Morgunblaðið - 10.02.1999, Síða 17

Morgunblaðið - 10.02.1999, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 17 Umsóknir um styrki Á næstunni fer fram úthlutun eftirfarandi styrkja: • Styrkir Félagsmálaráðs til félaga sem vinna að félags- og mannúðarmálum sem snerta verksvið ráðsins. • Styrkir íþrótta- og tómstundaráðs til félaga v/rekstrar, einnig námskeiða og sumarbúða fyrir börn. Við styrkveitingar þessa árs verður m.a. horft til fyrirbyggj- andi starfs vegna markmiðs bæjarstjórnar Akureyrar að útrýma notkun á hvers kyns vímuefnum meðal grunnskóla- barna fyrir árið 2000. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum, skulu berast fyrir 25. febrúar nk. til móttöku- og upplýsingafulltrúa að Gler- árgötu 26, sími 460 1400. Eyðublöðin liggja frammi á skrifstofum Akureyrarbæjar að Glerárgötu 26 og Geislagötu 9. Borið á tún við Grund ÞEIR voru í óðaönn að bera mykju á tún sín, bændur á Grund í Eyjafjarðarsveit. Nýttu þeir sér ágætis veður og það að jörð var auð, losuðu haughúsin og báru á þennan fína áburð. Morgunblaðið/Beryamín Baldursson Tónlistarskóli Eyjafjarðar Rafvirkinn lauk 8. stigi í söng EyjaQarðarsveit. Morgunblaðið. JOHANNES Gíslason bassasöngv- ari lauk nýlega 8. stigi frá Tónlist- arskólanum á Akureyri og er hann þriðji söngnemandinn sem lýkur slíku námi frá skólanum. Jóhannes hefur víða tekið þátt í starfsemi kóra, m.a. Karlakórnum Heimi, Karlakórnum Ægi í Bol- ungai-vík, Kirkjukór Grenivíkur og Karlakór Eyjafjarðar auk þess að hafa tekið þátt í sýningum með sönglegu ívafi hjá Leikfélagi Akur- eyrar. Jóhannes hefur stundað söngnám frá árinu 1990 og var Þuríður Baldursdóttir kennari hans allan námstímann, þá sótti hann söngnámskeið í Gautaborg þar sem hann naut tilsagnar Oren Brown. Allan sinn námsferil stund- aði hann stífa vinnu sem rafvirki óg vélvirki. Með honum á myndinni er Dorothea Dagný Tómasdóttir pí- anóleikari. mbl.is Morgunblaðið/Kristján Leikii BBENEFN^ GSM sími sími skilur ísleasku 4veg! • Islensk valmynd • Ending rafhlöðu allt að n tímar í tali og 135 tímar í bið* • SMS skilaboð • Reiknivél • 15 hringitónar • 15 númera endurval • 9 númera skammval • Þyngd 153 g (með léttri rafhlöðu) * miðað við Power-rafhlöðu Fyrsti GSM síminn með íslenskri stafsetningu í valmynd Betra samband Benefon IO notar sérstaka loftnetstækni til að bæta sambandið og næst þess vegna betra samband á svæðum sem annars er erfitt að ná sambandi á. Fyrir hörðustu skilyrði Benefon IO er hannaður til að duga. Hver Benefon IO er prófaður við mismunandi hitastig og tryggir það öruggt samband við allar aðstæður. Tilboðsverð mwi aðeins 29.980 Listaverð 34.980 stgr *:‘s, '-káíU > Wmmmm ...MWW

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.