Morgunblaðið - 12.02.1999, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 12.02.1999, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristj án GUÐRUN Asmundsdóttir og Erlingur Gíslason hafa fengið lofsamlega dóma fyrir hlutverk sín í Rommí. Þau komu norður til Akureyrar í gær og tóku létta æfingu á sviði Renniverkstæðisins fyrir frumsýning- una í kvöld. Um aðra helgi verða þau hins vegar á faraldsfæti því þá stendur til að sýna verkið Akureyri og í Reykjavík sama daginn. Rommí frumsýnt á Renniverkstæðinu Mikill áhugi fyrir verkinu LEIKRITIÐ Rommí eftir Banda- ríkjamanninn D.L. Coburn verð- ur frumsýnt á Bing Dao-Renni- verkstæðinu á Akureyri í kvöld. Leikritið hefur verið sýnt fyrir fullu húsi í Iðnó í Reykjavík frá því í haust og virðist ekkert lát á aðsókn þar. Leikarar í Rommí eru þau Guðrún Asmundsdóttir og Erlingur Gíslason en leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson. Þrjár sýningar verða á Rommí á Renniverkstæðinu um aðra helgi og laugardaginn 20. febrúar verður verkið sýnt bæði á Akureyri og í Reykjavi'k. Sýningin á Akureyri verður kl. 14 en sýningin í Reykjavík kl. 21. Þetta er mögulegt þar sem önnur leikmynd var smíðuð fyrir verkið á Renniverkstæðinu en þetta hefur ekki verið gert áður svo vitað sé. Magnús Geir Þórðarson leik- stjóri sagði Rommí höfða tii mjög breiðs lióps áhorfenda. „Þetta er leikrit eins og leikrit eiga að vera og er mjög vel skrifað. Það er átakanlegt, hugljúft og alveg drepfyndið á köflum. Þótt leikrit- ið fjalli um fólk á elliheimili, höfðar það ekki síður til yngra fólks,“ sagði Magnús Geir. Fólk komið víða af landinu IVQög mikil eftirspurn er eftir miðum á sýninguna á Akureyri, uppselt er í kvöld og nánast upp- selt á sýningarnar þtjár um aðra helgi. Verkið verður sýnt nokkrum sinnum á Renniverk- stæðinu en ekki er ljóst hversu margar þær verða. Rommí er sjötta leikverkið sem sett er upp á Renniverkstæð- inu frá því Kristján Sverrisson, veitingamaður á Bing Dao, tók við rekstrinum fyrir tæpu ári. Fyrri leikverk hafa fengið mjög jákvæðar viðtökur og fólk komið til Akureyrar víða af landinu. Einnig hafa verið hljómleikar og fleiri uppákomur á Renniverk- stæðinu á tímabilinu. Kristján sagði að margir hefðu sýnt því áhuga að setja upp leik- sýningar á Renniverkstæðinu og væri þegar Ijóst að þar yrðu uppákomur fram á sumar. „Þetta hleypir frekara lífi í leiklistarlíf bæjarins og er auk þess atvinnu- skapandi. Einnig er ánægjulegt hversu margir hafa tekið því vel að lána ýmsa hluti til nota í sýn- ingunum hér.“ Leikritið Rommí er sett upp af Leikfélagi Islands ehf. en félagið rekur menningarstarfsemi í Iðnó í Reykjavík. Sýningar í Iðnó hafa notið mikilla vinsælda og sagði Magnús Geir að í næstu viku yrði bryddað upp á þeirri nýjung að vera með hádegissýningar alla virka daga. Fyrsta verkið sem sýnt verður í hádeginu heitir Leitum að ungri stúlku, eftir Kristján Þórð Hrafnsson. Verkið hlaut fyrstu verðlaun í sam- keppni sem Leikfélag íslands stóð fyrir en alls bárust 56 verk í keppnina. Félag áhugafólks um heimspeki Jón Björns- son fíytur fyrirlestur JÓN Björnsson sálfræðingur, áður félagsmálastjóri Akureyrar og nú framkvæmdastjóri menningar-, uppeldis- og félagsmála hjá Reykjavíkurborg, heldur fyrirlest- ur á vegum Félags áhugafólks um heimspeki á Akureyri á morgun, laugardaginn 13. febrúar, kl. 14 í húsnæði Háskólans á Akureyri við Þingvallastræti. Aðgangur er ókeypis. Erindi Jóns ber þrjú heiti og lýsa hvert um sig einni hlið málsins en áheyrendur geta valið við hvaða hlið þeir leggja hlustir sínar. Heitin eru: Hið tvílráða hik eybúans and- spænis vaxandi alþjóðavæðingu, Skólamál norðanlands um miðbik aldarinnar og Tunglvél í Tor- fulækjarhreppi. -----♦-♦-♦--- Bikarmót BIKARMÓT Skíðasambands ís- lands í skíðagöngu verður haldið í Hlíðarfjalli við Akureyri um helg- ina. Mótið hefst á laugardag kl. 14 en þá verður gengið með frjálsri aðferð. A sunnudag verður gengið með hefðbundinni aðferð og hefst mótið þann dag kl. 11. Eining-Iðja, nýtt stéttarfélag í Eyjafírði Björn Snæbjörnsson sækist eftir formennsku BJÖRN Snæbjömsson, formaður Verkalýðsfélagsins Einingar, sækist eftir formennsku í nýju stéttarfélagi sem verður til við sameiningu Ein- ingar og Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri. Þorsteinn Arnórsson, formaður Iðju, sækist hins vegar eftir formennsku í iðnverkadeild innan félagsins, sem jafnframt gefur sæti í aðalstjórn sameiginlegs félags. Kirkjustarf LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta verður í Greni- víkurkirkju á sunnudag kl. 14. Fermingarböm era minnt á fræðsluna þennan dag kl. 11 sem og messuna. Kyrrðar- og bænastund verður kl. 21 á sunnudagskvöld í Grenivíkur- kirkju. Möðravallaprestakall: Sunnudagaskóli verður í Möðruvallakirkju kl. 14 á sunnudag í umsjón Söra Helgadóttur og sóknarprests. Nýtt bamaefni verður afhent, sögustund og mikið sungið. Foreldrar era hvattir til að mæta með bömum sínum. Þorsteinn sagðist ekki sækjast eftir formennsku í hinu nýja félagi og heldur ekki eftir stöðu varafor- manns, ritara eða gjaldkera. Sam- fara atkvæðagreiðslu um samein- ingu félaganna í vikunni var kosið um nýtt nafn á sameiginlegt félag og hlaut nafnið Eining-Iðja rúm- lega 52% atkvæða. Aðalfundur hins nýja félags hefur verið boðaður 15. maí í vor en áður munu félögin tvö halda aðalfundi sína þar sem form- lega verður gengið frá sameining- unni. Uppstillingarnefnd leggur fram lista Björn sagði að þótt hann gæfi kost á sér sem formaður hins nýja félags, væri það uppstillingarnefnd sem legði fram lista yfir stjórn og trúnaðarráð. Eins gætu einstak- lingar gefíð kost á sér í stjórnina. Hin nýja stjórn Einingar-Iðju verður skipuð 14 mönnum en að- eins er kosið um formann, varafor- mann, ritara og gjaldkera á aðal- fundinum í vor. Innan félagsins verða sex starfsgreinadeildir og eru formenn þeirra sjálfkjörnir i stjómina, svo og þeir fjórir sem stýra svæðisráðunum fjórum ann- ars staðar á Eyjafjarðarsvæðinu. Félagar í Iðju unnu vel Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær var sameiningin sam- þykkt mjög öragglega og þeir Björn og Þorsteinn vora því að vonum ánægðir með úrslitin. Björn sagði að sú vinna sem fólkið í Iðju hefði skilað til að ná þessum úrslit- um hefði verið aðdáunarverð. „Eg hef oft staðið í hinum ýmsu kosn- ingum en ég held að fólkið í Iðju hafi skilað betri vinnu en ég hef áð- ur orðið vitni að,“ sagði Bjöm. Hann sagðist vissulega hafa viljað sjá betri þátttöku félaga sinna en hins vegar hefðu þeir sem þátt tóku verið mjög jákvæðir gagnvart sameiningunni. ÓLI G. Jóhannsson myndlistar- maður opnar málverkasýningu í Ketilhúsinu í Grófargili á Akur- eyri laugardaginn 13. febrúar kl. 14.00. Þar sýnir Óli um 40 verk Loki komdu heim ÞAÐ eru fleiri en höfuðborgar- búar sem eltast við gæludýr sem ekki vilja vera heima hjá sér. Þær stöllur Heiðdís og María hlupu kappklæddar á eftir kett- inum Loka, sem Heiðdís á, um Eyrarlandsveginn á Akureyri til að ná honum. Loki gaf sig hins vegar hvergi og hljóp inn á íbúðalóðir, stakk sér inn í runna og undir bfla og vildi ekki fara heim alveg strax. Heiðdís sá því fram á að eina leiðin til að kló- festa Loka væri að bjóða honum upp á kattarmat af bestu gerð. sem eru unnin í akrýl á striga. Yfirskrift sýningarinnar er; I villubirtu hugmyndanna, en liún stendur aðeins yfir í tvo daga, laugardag og sunnudag. Ingimar sýnir í Háskólanum INGIMAR Ólafsson Waage opnar myndlistarsýningu í Bókasafni Há- skólans á Akureyri á morgun, laug- ardaginn 13. febrúar, kl. 15. Á sýningunni verða landslags- málverk unnin í olíu á árunum 1996 til 1999. Hann nam við Myndlista- og handíðaskóla Islands og var við framhaldsnám í Frakklandi. Ingi- mar hefur haldið tvær einkasýning- ar í Reykjavík og tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og er- lendis. Þetta er í fyrsta sinn sem Ingimar sýnir verk sín á Akureyri. Sýningin stendur til 12. mars næst- komandi og er opin á afgreiðslu- tíma safnsins, frá kl. 8 til 18 mánu- daga til föstudaga og 12 til 15 á laugardögum. ------------- Hugleiðingar um kvenlíkamann JÓHANNES Dagsson opnar myndlistarsýningu á Kaffi Karólínu á morgun, laugardaginn 13. febrú- ar. Á sýningunni eru olíumálverk byggð á hugleiðingum um kvenlík- amann. Þetta er fyrsta einkasýning Jóhannesar. Hann hefur lokið tveggja ára námi frá Myndlistar- skólanum á Akureyri en er nú við nám í heimspeki og bókmenntum í Háskóla íslands. Sýningin stendur til 13. mars næstkomandi og er að- gangur ókeypis. Akureyrarbær Grunnskólar Kennarar - Brekkuskóli Vegna forfalla vantar nú þegar bekkjakennara fyrir eina deild í 4. bekk. Um fullt starf er að ræða og stendur verkefnið til vors. Upplýsingar gefur skólastjóri, Björn Þórleifsson, í síma 462 2525 á skólatíma, heimasími er 462 6658 eða 899 3599. Umsóknum skal skila til starfsmannadeildar á eyðublöð- um sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 19. febrúar. Starfsmannastjóri j Morgunblaðið/Kristján Óli G. í Ketilhúsinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.