Morgunblaðið - 12.02.1999, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Samstarfssamningur Landssímans og Listasafns Islands
Myndlistin út til fólksins
Morgunblaðið/Ásdís
KNÚTUR Bruun, formaður safnráðs Listasafns íslands, Olafur Kvar-
an safnstjóri, Guðmundur Björnsson, forstjóri Landssímans, og Þórar-
inn V. Þórarinsson, sijórnarformaður Landssímans, við undirritun
samstarfssamnings Landssímans og listasafnsins í gær.
Athugasemd frá
Sjómannafélagi Reykjavíkur
Höfðu sjálfir kann
að „þessa ólög-
legu möguleika“
LANDSSÍMINN verður aðal-
styrktaraðili Listasafns íslands
næstu tvö starfsár safnsins, 1999
og 2000, og nemur styrkurinn
samtals um tólf milljónum króna.
Samstarfssamningur þessa efnis
var undirritaður í listasafninu í
gær og þá var einnig opnuð ný
heimasíða safnsins.
Styrkurinn skiptist þannig að
hvort ár verður fjórum milljón-
um króna varið til kynningar-
mála safnsins og tvær milljónir
renna beint til safnsins í formi
peningagreiðslu. Markaðsdeild
Landssímans mun standa að
kynningarátaki í þágu listasafns-
ins með það að markmiði að
kynna almenningi, ekki síst
yngra fólki, starfsemi þess og
gera safnið að lifandi stofnun í
huga fólks.
Auk fjárframlagsins veitir
Landssíminn Listasafni íslands
aðstoð við gerð heimasíðu fyrir
safnið og fría vistun sfðunnar.
Jafnframt verður allur kostnaður
sem til fellur vegna heimasíðunn-
ar, t.d. vegna hönnunar, uppsetn-
ingar og viðhalds, greiddur af
Landssímanum. Slóð síðunnar er
www.listasafn.is.
Söguleg stund fyrir
listasafnið
Ólafur Kvaran safnstjóri sagði
við undirritunina í gær að þetta
væri söguleg stund fyrir lista-
safnið. Eitt af vandamálum safns-
ins fram að þessu hefði verið að
það væri ekki nógu sýnilegt. Með
hinum myndarlega stuðningi
Landssimans ætti að vera hægt
að gera safnið aðgengilegra og
sýnilegra og styrkja þar með
hina menningarlegu sjálfsmynd
þjóðarinnar.
Guðmundur Björnsson,
forsljóri Landssímans, sagði að
fyrirtækið væri stolt af því að
fá tækifæri til að styðja við listir
og menningu í landinu með þess-
um hætti. Þórarinn V. Þórarins-
son, stjórnarformaður Lands-
símans, kvaðst líta á það sem
mikilvægan þátt í starfsemi
Landssímans að leggja fjármuni
til stuðnings menntunar og
menningarlífs. Hann kom einnig
inn á þá nýju möguleika sem
skapast með því að birta sýnis-
horn af verkum safnsins á Netinu
og sagði að með því móti væri
byggð bní milli landshluta.
Knútur Bruun, formaður safn-
ráðs Listasafns Islands, fagnaði
því að „svo ágætir menningar-
menn“ sætu í stjórn landssimans
og óskaði Listasafninu til ham-
ingju með samninginn, sem væri
„stórkostlegt skref í áttina til
þess að koma myndlistinni út til
fólksins".
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Jónasi
Garðarssyni, formanni Sjómannafé-
lags Reykjavíkur:
„Sjómannafélag Reykjavíkui- hef-
ur fylgst með umfjöllun Mbl. um
flutninga á vegum Bandaríkjahers
milli Islands og Norfolk. Ljóst er að
mikil átök eiga sér stað um þetta mál
og almenningur sér ekki nema rétt
toppinn á ísjakanum. Fyrir einstæða
tilviljun birtast athugasemdir Eim-
skips og Van Ommeren í sama blaði,
enda má vera að John P. Love hafi
náð því að læra að lesa íslensku frá
árinu 1985, nema hann hafi notið ein-
hverrar uppörvunar til blaðaskrif-
anna innan úr hvíta húsinu við Póst-
hússtrætið. Slík aðstoð flokkast
sennilega ekki undir hringamyndun.
Hér fá menn forsmekkinn að þeirri
ringulreið sem ríkir í alþjóðlegum
sjóflutningum og sem Eimskip leitast
við að nýta sér út í ystu æsar á kostn-
að íslenskrar farmannastéttar. Þegar
nýr aðili kemur fram á sviðið, þá hef-
ur hann beitt „brögðum“. Bæði John
P. Love og Eimskip lýsa sjálfu'
hvemig þeir hafí verið búnir að kanna
þessa „ólöglegu“ möguleika sjálfir.
Og stóru orðin eru ekki spöruð.
„Lærlingurinn" verður að manni og
þakkar ekki ofeldið, er rauði hroka-
þráðurinn í grein Johns P. Love.
Skipin eru meira að segja fljótandi
líkkistm-! Skip TLL, Sly Fox, er
samskonar skip og Van Ommeren
notaði sjálft til íslandssiglinga um
árabil. Eimskip hefur meðal annai’s
notað erlend leiguskip með láglauna-
áhöfnum í þessum sömu flutningum.
Eimskip færir sig stöðugt upp á
skaftið í þessum málum og notar í
auknum mæli erlend leiguskip mönn-
uð erlendum láglaunaáhöfnum í fóst-
um áætlunarsiglingum milli Islands
og annaira landa. Hvemig væri nú ef
sjálfur utanríkisráðherrann myndi
beita sér fyrir því að breyta þessari
þróun, t.d. með því að fella niður
skráningargjöld íslenskra kaupskipa,
setja lög um að strandflutningar faii
aðeins fram undir íslenskum þjóð-
fána, eins og víða er sett í lög t.d. í
Noregi, að þau íslensku skipafélög
sem flytja fyrh' Bandaríkjaher verði
mönnuð íslenskum áhöfnum? Jafn-
framt beinum við þeim tilmælum til
utanríkisráðherra að næst þegar
hann kíkh- yfír einhveija milliríkja-
samninga íslands og annarra landa
að kanna í leiðinni hvað líði fullgild-
ingu ýmissa mikilvægra ILO-sátt-
mála (Alþjóða vinnumálastofnun Sa-
meinuðu þjóðanna) sem varða velferð
og öryggi sjómanna, aukið efth'lit
með öryggi erlendra skipa í íslensk-
um höfnum o.s.frv.“
Ráðstefna Sjálfstæðisflokksins um virkjanir og verndun hálendisins
Undirbúningur að forgangsröð-
un virkjana langt á veg kominn
Morgunblaðið/Kristinn
THEODOR Blöndal talaði um áhrif virkjana og stóriðju á atvinnulíf á ráð-
stefnu Sjálfstæðisflokksins um virkjanir og verndun hálendisins í gær.
MÁLEFNANEFNDIR Sjálfstæðis-
flokksins stóðu fyrir ráðstefnu um
virkjanir og verndun hálendisins í
Valhöll í gær. Þátttaka á ráðstefn-
unni var góð, en sex framsögumenn
tóku til máls auk þess sem efnt var
til pallborðsumræðna að erindunum
loknum.
Þórður Friðjónsson, ráðuneytis-
stjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neytinu, gerði grein fyrir stefnu
stjórnvalda varðandi hagnýtingu
orkulindanna. Greindi hann m.a. frá
því að ríkisstjómin hefði í febrúar
1997 samþykkt að gera fram-
kvæmdaáætlun um umhverfismál.
Með því var ákveðið að iðnaðarráð-
herra í samráði við umhverfisráð-
herra, skyldi láta gera rammaáætlun
til langs tíma um nýtingu vatnsafls
og jarðvarma og henni skyldi lokið
fyrir árið 2000.
Þórður sagði að undirbúningur
ákveðinna þátta stefnumótunarinnar
væri langt á veg kominn og skipulag
og verklag hennar yrði kynnt innan
skamms. Sagði hann að með stefnu-
mótuninni yrði lagður grundvöllur
að forgangsröðun virkjunarkosta þar
sem tekið væri tillit til þarfa þjóðfé-
lagsins hvað varðar atvinnustarf-
semi, varðveislu náttúrugæða og
hagsmuna alfra sem nýta þessi gæði.
Þórður sagði að við forgangsröðun
yrði virkjunarkostum líklega skipt í
þrjá flokka. í fyrsta lagi álitlega
virkjunarkosti, í öðru lagi hugsan-
lega kosti sem þarfnast nánari at-
hugunar og í þriðja lagi kosti sem
ekki kemur til greina að hrófla við af
náttúruverndarástæðum.
Þórður setti tölur um fjárfestingar
í stóriðju á árunum 1996-1998 í sam-
hengi við vaxandi hagvöxt í landinu
umrædd ár. Sagði hann að fjárfest-
ingar í stóriðju skýrðu um þriðjung
af hagvexti undanfarinna góðæris-
ára. „Því má segja að góðærið sem
við búum nú við stafí af stóriðjunni,"
sagði Þórður.
Theodór Blöndal atvinnurekandi
frá Seyðisfírði gerði áhrif virkjana og
stóriðju á atvinnulíf að umfjöllunar-
efni í erindi sínu auk þess sem hann
fjallaði um áhrif þeirra á byggðaþró-
un. Sagði hann að hingað til hefði
uppbygging átt sér stað á suðvestur-
horninu, að mestu í sátt við bæði land
og íbúa þess. „Nú bregður svo við að
þegai' farið er að ræða um orkufrek-
an iðnað á Austm'landi með tilheyr-
andi framkvæmdum ætlar allt vit-
laust að verða. Þá er allt í einu enginn
í sátt við landið. En hvað getur orku-
frekur iðnaður gert fyrir byggðaþró-
un í landinu? Að mínu mati getur
hann gert mikið. í dag, jafnvel skipt
sköpum," sagði Theodór.
Steinn Logi Björnsson, fram-
kvæmdastjóri og formaður nýstofn-
aðra Samtaka ferðaþjónustunnar,
sagði að viðhorf íslendinga til nátt-
úru landsins hefði tekið miklum
breytingum að undanfórnu. íslend-
ingar, jafnt sem erlendir ferðamenn
gerðu kröfu um að njóta hreinnar
náttúru landsins. Hann lagði til að
tekinn yrði frá hluti af hálendinu til
friðunar. Með því móti væri hægt að
varðveita ímynd þess, sem við selj-
um útlendingum, auk þess sem hluti
þess yrði varðveittur og verndaður
fyrir framkvæmdum. Steinn Logi ít-
rekaði að það væri mat ferðaþjónust-
unnar að ekki skyldi útiloka virkjan-
ir en hins vegar þyrfti að taka mið af
framtíð ferðaþjónustunnar þegar
ákvörðun um virkjun á hálendinu
væri tekin.
Margbreytilegra aðgerða þörf
til að leysa byggðavandann
Soffía Lái’usdóttir, bæjarfulltrúi á
Egilsstöðum, komst að þeirri niður-
stöðu í erindi sínu, eftir að hafa rakið
bæði hugsanleg jákvæð og neikvæð
áhrif stóriðju á Austurlandi, að at-
vinnuuppbygging með orkufrekum
iðnaði eingöngu myndi líklega ekki
geta bjargað byggðamálum lands-
byggðarinnar. Neikvæð íbúaþróun
ætti sér margar orsakir og marg-
breytilegri aðgerðir væru nauðsyn-
legar til þess að snúa henni við.
Jónas Elíasson prófessor fjallaði
um fagleg tök á umhverfisvandan-
um. Tók hann dæmi frá Bandaríkj-
unum þar sem viðamikilli umhverfis-
stjórnun hafí verið komið á. Niður-
staða hans var að skýrari umhverfis-
stefnu vantaði hérlendis. Til dæmis
væri brýnt að auka rannsóknir og
meta fórnarkostnað vegna friðunar,
sem svara myndi spurningunni:
Hverju erum við að fórna ef við frið-
um ekki?
Styrmir Gunnarsson ritstjóri fjall-
aði að lokum um breytt viðhorf til
umhverfismála. Sagði hann að fá
málefni hefðu vakið jafn sterkai’ til-
finningar í brjóstum ungra íslend-
inga og hugmyndir um uppbyggingu
virkjana á hálendinu og stóriðju
þeim tengdum. Ungt fólk í dag hefði
með áberandi hætti lýst yfn- vilja til
þess að standa vörð um umhverfi
okkar og náttúru. „Verkefni okkar
er að fínna leiðir til þess að virkja
orku fallvatnanna og jarðhitans án
þess að taka frá komandi kynslóðum
þau önnur verðmæti sem þar er að
finna,“ sagði Styrmir.
Tveir framsögumenn, þeir Þórður
Friðjónsson og Styrmir Gunnarsson,
sátu fyrir svörum í pallborðsumræð-
um auk Friðriks Sophussonai’, for-
stjóra Landsvirkjunar, Önnu Dóru
Sæþórsdóttur landfræðingi og Arn-
björgu Sveinsdóttur alþingismanni.
Fjölmörgum spurningum var beint
til pallborðsins og beindist umræðan
einna helst að því hvaða leiðir mætti
fara til að ná sáttum um vemd og
nýtingu hálendisins. Fram komu
mjög skiptar skoðanir meðal fundar-
manna en af þeim og framsöguerind-
um mátti gi’eina að fullur vilji væri
til þess að finna milliveg sem hæfði
hagsmunum flestra, þótt sá milliveg-
ur virtist ekki fundinn enn.
Guðmundur Kjærnested
Með svipað
skip og Van
Ommeren
GUÐMUNDUR Kjærnested, eig-
andi Ti’ansAtlantic Lines, segir að
reynslan sýni að skip á borð við Sly
Fox, sem fyrirtæki hans hefur notað
til flutninga milli Bandaríkjanna og
íslands fyi’fr varnarliðið, sé mjög
svipað og skipið Strong Icelander,
sem skipafélagið Van Ommeren not-
aði í flutninga fyrfr vamarliðið til
fjögurra ára. Skilji hann því ekki
ummæli Johns P. Loves, stjórnar-
manns hjá Van Ommeren Shipping
(USA), þess efnis að skip hans séu
óhæf til flutninga.
Guðmundur sagði að menn hefðu á
sínum tíma sagt að Strong Icelander
myndi aldrei duga og kallað hann
kafbátinn, en vel hefði gengið að
nota skipið til flutninganna. Reynsl-
an sýndi að þessi skip ættu fullt er-
indi á Atlantshafið.
„En hverjum þykir sinn fugl fag-
ur,“ bætti hann við.
----------------
Verkefna-
styrkur FS til
Hrundar
HRUND Gunnsteinsdóttur verður í
dag veittur verkefnastyrkur Félags-
stofnunai’ stúdenta fyrir B.A. verk-
efni sitt í mann-
fræði, „Hið falda
handrit - Óform-
leg andspyrna í
stríðinu í íyrrver-
andi Júgóslavíu“.
Verkefnastyrk-
ur Félagsmála-
stofnunar stúdenta
Hrund er veittur þrisvar á
Gunnsteinsdóttir ári. Nemendur,
sem skráðir eru til útskriftar hjá Há-
skóla Islands, og þeir, sem eru að
vinna að verkefni, sem veita sex ein-
ingar eða meira í greinum, þar sem
ekki eru eiginleg lokaverkefni, geta
sótt um styrkinn sem nemur 100
þúsund krónum.