Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sýning um líf og ritstörf Halldórs Laxness opnuð í bókmenntasafninu í Varsjá BJÖRN Bjarnason, menntamálaráðherra, opnar Laxnesssýninguna í húsakynnum pólska bókmenntasafnsins í Varsjá. Janus Odrowaz-Pieniazek, forstöðumaður þess, stendur hjá. Laxnesskynning á bókrollum Sýning um líf og ritstörf Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness var opnuð á mánudag í bókmenntasafninu í Varsjá. Rósa Eriingsdóttir var viðstödd opnunina. ADAM MICKIEWICZ PÓLSKA bókmenntasafnið er kennt við helsta skáld Pólverja, Adam Mickiewicz (1798-1855) og stendur við sögufrægt markaðstorg; „Rynek Nowego Miasto" SÝNINGIN, sem er helguð Nóbelsskáldinu Halldóri Laxness, var opnuð form- lega á dánardægri skálds- ins,áttunda febrúar. Bjöm Bjama- son menntamálaráðherra opnaði sýninguna, en hún er í húsakynnum pólska bókmenntasafnsins, Muze- um Literatury, sem kennt er við helsta skáld Pólverja, Adam Micki- ewicz (1798-1855). Muzeum Litera- tury stendur við sögufræga mark- aðstorgið „Rynek Nowego Miasto“ sem hefur löngum verið eitt helsta aðdráttarafl borgarinnar. Safnið er eitt það virtasta sinnar tegundar í Evrópu og forstöðumaður þess, Janus Odrowaz-Pieniazek, sem er þekktur á sviði lista og menningar víðar en í Póllandi, var viðstaddur opnun sýningarinnar. títfærslan vekur athygli Sýningin var unnin á vegum menntamálaráðuneytisins í sam- vinnu við forlag skáldsins, Vöku- Helgafell, Bókmenntakynningar- sjóð og Landsbókasafnið. Hönnun og útfærsla hennar var í höndum Bjöms G. Björnssonar og í ræðu, sem Odrowaz-Pieniazek hélt við opnunina varð honum tíðrætt um ágæti hönnunar sýningarinnar og útfærslu hennar. Hann lagði einnig áherslu á að forráðamönnum henn- ar yrði gert kleift að ferðast með hana víðar, en ekki hefur enn verið ákveðið hvert sýningin fer frá Var- sjá. Hún er einfóld í sniðum og því einfalt að flytja hana og setja upp í ólíkum sýningarsölum. Margvís- legum upplýsingum og fróðleik um verk og sögu skáldsins er komið fyrir á löngum renningum, alls tólf talsins, sem festir em í báða enda á keflum. Sýningin er því vel sniðin að þörfum fai-andsýningar því hag- kvæmt er að flytja keflin á milli staða og enginn vandi að setja hana upp með skömmum fyrirvara. I Varsjá var auk ljósmynda og texta sýnt myndband í bakgrunni, en þar voru á ferðinni upptökur í eigu Bókmenntakynningarsjóðs af sjónvarpsefni helguðu Halldóri Laxness. Heimsókn menntamála- ráðherra Margmenni var við opnun sýn- ingarinnar og á því má sjá að áhugi á Islandi, menningu og sögu þjóð- arinnar fer ört vaxandi meðal þjóða Miðaustur-Evrópu. Heim- sókn menntamálaráðherra vakti athygli, en hann lagði áherslu á menningarleg og pólitísk tengsl þjóðanna í opnunarræðu sinni. Færði ráðherra safninu að gjöf Is- lendingasögurnar í nýrri enskri þýðingu. Fyrrverandi sendiherra Pól- lands í Noregi og á Islandi, Lech Sokol, átti fyrstur manna hug- myndina að því að koma á laggim- ar farandsýningu til að kynna Hall- dór Laxness, á erlendri grundu. Árið 1997, þegar haldið var hátíð- lega upp á 95 ára afmæli skáldsins, gekk Sokol á fund Bjöms Bjarna- sonar menntamálaráðherra og spurðist fyrir um kynningu á Lax- ness og verkum hans. Á þeim tíma var slík sýning ekki til en Sokol reifaði hugmyndir sínar við ráð- herra um farandsýningu og lýsti jafnframt áhuga á því að hún yrði sett upp í Póllandi. Ráðherrann lýsti þessu í ræðu sinni og sagðist hreykinn af því að sýningin væri nú orðin að veruleika og að Varsjá skyldi verða fyrir valinu sem fyrsti sýningarstaðurinn. Hann sagðist vonast til að hún yrði til þess að auka áhuga á íslenskri menningu og bókmenntum og á þann hátt lið- ur í að styrkja menningarleg tengsl þjóðanna á milli. I þeim tilgangi sat ráðherra einnig fundi með ráðherr- um mennta- og menningarmála þar sem ákvarðað var að ráðuneyti landanna myndu í auknum mæli beita sér fyrir beinum tengslum á þessum sviðum. Brýnasta verkefn- ið að mati ráðherrans er að styrkja tengsl á milli háskólanna í löndun- um, til að mynda með nemenda- skiptum. Pólsk-íslenska vináttufélagið Til marks um áhuga Pólverja á íslandi má nefna að í landinu er starfrækt pólskt-íslenskt vináttufé- lag sem státar af alls tvö hundruð meðlimum. Formaður félagsins var við opnun sýningarinnar, með þverslaufu og vasaklút í íslensku fánalitunum. Hann fræddi frétta- ritara um félagið og sagði að aðeins um tíu meðlimir hefðu sótt Island heim, en starfsemin væri um þrjá- tíu ára gömul. Formaðurinn hefur sjálfur aldrei stigið fæti á íslenska grundu en sagði félagið halda fundi reglulega og á ársfjórðungsfresti gefa út fréttabréf með ýmsum fróðleik um sögu og menningarlíf íslendinga. Margar bækur Laxness hafa verið þýddar og gefnar út á pólsku en gestir á sýningunni sögðu fréttaritara að báglega gengi að nálgast verk hans og væru þau nær eingöngu til á bókasöfnum. Eins benti fólk á að mörg verk skáldsins hefðu verið þýdd af öðrum Norður- landamálum og jafnvel ritskoðuð á tímum ríkissósíalismans. Jónína Michaelsdóttir, starfs- maður Bókmenntakynningarsjóðs, sem hefur umsjón með sýningunni og kynningu á henni, sagði í sam- tali við fréttaritara að brýnt væri að finna leiðir til að styrkja pólska nemendur sem vilja nema íslensku því þeir væru þýðendur framtíðar- innar. I því samhengi sagðist Jónína binda miklar vonir við sýn- inguna því hún gæti aukið áhuga á MARGVÍSLEGUM upplýsingum og fróðleik um verk og sögu skáldsins Halldóri Laxness sem og íslensk- er komið fyrir á löngum renningum, alls tólf talsins, sem festir eru í um bókmenntum almennt víðar en báða enda á keflum og vakti útfærslan mikla athygli. í Vestur-Evrópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.