Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 19 ÚR VERINU Loðnutorfa við Rauða torgið ARNÞÓR EA varð var við mikla loðnu austur af Rauða torginu í fyrr- inótt og er hafrannsóknarskipið Ami Friðriksson væntanlegur á svæðið fyrir helgi til að kanna stöðuna. Sævar Ingvarsson, skipstjóri á Arnþóri EA, sagði að torfan hefði náð rétt norður fyrir Reyðafjarðai-- dýpi og verið utan við landgrunns- kantinn á 2.000 til 2.500 metra dýpi. „Við vorum með stefnuna á Langa- nesið og mikil loðna var á 45 til 50 mílna svæði,“ sagði Sævar við Morg- unblaðið. Arni Friðriksson var í loðnuleit í Lónsdjúpi í gærkvöldi en síðan stendur til að fara á fyrrnefnt svæði þar sem Arnþór EA varð var við loðnuna. „Við skoðum fyrst Lóns- dýpið, Papagrunnið og nágrenni," sagði Hjálmar Vilhjálmsson, leiðang- ursstjóri. Spurðm- hvort bætt yrði við loðnukvótann sagði Hjálmar að ekkert væri hægt að segja um það á þessari stundu. „Ég veit að margir eru orðnir kvótalitlir en ég get ekk- ert sagt ennþá.“ Mjög góð veiði var hjá loðnuskip- unum suður af Ingólfshöfða í fyrr- inótt og aftur lifnaði yfir henni undir kvöld í gær eftir rólegan dag. Sem fyn- var loðnan smá og auk þess var komin áta í hana. „Hún var komin nær landi, var þéttari og skipin fylltu sig á skömmum tíma,“ sagði Pétur Is- leifsson, deildarstjóri hjá Islenskum sjávarafurðum, við Morgunblaðið. Steindór Gunnarsson, markaðs- stjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, sagði að veiðin hefði verið á ró- legu nótunum á miðvikudag en síðan hefði ræst úr henni. Hún væri samt smá, 63 til 68 stykki í kílóinu, en hrognafyllingin var komin í 16%. Sjávarútvegsskóli háskóla SÞ Fyrstu nemendurnir útskrifaðir í dag SEX nemendur útskrifast frá Sjáv- arútvegsskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna í dag en þetta er fyrsta út- skrift skólans. Sjávarútvegsskólinn er hluti af þróunaraðstoð íslendinga en Haf- rannsóknarstofnun rekur þann í nánu samstarfi við Háskóla íslands, Háskólann á Akureyri og Rann- sóknarstofnun fískiðnaðarins auk þess sem fleiri stofnanir og fyrir- tæki leggja hönd á plóg. Um sex mánaða nám og starfsþjálfun er að ræða fyrir fólk frá þróunarlöndum sem gegnir mikilvægum störfum í stofnunum og opinberu stjórnkerfi í málaflokkum sem tengjast veiðum, veiðistjórnun og nýtingu sjávar- og vatnafangs, en nemendur verða að hafa lokið háskólaprófi og starfað að minnsta kosti eitt ár í greininni. Þeir sem útskrifast að þessu sinni eru frá Mósambík, Úganda og Gambíu. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson FRA undirritun samningsins. Talið frá vinstri: Jónas Frímannsson, verkfræöingur hjá ístaki, Hafsteinn Ás- geirsson, stjórnarformaður Isfélags Þorlákshafnar, Páll Sigurjónsson, forstjóri ístaks, síðan koma stjórnar- menn í ísfélagi Þoriákshafnar, Þröstur Þorsteinsson, Þorleifur Björgvinsson, Jóhann Jóhannsson, Magnús Brynjólfsson og Gestur Ámundason framkvæmdastjóri ísfélags Þorlákshafnar. Fullkomin kæli- og frysti- geymsla í Þorlákshöfn Þorlákshöfn. Morgunblaðið ÍSFÉLAG Þorlákshafnar og verk- takafyrirtækið ístak hf. hafa skrifað undir samning um smíði tæplega 2.400 fermetra kæli- og frysti- geymslu sem standa mun á hafnar- bakkanum í Þorlákshöfn. Um al- verktöku er að ræða og á að ljúka verkinu fyrir 1. ágúst 1999. I byggingunni sem er 11,6 m á hæð og þriggja hæða, verða 965 fermetra frystiklefi, 336 fermetra kæliklefi, 558 fermetraforrými, 165 fermetra fiskmarkaður, auk 367 fermetra rýmis sem fer í ýmislegt annað. Frystigeymslan tekur 2.000 iðnaðarbretti eða 2.600 Euro pal- lettur. Kæligeymslan tekur 800 bretti og er hún hugsuð til að mynda til söfnunar og geymslu á saltfiski. Búnaður verður allur hinn fullkomnasti og verður til að mynda lítið sem ekkert ammóníak notað á kæli- og frystikerfi, þess í stað verður notað umhverfisvænt efni sem heitir Hycool. Tilboð Istaks sem var hagstæðast hljóðaði upp á 209 milljónir. Verkið í heild mun kosta um 230 milljónir. Auk Istaks buðu Panelhús og Verktak dótturfyrirtæki íslenskra aðal- verktaka í verkið. Undirverktakar ístaks verða Kælismiðjan - Frost sem sjá mun um tækjabúnað og lagnir og Rafvör sem sjá mun um raflagnir. Hafsteinn Asgeirsson, stjórnar- formaður ísfélags Þorlákshafnar sagði að bjartsýni ríkti varðandi reksturinn, það auki samkeppnis- hæfnina að samnýta tækjakost og mannskap hjá ísfélaginu og Fisk- markaði Þorlákshafnar. Til stend- ur að setja upp sjálfvirka af- greiðslu hjá Isfélaginu og mun það auka möguleika á að nýta mann- skap á nýja staðnum. Fram- kvæmdastjóri verður sá sami á báðum stöðum. Hafsteinn sagði að verkið væri fjármagnað með aúknu hlutafé í Is- félaginu en það sem á vantaði sæi Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis um. Hafsteinn sagðist einnig vera þess fullviss að þetta mundi laða að bæði fiski- og flutn- ingaskip sem síðan kallaði á stækk- .un hafnarinnar og væri það vel. Hátíð í Háskóla sunnudaginn 14. febrúar kli 13 -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.