Morgunblaðið - 23.01.1999, Qupperneq 78

Morgunblaðið - 23.01.1999, Qupperneq 78
MORGUNBLAÐIÐ *, 78 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 FÓLK í FRÉTTUM Spaugstofan fagnar 10 árum MYNDBÖND Margíalt heimsmet Spaugstofumenn voru í miðjum klíðum að taka upp þátt kvöldsins þegar Sigurður Valgeirsson kom askvaðandi með rjómatertu í fanginu. Það átti að fagna lOárumog 155 þáttum. í TÍU ÁR hefur Spaugstofan sett svip sinn á þjóðlífið með því að gera grín að atburðum líðandi stundar. Sumum þykja Spaugstofumenn stundum fara yfir strikið og taka þeir því með ennþá meira gríni. Flestum þykir nú bara vænt um þessa karla sem koma inn í stofu til okkar á hverju laugardagskvöldi. .1 Gömul eimreið Spaugstofumenn og -konur eru aldeilis ánægð með tertuna fínu, og segjast ekki veita af orkunni. Öm Ámason hámar kampakátur í sig rjómatertuna og er sannfærður um að það sé Herbalife í sinni sneið, og við leyfum honum bara að halda það. - Órn, eru þetta tímamót? „Nei, í sjálfu sér ekki, en maður fer að hugsa um hversu vel hefur gengið öll þessi ár. Viðtökurnar hafa þó verið mismunandi í gegnum 1 tíðina. Fólk var mjög undrandi fyrst á þessum þáttum, og spurði sig hvers konar húmor þetta eiginlega væri. Svo urðu þættirnir mjög vin- sælir, en sigu svo aðeins. Spaugstof- an minnir mig á gamla eimreið „still going strong“. Hún siglir alltaf áfram hvað sem á dynur og farþeg- ar koma og fara.“ - Petta er mjög strembin vinna. Eruð þið ekki orðnir þreyttir og viljið fara að losna við þetta? „Nei, þetta verður eins og bamið manns. Maður vill næra það, klæða það sífellt í ný föt og hugsa vel um það.“ Nú var mál að Karl Ágúst taki til máls fyrir hönd þeirra Spaugstofu- manna, og þakkaði hann sérlega frábæra samstarfsfólki, en sumir hafa unnið með þeim frá upphafí. „Ég hef oft furðað mig á því í gegn- um tíðina hvað starfsfólk Sjón- varpsins hefur sýnt ótrúlega mikið langlundargeð og fómfýsi við vinnslu þáttanna. Oft erum við að gera kröfur til þeirra sem era ekki manneskjulegar. Það er nánast út í hött að ekki stærri sjónvarpsstöð og ekki stærri hópur af leikurum, höf- undum og tæknifólki skuli halda úti 20-25 mínútna löngu prógrammi sem er eingöngu frumsamið leikið efni í hverri einustu viku. Þó við miðum ekki einu sinni við hina frægu höfðatölu þá er þetta samt margfalt heimsmet.“ Hugmyndin út í hött Á þessum tímamótum var auðvit- að ekki úr vegi að rifja upp hvað Morgunblaðið/Jón Svavarsson NYIR og gamlir meðlimir Spaugstofunnar skera fyrstu tertusneiðina. þá hugmynd fyrir þáverandi Sjón- varpsstjóra, Hrafn Gunnlaugsson, að þeir gerðu fjóra grínþætti undir nafninu 89 af stöðinni og fengju í staðinn peninga fyrir skuldinni. Hrafn féllst á hugmyndina þótt að fjármálastjóri og fleiri hristu haus- inn og töldu hugmyndina út í hött. Það væri vafasamt að ætla sér að vinna fjóra þætti á fjórum vikum, auk þessi væru ekki til peningar til framkvæmdanna. Hrafn ýtti víst öllum slíkum mótmælum til hliðar, og sagðist jafnvel vilja halda þátt- unum áfram ef viðbrögðin yrðu góð. Upphaflega áttu þættirnir 89 af stöðinni að verða fjórir, en þeir eru nú orðnir 155. - Hvernig sérðu afmælisáríð fyrir þér, Öm? „Ég veit það ekki. Ja, þegar stórt er spurt þá verður lítið um svör. Við erum alltaf að segjast ætla að hætta.“ - Ertu búinn að lesa það sem völvan spáði ykkur? „Já, hún spáði því að við værum á rífandi uppleið. Er ekki sjálfsagt að taka mark á völvum?" MONICA Lewinsky var upp með sér að vera boðin í tíu ára afmæli Spaugstofunnar. varð til þess að þættirnir hófu göngu sína. Þá félaga vantaði víst peninga til að greiða fyrir húsnæði sem þeir leigðu saman. Þeir lögðu Rauða hættan Rauða svæðið (Red Corner)_______ Spennu/drama ★ ★Vi2 Leikstjórn: Jon Avnet. Aðalhlutverk: Richard Gere. 117 mín. Bandarísk. Warner myndir, desember 1998. Aid- urstakmark: 16 ár. RICHARD Gere er þrautseig stjarna sem margir elska að hata. Hér leikur hann bandarískan við- skiptajarl sem nýtir sér efna- hagsþíðuna í Kína tii að búa til peninga, en lend- ir í vondum mál- um. „Red Corn- er“ er ákaflega pólitísk kvik- mynd, sem er bæði kostur hennar og galli. Framandi umhverfí og menning skapa spennandi sögusvið, en árásir á óamerískt réttarkerfí kommanna eru leiðinlega beinskeyttar og ein- hliða. Persónusköpun er einföld og skýr, eins og gjarnan er þegar settar eru fram skýrar andstæður góðs og ills. Góðir kommar frelsast til rétt- látai'i lífssýnar og þeir vondu fá fyrir ferðina. Myndin er ágætlega gerð og virkar vel sem spennumynd. Leikur er sléttur, felldur og fagmannlegur eins og tæknilegu hliðarnar og útlitið vel unnið. Messutónninn er hins veg- ar heldur áberandi sem dregur myndina nokkuð niður á við. Guðmundur Ásgeirsson Hvimleiður krónprins Kobbi kviðristir The Ripper BJARNI Reynisson og Ásta Sóllilja Snorradóttir liðu um dansgólfið. GÍSLI Sigurðsson og Edda Ásgerður Skúla- dóttir tóku sig vel út í ★★ Framleiðsla: Michael R. Joyes. Leik- stjórn: Janet Meyers. Handrit: Robert Rodat. Aðalhlutverk: Patrick Bergin, Gabrielle Anwar, Samuel West og Michael York. 86 mín. Bresk. CIC myndbönd, janúar 1999. Aldurstak- mark: 16 ár. FLESTIR hafa heyrt sög- una um frægasta raðmorðingja allra tíma, Jack the Ripper, og flestir sem hafa skoðað þessa sögu vel hafa heyrt kenning- una um að eng- inn annar en krónprins Bretaveldis hafi verið maðurinn bak við goðsögnina. Mynd þessi, sem bætist við óheyrilegan fjölda hlið- stæðra mynda, gengur út frá prinsakenningunni og er spennan því ekki byggð í kringum óvænta niðurstöðu rannsóknar, heldur vandann við að ásaka einn valdamesta mann heims um dýrslega glæpi. Nokkuð vantar á að myndin nái flugi, sem verður að skrifast á reikning handritshöfund- ar og leikstjóra. Efniviðurinn er óneitanlega áhugaverður, þótt í myndinni hefði einhver vafí mátt leika á sekt prinsins, miðað við hæpin veraleikatengsl kenn- ingarinnar. Ástarsaga milli löggunnar og tilvonandi fórnarlambs slátrarans fræga er ágætlega unnin, en eilítið á skjön við anda mynd- arinnar. Guðmundur Ásgeirsson Kóngar og drottn- ingar stíga dans ►MENNTASKÓLINN við Sund hélt „Prom“-ball að bandariskum sið á miðvikudagskvöldið var. Voru nemendur klæddir í sitt fínasta púss og stúlkur í glæsilegum síðkjólum og jakkafataklæddir drengir liðu um dansgólfið. Mikla hrifingu vakti ása-dans- inn, sem fór þannig fram að danspörin skiptu sér niður á fjögur horn salarins sem merkt voru hjarta, spaða, laufi og tígli. Eitt spil var síðan dreg- ið og ef það var hjarta voru pörin úr hjartahorninu úr leik. Vinningshafarnir voru síðan parið sem eitt stóð eftir. Hljómsveitin Nátthrafnar léku fyrir dansi og dregið var í happdrætti. Síðan voru vitaskuld kóngur og drottning kvöldsins valin með pompi og prakt eins og venja er á svona dansleik. ÞAÐ gerðu þau Matthildur Gunnarsdóttir og Guðmundur Viðarsson líka. Mj3rgunblaðið/Jón j3vavarsson EYÞÓR Árnason og Ása Óð insdóttir voru kosin kóngur og drottning kvöldsins. Utsala NIKEBUÐIN Laugavegi 6 „Prom“-ball að bandarískum sið í MS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.