Morgunblaðið - 10.02.1999, Side 58

Morgunblaðið - 10.02.1999, Side 58
58 MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Bisfmvr tlu* changlnp nature of criinc. from storic Untp> lo Uu' prcsctJi da\; inil / llu- fciMrlnsáiOR irK'lhods «f ít« dctvukm / Forvitnilegar bækur IDORUNG KINDERSIEYOEVEWITNESS GUIDES GUNTER SACHS GAF UT BOK UM STJORNUSPEKI Stundvísar meyjar og þokkafullar vogir Svik og prettir INGRID Bergman horfir skelfingu lostinn á mannshöfuð í mynd Hitchcock „Under Capricorn" frá árinu 19549. mér, hvenær heyrðir þú síðast talað um 66 ára gamlan mann sem gosa?“ Sachs giftist Anne Marie Faure árið 1955 og eignaðist, soninn Rolf. En hún lést. fjórum árum síðar og breytti það lífi Sachs. Það var sjöundi áratug- urinn sem markaði upphaf glaumgosaferilsins. „Porfirio Rubirosa sem var diplómat frá Dóminíska lýðveld- GÚNTER Sachs í faðmi fjölskyldunnar. Myndin er tekin fyrir allmörgum árum. inu var frægastur allra glaum- gosa á þessum tíma. Kvik- myndastjömur vora hátt skrif- aðar, en við upplifðum það sem þær gátu aðeins leikið á hvíta tjaldinu.“ Heiðursmannasam- komuiag ríkti á milli glaumgosa að sögn Sachs og ákveðnar regl- ur. Peningar vora mikilvægir, en ekki jafn mikilvægir og góð menntun, kurteisi og að vera leikinn í tungumálum. „Áhugi á íþróttum skipti líka máli, sér- staklega á póló, tennis og skíð- um. Maður varð að vera grand- var. Það var aldrei talað um konurnar sem maður hafði verið með við aðra karlmenn. Það var ekki við hæfi.“ Sachs giftist Brigitte Bardot árið 1966 í Las Vegas og voru saman í þrjú „dásamleg ár“ að sögn Sachs, en þegar ástareld- urinn kólnaði var ekki aftur snúið. Bardot minntist aldrei á fjármuni meðan á skilnaði þeirra stóð. „Það var í anda hennar. Vissulega kunni Brigitte að meta peninga, en hún var afar fáguð mann- eskja,“ segir Sachs. Áratug eft- ir skilnaðinn keypti Sachs handa henni demant á stærð við vínber. „Ég sagði við hana að hún hefði gleymt þessu í skilnaðinum. Og hvað haldið þið hún hafi gert? Seldi hann fyrir dýrin sín,“ segir Sachs og skellihlær. „Brigitte getur gert fáránlega hluti, en hún er stórkostleg kona,“ segir hann. „Auðvitað er hún erfið, en þegar alvaran tek- ur við hagar hún sér stórmann- lega. Og hún er vog! Frábært fyrir mig því ég er sporðdreki með vogarmerkið rísandi.“ Stærðfræðingur í stjörnuspeki Sljömuspár eru ekki eitthvað sem fólk myndi í fljótu bragði tengja við Giinter Sachs, en frá því að hann gaf út bók sína „The Astrology File“ árið 1997 hefur hann verið ofurseldur fræðunum. „Ég fer inn á veitingahús og segi við þjóninn: Steingeit, ekki satt? Og^yfírleitt hef ég rétt fyrir mér.“ Ahugi Sachs á stjörnuspeki hófst á gamlárskvöld árið 1994 þegar hann var að horfa á stjörnum prýddan himininn. „Fólk hefur haft áhuga á stjörnuspeki í þúsundir ára, en enginn hefur rannsakað hvort eitthvað sé til í þessum fræðum. Ég hugsaði með mér að það væri áhugavert að komast að því.“ Sachs setti á stofn „Stofnun empírískra og stærðfræðilegra kannana á stjörnuspeki í tengslum við mannlegt atferli" og safnaði gögnuni um alla hugs- anlega þætti mannlífs- ins frá upplýsingabanka í Sviss. Gögnin voru síð- an flokkuð og borin saman við stjörnumerk- in. Niðurstaðan var sú, meðal annars, að konur í fiskamerkinu hneigj- ast til hjúkrunar, karl- menn í hrútsmerkinu fá oftar hjartaslag en aðr- ir og fleiri karlmenn í nautsmerkinu lenda í bílslysum en nokkrir aðrir. „Ég er ekki að reyna að sanna neitt,“ segir liann og bendir á þá staðreynd að hann sé stærðfræðingur en ekki stjörnufræðingur. „Markmið mitt með bókinni er að sýna hveraig allar þessar upplýsingar koma út þeg- ar þeim er deilt í tólf bunka merkta stjörnumerkjunum. Hvaða mynstur kemur fram er það sem máli skiptir." Hann bendir á mynd af fyrir- sætunni Claudiu Schiffer á veggnum. „Hún er ekki eins og þessar ensku fyrirsætur sem koma alltaf of seint,“ segir hann blíðri röddu. „Af hverju skyldi það nú vera?“ Af því hún er þýsk? „Nei, nei, nei. Það er af því að hún er meyja!“ Þá vitum við það. Glæpir og uppgötvanir. „Crime and Detection". Höfundur Brian Lane. Dorling Kind Ersley: London, 1998. 60 bls. Bóksala stúdenta. 1984 krónur. LÖGGUR og bófar eru hér í aðalhlutverki. Sennilega er þessi bók ætluð krökkum á aldrinum 11 til 12 ára. Textinn er alltént ekki ætlaður fullorðnum en viðfangs- efnið er þess eðlis að það telst varla við hæfi barna undir 10 ára aldri. Morð, mannrán, svik og prettir eru umfjöllunarefni bókarinnar annars vegar en hins vegar lögreglan og aðferðir hennar við að útrýma því fyrrnefnda. Bókin er sett þannig upp að hver opna hefur ákveðið þema, til dæmis smygl og sjórán eða lögreglubún- inga. Því er þetta einskonar al- fræðirit fyrir krakka um þetta efni. Þess má geta að þessi bók er hluti af ritröð um ýmis efni eins og pýramída, nornir, uppfinningar og veðrið. Fyrir 11 til 12 ára krakka er þessi bók eflaust þrælskemmtileg og í lagi fyrir fullorðna til að skoða í bamaafmælum. Þannig að ef þú átt frænda eða frænku á umræddum aldri sem treysta sér til að lesa ensku þá er margt vitlausara en að gefa þeim þessa bók í afmælisgjöf. Elsa Eiriksdóttir HIN þokkafulla vog, Brigitte Bar- dot, sem er fyrr- verandi eiginkona Sachs. Meistari í tilsvörum Kvikmyndir Alfreds Hitchcock. „The Films of Alfred Hitchcock". Höfundur Neil Sinyard. 159 bls. Multimedia Books: London, 1994. Bóksala stúdenta. ÞEGAR Hitchcock var spurður að því hvað hann vildi að stæði á legsteini sínum svaraði hann um hæl; „This is what we do to bad little boys“ eða í lauslegri þýðingu „Svona fá litlir óþekktarormar að kenna á því.“ Meistari Hitchcock er ekki bara þekktur fyrir góð tilsvör heldur einnig kvikmyndir sínar. Þessi bók segir frá öllum kvikmyndum sem Hitchcock leikstýrði á æviferli sín- um. Hver einasta mynd er tekin fyrir, allt frá söguþræði og bak- grunni að myndatöku í tiltekinni senu. Ýmislegt kemur á óvart við lestur bókarinnar, til dæmis að Hitchcock hafi leikstýrt söngva- mynd um Jóhann Strauss-feðgana [Valsar frá Vínarborg frá árinu 1933]. Reyndar sagði Hitchcock hana vera sína langverstu mynd. Samspil ijósmynda og texta kem- ur vel út. Textinn fer hinn gullna meðalveg og verður hvorki of yfir- borðslegur né fræðilegur, en alltaf skemmtilegur. Bókin er ríkulega skreytt ljósmyndum af senum úr kvikmyndum hans og gera umfjöll- un um þær lifandi. Þetta er áhuga- verð bók, vel gerð og skemmtileg. Hvort sem litið er á hana sem „skoðibók" eða sem leið til að kynn- ast kvikmyndum meistarans betur þá verður hún að teljast vel heppn- uð. Elsa Eiríksdóttir GÚNTER Sachs var lukk- unnar pamfíll. Hann átti nóg af peningum, var frægur og var giftur Brigitte Bardot. Núna á sjötugsaldri kitl- ar það hégómagirndina enn þeg- ar talað er um hann sem glaum- gosa. Gunter Sachs býr í litlum bæ fyrir utan Miinchen og á skrif- stofu hans má sjá myndir af fyrrverandi eiginkonu hans, Brigitte Bardot, og fyr- irsætunni Claudiu Schif- fer. Einu sinni var Gúnter Sachs einn eftirsóttast.i piparsveinn Evrópu. Móðurafi hans, Wilhelm von Opel, var sonur stofnanda Opel-verk- smiðjanna og föðurafi hans stofnaði Freilauf- verksmiðjurnar. Faðir Sachs, Willy, var eig- andi Fichtel & Sachs, fyrirtækis sem sá bfla- iðnaði Þýskalands fyrir ýmsum varahlutum. GUnter erfði auðæfin þegar hann var aðeins 25 ára gamall. Sachs sagði eitt sinn að hann skammaðist sín ekki fyrir að vera auðug- ur því hann vissi vel hvernig nota ætti pen- inga. Hann bætti því við að það væra þeir sem ekki kymiu að njóta auðs sem gæfi auðmönn- um slæmt orðspor. Enda stóð Sachs undir nafni, safnaði bæði dýrum listmunum og frægum kærustum. Heiðursmannasamkomu- lag glaumgosa í dag er kvennaljóminn jafn hvíthærður og snævi þaktir toppar St. Mauritz. Þrátt fyrir að Sachs hafí verið hamingju- samlega giftur hinni sænskætt- uðu Mirja Larson í 29 ár kemur skelmislegt brosið fram þegar minnst er á feril hans í kvenna- málum. „Ég hef ekkert á móti því að vera kallaður glaumgosi," segir hann rámri röddu. „Segðu Forvitnilegar bækur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.