Morgunblaðið - 23.01.1999, Side 76
A.76 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Tölvufrumkvöðull snýr sér að fljúgandi furðuhlutum
Fox Mulder
tölvuheimsins
ÞÓTT Joe Firmage sé ungui- að ár-
um, eða 28 ára gamall, hefur hann
ekki aðeins einu sinni heldur tvisvar
orðið forríkur á tölvufyrirtæki sínu.
En Joe fínnst líka nóg komið og
> - hyggst snúa sér að öðrum hlutum í
framtíðinni. Hann hyggst nú yfirgefa
2ja milljarða tölvufyrirtæki sitt og
einbeita sér að „stærstu fréttinni
undanfarin 2000 ár“ eða kenningu
sinni um að margar tækninýjungar
nútímans séu komnar írá geimverum.
„Hvers vegna skyldi ungur tölvu-
forstjóri á uppleið hætta mannorði
sínu með því að koma þessari tilgátu
á framfæri?“ spurði Joe blaðamann
San Francisco Chronicle þegar hann
tilkynnti breytinguna á starfsferli sín-
um. „Vegna þess að ég trúi á þessa
kenningu og ég er í þeirri aðstöðu að
geta komið þessum mikilvægu skila-
boðum til fólks. Eg á peninga, hef aíl-
að mér trausts, hef vísindalegan bak-
grunn og trú.“
Eins og í X-Files
Blöðin vestanhafs hafa kallað Joe
„Fox Mulder frá Silicon Valley" eftir
aðalpersónu sjónvarpsþáttanna X-
Files, enda eru hugmyndir Joe mikið
í ætt við þá dökku sýn sem birtist í
þáttunum og gengur út á að yfirvöld
hafi haldið leyndum upplýsingum um
geimverur.
Joe hefur nú sett af stað stóra
rannsókn til að sanna kenningu sína
og m.a. þann hluta hennar sem segir
að margar tækniframfarir séu til
komnar vegna þekkingar utan úr
geimi. Segir hann að ýmis efni og
leysitæknina megi rekja til atviks
sem gerðist í Roswell í Nýju-Mexíkó
árið 1947. Þá segir hann að geimskip
hafi brotlent en atvikinu verið haldið
leyndu af stjórnvöldum.
„Ef menn hafna kenningunni án
þess að kanna rannsóknirnar sem
liggja henni að baki sýnir það ekkert
nema þröngsýni, óvísindalega hugs-
un og er í reynd ákaflega ábyrgðar-
laust,“ skrifar Joe í nýlegri ritgerð
um kenningu sína. „En það er samt
skiljanlegt í Ijósi þess hversu frétta-
flutningi af þessum málum hefur
verið ábótavant í gegnum tíðina,
enda fréttir af þessum toga samdar
með það í huga að höfða til hlátur-
tauga lesenda en ekki skynsemi."
Glæstur ferill
Joe hefur meistarapróf í eðlisfræði
frá háskólanum í Utah og var aðeins
18 ára þegar hann stofnaði sitt fyrsta
fyrirtæki, Serius, sem sérhæfði sig í
að semja stýrikerfí fyrir tölvur. Það
fyrirtæki seldi hann til Novell árið
1993 fyrir 24 milljónir dollara og var
Firmage varaforstjóri fyrirtækisins
fram að árinu 1995 þegar hann stofn-
aði nýja fyrirtækið USWeb.
USWeb einbeitti sér að vinnu við
Netið og á síðasta ári varð samruni
þess og fyrirtækisins CKS Group
Inc. og eru 1950 starfsmenn í fyrir-
tækinu og það metið á háar fjárhæð-
ir. A meðan á samruna fyrirtækj-
anna stóð voni ekki allir sammála
Firmage í skoðunum hans á yfirnátt-
úrulegum fyrirbærum og getur það
verið ein ástæða þess að Firmage
ákvað að yfirgefa fyrirtækið og ein-
beita sér að því að koma kenningu
sinni á framfæri.
„Eg vil ekki að skoðanir mínar
skaði fyrirtækið á neinn hátt,“ segir
Fhmage en bætir því þó við að hann
hafi ekki verið undir neinni pressu
að yfírgefa starf sitt. Robert Shaw,
sem tók yfir starf Fhmage segir að
Firmage hafi viljað breytinguna
sjálfur, og bent á að hans hugðarmál
gætu hugsanlega skaðað orðspor
fyrirtækisins. „Joe er hugsuður og
hann getur verið stoltur af því sem
hann hefur afrekað. Þessi breyting á
starfsvettvangi sýnir ekkert annað
en að hann ber hagsmuni fyi’irtækis-
ins ætíð fyrir brjósti,“ sagði Shaw í
samtali við fréttamenn.
Firmage hefur þegar undirbúið
herferð til að kynna kenningu sína.
Hann hefur sett á stofn alþjóðleg
geimvísindasamtök til að koma skoð-
unum sínum á framfæri, sett 3 millj-
ónh- dollara í verkefnið „Kairos" sem
á að undirbúa mannkynið fyrir nán-
ari tengsl við geimverur og síðan
hefur hann sett sex hundruð síðna
yfirlýsingu á Netið undir nafninu
„The Truth“ eða Sannleikurinn á
slóðinni thewordistruth.org í yfirlýs-
ingunni er að finna ýmis skjöl sem
eiga að styðja kenriingu hans. Eitt
þeiira er minnismiði sem sagður er
frá Harry Truman forseta til James
Forrestal, ritara varnarmála, frá ár-
inu 1947 þar sem minnst er á verk-
efnið „Majestic Twelve" sem á að
rannsaka líf á öðrum hnöttum. Ann-
að skjal er sagt vera bréf dagsett í
júní 1947 frá Albert Einstein og Ro-
bert Oppenheimer til vísindamanns-
ins Vannevar Bush þar sem þeir gefa
ráðleggingar um hvernig eigi að um-
gangast geimverur.
Brottfór Firmage frá
USWeb/CKS var tekið með fálæti af
mörgum sem vinna I tölvumálum
vestanhafs, sem hafa lengi gert grín
að skoðunum hans á yfirnáttúruleg-
um málefnum. „Ég hef hitt marga
frumkvöðla í tölvudalnum og enginn
þeirra er geimvera," segir John
McLaughlin sagnfræðingui-. „Silicon
Valley varð til vegna mikillar vinnu
og hugmyndaauðgi."
Jafnvel opinber samtök um líf á
öðrum hnöttum á svæðinu, SETI,
sem eru að hluta til fjármögnuð af
starfsfólki í stórfyrirtækjunum
Microsoft, Hewlett-Packard og In-
tel, hafa ekki stutt Firmage í kenn-
ingu hans. Forseti SETI, Frank
Drake, sagði t.a.m. að atvikið í
Roswell hafi margoft verið afgreitt
sem hernaðartilraun í samtali við
Chronicle. „En það er stöðugt notað
af fólki sem er haldið þráhyggju og
vill trúa því að þar hafi geimskip
brotlent. Ef fólk getur ekki trúað á
jólasveininn, þá grípur það til trúar-
innar á geimverur.“
En Firmage kippir sér lítt upp við
áhugaleysi tækniheimsins. „Þetta er
bara ,jörðin-er-flöt-hugarfarið“ að
endurtaka sig,“ segir hann. „En ég
er hér til að sanna að kenning mín er
rétt.“
Sturla í
Bocuse d'Or
ÞAÐ verður að nostra við smáatriðin ef
fara á með rétt / Boeuse d’Or.
STURLA Birgisson, yfir-
matreiðslumaður Perlunn-
ar, tekur í næstu viku þátt
í Bocuse d’Or, virtustu
keppni matreiðslumanna,
** sem haldin er. Sturla hefur
undanfarnar tvær vikur
verið við æfingar á veit-
ingastað franska mat-
reiðslumannsins Philippe
Girardons, suður af Lyon,
og segir þann tíma hafa
skilað miklu. Girardon
hafi komið með margar
góðar ábendingar sem hafi komið
að góðum notum við að fínpússa
keppnisréttina.
Keppendur verða annars vegar
að vinna forrétt úr ufsa og hörpu-
^hr skel og hins vegar aðalrétt úr
dúfu. „Það er mikil stemmning
hérna í borginni út af keppninni,”
segir Sturla. „Þetta er niikill at-
burður hér og umfangsmikil mat-
vörusýning haldin samhliða
keppninni. Alls staðar má sjá aug-
lýsingar um keppnina og það er
mikið fjallað um þetta I frönskum
fjölmiðlum."
Hann segir að tekið hafi verið
blaðaviðtal við íslendinga og hafí
frönsku blaðamönnunum þótt sér-
stakt að keppendur frá þessu litla
landi skyldu leggja jafnmikið á
sig og raun bar vitni til að taka
þátt í keppninni en íbúafjöldi fs-
lands er einungis einn tíundi af
íbúafjölda Lyon.“
Talið er að 170 þúsund manns
muni koma á sýninguna og
keppnina og ætla 630 fréttamenn
og 24 alþjóðlegar sjónvarpsstöðv-
ar að fylgjast með keppninni. I
dag heldur svo sextíu manna hóp-
ur íslenskra matreiðslumanna og
Morgunblaðið/Þorkell
FYRIR skömmu voru keppnisréttir Sturlu kynntir í hádegisverðarboði í
Perlunni og var Ólafúr Ragnar Grúnsson, forseti íslands, meðal matargesta.
mataráhugamanna til Lyon til að
fara á sýninguna og hvetja Sturlu
til dáða.
„Kejppnin sjálf leggst mjög vel í
mig. Eg hef slappað vel af hérna í
sveitinni og er farinn að hlakka til
að taka þátt. Á mánudag verður
dregið um það hverji keppa á
þriðjudag og hveijir keppa á mið-
vikudag. Girardon er mjög
ánægður með það hvernig við
stöndum okkur og það þýðir því
ekki annað en að vona það besta.
Markmiðið er að reyna að komast
í eitthvert af tíu efstu sætunum,"
segir Sturla.
MYNDBÖND
Ofvirk
skynfæri
Glórulaus
(Senseless)________
Gamanm.yn(l
★ ★Vi2
Framleiðandi: David Hoberman.
Leikstjóri: Penelope Spheeris. Hand-
ritshöfundar: Greg Erb og Craig
Mazin. Kvikmyndataka: Daryn
Okada. Aðalhlutverk: Marlon Wa-
yans, David Spade, Tamara Taylor
og Matthew Lillard. (93 mín.) Banda-
rísk. Skífan, janúar 1998. Myndin er
öllum leyfð.
GLÓRULAUS á það sameiginlegt
með kvikmyndum á borð við „The
Nutty Professor" og „The Mask“ að
vera eins konar
grínútfærsla á
„Dr. Jekyll & Mr.
Hyde“ hugmynd-
inni. Þar segir frá
Daryl, efnalitlum
hagfræðinema
sem kostar há-
skólanám sitt með
margvíslegum
aukavinnum. Ein
þeirra felst í því
að prófa undarlegt lyf sem eykur
næmi skilningarvitanna margfalt.
Þótt aukaverkanir lyfsins séu óæski-
legar reynir Daryl að notfæra sér
áhrifín til að vinna mikilvæga hag-
fræðisamkeppni og vinna ástir
stúlku sem hann hefur augastað á.
Hér er á ferðinni ærslafull gaman-
mynd sem á mikið undir aðalleikar-
anum, Marlon Wayans, komið.
Frammistaða Wayans er bæði fynd-
in og örugg en lyktar mjög af Eddie
Murphy-isma og leiðist út í Jim Car-
rey-legan ofleik. Kvikmyndin er
sömuleiðis skemmtileg og gengur
fullkomlega upp sem sá neðanbeltis-
og strákagelgju smellur sem hún er.
Hún er lúmskt hlægileg og vekur
mörg hlátrasköllin en skilur að sama
skapi lítið eftir sig.
Heiða Jóhannsdóttir
Nýjasta goð-
sögn golfsins
Saga Tigers Woods
(The Tiger Woods Story)_
Æ visaga/fþróttir
★★
Leiksljórn: LeVar Burton. Handrit:
Takashi Bufford. Kvikmyndataka:
Frank Byers. Aðalhlutverk: Keith
David, Khalil Kain og Freda Foh
Shen. 99 mín. Bandarísk. CIC mynd-
bönd, janúar 1999. Öllum leyfð:
ALDREI hafa fleiri iýlgst með
nokkru golfmóti en bandaríska
Masters-mótinu vorið 1997. Ástæðan
var sú að kom-
ungur töffari að
nafni Tiger Woods
sigldi hraðbyri í
fyrsta sætið og
vann að lokum
keppnina, yngstur
þeirra sem það
höfðu afrekað.
Þetta þótti tilefni
til ævisögm’itunar,
þótt pilturinn
hefði aðeins verið 21 árs að aldri. I
Bandaríkjunum eru ævisögur gjai-na
gefnar út sem sjónvarpsmyndir og
slíkar frásagnir íýlgja illa lögmálum
kvikmyndarinnai’. Þetta eru eiginlega
hlutdrægar, leiknai’ heimildarmyndir
sem erfitt er að leggja dóm á út frá
hefðbundnum mælistikum. Sagan er
athyglisverð í sjálfu sér, ágætlega
dramatíseruð og þokkalega leikin.
Nokkuð ber á yfirkeyrslu þegar lögð
er áhersla á hugsjónir og mannkosti
kappans, en hafa ber í huga að hér er
frekar verið að upphefja pólitíska og
mikilvæga hetjuímynd en lýsa raun-
verulegu lífshlaupi hæfileikaríks ung-
lings. Þrátt íyrir það hin ágætasta af-
þreying og trúlega enn betri fyrir
golfunnendur.
Guðmundur Ásgeirsson