Morgunblaðið - 10.02.1999, Side 8

Morgunblaðið - 10.02.1999, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SVONA Nonni minn, maðurinn ætlar að setja plástur á litla bágtið þitt. Umferðarátak lögregl- unnar á Suðurlandi SAMEIGINLEGT átak í umferð- armálum á vegum lögregluliða á Suðvesturlandi hófst í gærdag, 9. febrúar, og stendur fram til 16. febrúar næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá Samstarfsnefnd lögregluliða er í átakinu sérstök áhersla lögð á notkun öryggis- og vemdarbúnaðar í bifreiðum, s.s. öryggisbelti, sætispúða, ungbama- og bamabílstól. Öryggisbelti eru mikilvægur öryggisbúnaður en Samstarfs- nefnd vekur athygli á því að af þeim 23 sem létust í bifreiðum á síðasta ári vora 15 sem notuðu ekki öryggisbelti. Samkvæmt umferðarlögum verður sá sem notar sæti bifreiðar sem búið er öryggisbelti að nota beltið þegar bíllinn er á ferð. Dómsmálaráðherra getur veitt sér- stakar undanþágur frá þessu ákvæði. Okumaður sem ekki notar öryggisbelti við akstur getur átt von á 4.000 kr. sekt og 1 punkti í ökuferpsskrá. Farþegi, sé hann 15 ára eða eldri, sem ekki notar öryggisbelti getur hlotið 4.000 kr. sekt. Ökumanni ber að sjá til þess að farþegar noti öryggis- og verndar- búnað. Séu farþegar yngri en 15 ára getur ökumaður átt von á 8.000 kr. sekt og einum punkti í ökuferilsskrá. Sama gildir um farþega ökumanns sem era yngri en 6 ára að öðra leyti en því að peningasektin er hærri eða 10.000 kr. Samstarfsnefnd bendir á að: - þegar böm hætta að nota bíl- stóla eigi þau að nota bílpúða með öryggisbelti bílsins, í aftursæti bif- reiðar, þangað til þau era nógu há- vaxin til þess að geta notað venju- leg bílbelti; - gæta verði að því að hnakki bams hafi ætíð stuðning af baki bflsætis eða hnakkapúða; - stórhættulegt og bannað er að nota ungbarnastól eða bama- bílstól í sæti ef uppblásanlegur öryggispúði er framan við það. Barn þarf að hafa náð 140 cm hæð og vera a.m.k. 40 kg. til þess að mega sitja í sæti sem þetta gildir um. Fólk Doktor í tölvunar- fræðum •OTHAR Hansson veitti viðtöku doktorsgráðu í tölvunarfræði í des- ember frá University of Califomia í Berkeley. Rit- gerð Othars ber titilinn „Bayesi- an Problem-Sol- ving Applied to Scheduling“ og var unnin undir handleiðslu pró- fessors Stuart J. Russell. Othar er fæddur 1965, sonur hjónanna Elínar Þorbjömsdóttur og Othars Hanssonar. Hann lauk háskólaprófi frá Columbia College í New York og að því loknu hóf hann framhaldsnám í tölvunar- fræði í UCLA. Hann útskrifaðist með M.S. gráðu og hélt að því loknu til Berkeley til að halda áfram rannsóknum sínum í faginu. Með námi sínu og rannsóknum hefur Othar stofnað og rekið hug- búnaðariyrirtækið Thinkbank sem hefur unnið að verkefnum fyrir Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, auk fjölmargra verkefna fyrir ný tölvunarfyrirtæki. Othar er kvæntur I-Chun Lin sem stundar framhaldsnám við Stanford University og mun ljúka doktorsprófi í þjóðfélagsfræðum á næsta ári. Meistaranám í hjúkrunarfræði Námið ein- kennist af sveigjanleika Meistaranám í hjúk- runarfræði hófst síðastliðið haust við Háskóla Islands en þá hlutu átta nemendur inn- göngu. Kristín Björnsdóttir er dósent í hjúkrunarfræði og formaður rannsókn- arnámsnefndar sem stýr- ir náminu, uppbyggingu þess og daglegum rekstri. „Meistaranám í hjúkr- unarfræði tengist þeirri almennu stefnu skólans að efla rannsóknir innan skólans og jafnframt að gefa fólki tækifæri til framhaldsnáms hér heima. Upphaflega var íjárveiting tfl þessa náms afar takmörkuð og því hefur reynt veralega á út- sjónarsemi við framkvæmd þess, eins og gerist og gengur með nýj- ungar.“ Kristín bendir á að ríkisvaldið hafi þó sýnt þessari viðleitni skilning og smám saman hafi fjárveitingar aukist, en jafnframt hefur aðsókn að framhaldsnámi verið mjög mikil í mörgum defld- um Háskólans. -Hvernig hafíð þið skipuiagt þetta nám? „Við höfum unnið að því að skipuleggja fyrirkomulag og námsskrá þess í nokkur ár þó svo námið hafi ekki hafist fyrr en síðastliðið haust. I boði era nokk- ur kjamanámskeið sem allir nem- endurnir taka, en síðan er stór hluti námskeiðanna valnámskeið, þannig að hver nemandi getur sniðið námið að eigin óskum og þörfum. Með þessu fyrirkomulagi von- umst við tfl að námið einkennist af sveigjanleika, en jafnframt gerir þetta fyrirkomulag líka ákveðnar kröfur til nemendanna um sjálfstæði og framkvæði." Kristín segir að sér virðist sem þetta hafi átt mjög vel við þá nemendur sem hófu námið síðast- liðið haust. „Nemendum hefur staðið til boða að taka námið á mismunandi hraða, sem hlutanám eða fullt nám, og þeir era jafn- framt mjög duglegir að kynna sér námsframboð hér heima og er- lendis, en í skipulagi námsins er m.a. gert ráð fyrir að hluti náms- ins fari fram erlendis." -Eruð þið þá í samstarfí við erlendar menntastofnanir? „Já, við höfum sambönd við kennara víða, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Jafnframt höf- um við komið á formlegu sam- starfi við nokkra skóla.“ Kristín segir að nú séu að opn- ast fjölmargir möguleikar til sam- starfs við erlendar mennta- og rannsóknarstofnanir, til nem- enda- og kennara- skipta og rannsóknar- samstarfs. „Við erum t.d. að sækja um fjárstuðning í sam- starfi við aðra háskóla ______ á Norðurlöndunum tfl að halda hér námskeið um upp- lýsingatækni í hjúkrun sem kennt verður af kennara á þessu sviði frá Bandaríkjunum. Annars er námið skipulagt sem rannsóknatengt nám, líkt og víða tíðkast í Háskólanum. Það felur í sér að nemandinn hefur stofnað til rannsóknarsamstarfs við kenn- ara er hann kemur inn í námið. Sá kennari verður síðan umsjón- Kristín Björnsdóttir ►Kristm Björnsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1956. Hún lauk BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóia fslands árið 1981, meistaraprófi frá Columbia- háskóla árið 1986 og doktor- sprófí frá sama skóla árið 1992. Hún starfaði sem hjúkrunar- fræðingur á Vífilsstöðum og á Borgarspítalanum að námi loknu. Kristín hefur verið dó- sent við námsbraut í hjúkrun- arfræði í Háskóla íslands frá árinu 1988. Eiginmaður hennar er Friðrik Már Baldursson hag- fræðingur og eiga þau tvö börn. arkennari nemandans og ráðgjafi meðan á náminu stendur, en hann stýrir jafnframt sameiginlegu rannsóknarverkefni þeirra. Fyrir okkur kennarana er þetta sam- starf ómetanlegt. Við fáum tækifæri til að vinna með hjúkr- unarfræðingum sem hafa mikla reynslu og þekkingu á ákveðnum sérsviðum hjúkranar. Nú er t.d. unnið að verkefni um leiðir tfl að hjálpa fjölskyldum þar sem börn eiga við veraleg svefnvandamál að stríða, öðra um aðferðir til að efla stuðning við foreldra sem annast langveik böm og því þriðja um stuðning við foreldra bama sem dvelja á sjúkrahús- um.“ Hún segir að loks megi nefna verkefni sem miða að því að efla gæði hjúkranar, verkefni sem fjallar um hjúkrun á hjúkrunar- heimilum og tvö um heflsueflingu og vinnuvernd starfsmanna. „Með öllum þessum verkefnum er leitast við að auka þekkingu á þörfum og líðan skjólstæðinga hjúkranar og þróa aðferðir til að efla þá umönnun sem við veitum þeim.“ Kristín telur að í þessu námi felist miklir möguleikar til þekk- ingarsköpunar í hjúkrunarfræði og gagnrýnnar umræðu um stefnumótun á sviði heilbrigðismála í _________ framtíðinni. - Hvenær verður næst tekið inn í námið? „Umsóknarfrestur fyrir þá sem hyggjast hefja nám næsta haust rennur út þann 15. mars. Allar nánari upplýsingar um námið fást á skrifstofu náms- brautar í hjúkranarfræði í Háskóla Islands. Umsækjendur þurfa að hafa lokið BS-prófi í hjúkranarfræði og hafa tveggja ára starfsreynslu við hjúkrun. Námið skipu- lagt sem rannsókna- tengt nám ’ ---------■^8SSfflSSSSPr ................ ~ 'BMBMffi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.