Morgunblaðið - 12.02.1999, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Kaupþing hefur selt 11,3% hlut sinn í Sæplasti á 47,5 milljónir króna
Eigendur Borgarplasts
kaupa stóran hlut í Sæplasti
KAUPMNG hf. seldi í gær fjórum
aðilum 11,31% eignarhlut sinn í
Sæplasti hf. að nafnvirði 11,087 millj-
ónir króna á genginu 4,29, eða fyrir
47,565 milljónir króna. Kaupþing var
stærsti hluthafinn í Sæplasti og eftir
söluna er eignarhlutur Kaupþings í
Sæplasti innan við 0,5% af heildar-
hlutafé félagsins. Meðal kaupend-
anna eru stærstu eigendur Borg-
arplasts hf., keppinautar Sæplasts,
og segist Valdimar Snorrason,
stjórnarformaður Sæplasts, fagna
því að fyrirtækið sé orðið það áhuga-
vert að samkeppnisaðilinn sjái sér
hag í að eignast hlut í því.
Valdimar sagði í samtali við Morg-
unblaðið að hann hefði heimildir fyr-
ir því að þeir sem keyptu hlut
Kaupþings væru Guðni Þórðarson
og Sjöfn Guðmundsdóttir, stærstu
hluthafamir í Borgarplasti, Halldór
Birgisson og Steinunn Ragnarsdótt-
ir.
„í sjálfu sér er ekkert um málið
að segja frá okkar hendi. Við erum
á frjálsum markaði og fögnum því
bara ef félagið er það áhugavert að
samkeppnisaðilar okkar sjá hag sín-
um vel borgið með að vera eign-
araðilar að fyrirtækinu," sagði
Valdimar. „Maður veit ekki hvað
menn ætla sér þarna í raun, en ég
býst við að þessi hópur sem slíkur
sé að hugsa til þess að koma manni í
stjórn eða eitthvað slíkt. Ég get
hins vegar ekki í fljótu bragði tjáð
mig um hvað þetta þýðir fyrir félag-
ið.“
Umræða um sameiningu
fyrirtækjanna
Valdimar sagði að mikil umræða
hefði verið um að Sæplast og Borg-
arplast væru hugsanlega að samein-
ast, en hann sagði að engar form-
legar viðræður um slíkt hefðu farið
fram.
„Hins vegar er alveg ljóst að þeir
hafa haft allar upplýsingar um
Sæplast, vegna þess að við erum á
frjálsum markaði, og meta fyrir-
tækið út frá því. Við höfum hins veg-
ar ekki þær upplýsingar um Borg-
arplast að við getum metið hvernig
það fyrirtæki stendur. Pað komu
fram vísbendingar á síðasta ári um
að aðilar tengdir Borgarplasti væru
að kaupa hlut í Sæplasti, og ég per-
sónulega hafði símasamband við
Guðna Pórðarson og þar fullvissaði
hann mig um að slíkt væri ekki uppi
á borðinu og hann væri ekki að
kaupa þetta. Það er hins vegar ljóst
að það eru staðreyndir, þannig að
það fyi’sta ef menn ætla að fara að
ræða eitthvað sín í milli er að menn
komi fram með heiðarlegum hætti
og segi satt og rétt frá hlutunum,"
sagði Valdimar.
Höfnuðu tilboði á hærra gengi
Eigendur að Sæplasti hf. eru á
milli 420-430 talsins og var stærsti
hluturinn í eigu Kaupþings, en hann
hefur nú dreifst á fleiri aðila. Líf-
eyrissjóður Norðurlands var með
næststærsta hlutinn og ræður því
yfir stærsta hlutnum í dag. Athygli
vekur að viðskipti áttu sér stað með
hlutafé í Sæplasti á genginu 5,90 á
mánudag, en sem fyrr segir var
eignarhlutur Kaupþings seldur á
genginu 4,29.
„Eg hef trú á því að þarna sé um
að ræða einhvers konar samning
sem hefur verið gerður. Kaupþing
keypti þetta hlutafé á síðasta ári, og
það hefur alltaf legið ljóst fyrir held
ég að þeir voru ekki að kaupa það til
að eiga til langframa. Þeir höfnuðu
tilboði í þetta hlutafé á hærra gengi
og þeir verða að svara því hvað
þarna er á ferðinni," sagði Valdimar.
Hver sem er getur keypt
„Þessir menn eru til sölu og það
getur hver sem er keypt,“ sagði
Guðni Þórðarson í samtali við
Morgunblaðið, en hann vildi að öðru
leyti ekki tjá sig um málið.
Sigurður Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Kaupþings, sagðist
eðli málsins samkvæmt ekki geta
tjáð sig um viðskiptin með eignar-
hlutinn í Sæplasti.
Hugur-forritaþróun
50% veltu-
aukning á
milli ára
VELTA Hugar-forritaþróunar og
dótturfyrirtækja á síðasta ári nam
um 500 milljónum króna sem er um
50% aukning frá 1997. í frétt frá
félaginu kemur fram að verulegur
vöxtur hefur átt sér stað á öllum
sviðum starfseminnar, þ.e. í
Concorde, Ópusallt, tímaskráningu
og Intermec handtölvubúnaði.
Alls starfa nú um 100 starfsmenn
hjá fyrirtækinu og hefur þeim
fjölgað um 30 á sl. ári. Til að mæta
fjölguninni hefur verið ákveðið að
stækka húsnæði fyrirtækisins að
Hlíðarsmára 12. Nú er verið að inn-
rétta um 350 fermetra rými á
annarri hæð hússins en eftir stækk-
unina hefur fyrirtækið um 2000 fm
til umráða.
í fréttinni kemur fram að verk-
efnastaða félagsins í upphafi árs sé
góð. Áætlanir fyrir 1999 gera ráð
fyrir áframhaldandi vexti. Bæði er
gert ráð fyrir verulegri aukningu á
innanlandsmarkaði auk þess sem
stefnt er að stórauknum útflutningi
á þeim lausnum sem fyrirtækið hef-
ur þróað á undanförnum árum.
Morgunblaðið/Kristinn
Frumkvöðlar fræðast
ÞÁTTTAKENDUR í verkefninu
Nýsköpun ‘99 - samkeppni um
viðskiptaáætlanir fylltu sali Við-
skiptaháskólans í Reykjavik
síðdegis á miðvikudag sl., þegar
þar var haldinn fyrsti hluti nám-
skeiðs fyrir þátttakendur á veg-
um Viðskiptaháskólans og endur-
skoðunar- og ráðgjafarfyrirtæk-
isins KPMG. Ásamt þessum
tveimur aðilum standa
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
og Morgunblaðið að verkefninu.
Fyrirfram höfðu aðstandendur
gert sér vonir um að um 100
manns myndu skrá sig til þátt-
töku, en þegar á hólminn var
komið reyndust um 300 manns
sækja námskeiðið auk þess sem
um 100-150 manns úti á landi
fylgjast með námskeiðunum í
gegnum íjarfundabúnað. Athygli
vakti að þátttakendur á fyrsta
námskeiðinu voru á öllum aldri
og ekki síður sá mikli íjöldi
kvenna sem námskeiðið sótti.
ABS
Alvöru flotefni
• Rakaheld án próteina • Níðsterk
• Hraðþornandi • Dælanleg eða handílögð
• Hentug undir dúka, parket og til ílagna
ABS147
ABS154
ABS316
Efnifrá;
Dælanleg eða handílögð
Smiðjuvegur 72,200 Kópavogur
Simi: 5641740, Fax: 5541769
cd
5
Lækkandi leiguverð á kaupskipum á heimsmarkaði
Lítil áhrif á rekstur
íslenskra skipafélaga
MIKIL fjölgun nýrra flutningaskipa
á heimsmarkaði, samfara minnkandi
umsvifúm í Asíu, hefur leitt til þess
að leiguverð á kaupskipum hefur
farið lækkandi. Ástandið virðist þó
ekki hafa skilað sér að fullu inn á
markaðinn enn sem komið er og að
sögn fulltrúa íslenskra skipafélaga
hafa verðlækkanimai- ekki haft
áhrif á þeirra rekstur.
Hjörleifur Jakobsson, fram-
kvæmdastjóri innanlandssviðs Eim-
skips, áætlar að leiguverð skipa hafi
lækkað um 30-50% undanfarin tvö
ár. Hann segir efnahagsvandamálin
í Asíu eiga þar nokkum þátt en að
stærstum hluta felist skýringin í því
hversu mikið af nýjum skipum hef-
ur komið inn á markaðinn að und-
anfómu. „Reyndar einskorðast
þessar verðbreytingar aðaUega við
stærri farkosti sem hafa verið að
koma inn á markaðinn í miklum
mæli síðastliðin 2-3 ár eftir samfeUt
samdráttartímabU í skipasmíðum á
ámnum 1985-93. Þessi öri vöxtur
hefur ásamt minnkandi flutningum
til Asíu, valdið því að leiguverð á
skipum hefur lækkað.“
Hjörleifur segir breytingarnar
hafa lítíl áhrif á umsvif Eim-
skipafélagsins enda fyrirtækið
aðallega með eigin skip í rekstri.
Reyndar leigir félagið þrjú skip um
þessar mundir sem notuð era til
sigUnga við ísland. Þau eru hins
vegar öll lítil og standa því utan við
þann stærðarflokk þar sem mestu
verðlækkanimar hafa átt sér stað.
Aðspurður um framtíðarhorf-
urnar í kaupskipaútgerð segist
Hjörleifur reikna með erfíðleikum í
greininni næstu 24 mánuðina áður
en hægt verður að horfa fram á
bjartari tíma.
Ari Leifsson, deildarstjóri í stór-
flutningadeild hjá Samskip, tók
undir þau orð Hjörleifs að vissu-
lega hafi verð á leiguskipum farið
lækkandi en þær breytingar eigi
fyrst og fremst við stærri gáma-
flutningaskip sem taka 2000 tutt-
ugu feta gáma og meira.
Bundnir af langtímasamningum
Þrátt íyrir að hafa fjögur leigu-
skip í rekstri þá hafa verðlækkan-
imar ekki haft áhrif á afkomu
félagsins að sögn Ara. „Það skýrist
af því að við eram bundnir af lang-
tímaleigusamningum sem undir-
ritaðir vora áður en til verðlækkan-
anna kom. Þar af leiðandi höfum
við enn sem komið er ekki notið
lækkandi verðlags á leigu-
markaðinum frekar en flest önnur
félög. Það tekur nokkmTi tíma áður
en breytingarnar skila sér inn á
þennan markað af fullum þunga
þar sem menn era bundnir af lang-
tímasamningum sem gengið var frá
áðm- en leiguverð tók að lækka.“
Tíu stærstu hluthafarnir í 70% fyrirtækja
Eiga meira en
60% hlutafjár
Reuters
með minni
hagnað
London. Reuters.
FRETTA- og upplýsingafyrirtækið
Reuters hefur skýrt frá 7% minni
hagnaði fyrir skatta og býst við að
tekjur aukist hægar á þessu ári.
Hagnaðurinn í fyrra nam 580
milljónum punda og minnkaði
annað árið í röð. Peter Job aðal-
framkvæmdastjóri sagði að róttæk
endurskipulagning væri hafin á
fyrirtækinu til að auka hag-
ræðingu og búast mætti við að
áhrifanna færi að gæta á síðari
hluta ársins.
Fyrirtækið býst við að starfs-
mönnum verði fækkað nokkuð á
þessu ári til að auka hagnað. Job
segir þó að ekki verði gripið til
róttæks niðurskurðar. Stefnt
verði að því að starfsmenn verði
innan við 17.000 eins og í árslok
1988.
TÍU stærstu hluthafar í 70% ís-
lenskra fyrirtækja eiga yfir 60% alls
hlutafjár og í 35 af 66 félögum hafa
10 eða færri hluthafar yfir 2/3 vægi
sem nægir til að hægt sé að breyta
samþykktum viðkomandi félaga.
Þetta kemur fram í Vísbendingu,
vikuriti um viðskipti og efnahagsmál,
sem kannaði eignaraðild stærstu
hluthafa þessara fyrirtækja.
„Það hversu fáir aðilar ráða miklu
hlýtur að veikja mjög þann hlutafjár-
markað sem risið hefur hér á síðustu
árum. Ástæðumar fyrir þessu eru
reyndar nokkuð augljósar, smæð
hlutafjármarkaðarins veldur því að
rými fyrir stóra fjárfesta er mjög
takmarkað," segir í Vísbendingu.
Fram kemur að þegar skoðað sé
hverjir séu oftast meðal 10 stærstu
hluthafa í þeim 66 fyrirtækjum sem
könnuð voru komi í ljós að trygging-
arfélög, lífeyrissjóðir, fjái’festing-
arfélög og hlutabréfasjóðir séu efst á
blaði. Burðarás og Olíufélagið séu
einnig í hópi þeirra félaga sem hvað
víðast eru meðal 10 stærstu eign-
araðila í hlutafélögum.
Bent er á að nokkuð misjafnt sé
hversu stóran hlut þurfi til að kom-
ast í hóp stærstu hluthafa, og í því
hlutafélagi sem minnst þarf er 0,5%
hlutur nægjanlegur. Meðalhlutur
þeirra hluthafa sem komist í hóp
þeirra 10 stærstu sé hins vegar 7,8%,
en meðaltalið er reiknað út frá fjölda
hluthafa og hlut hvers í hverju félagi,
en ekki heildar markaðsvirði.