Morgunblaðið - 10.02.1999, Síða 22

Morgunblaðið - 10.02.1999, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Viðskiptaþing Verslunarráðs Islands í dag kl. 13 Búist við metþátttöku BÚIST er við metþátt- töku á viðskigtaþingi Verslunarráðs Islands, sem hefst í dag klukk- an 13 á Grand Hótel í Reykjavík. Ýfírskrift þingsins er Alþjóðavæðing at- vinnulífsins og að sögn formanns ráðsins, Kol- beins Kristinssonar, virðist efnið höfða til margra en nálægt 200 manns höfðu skráð sig til þátttöku um miðjan dag í gær. I ræðum sínum á fundinum munu Kol- beinn og Davíð Odds- son forsætisráðherra tala út frá nýi-ri skýrslu Verslunar- ráðsins um alþjóðavæðingu at; vinnulífsins, og tengd málefni. í kjölfarið munu síðan 5 forsvars- menn fyrirtækja segja „reynslu- sögur“ af fyrirtækjum sínum og al- þjóðavæðingunni. Mannauðurinn mikilvægstur Um 40 manns hafa komið að undirbúningi skýrslunnar, að sögn Kolbeins, en lögð var áhersla á að fá unga stjórnendur til að koma að undirbúningi hennar, fólk sem er menntað erlendis, eða hefur reynslu af því að starfa erlendis, og kemur úr öllum greinum atvinnu- lífsins. Kolbeinn segir að í skýrslunni séu fyrst og fremst skoðaðir mögu- leikar og markaðir í al- þjóðavæðingu, hver séu starfsskilyrði at- vinnulífsins til að sækja á erlenda mark- aði og sérstaklega sé fjallað um mannauðinn og mikilvægi hans í fyrirtækjum. „Við vilj- um meina að það sem er mikilvægast að virkja núna sé mannauðurinn í fyrir- tækjunum. Þeir sem leggja mikið upp úr þeim þætti í fyrirtækj- um sínum eru þeir sem munu ná árangri á alþjóðavett- vangi,“ segir Kolbeinn, og hann bætir við: „Island er í samkeppni við aðrar þjóðir um fólk og við verðum að bjóða upp á starfsskil- yrði sem leyfa fólki að halda þeim lífsstíl sem það kýs, að það geti jafnvel unnið hér en búið erlendis." Áhugaverð niðurstaða ESB köununar í skýrslunni eru einnig, að sögn Kolbeins, mjög áhugaverðar niður- stöður úr skoðanakönnun sem gerð var um viðhorf almennings til ESB og alþjóðavæðingar. „Þar koma fram upplýsingar sem sýna að al- menningur leggur svipað mat á þetta mál og við gerum.“ í skýrslunni er einnig fjallað um umhverfisvernd og segir Kolbeinn að sjávarútvegurinn t.d. standi nú í þeim sporum að hann verði að taka afstöðu um hvort taka eigi forystu í umhverfismálum, eða hvort „hoppa eigi á vagninn þegar honum fínnst henta að vera með“, eins og Kol- beinn orðar það. „Það er ekki víst að samtök sem setja reglur um t.d. umhverfisvænar merkingar taki í framtíðinni ákvarðanir sem henta sjávarútvegi okkar.“ Lífskjarabylting í vændum? Viðskiptaþing eru haldin á hverju ári og á þeim er ávallt tekið fyrir ákveðið þema sem lagt er út af. Kolbeinn segir aðalástæðu þess að efnið í ár, „Alþjóðavæðing at- vinnulífsins", var valið sé að nú séu uppgangstímar og þeir hjá ráðinu telji að hægt sé að halda uppsveifl- unni áfram og ná 4-5% hagvexti næstu árin, ef rétt er haldið á spil- unum í alþjóðavæðingu. „Á árinu 2003 teljum við að kaupmáttur ráðstöfunartekna geti hafa aukist um 45% frá árinu 1995, sem má kalla lífskjarabyltingu, en þetta kallar aftur á gjörbreytingu í at- vinnulífínu. Við teljum að mögu- leikarnir liggi í að fyrirtækin leiti út eftir tækifærum. Ef menn hlú að nýsköpun, alþjóðavæðingu, menntun og þekkingu þá teljum við að við getum náð þessu mark- miði.“ Kolbeinn Kristinsson, formaður Verslunar- ráðs Islands. Moody’s gefur út skýrslu um íslenska bankakerfíð Líkur á sameiningu ÍSLENSKA bankakerfið er sífellt að styrkjast og er ekki ósennilegt að samruni eigi eftir að eiga sér stað innan bankakerfísins með þátttöku evrópsks, jafnvel nor- ræns, banka, að því er fram kemur í skýrslu sem unnin var af banda- ríska matsfyrirtækinu Moody’s. Endurspeglar bætt jafnvægi og aukna breidd í lánshæfismati Moody’s um ís- land sem gefið var út í desember á síðasta ári fékk Island lánshæfís- einkunnina Aa3/Aaa. Þar kom meðal annars fram að einkunnin endurspegli bætt jafnvægi og aukna breidd í þjóðarbúskapnum undanfarin ár. Þættir sem stuðli að hárri einkunn að dómi fyrirtækis- ins séu meðal annars góð og jöfn lífskjör, stöðugleiki í stjórnmálum, styrkir innviðir og gjöfular nátt- úi'uauðlindir. Víðtækar umbætur hafi borið ávöxt í öflugum hagvexti, hækkandi tekjum, hraðri fjölgun nýrra starfa, bættri samkeppnis- stöðu við útlönd og miklum erlend- um fjárfestingum. Atvinnuleysi sé orðið óverulegt en samt hafi verð- bólga haldist lág. Fjárhagur hins opinbera batni jafnt og þétt og bú- ast megi við enn frekari lækkun á skuldum hins opinbera. Horfur séu á stöðugu lánshæfi ríkisins en ein- kunnir þess eru Aa3 fyrir skuld- bindingar í erlendri mynt og Aaa fyrir skuldbindingar í krónum. I skýrslu Moody’s kemur fram að þessi þróun hafi verið hvati að verulega bættri eignastöðu og fjár- hagslegum árangri, sem hefur gert eignarhlut ríkisins í Landsbanka og Búnaðarbanka eftirsóknarverð- ari. „Því sé líklegt að þetta leiði til sameiningar í bankakerfinu. Mögu- lega með yfirtöku eða samruna ís- lensks banka við stæm evrópskan, jafnvel norrænan, banka,“ að því er fram kemur í skýrslu Moody’s. Moody’s hefur gert úttekt á þremur bönkum á Islandi, Lands- bankanum, Islandsbanka og Fjár- festingarbanka atvinnulífsins. 1,40 1,30 Gengisþróun IS-15 frá stofnun og þróun úrvalsvísitölu VÞÍ á sama tíma IS-15 Feb. ÍS-15-hlutabréfasjóður Búnaðarbankans 36% raunhækkun á sjö mánuðum HLUTABRÉFASJÓÐURINN ÍS- 15 hefur hækkað um 36% á þeim sjö mánuðum sem liðnir eiu frá því að Búnaðarbankinn stofnaði sjóð- inn. Til samanburðar hefur Úrvals- vísitala Verðbréfaþings Islands skilað 6% raunhækkun á sama tímabili. Styrmir Bragason, sjóðsstjóri IS-15, segir helstu skýringar að baki góðum árangri felast í mark- vissri fjárfestingarstefnu og mikilli greiningarvinnu við val á hluta- bréfum sem er forsenda góðrar ávöxtunar. Hann segir meginstyrk- leika sjóðsins felast í því hversu virkur hann er á markaði í saman- burði við aðra hlutabréfasjóði þar sem algengt hefur verið að kaupa bréf sem síðan eru gjarnan sett í geymslu án tillits til verðbreytinga. „Hjá okkur hafa hins vegar allar eignir ákveðið verð sem sjóðsstjór- inn er ævinlega tilbúinn að kaupa eða selja á, þannig að hreyfanleiki á eignum sjóðsins er mikill og mun rneiri en gengur og gerist meðal annarra sjóða.“ Greiðir ekki tekjuskatt af hækkun eigna Öfugt við hefðbundna sjóði sem eru reknir sem hlutafélög og öllum opnir er ÍS-15 eingöngu fjárfest- ingarkostur fyrir lífeyrissjóði og aðra stærri fagfjárfesta. Þar af leiðandi greiðir sjóðurinn ekki tekjuskatt af hækkun eigna sinna á meðan sjóðir sem reknir eru sem hlutafélög greiða fullan 30% tekju- skatt af hækkun eigna. „Það gefur því auga leið að t.a.m. lífeyrissjóðir hafa mun meiri hag af því að eiga viðskipti við okkur þar sem þeir eru undanþegnir fjármagnstekju- skatti og greiða því engan skatt af þeim arði sem fjárfestingar í sjóðn- um skila þeim,“ að sögn Styrmis. Af þeim íúmlega tveimur millj- örðum króna sem eignir IS-15 telja í dag liggja 60%, eða um 1.300 milljónir, í þremur fyrirtækjum. Þar er um að ræða 6% af heildar- hlutafé Flugleiða, rúm 5% í Trygg- ingamiðstöðinni og um 3% í Sjóvá- Almennum. Styrmir leggur þó áherslu á að eignir sjóðsins séu engan veginn heilagar heldur miði eignasamsetn- ing og umsvif þeirra eingöngu að því að hámarka eignir og arð IS-15 og allt eins líklegt að hlutabréfin í ofangreindum fyrirtækjum yrðu seld á næstu dögum ef gott verð byðist. Hann nefnir sem dæmi að um tíma hafi stór hluti af sjóðnum ver- ið í Eimskipafélaginu, Islands- banka og FBA, en í dag á hann ekkert í umræddum hlutafélögum. „Þessi áhersla á hreyfanleika og seljanleika eigna gerir það að verk- um að fjárfestingar okkar einskorð- ast aðallega við stærri og þ.a.l. selj- anlegri félög á innlendum markaði þar sem seljanleikaáhætta minni félaga hefur verið mikil. Við höfum náð upphaflegum markmiðum okk- ar um að skila betri ávöxtun en Úr- valsvísitala VÞI. Þetta höfum við náð að framkvæma með virkri eignastýringu og öflugri sjóðs- stjórn á sama tíma og markaðsverð hefur almennt hækkað mun minna. Ljóst er að erfitt verður að við- halda jafn góðum árangri og náðst hefur síðustu sjö mánuði en við munum engu að síður starfa áfram samkvæmt þeini markmiðum að gera betur en Úrvalsvísitalan og hef ég fulla tiú á að það markmið náist áfram,“ segir Styrmir. Samið um netþjónustu við farsímanotendur London, Chicago. Reuters. Murdoch yngri í nýju hlutverki Sydney. Reuters. ÞEKKT tölvu- og fjarskiptafyrir- tæki hafa tekið höndum saman um að útvega fólki, sem er á ferðalagi, netþjónustu um þráðlausan síma og segja að „framtíð netsins sé þráðlaus". Brezki fjarskiptarisinn British Telecom (BT) og Microsoft hafa gert með sér samning um að veita farsímanotendum aðgang að Net- inu og gagnaþjónustum. Motorola og Cisco Systems ætla á sama hátt að reyna að gera fólki kleift að fá aðgang að Netinu um farsíma. Samvinna Microsoft og BT er síðasti þátturinn í harðnandi bar- áttu um að vinna hylli viðskipta- vina hjá fyrirtækjum, sem vilja nota Netið þegar þeir eru á hreyf- ingu eða á ferðalagi í stað þess að vera tjóðraðir við einkatölvur. Nær allir, allt frá vörubílstjórum til for- stjóra, eiga að geta fengið upplýs- ingar þegar þeir þurfa þær og þar sem þeir þurfa þær. BT og Microsoft vilja þróa fjöl- breytta, þráðlausa net- og gagna- þjónustu byggða á Windows CE - einfaldj'i útgáfu af stýrikerfí Microsofts sem hægt er nota í lófa- tölvur og fai-síma. Tilraunir verða hafnar með þjón- ustuna í Bi-etlandi í vor og búizt er við að hún verði fáanleg í nokkrum löndum snemma á næsta ári. Microsoft hefur þegar gert svip- aða samninga við Qualcomm í Bandaríkjunum. Bandalagið við BT gerir hugbúnaðarrisanum kleift að að bjóða tækni sína við- skiptavinum í öðrum löndum, eink- um Bretlandi. Þráðlaust samstarf Um leið hafa Motorola og Cisco Systems ákveðið að vinna saman að því að auka umfang Netsins þannig að það nái til þráðlausra fjai'skipta. Fyrirtækin ætla að verja einum milljarði dollara á næstu fimm ár- um til að samræma vélbúnað og hugbúnað þannig að eins fljótlegt verði að svipast um á Netinu um lófatölvu og venjulega tölvu. Samningur Microsoft og BT gerir að verkum að fyrirtækin munu keppa við Psion, brezkt fyrirtæki sem hefur borið sigurorð af hugbún- aðairisanum á lófatölvumarkaði. í fyrra gekk Psion til samstarfs við farsímaframleiðendurna Mot- orola, Nokia og Eriesson um stofn- un Symbian. Því bandalagi var ætl- að að keppa við Windows CE frá Microsoft, sem var þróað til nota í farsímum og lófutölvum. Ekki er ljóst hvort hinn nýi samningur við Motorola er við bandalagið, eða hvort bandalagið verður stækkað þannig að Cisco Systems verði aðili að því. LACHLAN Murdoch, sonur fjöl- miðlajöfursins Ruperts Murdochs, hefur aukið líkur sínar á að taka við stjórn News Corp Ltd, þar sem hann hefur verið skipaður einn æðstu stjórnenda fyrirtækisins. Að sögn News tekur Lachlan, sem er 27 ára, við stjóm á prent- smiðjurekstri fyrirtækisins í Bandaríkjunum auk þess sem hann verður eins og áður stjómarformað- ur og aðalframkvæmdastjóri News Ltd, Ástralíuarms fyrirtækisins. Þar með verður Lachlan einn af sex æðstu mönnum fyrirtækisins. Prenta New York Post Prentunin í Bandaríkjunum nær til bókaútgáfunnar Harpei'Collins, blaðsins New York Post og mark- aðsfyrirtækisins New America Marketing. Rupert Murdoch tilnefndi eitt sinn Lachlan eftiimann sinn, en sagði seinna að ekki hefði verið ákveðið hvert barna hans tæki við hlutverkinu. Elisabeth dóttir hans stjómar BSkyB-sjónvarpsstöðinni, sem er í eignatengslum við News, og sonurinn James er varaútgef- andi New York Post. Murdoeh eldri ekki á eftirlaun Murdoch, sem er 67 ára, hefur tekið skýrt fram að hann hafi ekki í hyggju að fara á eftirlaun. Lachlan Murdoch, sem mun verja hluta af tíma sínum í Ástral- íu, sagði í yfirlýsingu að hann væri ánægður með að auka hlutverk sitt og geta starfað á tveimur mikil- vægum markaðssvæðum. Valdamestu menn News Corp auk Murdoch-feðga era Peter Chernin, forseti News Corp og að- alrekstrarstjóri, Chase Carey rekstrarstjói'i, David DeVoe aðal- fjármálastjóri og lögfræðingur fyr- irtækisins, Arthur Siskind.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.