Morgunblaðið - 10.02.1999, Page 45

Morgunblaðið - 10.02.1999, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 45 + Bjarni Sigurðs- son fæddist á Fáskrúðsfirði 4. jan- úar 1913. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað 31. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru lijónin Sigurður Þórðar- son, ættaður úr Suð- ursveit, og Salome Ingibjörg Magnús- dóttir, ættuð úr Garðinum. Bræður Bjarna eru Helgi Sigtryggur, f 27.10. 1910, d. 9.6. 1977, Jón Vídalín, f. 4.1. 1913, tvíburabróðir Bjarna, búsettur á Seyðisfirði. Hinn 14. maí 1938 kvæntist Bjami Jóhönnu Þorsteinsdóttur, Elsku pabbi, þegar við sitjum hér og minnumst þín kemur margt fram í hugann. Þú’ varst glöggur maður á menn og málefni, þú last mikið og hafðir mjög gaman af Ijóð- um, gast setið með ljóð Steins Steinars tímunum saman. Við höld- um að þú hafir kunnað þau öll. Það var ekki algengt að lögð væri vinna við að rækta blómagarð við hús þegar þið byggðuð Birkihlíð en það gerðuð þið. Þótt vinnudagurinn væri langur gáfuð þið ykkur tíma í garðvinnu. Einnig kenndir þú okk- ur að bera virðingu fyrir gróðrinum og hvernig ætti að rækta landið. Þú fórst með okkur á sumrin í Hall- ormsstað til að sýna okkur hvað þar væri fallegt. Svo var nestið borðað í Atlavík, á þeim yndislega stað. Ekki má gleyma gi-óðurhúsinu sem átti hug þinn allan enda voru rós- irnar ykkar fallegar. Allar ferðirnar sem þú áttir inn í á til veiða, þegar þú varst hættur að vinna vegna ald- urs. Þá fórstu einnig að hnýta flug- urnar þínar sjálfúr og renna þeim fyrir lax í Breiðdalsánni. Sjómennsku stundaði Bjarni til 1945 en hóf þá störf hjá Trésmiðju Einars Sigurðssonar og var þar þangað til sfldarævintýrið byijaði 1963. Þá gerðist hann verkstjóri á söltunarstöðinni Hilmi. Þaðan fer hann til starfa hjá Bergi tengdasyni sínum á Pólarsfld. Þegar því lýkur rær hann í nokkur sumur einsamall á trillunni Vetti. Eftir það fer hann að vinna hjá Kaupfélagi Fáskrúðs- fjarðar við málningarvinnu og við- hald. Frá þeim árum sem hann rær á trillunni fara barrnabörnin að minnast hans og margs er að minn- ast með afa á sjónum. Þegar við ávítuðum hann fyrir eftirlætið við barnabömin sagði hann þá lífsspeki sem við skiljum í dag: „Þeir fara mikils á mis, sem aldrei verða afi og amma.“ Við þökkum ykkur fyrir allt sem þið mamma gerðuð íyrir okkur og vonum að þú hafir átt góða heim- komu á þennan óþekkta áfanga- stað. Við viljum þakka Erni Þorsteins- syni fyrir hvað hann var búinn að stytta dagana með afa sínum, einnig öllu starfsfólki á Dvalar- heimilinu Uppsölum og Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Neskaupstað fyrir alla hjálpina við þig í erfiðum veik- indum. Helga, Sigurbjörg, Þorsteinn og Guðný. Mig langar í fáum orðum að minnast tengdafóður míns, Bjarna Sigurðssonar, sem er látinn eftir langvarandi veikindi sem hann tókst á við með óbilandi dugnaði og þrautseigju. Eg kom fyrst í Birki- hlíð til Jóhönnu og Bjarna fyrir tæpum 30 árum, þá nýtrúlofaður yngstu dóttur þeirra hjóna. Eg var þá eftirvæntingarfullur og kveið fyi-ir að hitta væntanlega tengda- foreldra en þeim tókst á sinn sér- staka hátt að taka mér með ást og umhyggju sem ég væri þegar orð- inn einn úr fjölskyldunni. f. 11. júlí 1914, d. 2. janúar 1997. Þau eignuðust fimni börn, son andvana 11.9. 1938; Helgu, f. 29.6. 1940, gift Bergi Hallgríms- syni, d. 20.6. 1998; Sigurbjörgu, f. 2.4. 1944, gift Jóhannesi Ellertssyni; Þor- stein, f. 4.6. 1948, kvæntur Osk Bragadóttur, Guð- nýju, f. 12.5. 1950, gift Sigurði Ást- ráðssyni. Bjarni átti 11 barnaböm og 16 bamabarna- börn. títför Bjarna fer fram frá Fá- skrúðsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Minningabrotin eru fjölmörg en fegurst er minningin um samband ykkar Jóhönnu, sem var mjög náið og ástríkt, og notaleg tilfinning hvað þið fylgdust vel með börnum ykkar og barnabörnum í leik og starfi, sem sýndi sig í því þegar við hjónin byggðum okkar fyrstu íbúð og ekki stóð á því að þú kæmir suð- ur og veittir okkur ómetanlega hjálp við það verk. Ogleymanlegar voru heimsóknirnar í Birkihlíð til ykkar Jóhönnu, viðtökurnar voru slíkar að seint gleymist og ófáar stundirnar áttum við í stofunni í Birkihlíð eða í bfltúr út í Skriður þar sem við ræddum ólíklegustu málefni, kannski helst pólitík. Við vorum ekki alltaf sammála í þeim orðaskiptum, kannski sjaldnast eða þóttumst bara vera ósammála til að fá líf í umræðurnar. Þú reyndii’ að kenna mér skák en í þeim fræðum skorti mig hæfileika en þú varst mjög góður skákmaður og vel les- inn í þeim fræðum, kunnir utanbók- ar heilu skákir stórmeistaranna og eftir að líkamleg heilsa fór að bila dundaðir þú þér við að tefla við tölvuna. Þú varst ekki langskóla- genginn en þeim mun betur lesinn í lífsins skóla og aðdáunarvert var að fylgjast með hve víðlesinn þú varst. Sérstaklega minnist ég þekkingar þinnar á ljóðum og þá helst ljóðum Steins Steinars, enda held ég að þú hafir nánast kunnað öll hans ljóð utanbókar. Svona mætti lengi telja og margt ósagt sem geymt verður í sjóði minninganna. Að lokum, Bjarni, hafðu þakkir fyrir allt. Við hjónin viljum færa starfsfólkinu á Uppsölum þakkir fyrir alla þá aðstoð og hlýju sem það sýndi Bjarna. Eins færum við starfsfólkinu á sjúkrahúsinu á Norðfirði sérstakar þakkir fyrir þá hjúkrun og aðstoð sem Bjarni fékk á erfiðum stundum. Blessuð sé minning þín. Sigurður Ástráðsson. Það sannast í dag að það er erfitt að kveðja þann sem manni þykir vænt um og á svo stóran hlut af lífi manns. I huga okkar eru afi og amma eitt. Upplifun okkar á ein- stöku sambandi þeirra hjóna, ríku af kærleika og ást, var okkur gott veganesti út í lífið. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar við hugsum til baka. Fyrstu kynni okkar af kaffidiykkju og refafóðri, allar ferðirnar sem við systur áttum niður í Bii'kihlíð til ömmu og afa, sunnudagsrúntarnir út í skriður, og spilamennskan við eldhúsborðið eru okkur ógleyman- legar þó að okkur hafi stundum fundist afi of nákvæmur og smá- munasamur í spilamennskunni. En eitt stendur þó upp úr öllum öðrum minningum, og það eru haustferð- irnar upp í Einarsstaði með afa og ömmu til þess að taka upp kartöflur og tína ber. Kvöldin í sumarbú- staðnum eru ógleymanleg þegar afi las fyi’ir okkur upp úr þjóðsögunum í rökkrinu við kertaljós og róandi tifið í prjónunum hjá ömmu, það varð til þess að við vildum fara snemma að sofa svo afi gæti lesið sem mest. Það eru minningar um svona stundir sem ylja manni þegar tekist er á við sorgina. Við eigum margar góðar minn- ingamar sem munu fylgja okkur alla tíð og við munum deila þeim með þeim sem okkur þykir vænt um. Það er von okkar að ósk afa um að hitta ömmu á ný hafi nú ræst. Hildur og Jóhanna Þorsteinsdætur. Þeim fækkar nú óðum félögunum góðu á Fáskrúðsfirði sem vaskastir og traustastir voru í þeirri farsælu fylgissveit sem voru mér helzt til halds og trausts þegar ég amlaði á Alþingi. Ómetanlegir voru þessir félagar í hverri kosningahríð, óþreytandi í góðri málafylgju við mætan málstað, stuðning alls þessa góða fólks fæ ég aldrei fullþakkað. Nú hefur einn úr þeim hópi, heiður- skempan Bjarni Sigurðsson, kvatt hinztu kveðju, en kynni okkar spanna hálfan fimmta áratug, mér svo mætakær og munaljós. Það var óneitanlega afar lær- dómsríkt að koma sem kornungur kennari á Fáskrúðsfjörð, reynslu- laus með öllu og kvíðandi hvernig til tækist og vera svo tekið þar opn- um örmum. Þar kynntist ég mörgu afbragðsfólki ágætra eiginda þannig að til einlægrar vináttu var efnt sem enzt hefur mér einkar vel á ævileið. Munahlýjar eru þær minningaperlur. I þeim hlýja og Afmælis- og minningar- greinar MIKILL fjöldi minningar- greina birtist daglega í Morg- unblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eftir- farandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvern einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargi'einar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega llnu- lengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetrar í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú er- indi. Formáli Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fædd- ur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálfum. Undirskrift Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinun- um. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í texta- menferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er ennfrem- ur unnt að senda greinar í símbréfi - 569 1115 - og í tölvupósti (minning@mbl.is). Vinsamlegast sendið greinina inni í bréfmu, ekki sem við- hengi. gefandi hóp voru þau sönnu sæmd- arhjón Jóhanna og Bjarni í Birki- hlíð og þá batt ég við þau traust vináttubönd sem aldrei röknuðu. Þau hjón voru um margt ólíkrar gerðar, en samstiga og samhent í öllu því sem einhveiju skipti. Jó- hanna hress og opinská, glaðsinna og skemmtileg viðræðu, orðheppin og alúðleg í viðmóti, gaf sér oft tíma til að ræða við kennarann unga þegar hún kom í heimsókn til Sigrúnar frænku sinnar, þar sem ég átti hið indælasta athvarf vet- urna mína tvo á Fáskrúðsfirði. Bjami var hæglátur og traustur, vörpulegur á velli og gekk röskur vel að verki hverju, gamansemi hans var góðlátleg en geigaði hvergi, oft krydduð skörpum at- hugasemdum um lífið og tilveruna nú eða þá hina hversdagslegu at- burði dægranna sem þannig fengu ljós og líf. En fyrst og síðast þessi trausta skaphöfn, heillyndið og hreinskilnin, hann var alltaf gott að eiga að. Bæði áttu þau hjón fast- mótaðar skoðanir og reifuðu þær af sinni eðlislægu ákveðni en sann- girni. I hógvæiri einurð var sú haldgóða festa sem ætíð var unnt að reiða sig á. Mest mat ég þó hina einlægu vin- fóstu hlýju sem hann Bjarni var svo auðugur af, vinátta hans vermdi og var góð til samfylgdar, ekki sízt ef á fylgisbátinn gaf, en gott var að gleðjast með honum þegar allt lék í lyndi. Handtakið hans Bjarna míns var heitt og þétt, verkhagur og verkatrúr var hann vissulega, í önn daganna átti hann þennan leikandi létta tón sem leiftrum gleðinnar brá á umhverfi allt. I höndum hans léku verkin, áræði karlmennsku og kjarks var honum eðlisbundið, hann var mannkostamaður. Hann Bjami varð góðrar gæfu aðnjótandi, átti ljúfan lífsförunaut röskleika og um- hyggju og böm þeirra bára birtu og hlýju á veg þeirra hjóna. í mikilli þökk kveð ég minn kæra vin, ótald- ar ánægjustundir lýsa leiðina, tepralaus tilsvör hans og einlægnin alltaf geymast mér í minni. Börnum hans og þeirra fólki sendum við Hanna alúðarkveðjur, sannri samúð vermdar. Eg sé bjarta og hlýja brosið hans Bjama ljóslifandi fyrir mér nú við leiðarlok. Megi það lýsa á ókunnri leið hans á vit hins óræða. Blessuð sé minning míns mæta vinar. Helgi Seljan. t Hjartkær eiginkona, móðir, dóttir, systir og mágkona, GUÐLAUG JÓNSDÓTTIR, verður jarðsett frá Seljakirkju föstudaginn 12. febrúar kl. 13.30. Ásgeir Pálsson, Jón Páll Ásgeirsson, Rósa Ásgeirsdóttir, Jón Bjarnason, Kristín Haraldsdóttir, Bjarni Jónsson, Ásthildur Helga Jónsson, Haraldur Örn Jónsson, Agla Ástbjörnsdóttir. t Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir og afi, VILBERT STEFÁNSSON, Borgarbraut 65, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju föstu- daginn 12. febrúar kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjarta- vernd og Krabbameinsfélag íslands. Börn og aðrir aðstandendur hins látna. t Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát móður okkar, tengdamóður, sambýliskonu og ömmu, MAGNEU G. GUÐJÓNSDÓTTUR, Blikahólum 4, áður til heimilis á Seltjarnarnesi. Guð blessi ykkur öll. Guðjón Stefánsson, Sigurjón Stefánsson, Ingibjörg E. Halldórsdóttir, Jón Stefánsson, Rannveig Hjörtþórsdóttir, Guðbjörg A. Stefánsdóttir, Gunnar G. Andrésson, Jón G. Guðjónsson og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRU BRIEM. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki hjúkr- unarheimilisins Sunnuhlíðar fyrir umhyggju og hjúkrun sem hún naut þar. Gunntaugur E. Briem, Guðrún Briem, Þráinn Þórhallsson, Garðar Briem, Hrafnhildur Egilsdóttir Briem, barnabörn og barnabarnabörn. BJARNI SIGURÐSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.