Morgunblaðið - 12.02.1999, Page 5

Morgunblaðið - 12.02.1999, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 5 Á næstu misserum munu birtast á mjólkur- umbúðum textabrot sem gefa hugmynd um fjölbreytni þess sem skrifað hefur verið á íslensku f gegnum aldirnar. Af því tilefni efnir Mjólkursamsalan til skemmtilegrar getraunar fyrir lestrarhesta á öllum aldri. Hver er höfundur textans? iminhá ský, skjannahvít og skínandi fögur, getur oft að líta í austri og norðri og enda víðar. Þau sjást oft í útsynningi og eru þá alls ekki neitt augnagróm. Mann sundlar næstum við að sjá hversu há þau eru, breið og þykk, og svo björt eru þau að flestum þeim er blína á þau til lengdar syrtir fyrir augum er af er litið. En þó hafa þau eins og flest annað sínar dökku hliðar: Skuggarnir eru óvenjulega svartir. Fern bókaverðlaun og 200 stuttermabolir! 8 T3 íslenskuátak Mjólkursamsölunnar hefur staðið í fimm ár. Margvíslegar ábendingar um íslenskt mál hafa birst á mjólkur- umbúðum og hlotið góðar viðtökur. Það er von Mjólkursamsölunnar að textarnir á nýju umbúðunum muni vekja forvitni hjá ungum sem öldnum og verði hvatning til frekari lesturs. Svör berist til Mjólkursamsölunnar, Bitruhálsi 1, fyrir 10. mars. Svarseðlar verða afhentir á íslenskudögum í Kringlunni um helgina. Þar verður líka tekið á móti útfylltum seðlum. Einnig er hægt að svara getrauninni á heimasíðu MS, www.ms.is. Verðlaun verða afhent í Ráðhúsi Reykjavíkur 21. mars.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.