pizza. í kjölfar Pretty Woman fylgdu m.a. myndirnar Steel Magnolias, sem hún hlaut aftur Óskarstilnefningu fyrir, Flatliners, Sleeping with the Enemy, Dying Young, The Pelican Brief og My Best Friend’s Wedding. Susan Sarandon er einnig auka- framleiðandi Stepmom. Hún hefur sýnt óborganlega hæfileika sína í myndum á borð við Thelma & Lou- is, sem hún hlaut Óskartilnefningu fyrir, Bill Durant, The Client og síð- ast en ekki síst í Óskarsverðlauna- myndinni Dead Man Walking, en fyrir hlutverk sitt í henni hlaut hún Óskarsverðlaunin árið 1996 sem besta leikkonan í aðalhlutverki. Sar- andon á að baki fjölda kvikmynda en síðast sást hún í myndinni Twilight þar sem hún lék á móti Gene Hackman, Paul Newman og James Garner. Ed Harris lék síðast hlutverk Christof í The Truman Show sem Jim Carrey fór með aðalhlutverkið í. Harris hefur leikið í fjöldanum öllum af kvikmyndum sem náð hafa vinsældum og má þar m.a. nefna myndirnar, The Rock, Apollo 13, Eye for an Eye, the Right Stuff, The Firm og The Abyss. Glæpaverk orðin þáttaefni HNEFALEIKAR Mike Tyson og Suður-Afríkumannsins Francois Botha voru sýndh- á Sýn laugar- dagskvöldið 16. janúar og leið- beindu þeir Bubbi Morthens og Ómar Ragnai-sson áhorfendum. Viðureignin gekk skaplega fyrir sig þangað til í lok 5. lotu, að Tyson tókst að svæfa Botha svo gjörsam- lega að hann komst ekki til meðvitund- ar íyrr en nokkru síðar. Með þessu rothöggi er Mike Tyson aftur kom- inn á skrið og er nú einskis annars að vænta en þessi þeldökki berserk- ur gangi á valnum í burtu ósigraður að lokum. Francois Botha er af Búaættum, en Búar voru kallaðir þeir hollensku landnemar sem fyrstir settust að í Suður-Afríku. Skömmu fyrir síð- ustu aldamót lentu þeir í stríði við Breta og skiptust þá m.a. Islending- ar í hópa ýmist með eða á móti Bretum. Fram eftir öldinni fyiú-- hittust Islendingar sem enn voru harðir fylgjendur Búa. Nú sést hvergi móta fyrir þessum illræmdu Búastríðum nema í sögubókum, en kynstofninn er enn á lífi og nafn boxarans er gamalt ættamafn úr flokki Búanna. Síðast þegar Tyson keppti beit hann í eyra andstæðingsins og fékk eðlilega bágt fyrir. í þetta sinn var enginn bitinn. En Tyson átti í erfiðri baráttu framan af keppninni, enda búinn að vera dæmdur frá keppni í nokkum tíma vegna tílrauna til að marka andstæðinginn eins og sauð- kind. Afkomandi Búastríðanna virt- ist vera að vinna á stigum framan af keppni af því Botha tók hann bara í sína suður-afrísku hramma og þjarmaði að honum. Það voru faðm- lög jarðýtunnar. Samt var eins og Tyson bæri þess „ástúð“ vel. Og svo fór að lokum að ör- lagahöggið var gef- ið á réttan stað og stundu. Þá þugs- uðu þeir kappar Bubbi og Ómar: „Nú getum við“ og æptu feikilega, en það tilheyrii-. Þeir vom skemmti- lega uppi-ifnir við þennan atburð. Islendingar, eins og margar aðrar þjóðir, hafa mikinn áhuga á saka- málum, þ.e.a.s. eftir að þau hafa ver- ið færð í stílinn af höfundum. Era mýmörg dæmi þess að fram hafa komið bókaflokkar, ýmist upp- diktaðii- eða hálfsannir um afbrota- mál, sem þykja eftirsótt lesning. Munu Bretar að líkindum standa ft-emstir í flokki slíkra höfunda. Hér á landi hafa sakamál eiginlega heyrt undir þjóðlegan fróðleik, eða tó- baksfræði, eins og sá fróðleikur var kallaður fyrr á öldinni, og í áratugi kom út vinsælt rit, skiTfað af merk- um höfundum, sem hét Satt. Þá hafa verið á döfinni örlagaverk og sakamál í bland á þesum vetri, eins og Sólveig og sjónvarpsþáttui- um Sólborgarmál. Fólk er eflaust við- kvæmara fyrir slíkum verkum en öðram, en sú viðkvæmni er ekki sprottin af listrænum toga. Nú hef- ur sjónvarpskassi ríkisins tekið ákvörðun um að sýna sex sakamála- þætti og var sá fyrsti sýndur á sunnudaginn var. Ekld munu dæmi þess áður að slík þáttaröð hafi verið tekin til sýn- inga, enda sakbomingur talist sýkn af óhæfúverkum sínum eftir afþlán- un. En við lifum á breyttum tímum og aðrir herrar að taka við með nokkuð yfirlætíslega siðgæðisvit- und. Frásögnin á sunnudaginn vai’ ekki af morðingja, sem era blessun- arlega fáfr í seinni tíma sögu okkar, heldur nauðgara, sem jafnast nokk- uð á við þann fyrmefnda. Tveir þættir birtast öðra hverju á Sýn sem verða að teljast með sér- kennilegasta efni sem sýnt er í sjón- varpi yffrleitt. Annar þátturinn er með Jerry Springer, sem ræðir við pör um óreiðu þeirra í ástum og verða þá pústrar og kjaftshögg og hártoganir, en viðstaddir fagna ákaflega. Hinn þátturinn er teikni- myndasyi-pa ætluð fullorðnum og nefnist Trafluð tilvera. Má þai’ oft heyra upphrópunina: „Oh, my God. They killed Kenny“. Þeir era sagðir vera í þriðja bekk og hræðast ekki neitt. Kannski á þátturinn að vera fyndinn eða kannski er hann gerður til að böm í þriðja bekk geti haft eitthvað til fyrirmyndar. Indriði G. Þorsteinsson SJONVARPA LAUGARDEGI Hljómsveitin Saga Klass . ■ timéÆíá Frábær danstónlist frá kl. 23.30 með hljómsveitinni Saga Klass og söngvurunum Sigrúnu Evu Ármannsdóttur og Reyni Guðmundssyni. Gleðigjafarnir André og Kjartan skemmta á Mímisbar. Radisson SAS Saga Hotel Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.