Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. GOSHVER EÐA LYGN POLLUR GEYSIR í Haukadal er ekki goshver lengur heldur lygn pollur. Frægasti goshver í heimi og sá sem gefið hefur öðrum goshverum nafn sitt á erlendum tungum hef- ur ekki gosið síðan 1991 og þá fyrir tilstilli sápu, sem í hann var borin. Goshver sem ekki gýs hefur lítið aðdrátt- arafl. Geysir endurborinn yrði mikill hvalreki fyrir fólkið í landinu og íslenzka ferðaþjónustu. Tækni og þekking er þegar fyrir hendi til að endurvekja þetta víðfrægasta náttúruundur íslands og þetta er hægt að gera án nokk- urra spjalla á hvernum eða umhverfi hans að mati Isleifs Jónssonar verkfræðings. Hann hefur rannsakað Geysis- svæðið, fylgst með rannsóknum annarra um langt árabil og hefur unnið að jarðborunum víða um heim. Isleifur endurvakti Strokk á sínum tíma með því að bora í hann og hann gýs á nokkurra mínútna fresti eftir áratuga svefn. An Strokks væri lítill áhugi á Geysissvæðinu nema sem náttúruminjum. Isleifur Jónsson hefur enn á ný ritað grein um Geysis- málið í Morgunblaðið og að þessu sinni er tilefnið skýrsla nefndar, sem umhverfisráðherra skipaði í september 1997 til að gera tillögur um friðun Geysissvæðisins. ísleifur lýsir vonbrigðum sínum með fylgibréf nefndarformanns- ins með skýrslunni þar sem segir, að nefndin hafi ákveðið að taka ekki afstöðu til þess álitamáls, hvort hjálpa eigi hvernum að gjósa á ný. „Ég hélt að þetta væri megin- verkefni nefndarinnar og vonaðist loks eftir að sjá raun- hæfar tillögur,“ segir Isleifur í grein sinni. Hann rekur þar hvað ræður því, að Geysir í Haukadal geti gosið eins og honum var eðlilegt, þegar hann var frægasti goshver í heimi, svo og aðgerðir, sem hann telur að geti endurlífgað hann. Virðist borun einfaldasta og eðlilegasta leiðin og varanleg lausn. Það er með ólíkindum, að málefni Geysis hafi þvælzt í kerfinu áratugum saman og hver nefndin af annarri hafi ekki þorað að taka á þeim. I grein sinni leggur Isleifur til, að enn ein Geysisnefnd verði skipuð og að þessu sinni verði í henni eðlisfræðingar, sem hafi þekkingu sem þurfí til að skilja eðli goshvera. Undir þessar ábendingar Isleifs skal tekið. Kominn er tími til ákvarðana einmitt nú, þegar ríkið ætlar að kaupa Geysissvæðið. Hvernig væri að endurvekja Geysi í tengsl- um við hátíðarárið 2000? ÆVINTÝRIÐ f OZ HELDUR ÁFRAM ERLENDIS hefur það lengi tíðkazt, að fjárfestar leggi fé í fyrirtæki upp á von og óvon. A síðustu áratugum hefur athygli áhættufjárfesta beinzt að tölvufyrirtækjum og hugbúnaðarfyrirtækjum og á allra síðustu árum að líf- tæknifyrirtækjum. Ævintýrin í þessari fyi’irtækjaveröld eru flestum kunn. Apple-tölvufyrirtækið varð til í bílskúr og Microsoft-hugbúnaðarfyrirtækið er orðið eitt af stærstu og áhrifamestu fyrirtækjum heims. Stundum hefur verið sagt, að vel hafi til tekizt, ef eitt af tíu slíkum fyrirtækjum ná að festa sig í sessi. Hagnað- ur áhættufjárfestanna getur orðið ótrúlegur eins og dæmin sanna. Af íslenzkum fyrirtækjum í þessum flokki má nefna Oz og íslenzka erfðagreiningu. Þessi fyrirtæki var hægt að reka í upphafi, þótt þau hefðu litlar tekjur og engan arð vegna þess, að áhættufjárfestar voru tilbúnir til að leggja fé í þau. Islenzk erfðagreining hefur gert samning við stórt svissneskt lyfjafyrirtæki og í gær var skýrt frá því, að OZ hefði gert stórsamning við sænska símafyrirtækið L. M. Ericsson um samtvinningu síma- kerfa Ericssons við tölvur og Netið. OZ verður leiðandi við að skapa nýjar samskiptaleiðir og þjónustu. Þessi samningur við Ericsson er mikill sigur fyrir þá ungu menn, sem standa að rekstri og uppbyggingu Oz. Hann staðfestir, að hið sænska stórfyrirtæki hefur mikla trú á því, sem þeir eru að gera og mun auka þeim kraft og áræði. Það hefur ekki verið hægt að ganga út frá því sem vísu, að Oz yrði eitt þeirra fyrirtækja, sem mundi lifa af í hörðum heimi samkeppninnar á þessu sviði. Samningur- inn við Ericsson er ákveðin vísbending um, að ævintýrinu í Oz sé síður en svo lokið. ALFRAMLEIÐSLA virðist ekki ábatavænleg um þessar mundir. Verð hefur farið lækkandi og fátt bendir til þess að það fari að hækka á ný. Þetta virðist því ekki rétti tíminn til þess að hefjast handa við að framleiða ál, en Kenneth Peterson, forstjóri Norður- áls, segist ekki láta það nein áhrif á sig hafa. Vinnsla hófst í álverinu á Grund- artanga á liðnu sumri og er nú að komast á skrið. Fyrirtækinu hefur ekki gengið allt í haginn á þessum tíma og er þar ekki aðeins við lágt ál- verð að sakast. Komið hefur fram gagnrýni á fyrirtækið og því verið haldið fram að slys séu óvenju tíð og mengun umfram það, sem eðlilegt megi teljast. Kenneth Peterson, for- stjóri Norðuráls, hafnar þessari gagn- rýni. Hann segir slysatíðni ekki óeðli- lega og lítur svo á að það beri van- þekkingu vitni að segja mengun óvenju mikla. Peterson hefur dvalið á Islandi frá því tilkynnt var í ágúst að hann tæki við forstjórastarfinu af Gene Caudill, en hann telur nú að verki sínu sé lokið og heldur af landi brott í dag. Ánægður með upphafið „Við erum mjög ánægð með stöð- una,“ sagði Peterson þegar hann var spurður hvernig gengið hefði að koma rekstrinum af stað. „Eins og stendur nýtum við 97% af framleiðslugetu okk- ar og höfum því á sex mánuðum farið úr engri framleiðslu í það að reka ál- ver í nánast fullri framleiðslu. Þessu fylgir ákveðinn léttir þvi að það eru mjög óvenjulegar kringumstæður að vera að hefja framleiðslu. Eg fagna því að þessu er lokið, en einnig finna starfsmenn allir til ánægju og stolts að hafa afrekað þetta.“ Peterson ber ekki með sér að vera eigandi fjölda verksmiðja í þremur löndum. Skyrtan hans er opin í háls- inn og buxurnar virðast fremur vei’a keyptar í Hagkaup en hjá Sævari Karli. Hann er klæddur látlausum mittisjakka, sem hann lætur einfald- lega falla á stéttina þegar hann stillir sér upp fyrir myndatöku. Skömmu áð- ur hafði hann setið að snæðingi með blaðamanni í mötuneyti blaðsins og borðað plokkfisk hrærðan saman við kartöflur og kakósúpu með tvíbökum án þess að segja orð um matinn. Hann spurði hins vegar hvort starfsmenn blaðsins þyrftu að borga fyrir hann og sagði þegar hann komst að því að svo væri: „Það þyrftir þú ekki að gera ef þú værir í vinnu hjá mér.“ Peterson og Jim Hentsel, aðstoðar- maður hans, sem vai’ hér frá september til janúarloka, sáu um að koma starf- semi álversins á Grundartanga af stað. Meiri erfíðleikar en gert var ráð fyrir „Þegar við vorum að undirbúa gangsetningu álversins síðasta sumar lentum við í meiri erfiðleikum með sumt af búnaðinum, en við höfðum átt von á, auk þess sem skortur á starfs- þjálfun og reynslu hjá starfsfólki vai’ mpiri en við töldum," sagði Peterson. „Út af þessu var ekki hægt að halda gangsetningunni áfram á sama hraða og við höfðum upprunalega gert ráð fyrir, þótt við höfum verið á svipuðu stigi og kom fram í þeim áætlunum, sem við sýndum lánardrottnum okkar. Þetta náði hámarki í ágúst þegar þurfti að loka fjórum af 30 bræðslp- ofnum, sem þá var fai’ið að reka. Eg komst þá að þeirri niðurstöðu að stjóm síðustu hluta framkvæmdanna og gangsetning verksmiðjunnar væru ofviða einum manni. Það varð því að samkomulagi að ég tæki að mér stjórn álversins og Caudill sæi um að ljúka framkvæmdunum, sem nú er í grund- vallaratriðum lokið.“ Peterson einbeitti sér að skipulagn- ingu starfseminnar og sagði hann að það hefði gert Caudili kleift að sinna framkvæmdunum. Þessi verkaskipt- ing hefði komD sér vel, en nú væri sínu verkefni á íslandi lokið og Norð- maðurinn Björn S. Högdal, sem tók við stöðu álversstjóra 18. janúar, tæki við rekstrinum. Hugðist aldrei vera hér til frambúðar „Hann hefur verið að setja sig inn í starfið undanfarnar þrjár vikur,“ sagði hann. ,Að auki eru íslenskir stjórnendur, sem nú geta snúið sér að rekstrinum án þess að finna fyrir skugga mínum eða hafa mig stöðugt yfir sér. Eg held að það sé mikilvægt að þeir komi sér upp eigin samstarfs- Kenneth Peterson, eigandi Norðuráls, segir ekkert hæft í að hann vilji selja Hefur hug á að auka álframleiðslu um 50% Fyrir tólf árum var Kenneth Peterson lög- fræðingur og verjandi fólks í skaðabóta- málum. Nú rekur hann verksmiðjur í Banda- ríkjunum, Mexíkó og á Islandi. Karl Blöndal ræddi við hann um gangsetningu álvers Norðuráls á Grundartanga og áætlanir um að tvöfalda framleiðsluna. Morgunblaðið/Árni Sæberg mynstri við nýjan álversstjóra, en það var aldrei fyrirhugað að ég yrði hér til frambúðar, heldur aðeins tii að koma framleiðslunni af stað. Nú höfum við fundið stjórnanda til frambúðar." Þegar verið var að hefjast handa var áhersla lögð á að allt ætti að vera með nútímalegu sniði og það mundi einnig eiga við um samninga við starfsmenn. Peterson sagði að ekki væri hægt að hafa hvetjandi launa- kerfi í upphafi rekstrar þar sem erfitt væri að setja sér markmið að óreyndu. Hann liti hins vegar svo á að sam- skiptin væru góð við stéttarfélögin sex, sem hann hefði samið við. Gangsetning óvenjulegt ástand „Gangsetning álvers er mjög óvenjulegt ástand,“ sagði hann. „Hún gerist aðeins einu sinni. Síðan má bú- ast við því að álverið starfi áratugum saman. Þar til framleiðslan er orðin stöðug er erfitt setja upp hvetjandi launakerfi, en á þessu ári munum við færa okkur í þá átt og setja okkur markmið.“ Hann kvaðst ekki geta borið sína samninga saman við það, sem tíðkað- ist hjá öðrum íslenskum fyrirtækjum, en hann sæi ekki betur en sátt væri um þá. I álverinu vinna hátt í hundrað manns í fjórum hópum á tólf tíma vöktum, sem ganga alla sjö daga vik- unnar. Alls vinna um 160 manns hjá fyrirtækinu, en hluti starfsliðsins gengur aðeins dagvaktir. „Eg vona að við getum sýnt fram á að þetta heyri tU undantekninga," sagði Peterson þegar hann var spurð- ur um fullyrðingar um að mikið hefði verið um slys í álverinu og vísaði síðan til reynslu sinnar þegar hann vai- mál- flutningsmaður í Bandaríkjunum 1980 til 1989. „Ástæðan er sú að við ætlum að læra af reynslunni og ástandið mun breytast efth því sem starfsfólkið öðl- ast meiri reynslu. Við viljum ekki að þetta endurtaki sig. Ég tek öryggis- mál hins vegar mjög alvai’lega. Áður fyiT tók ég að mér mál fyrir fólk, sem hafði lent í vinnuslysum, og ég veit því af reynslu að hvert slys hefur ekki að- eins áhrif á þann, sem í því lendir, heldur fjölskyldu og vini. Því er mjög mikilvægt að hjá fyrirtækinu átti stai’fsfólk sig á því að hvert slys er einu slysi of mikið. Þess vegna hef ég haldið því fram að eina trúverðuga markmiðið, sem hægt er að setja sér, er að ekki hendi eitt einasta slys. Mér er full alvara þegai’ ég segi þetta, en þar með held ég ekki fram að hendi eitt slys sé það fullkomlega óvænt og þar með höfum við algerlega brugðist. Menn verða að vera raunsæir. Það hefði verið barnalegt að búast við því að allt myndi ganga slysalaust fyrir sig þegar verið væri að setja af stað stóra verksmiðju með reynslulausu starfsliði að mestu leyti. Ég legg áherslu á það að ekkert slys er óhjá- kvæmilegt og í hverju tilfelli er hægt að skilgreina ástæðurnai’ að baki og bæta úr. Slys eru hins vegar óþörf og ég rek verksmiðjur í Bandaríkjunum þar sem ekki hafa orðið slys svo árum skiptir." Ekkert óvenjulegt við slysatíðni Peterson kvaðst í þokkabót vilja halda því fram að í raun væri ekkert óvenjulegt við slysatíðnina í álverinu og það kæmi í ljós þegar samanburð- urinn væri gerður við önnur fyrirtæki á sömu forsendum. „Ég er ekki að segja að við sættum okkur við slys, en það, sem gerst hefur hjá okkur, er ekki óvenjulegt," segir hann. „Að gefa í skyn að þetta sé óvenjulegt er barnaskapur. Hér á landi eru fyrirtæki, sem hafa verið starfandi í tvo til þrjá áratugi, og lenda samt í slysum, oft árlega. Hjá þeim hafa menn reynt að læra af reynslunni." Hann kvaðst einnig þakklátui’ fyrir það að þau slys, sem átt hefðu sér stað í álverinu, hefðu ekki verið alvarieg. „Það hafa ekki verið nein banaslys, menn hafa ekki misst útlimi, sjón eða heyrn,“ sagði hann. „Yfirleitt hafa menn misst þrjá til fjóra daga úr vinnu. I nokkrum tilfellum hafa menn verið lengur frá, en enginn býr við var- anlega örorku eftir óhapp hjá okkur." Hann sagði að villandi væri að miða við fjarvistir starfsmanna vegna óhappa vegna þess að á meðan verið var að hefja framleiðslu hefði verið lagt að þeim, sem urðu fyrir óhappi, að snúa ekki aftur til vinnu fyrr en þeir hefðu náð sér að fullu. „Hjá flestum öðrum fyrhtækjum, sem hafa verið lengi í rekstri, er það svö að geti starfsmaður ekki unnið sitt venjulega starf vegna óhapps eru honum fengin léttari störf frekar en að hann sitji heima,“ sagði hann. „Málið snerist því ekki um það að við- komandi hefði lent i alvarlegu óhappi, heldur var óvarlegt að starfsmenn kæmu aftur nema þeir hefðu náð full- um kröftum. Nú þegar starfsemin er að komast í fastar skorður er hins vegar hægt að fela mönnum miserfið verkefni." Þegar álverið var gangsett í júní í fyrra var farið 20% fram yfir flúor- mengunarmörk, að mati Hollustu- verndar. Olafur Pétursson, forstöðu- maður Hollustuvemdar, segir að þetta sé ekki óeðlilegt og miðað sé við það í starfsleyfi fyrirtækisins að mengunar- staðlai- taki gildi einu ári eftir að starf- semi hefjist. Þetta hafa umhverfis- samtökin SÓL í Hvalfirði kallað katt- ai’þvott, sem sæmi ekki stofnun á borð við Hollustuvemd. Vísbending um grundvallarfáfræði „Þetta er enn ein vísbending um þá grundvallarfáfræði, sem hóir sumum sjálfskipuðum hagsmunasamtökum," sagði Peterson. „Það var gert um- hverfismat og gefið leyfi, sem almenn- ingur átti þess kost að gera athuga- semdir við í heilt ár. Allar okkar gecð- ir hafa verið í samræmi við kröfur. Miðað hefur verið við reynslu í iðnaði af svipuðum toga annars staðar á ís- landi. Að lýsa yfir furðu og segja- að ástandið komi á óvart jafngildir al- gerri vanþekkingu á staðreyndum málsins. Eitt dæmi: samkvæmt því, sem mér skildist að fram hefði komið í fréttum, var óverulegt magn af efninu vetnisflúor í andrúmsloftinu áðui’ en verksmiðjan kom til sögunnar, en þeg- ar gangsetningin hófst varð magnið tuttugufalt það óverulega magn, sem áður hafði verið mælt. Þetta segir ekki neitt. Auðvitað var ljóst að eitthvað meira yrði af efninu eftir að verk- smiðjan kæmi en áður. Fyrst efnið var nálægt núlli áður var ljóst að ekki þyrfti nema litla viðbót til að hafa gríðarleg margfeldisáhrif. Þetta er eðlilegur hluti af gangsetningu álvers og ætti ekki að koma neinum á óvart, sem hefur vit á þessum hlutum, og er að auki fyllilega í samræmi við leyfið, sem gerir ráð fyrir að gangsetningar- tími sé eitt ár - þar sem enginn veit fyi’h’fram hvað tekur langan tíma að byrja - og síðan taki mjög lág mörk við. Á þessari stundu sé ég ekki að neitt ætti að koma í veg fyrir að við verðum í fullu samræmi við leyfið þeg- ar árið verður liðið.“ Hann sagði að ekkert óvænt hefði gerst og þær mælingar, sem hann hefði séð væru í samræmi við þær nið- urstöður, sem maður með þekkingu á þessum málum gerði ráð fyrir. Hann kvaðst hafa verið að fá tölur í hendur sem sýndu magn vetnisflúors í lofti. Mest hefði mælst af efninu í júlí, 0,53 míkrógrömm á rúmmetra, en í desem- ber hefðu mælst 0,17 míkrógrömm á rúmmetra og þó hefðu fleiri ofnar ver- ið gangsettir í millitíðinni. Stafar engin hætta af flúormagni „Það stafar engin hætta af þessu magni í lofti,“ sagði Peterson. „Tölur af þessu tagi hefðu ekkert að segja, jafnvel þótt þær væru talsvert fyrir ofan það, sem ég nefndi. Efnið myndi ekki valda fólki neinum skaða fyrir ut- an það að þarna er ekkert fólk.“ Hann sagði að aðeins yrði notuð besta tækni, sem völ er ó, til að tryggja að sem minnst mengun væri af álverinu og það væri algerlega rangt að segja að hann væri á skjön við almenn umhverfisverndarsjónar- mið. „Þessi verksmiðja verður rekin í samræmi við einhverjar ströngustu kvaðir í heiminum um losun efna,“ sagði hann. „Við gangsetninguna hef- ur ekkert komið í ljós, sem gefur til kynna að sú verði ekki raunin.“ Lækkandi álverð veldur framleið- endum áhyggjum. Ekkert virðist benda til þess að verð muni hækka í bráð og á kreppan í Asíu þar hlut að máli. Peterson .sagði að hann hefði engar fyrirætlanir um að draga sig út úr rekstrinum þrátt fyrir þessa stöðu. Lykilatriði að gera ráð fyrir verðsveiflum „Ég vissi ekki að árið 1999 myndi tonnið af áli kosta 1.200 dollara - það vissi það enginn," sagði hann. „Hefði ég vitað það gæti ég nú verið orðinn milljónamæringur. Eg hefði getað selt ál þegar tonnið kostaði 1.600 dollara + og grætt á tá og fingri sitjandi í stof- unni heima með því að kaupa núna. Ég hefði ekki þurft að reisa verk- smiðju. Á hinn bóginn er það svo að þegar ég talaði við þingið um lagasetn- ingu, Landsvh-kjun um kaup á raf- magni eða ríkisstjórnina um sam- komulag um að reisa álverið og hvar það skyldi reist lagði ég alltaf áherslu á að álviðskipti væru sveiflukennd, verðið færi upp og niður og því væri ekki hægt að segja þegar það byrjaði að lækka að nú myndi það halda áfram að lækka, eða að það væri til frambúð- ar þegar verðið byrjaði að hækka. Frá upphafi þarf að skipuleggja þannig að hægt verði að reka fyrirtækið gegnum þessar sveiflur.“ Hann sagði að markmiðið hefði ver- ið að verksmiðjan yrði meðal þess fjórðungs álvera, sem best væru rekin í heiminum. Það þýðir að álverð þarf að hækka minna til þess að rekstur Norðuráls fai’i að bera sig, en hjá þremur af hverjum fjórum álverum. „Ég held að okkur hafi tekist það,“ sagði hann. „Það er engin ein ástæða fyrir því, heldur höfum við á hverju því sviði, sem kostur var, reynt að gera okkar besta. Þetta á við um tæknilega framleiðni og skilvirkni og afköst vinnuaflsins, sem eru mikilvæg, þótt þau séu ekki það, sem öllu skipti, orkusamningar tengdir álverði, súrálssamningar tengdir álverði og sveigjanlegir samningai’ við banka, sem fylgja sveiflum mai’kaðarins. Allt þetta er hluti af því að tryggja rekstur trausts fyrirtækis." Peterson kvaðst aldrei mundu fúlsa við hærra álverði, en fyrirtækið væri sett þannig saman að það gæti staðið af sér sveiflur markaðarins og um þessai’ mundir benti ekkert til þess að Norðurál ætti ekki að standa af sér þessa niðursveiflu. Nýlega var hermt að Peterson hygðist yfh’gefa brúna og selja Norsk Hydro álverið á Grundartanga. Hann sagði ekkert hæft í því. Ætluðu þeir að kaupa mig út yrðu þeir að tala við mig „Ég er fullkomlega gáttaður á því hvernig hægt er að búa til vangaveltur af þessu tagi úr engu og gera úr því frétt, sem er dreift um allt land,“ sagði Peterson. „Blaðamaður einn hafði samband við mig og sagði að sá orðrómur gengi að Norsk Hydro hygðist kaupa Norðurál. Ég sagði honum að ég hefði aldrei rætt þetta við Norsk Hydro og hefði ekki rætt við Norsk Hydro um nokkurn skapað- an hlut í rúmt ár, ég hefði enga vit- neskju um neitt þessu viðkomandi og ætluðu þeh að kaupa mig út yrðu þeir að tala við mig vegna þess að ég væri eigandinn. Það væri því ekkert hæft í þessu. Eigi að síður komst þetta í fréttir. Það er ekkert hæft í þessum orðrómi, sem ég heyri reyndar af og til aftur, hvort sem það er sami kvitt- urinn eða nýr.“ Hann sagði að þetta væri ein spurn- ing, en væri hins vegar spurt hvort hann hefði gert hjúskaparsáttmála við Norðurál þar sem hann héti tryggð við fyrirtækið fram í andlátið væri svarið annað. „Ég mun aldrei segja að ég muni aldrei selja Norðurál að hluta eða öllu leyti,“ sagði hann. „Ég hef hins vegar engar áætlanir um að gera slíkt og að auki væri heimskulegt að selja á með- an verðið er lágt. En ég reyni að vera skynsamur kaupsýslumaður, þannig að ég er opinn fyrir því, sem kæmi sér vel. Þannig er ég til dæmis ekki and- vígur dreifðri eignaraðild að Norður- áli. Ég get ekki sagt til um framtíðina eða hvort ég muni alltaf eiga 100% í Norðuráli. Ég er kaupsýslumaður, kaupi hluti og sel. En eins og stendur er ég hvorki að í-æða við Norsk Hydro, né nokkurn annan um að selja fyrirtækið." Mun ákveðnari svör fengust þegar spurt var hvort Peterson hefði ein- hverjar hugmyndh um að ganga í hina áttina og stækka álverið. Viðræður við Landsvirkjun um meiri raforku „Ég hef hug á að stækka álverið um 50% frá því, sem nú er, þannig að framleiðslugetan verði 90 þúsund tonn á ári,“ sagði hann. „Nú höfum við náð 97% af 60 þúsund tonnum, sem ákvörðuðust af því rafmagni, sem Landsvhkjun treysti sér til að selja okkur. Við höfum hins vegar verið í viðræðum við Landsvhkjun um þetta í allt að þrjú ár. Þeh eru að skoða þetta og ég vona að við getum komist að nið- urstöðu, sem er báðum í hag. Eins og stendur er hins vegar ekki samkomu- lag, en ég hef frá upphafi viljað fai’a í 90 þúsund tonn og vildi hefja fram- kvæmdh á þessu ári.“ Hann kvaðst hafa rætt við banka í Evrópu og hefði vilyrði fyrh lánum til að stækka álverið. Það væri hins veg- ar ekki mikill tími til stefnu ætti að hefja framkvæmdh í ár og næðist það ekki myndi verkið frestast um eitt ár í það minnsta. Á meðan markaðsverðið væri lágt lægi ef til vill ekki jafnmikið á og ella, en hins vegar væri hægt að nýta sambönd við verktaka og þekk- ingu, sem skapast hefði við fram- kvæmdhnar á undanfórnum árum, við það að reisa verksmiðjuna yrði hafist handa í ár. Peterson hefur verið í hálfgerðri einangrun á íslandi siðan í ágúst og aðeins farið að hitta fjölskylduna í Bandaríkjunum, eiginkonu, son og dóttur, tvisvar. Hann kv'aðst ekki hafa haft mikinn tíma til að líta efth öðrum rekstri og hefði til dæmis opnað verk- smiðju í Bandaríkjunum í vetur sem hann hefði aldrei séð. Á því hygðist hann þó ráða bót á næstu tveimur vik- um. „1998 var gott ár fyrir fyrhtæki mín í Bandaríkjunum og það sannar að ég er ekki ómissandi,“ sagði hann. „Það kom reyndar smá bakslag síðasta fjórðung ársins, en betur vhðist ætla að ganga fyrsta fjórðung þessa árs, þannig að við höfum alltént ekki smit- ast af Asíuflensunni enn.“ Framkvæmdaandi eftirminnilegur Hann sagði að sennilega störfuðu um þúsund manns hjá fyrhtækinu Columbia Ventures í Kaliforníu, Texas, Kentucky og Mexíkó. Hann hefði enn skrifstofu í Vancouver í Washington, en engar verksmiðjur væru lengur á vegum Columbia Ventures í norðvesturhluta Bandaríkj- anna. Hins vegai’ ætti hann kísilmálm- verksmiðju í Washingtonríki að auki og hún seldi mestan hluta framleiðsl- unnar til álverksmiðja í norðvestur- hlutanum. Peterson kvaðst vera reynslunni ríkari efth dvölina á íslandi: „Það hef- ur mikið gengið á, en ef ég ætti að taka eitthvað eitt út er það samhugur starfsmanna Norðm’áls þegar þurfti að takast á við ákveðið verkefni og leysa það meðan á gangsetningunni stóð. Ég efa ekki að oft hafi komið tímar þai- sem fólk hugsaði með sér að þetta gengi ekki, það réði ekki við þetta, en lét síðan skeika sköpuðu og komst að því hvers það var megnugt. Ég held að ég muni lengi muna þenn- an anda.“ l® l HH HS !£■ f ^ 1 Reuters HJÓNIN Patrice og Agnes Gaudin ræða við fréttamenn við upphaf rétt- arhaldanna vegna „bléðhneykslisins“ svokallaða í Frakklandi. Agnes Gaudin heldur á spjaldi með myndum af börnum þeirra tveimur sem bæði smituðust af alnæmi með bléðgjöf. Réttað yfir fyrrverandi ráðherrum vegna „blóðhneykslisins“ í Frakklandi Sakaðir um mann- dráp af gáleysi París. Daily Telegraph. RETTARHÖLD hófust í gær yfir þremur fyrrverandi ráð- herrum í ríkisstjórn Frakk- lands vegna „blóðhneykslis- ins“ svokallaða. Ráðherrarnh eru sak- aðh um glæpsamlega vanrækslu í starfi og manndráp af gáleysi, en árið 1985 stöðvuðu þeh ekki notkun HIV- smitaðs blóðs til blóðgjafar með þeim afleiðingum að rúmlega fjögur þúsund manns sýktust af HlV-veirunni. Fjórðungur þeirra eða um þúsund manns hafa síðan látist úr alnæmi. Laurent Fabius, fyrrverandi for- sætisráðherra og núverandi forseti franska þingsins, Georgina Dufoix, fyrrverandi félagsmálaráðherra, og Édmond Hervé, fyrrverandi ráðherra heilbrigðismála, eru í brennidepli í málinu, sem hefur að sögn frétta- skýrenda skekið stoðh franska lýð- veldisins að undanförnu. Verði ráð- herrai’nir fundnir sekir gætu þeh þurft að greiða jafnvhði fimm millj- óna íslenskra króna í sekth og átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsis- dóm. Þúsund manns látnir Rúmlega eitt þúsund manns hafa Iátist vegna blóðgjafarinnar, þar af fimm þeirra sjö fómarlamba sem upp- haflega kærðu ráðherrana. Kærendur halda því-fram að frönsk stjórnvöld hafi gerst sek um glæpsatnlegt athæfi er ákveðið var að fórna dreyrasjúk- lingum og öðnim sem þurftu á blóð- gjöf að halda á altari fransks lyfjaiðn- aðai’. I málinu reynh á það hvort stjórnmálamenn beri ábyrgð á gjörð- um embættismanna og hafa yfirvöld þungar áhyggjur af því sakfelling ráð- herranna geti leitt til þess að embætt- ismenn verði kærðh fyrh hvers konar afglöp í starfi. Ráðherrarnir eru sakaðh um að hafa dregið úr hófi að samþykkja notkun Abbott-prófsins, sem þróað hafði verið í Bandaríkjunum til þess að finna HlV-veiruna í blóði manna. Abbott-prófið var sett á markað í Bandaríkjunum í mars 1985 en ekki leyft í Frakklandi fyn- en í ágúst sama ár, til þess að gefa frönskum vísinda- mönnum tíma til þess að þróa sams konar próf sem keppt gæti á markaði við hið bandaríska að því er kærendur halda fram. Hinir ákærðu neita því að svo hafi verið. Félags- og heilbrigðis- ráðherrann eru einnig sakaðir um að hafa seinkað leyfisveitingunni til þess að nýta fyrirliggjandi blóðbirgðh í landinu og að þeir hafi ekki varað blóðþiggjendur við hættunni sem þeim stafaði af því að þiggja blóð úr fyrirliggjandi bhgðum. Fram hefur komið að franskh sér- fræðingar vissu í nóvembermánuði ár- ið 1984 að HIV-vehan hefði komist í blóðbhgðh í landinu og að hægt væri að útvega blóð sem bæri örugglega ekki í sér alnæmissmit, þótt slíkt kost- aði einhver fjárútlát. Hervé, fyrrver- andi heilbrigðisráðherra, er einnig ákærður fyrir vanrækslu í starfi vegna þess að hann kom ekki í veg fyrh að blóði væri safnað meðal fanga sem, m.a. vegna sprautunotkunar við eiturlyfjaneyslu, eru í áhættuhópi fyr- h alnæmissmit. Dómstóll lýðveldisins réttar í fyrsta sinn Málið gegn ráðherrunum þremur er rekið fyrh sérstökum dómstól, Lýðveldisdómstólnum sem settur var á fót árið 1993 í þeim tilgangi að draga stjórnmálamenn fyrir dóm vegna embættisafglapa eða glæpa. I dómn- um sitja þrír dómarar og tólf þing- menn en það þykir auka líkurnar til þess að ráðherrarnir fyrrverandi verði sýknaðir. Starfshætth dómstóls- ins þykja einnig aðfinnsluverðh. Gagnrýnt hefur verið að kærendurnh eigi ekki aðild að málinu heldur verði aðeins kallaðir fyrh sem vitni. Einnig þykh undarlegt að margh- samstarfs- manna ráðherranna þriggja munu hafa neitað að bera vitni fyrir dóm- stólnum. Laurent Fabius, fyrrverandi for- sætisráðherra, hefurTátið af embætti forseta franska þingsins tímabundið vegna réttarhaldsins. Hann segist vera fórnarlamb aðstæðna og því hef- ur verið haldið fram opinberlega að Fabius, sem er gyðingur, sé einnig fórnarlamb gyðingahaturs. Sjólfur hefur Fabius lýst samúð - með örlögum þeirra er fengu alnæm- issmitað blóð með blóðgjöf en segist jafnframt hafa brugðist rétt við að- stæðum og lagt áherslu á að lítið hafi verið vitað um HlV-veiruna fyrh fjórtán árum en Frakkland hafi verið í hópi fyrstu landanna sem tóku upp kei’físbundna leit að alnæmisveirunni í blóði. Laurent Fabius var forsætisráð- herra Frakklands frá 1984 til 1986. Hann þótti eiga mikinn frama vísan í stjórnmálum og var orðaður við for- setaframboð þar til blóðhneykslið komst í hámæli. Sakaðir um valdhroka „Það fjarai- undan frönskum stjórn- málum og okkur er nauðugur einn kostur að sækja stjórnmálamenn til saka,“ skrifar Laurent Joffrin, rit- stjóri franska dagblaðsins Libération. „Stjómmálamennirnir geta ekki sann- að sakleysi sitt á annan hátt. Þetta er eina leið þeima til þess vinna sér traust almennings á ný.“ I frönskum dagblöðum má lesa að ráðherrarnh þrh, sem allir eru í franska Sósíalistaflokknum, hafa gerst sekir um dómgi’eindai’leysi og þjóðernisrembu er þeh virtu að vettugi viðvaranh um hættuna sem dreyrasjúkum væri búin af alnæmis- _ smiti. Le Monde segh ranghugmynd- um stjórnmálamanna um „hreinleika hins franska kynstofns“ um að kenna hvernig fór. Með aðgerðaleysi sínu hafi stjórnvöld sýnt dæmalausan vald- hroka og skilningsleysi á grafalvar- legu máli sem með beinum og óbein- um hætti hefur valdið dauða um þús- und Frakka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.