Morgunblaðið - 12.02.1999, Side 9

Morgunblaðið - 12.02.1999, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 9 FRÉTTIR Heilbrigðisráðherra heimsótti Ríkisspítal- ann í Kaupmannahöfn 16 líffæra- ígræðslur á tveimur árum FRÁ því að heilbrigðisráðuneytið gerði samning við Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn um líffæra- ígræðslur á íslenskum sjúklingum hafa 16 stórar aðgerðir verið gerðar þar. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra heimsótti spítalann á miðvikudag og ræddi við lækna sem þar starfa. Hún segist vera mjög ánægð með að- búnað sjúklinga á spítalanum og athyglisvert sé hve miklar fram- farir eigi sér stað í líffæraflutn- ingum. Betri flugsamgöngur Ái-ið 1996 var gerður samningur við Ríkisspítalann í Kaupmanna- höfn um að hann tæki að sér að framkvæma líffæraígræðslur á ís- lenskum sjúklingum. Fram að þeim tíma höfðu slíkar aðgerðir farið fram í Gautaborg. Ingibjörg sagði að ýmsar ástæður hefðu verið fyrir þessari ákvörðun. Ein ástæðan væri sú að mun betri flugsamgöngur væru við Kaup- mannahöfn en Gautaborg, en það gerði það m.a. að verkum að sjúk- lingar þyrftu ekki að bíða eins lengi eftir aðgerð ytra eins og þeir hefðu þurft að gera í Gautaborg. Auk þess hefðu náðst hagstæðari samningar við Danina. Kærkomið að kynnast aðbúnaði á spítalanum „Mér fannst kærkomið að fá tækifæri til að kynnast aðbúnaði íslenskra sjúklinga sem þurfa að leita sér lækninga á spítalanum. Aðbúnaðurinn er mjög góður bæði fyrir sjúklinga og aðstand- endur þeirra. Eg hitti m.a. þá lækna sem gera líffæraígræðslur á íslenskum sjúklingum. Mér fannst mjög fróðlegt að kynnast þeim nýjungum sem eru að verða á þessu sviði læknisfræðinnar. Eg er mjög ánægð með hvað það hef- ur gengið vel að flytja þessar að- gerðir frá Gautaborg," sagði Ingi- björg. Ingibjörg skoðaði spítalann með séra Birgi Ásgeirssyni sjúkrahús- presti, sem hefur aðstoðað ís- lensku sjúklingana og aðstandend- ur þeiiTa. Ingibjörg sagðist hafa sannfærst enn betur um mikilvægi starfs prestsins í þessari ferð. Ingibjörg hitti danska heilbrigð- isráðherrann á þriðjudag þar sem farið var yfir samstarf þjóðanna á sviði heilbrigðismála. Frá því að líffæraígræðslur hófust á Ríkisspítalanum í Kaup- mannahöfn í janúar 1997 hafa ver- ið gerðar þar 16 stóra aðgerðir á íslenskum sjúklingum. Tveir hafa fengið nýtt hjarta, einn ný lungu, fjórir hafa farið í lifraskipti og níu í nýrnaskiptiaðgerð. Lager- hreinsun Allt að 80% af eldri lager ENGLABÖRNÍN Laugavegi 56 TI2SS skyrtur Stórar stærðir. Keðst við Dunhogo, sími 562 2230 Sissa t'ískuhús Hverfisgötu 52, sími 562 5110 Við rýmum fyrir nýjum vörum Viðskiptavinum okkar gefst því kostur á að prútta og gera góð kaup næstu dagana. Opið í dag til kl. 19, laugardaga frá kl. 10-17, sunnudaga frá kl. 13-17. Hörku lagersala Otrúleg verðtilboð Mikið úrval, einkum af drögtum og bolum í litlum og stórum stærðum hi&QýGafhhiUi Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. £ Siðsti dagur sýningar á ollu því nýjasta frá /. a. E Y e works Komdu og sjáðu 06NAVí, 20% afsláttu af glerjum meðan á sýningurinn stendur Laugavegi 40, simi 561 0075 GULLPOTTUR FIMMTÁN 0G HÁLF MILLJÓN 8. feb. Háspenna, Laugavegi 118 .15.602.133,- Silfurpottar í Háspennu frá 28. jan til 10. feb. 1999 Dags. Staður Upphæð 29.jan. Háspenna, Laugavegi...........65.302 kr. I.feb. Háspenna, Laugavegi..........484.525 kr. 1. feb. Háspenna, Laugavegi...........76.590 kr. 1. feb. Háspenna, Laugavegi...........78.419 kr. 1. feb. Háspenna, Hafnarstræti...101.299 kr. 2. feb. Háspenna, Hafnarstræt.........86.706 kr. 2. feb. Háspenna, Hafnarstræti........61.903 kr. 2. feb. Háspenna, Laugavegi...........79.158 kr. 3. feb. Háspenna, Laugavegi..........251.460 kr. 3. feb. Háspenna, Hafnarstræti...179.466 kr. 4. feb. Háspenna, Laugavegi..........229.599 kr. 4. feb. Háspenna, Laugavegi...........66.200 kr. 5. feb. Háspenna, Laugavegi...........78.592 kr. 5. feb. Háspenna, Hafnarstræti...185.362 kr. 6. feb. Háspenna, Laugavegi..........231.821 kr. 7. feb. Háspenna, Hafnarstræti...104.869 kr. 10.feb. Háspenna, Laugavegi...........53.813 kr. 10.feb. Háspenna, Hafnarstræti........78.198 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.