Morgunblaðið - 10.02.1999, Side 29

Morgunblaðið - 10.02.1999, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 29 Skuggaleg eilífð af ást BÆKUR Skáldsöonr EILÍF ÁST eftir Ian McEwan, Geir Svansson þýddi, Bjartur, Reykjavík 1998, 255 bls. „UPPHAFIÐ liggur ljóst íyrir“ (5) er fyrsta setning nýútkominnar þýðingar á nýlegri skáldsögu Ians McEwan, Eilíf ást. Söguhetjan, Joe Rose, er í lautarferð með konu sinni þegar úr buskanum bii'tist ioftbelgur og er sá í nauðum staddur. Joe hleypur til aðstoðar og heldur ásamt fleiri mönnum í kaðla svo að loftbelg- urinn fjúki ekki frá jörðu. Barn er í körfu loftbelgsins og eftir á reiknar Joe það út með bæði raunhyggjuleg- um og sálfræðilegum aðferðum að nægilegt hafi verið að einn mann- anna sleppti takinu til að loftbelgur- inn færi veg allrar veraldar. Getur ekki endað nema illa; einn mannanna heldur of lengi í sinn spotta og svífur til himins; í ringulreiðinni miðri þeg- ar aðstæðurnar hafa opnað Joe Rose inn að kviku túlkar einn mannanna, Jed Parry, augnatillit hans og andar- taks látbragð sem heila eilífð af ást í sinn garð. Fyrsti kafli Eilífrar ástar er sterkur texti fyrir margra hluta sakh" atburðurinn sem hann lýsir er tilraunastofa álitamála í siðfræði en fráleitur og absúrd á ljóðrænan hátt; auk þess gi-ipur hann lesandann tök- um sem eiga uppruna sinn í spennu- trylli. Sagan gæti farið í ýmsar áttir eftir svo bragðmikla opnun og raun- ar fer hún í þrjár áttir. Hún skoðar eftirmál slyssins og áhrif á eiginkonu hins látna, samband Joe Rose við konu sína en síðast en ekki síst fjall- ar sagan um ásókn og ofsóknir af hálfu Jeds Parry. Parry er haldinn De Clérambault-heilkenni sem ein- hvern tímann hefði verið kallað ást- sýki. Hann er sannfærður um að Joe elski sig, fylgir honum eins og skugginn og túlkar sérhverja hreyf- ingu sér í vil. Svo tekur hann til við að skrifa honum þráhyggjukennd bréf og grípur að endingu til örþrifa- ráða, knúinn af ást, brjálsemi og per- sónulegri trú og sambandi við Guð. Persónur eins og Pairy eru þekktar úr kvikmyndum síðustu ára, myndum á borð við Fatal Attract- ion. Eilíf ást kaf- ar dýpra í hugar- heim hins ofsótta sem og ofsækj- andans; hug- myndir hans og tilfinningar eru gerðar gjald- gengar, staðsettar innan samfélags- legra múra: þær eru ekkert fjar- skyldai- algengustu hugmyndum og tilfinningum þorrans. Söguhetjan er höfundur blaða- greina og pistla um raunvísindi, sér ofsjónum yfir akademískum ferli sín- um sem farið hefm’ fyrir lítið; hann aðhyllist pósitívisma, raunhyggju. Og þetta eru andstæður verksins: raunhyggja og trú. Bréfaformið er talsvert notað og þannig fást fleiri sjónarhorn en fyrstu persónu frá- sögn sögumanns. Sagan er einnig út- úrdúrasöm á annan hátt, nýjar per- sónur og ný þemu eru kynnt og svo eru þessar nýju fléttur leiddar til lykta áður en haldið er áfram. Þannig er um samband sögumanns við smákrimma, vin sinn úr fortíð- inni, samskipti við lögreglu og rann- sóknir konu sögumanns á enska skáldinu Keats. í lok bókai-innar eru svo viðaukar með miklum sálfræði- legum fróðleik um De Clérambault- heilkenni, heimildaskrá og fleiru. Viðaukarnir gefa verkinu ívið fræði- legan blæ en þó er Eilíf ást kannski fyrst og fremst hraður og skemmti- legur, greinandi spennutryllir. Eilíf ást er fjórða bókin í bóka- flokki bókaforlagsins Bjarts sem nefnist Neón og á það sameiginlegt með hinum að kápan lýsir í myrkri. Þetta er læsileg bók, eins og sagt er; þýðingin er gæfuleg og þess vegna synd að villur (innsláttarvillur, klaufavillui’ og smáorð sem vantar) eru miklu fleiri en góðu hófi gegnir. Slíkar villur eiga að hverfa í prófarka- lestri og frágangi sem auðsjáanlega hefur verið flýtisverk. Þetta breytir því þó ekki að Eilíf ást er sterkt verk, ofsóknarbrjálað, áleitið og ástleitið. Hermann Stefánsson Vitara jep Skv. Automotive News Europe l. feb. 199° Crand Vitara 2,0L 2.179.000 kr. Crand Vitara Exciusive 2,5L, V6 2.589.000 kr. Vitara JLXSE, Sd 1.830.000 kr. Vitara Diesel Sd 2.180.000 kr. $ SUZUKI SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is BERNSKUMYND af Ragnheiði. Tímarit • SMÁPRENT Örlagsins, 9. hefti, er nú komið út. Smáprentið er að þessu sinni óður skálds til konu sinnar undir heitinu Animónur til Ragnheiðar. I því eru sjö ástarljóð úr höfundarverki skáldsins, Jó- hanns Hjálmarssonar. Eitt ljóð- anna í Smáprentinu er Fædd til að styðja tré - Bemskumynd af Ragn- heiði: Þú stendur við tré bernsku þinnar. Þú styðst ekki við tréð heldur styður þú tréð. Fyrir níu áram kom fyrsta hefti Smáprentsins út og þar var fram- birtur ljóðabálkurinn Blá mjólk eftir Jóhann Hjálmarsson. Ari síð- ar frambirti Smáprentið Ijóðabálk- inn Skugga eftir Jóhann. Smáprent Örlagsins er S síður í brotinu A6. ♦♦♦ Að lifa á fornri frægð KVIKMYMHB SainliÍMin YOU’VE GOT MAIL ★% Leikstjórn: Nora Ephron. Handrit: Delia og Nora Ephron. Aðalhlutverk: Meg Ryan, Tom Hanks, Greg Kinne- ar, Steve Zahn. Warner Bros. 1998. ÞESSI mynd er gömul klisja frá upphafi til enda, þar sem Nora Ep- hron er að að mjólka velgengni og vinsældir „Sleepless in Seattle“, þar sem aðalleikararnir era þeir sömu, og framvinda mála alls ekki svo ósvipuð. Nora ætti frekar að leggja metnað sinn í að gera eitt- hvað nýtt, skemmtilegt og öðruvísi, eins og hún gerði í „Micheal”. Gamla myndin hans Lubitsch „The Shop Around the Corner“ var yndislega heillandi, þar sem Jim- my Stewart lék á als oddi. Fléttu þeirrar myndar nota handritshöf- undar sér hér, en í stað þess að að- alsöguhetjurnar skrifi bréf eins og árið 1940, skiptast þau á tölvupósti. Þetta er sniðug hugmynd, en ekki nóg til að gera góða mynd. Það þýðir því miður ekki að reyna að mjólka vinsældir þeirrar myndar heldur og komast auðveldlega frá því. Þeim Noru og Deliu tekst ekki að fylla í skörðin svo vel megi vera og handritið er alls ekki nógu sterkt. Myndin er langdregin, það vantar skemmtilegar uppákomur og hugljúf og frumleg atriði til að gera góða rómantíska gamanmynd. Það vantar skemmtilegi-i persónu- sköpun og húmor. í stuttu máli, þá vantar kjöt utan á þau gömlu bein sem fengin vora að láni hér og þar. Hildur Loftsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.