Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 31
30 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: RITSTJÓRAR: Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EVRÓPUÞRÓUNIN AÐILD ÍSLANDS að Evrópusambandinu hefur ekki þótt nauðsynleg undanfarin ár, enda fullnægir aðild að Evrópska efnahagssvæðinu þörfum íslenzks atvinnulífs og óbreytt sjávarútvegsstefna ESB er ekki fýsilegur kostur fyrir íslendinga. Þróunin í Evrópu er hins vegar hröð og kann að hafa mikil áhrif á afstöðu íslands í næstu framtíð. Nægir þar að nefna nýjan, sameiginlegan gjaldmiðil og fyrirhugaða stækkun sambandsins. Á viðskiptaþingi Verzlunarráðsins í fyrradag, sem fjall- aði um alþjóðavæðingu atvinnulífsins, kom fram hjá for- manninum, Kolbeini Kristinssyni, að skoðanakönnun ráðs- ins um afstöðu landsmanna til ESB sýni, að 37,6% þeirra vilji aðild, en 32,1% sé því andvígt. Ljóst sé hins vegar, að meirihluti vilji að kannaðir verði möguleikar íslendinga á inngöngu. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélags íslands, fjallaði nokkuð um Evrópumálin í ræðu sinni. Hann sagði m.a.: „Alþjóðavæðingin hófst hér á landi fyrir 15 árum og við getum verið sátt við byrjunina. Það er mikilvægt að loka okkur ekki inni í okkar hagkerfí og frekari nálgun við Evrópu hlýtur að vera óumflýjanleg.“ í skýrslu um áhrif evrunnar á íslenzkt atvinnulíf, sem unnin var fyrir ríkisstjórnina, kom fram, að heildaráhrif hins nýja gjaldmiðils verði jákvæð miðað við núverandi að- stæður og ekki sé bein þörf fyrir ísland að skipta á evrunni og krónunni. Hins vegar breytist allar aðstæður verulega muni Bretland, Danmörk og Svíþjóð gerast aðilar að sam- eiginlegum gjaldmiðli Evrópusambandsn'kjanna. Margt bendir nú til þess, að skemmri tími líði þar til þessi lönd taki evruna upp heldur en talið hefur verið. Mikill þrýst- ingur er í þá átt í atvinnu- og fjármálalífi þessara þjóða. Nauðsynlegt er því fyrir stjórnvöld að fylgjast náið með Evrópuþróuninni. LENDINGARGJÖLD LUXAIR LUXAIR, sem hyggst hefja flug til Keflavíkurflugvallar í lok marzmánaðar, hefur skrifað íslenzkum yfirvöldum og sótt um niðurfellingu eða afslátt af lendingargjöldum. Luxair hefur flug milli íslands og Lúxemborgar í kjölfar þess að Flugleiðir hættu sínu áætlunarflugi 9. janúar sl. eftir 43 ár. Loftleiðir hófu áætlunarflugið árið 1956 og gátu boðið lág fargjöld milli Bandaríkjanna og Evrópu með millilend- ingu á Keflavíkurflugvelli. Þegar Loftleiðir sameinuðust síðan Flugfélagi íslands og úr urðu Flugleiðir héldu þessi samskipti áfram. Á erfiðleikaárum Flugleiða um 1980 ákvað félagið að fella niður flug yfir Norður-Atlantshaf til Bandaríkjanna. Gripu þá stjórnvöld í báðum löndum inn í til að tryggja áframhaldandi flug og felldu flugmálayfir- völd í Lúxemborg niður lendingargjöld Flugleiða í þrjú ár. Nú fer Luxair fram á sams konar fyrirgreiðslu og yfir- völd í Lúxemborg veittu Flugleiðum á árum áður. Hins vegar er ljóst, að hún var veitt á þeim tíma vegna þess, að Lúxemborgarar höfðu hag af því, að Ameríkuflug Flug- leiða héldi áfram og þeir hefðu ella misst af margvíslegum tekjum. Varla er hægt að segja, að sömu rök eigi við um flug Luxair til íslands nú. VAXTARMÖGULEIKAR KVIKMYNDAIÐNAÐAR KVIKMYNDAGERÐ hefur verið vaxandi atvinnugrein hér á landi og ljóst má vera að enn felst mikill vaxtar- broddur í henni. Hugmyndir sem uppi eru um að veita er- lendum kvikmyndaiðnaði svipaða fyrirgreiðslu og írar og fleiri þjóðir hafa gert eru til dæmis afar áhugaverðar. Gera má ráð fyrir að störfum tengdum þessum iðnaði myndi fjölga töluvert ef til kæmi og að vaxtarmöguleikar hans hérlendis myndu aukast. Sjálfsagt er að greiða fyrir þessum fyrirætlunum en sagt var frá því í blaðinu í gær að sótt hefði verið um 100 hekt- ara land í Hafnarfirði undir kvikmyndaver ef til þess kæmi að hinu erlenda kvikmyndafyrirtæki yrði veitt umbeðin fyrirgreiðsla. Einnig má ljóst vera að fyrirhugað sjónvarpsver á lóð Ríkisútvarpsins við Efstaleiti getur haft mikil og jákvæð áhrif á íslenskan kvikmyndaiðnað en þar er einnig ráðgert að sækja á erlendan markað. Bótaskylda og kynferðis- leg áreitni Allt virðist stefna í að starfsmenn geti átt bótarétt á hendur vinnuveitanda ef hann læt- ur undir höfuð leggjast að stemma stigu við kynferðislegri áreitni. Páll Þórhallsson kynnti sér réttarframkvæmd hér á landi og nýtt frumvarp félagsmálaráðherra. UMRÆÐA um kynferðislega áreitni sem þjóðfélagslegt vandamál hefur á seinni ár- um farið vaxandi. Einkum hefur athyglin beinst að stöðu kvenna á vinnustöðum, hversu útbreitt sé að þær verði að þola kynferðislega ágengni samstarfsmanna eða yfír- manna og aðra niðurlægjandi hegðun sem skerði sjálfsvirðingu þeirra og hvernig eigi að bregðast við þessum vanda. Þar sem hvað lengst hefur ver- ið fjallað um vandamál af þessu tagi, t.d. Bandaríkjunum, heyrast einnig raddir um að of langt hafí verið geng- ið. Heilbrigðu daðri hafi verið útrýmt úr skólastofum og af vinnustöðum og nefnt er sem dæmi um forræðishyggj- una að ekki megi lengur hengja upp myndir af hálfnöktu kvenfólki á vinnu- stöðum ef konur séu í starfsliðinu. Ef litið er á málið frá lagapólitískri hlið þarfnast einkum tvennt skoðunar. I fyrsta lagi hvað sé kynferðisleg áreitni, hvers konar háttsemi eða kringumstæður löggjafínn eigi að lýsa á vanþóknun. I öðru lagi hvernig eigi að fyrirbyggja og bregðast við kyn- ferðislegri áreitni. Hvað er kyiiferðisleg áreitni? I lögum hafa lengi verið ákvæði til þess fallin að bregðast við kynferðis- legu atferli sem gengur skemmra en nauðgun. Má nefna sem dæmi 209. gr. almennra hegningarlaga þar sem lagt er bann við lostugu athæfi sem særi blygðunarsemi manna eða sé til opin- bers hneykslis. Áiáð 1992 kom hugtak- ið kynferðisleg áreitni fyrst fyrir í lög- um. 1198. gr. almennra hegningarlaga er kynferðisleg misneyting bönnuð að viðlögðu allt að þriggja ára fangelsi. „Önnur kynferðisleg áreitni varðar fangelsi allt að 2 árum,“ segir þar. Ekki er þó nánar útskýrt í lögunum hvað í hugtakinu felist. Sem dæmi um beitingu þessa ákvæð- is má nefna dóm Héraðsdóms Norður- lands eystra ft’á 21. febrúar 1996. Þai’ var karlmaður á þrítugsaldri dæmdur í 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa á vinnustað þar sem hann var verkstjóri og á heimili sínu margsinnis sýnt tveimur undirmönnum sínum kyn- ferðislega áreitni. Hún fólst í að biðja piltana, sem voru tæplega tvítugir, um að kyssa sig og sýna sér kynfæri sín, káfa á kynfærum og þjóhnöppum pilt- anna og taka utan um þá. I öðru máli hefði sjálfsagt einnig komið til álita að ákæra fyrir brot á 198. gr. en var þó ekki gert heldur ákært fyrir brot á 209. gr. I dómi Hér- aðsdóms Vestfjarða frá 9. júní 1997 var stjórnarformaður kaupfélags ákærður fyrir að hafa tekið utan um kjötvinnslu- konu, kysst hana á munninn, sleikt hana og sett tunguna upp í hana. Dóm- ara þótti ekki nægilega sannað að ákærði hefði gert annað en að taka í aðra hönd stúlkunni og kyssa hana á varirnar. „Við mat á því hvort um lostugt athæfí hafí verið að ræða af hálfu ákærða ber að líta til þess, að hann kyssti X á munninn á afviknum stað, án þess að hún gæfi honum í skyn með orðum eða látbragði, að hún vildi kyssa hann eða vera kysst af honum. Hefur ákærði enga skýringu gefið á því af hverju hann fékk skyndilega þá hug- dettu að kyssa sér mun yngri konu á munninn, sem hann þekkti fremur lítið, en ekkert í fyrri samskiptum þeirra gat gefið honum tilefni til að ætla að hún vildi stofna til nánari kynna inni í geymsluhúsinu...“ Var ákærði sak- felldur en ákvörðun refsingar frestað skilorðsbundið. Tvö mál hafa komið til kasta kæru- nefndar jafnréttismála sem snúast um kynferðislega áreitni. Ekki er hægt að fullyrða að sömu sjónai’mið eigi við um mat hennar á því hvað sé kynferðisleg áreitni og hvort fyrrnefnd ákvæði hegningarlaga eigi við. Fyrra málið snerist einkum um hvort ríkisstofnun hefði mátt segja konu upp starfí. Kon- an hafði að eigin sögn átt í ástarsam- bandi við samstarfsmann en eftir að því lauk hefði hann ofsótt sig bæði á vinnustað og utan. Efth’ því sem fram kom varð andrúmsloftið á vinnustaðn- um óþolandi vegna misklíðarinnai’ og fór svo að konunni var sagt upp. Taldi kærunefndin í áliti 5. febrúar 1993 að stofnuninni hefði ekki tekist að sýna fram á að aðrar ástæður en kynferði lægju að baki uppsögn og hefði hún því verið ólögmæt. Tók kærunefndin fram að bæði hefðu átt sök á ástandinu á vinnustaðnum og því kæmi ekki til álita að um kynferðislega ái'eitni á vinnustað hefði verið að ræða. I áliti kærunefndarinnar frá 27. janú- ar 1999 er hins vegar komist að því að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða þótt um kynferðissamband með beggja „samþykki" hsifi verið að ræða. Málavexth- voru þeir að A, sem er er- lendur ríkisborgari, fékk rannsóknarað- stöðu hjá stofnun hér á landi frá júní 1995 til maí 1996. E, forstöðumaður stofnunarinnai’, fól starfsmanninum D að aðstoða hana. Fljótlega efth’ komu hennar til landsins tókst með þeim leynilegt kynferðislegt samband. D hélt því fram að um venjulegt ástarsamband tveggja fullorðinna einstaklinga hefði verið að ræða. A sagði hins vegar að sér hefði fundist hún háð D um framgang vísindastarfanna og alla fí-amtíð sína og því látið til leiðast. Félagsleg einangi-un hennar, stöðugai’ samvistir við D vegna rannsóknarvinnu og sífelld áreitni hans hefði leitt til svo þrúgandi og auðmýkj- andi aðstæðna að andlegt og líkamlegt þrek hennar hafí brostið. Rannsóknar- starfí þeirra hafí seinkað og er hún hafí reynt að slíta sambandinu, hafí hann ekki sinnt leiðbeiningarhlutverki sínu og í reynd unnið gegn því að rannsókn- um þehra lyki eins og til stóð. Kvartaði hún til yfírmanns stofnunai’innai’ í des- ember 1995 án þess þó að úr málinu væri leyst. Skilgreining ESB í áliti kærunefndarinnar er til grundvallar skilgreining sem kemur fram í tilmælum framkvæmdastjórnai’ Evrópusambandsins til aðildarríkja þess frá 27. nóvember 1991 um vernd sjálfsvirðingar kvenna og karla í starfí. Kynferðisleg áreitni sé óvelkomin kyn- bundin hegðun sem hafí áhrif á sjálfs- vh’ðingu karla og kvenna í starfi. Taldi nefndin að kynferð- isleg áreitni hefði átt sér stað. D hefði blandað saman kyn- ferðissambandi sínu við A og leiðbeining- arhlutverkinu. Hefði hann beitt að- stöðu sinni til að halda áfram kyn- ferðislegri háttsemi sem var orðin óvel- komin af hennar hálfu. Skilgreiningin sem þarna er byggt á vekur einkum spurningar um hvort rétt sé að leggja hlutlægan mælikvarða á kyn- ferðislega áreitni, þannig að undir hana falli háttsemi sem almennt talað telst óforsvaranleg, eða hvort beita eigi huglægu mati, þannig að máli skipti hvernig sá sem fyrir verður upplifi framkomuna. Félagsmálaráð- herra lagði í vikunni fram á Alþingi frumvai’p til endurskoð- aðra jafnréttislaga. í 18. gr. þess er kynferðisleg áreitni skilgreind sem „kynferðisleg hegðun sem er ósann- gjörn og/eða móðgandi og í óþökk þess sem fyrir verður, hefur áhiTf á sjálfs- virðingu þess eða þeirra sem fyi-ir henni verða og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegðun- in sé óvelkomin. Kynferðisleg áreitni getm- verið líkamleg, orðbundin eða táknræn. Eitt tilvik getm’ talist kyn- ferðisleg áreitni ef það er alvarlegt." Segir í greinargerð með frumvarp- inu að skilgreining þessi sé byggð á fyrrnefndum tilmælum ESB og er undirstrikað að megineinkenni kyn- ferðislegrar áreitni sé að óvelkomin kynferðisleg hegðun hafi átt sér stað „að mati þess sem fyrir henni verður“ sem bendir fremur til að innleiða eigi huglægan mælikvarða. tírræði Fyn’greind ákvæði hegningarlaga veita nokki-a vernd gegn kynferðislegri áreitni - sá sem fyrir henni verður á þess kost að kæra tif lögreglu. Komi til ákæru má gera kröfu um bætur fyrir miska og fjárhagstjón ef því er að skipta. Piltarnir sem urðu fýrir kyn- ferðislegu áreiti yfirmanns síns fengu t.d. hvor 125.000 kr. í miskabætur. Ef áreitni á sér stað á vinnustað eða í tengslum við vinnu getur viðkomandi einnig leitað til kærunefndar jafnrétt- ismála eins og dæmin sanna. Hún hef- ur frjálsai’i hendur heldur en dómstól- ar um þau viðmið sem lögð eru til grundvallar. Eins er þar að finna sér- þekkingu á því málefni sem hér um ræðir. Þurfti kærunefndin reyndar að skýra ákvæði jafnréttislaga nokkuð rúmt til að finna þar heimild til að taka á kæru þeiiri sem leyst var úr með álitinu frá 27. janúar. I gildandi jafn- réttislögum sem mai’ka nefndinni starfssvið er nefnilega ekki að fínna neitt ákvæði um kynferðislega áreitni. í opinberri samantekt nefndarinnar á áliti sfnu segir: „Tekið er fram að ís- lenskar og erlendar kannanir sýni að kynferðisleg áreitni hafi áhrif á and- lega og líkamlega heilsu þolenda og dragi úi’ starfsánægju og afköstum. Hún dragi úr möguleikum þeirra á vinnustað og margh’ þolendur gefíst upp og segi starfi sínu lausu. Því verði að telja að starfsmaður sem verði fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað sæti misrétti á vinnustaðnum sem eigi sér beina skírskotun til kynferðis hans. St- arfsmaður sem sýni fram á að hann sé áreittur kynferðislega, eigi því kröfu til að atvinnurekandi tryggi honum vinnuaðstæður þar sem hann sé laus undan slíkri áreitni. Bregðist atvinnu- rekandi við með ófullnægjandi hætti, verði að líta svo á að hann brjóti gegn 5. tl. 1. mgr. 6. gr. jafnréttislaga." Það ákvæði bannar atvinnurekendum að mismuna starfsfólki eftir kynferði m.a. varðandi vinnuaðstæður og vinnuskil- yrði. Eftir þetta álit er ljóst að öll mál sem varða afskiptaleysi eða ónóg við- brögð atvinnurekanda vegna ásakana um kynferðislega áreitni á vinnustaðn: um má bera undir kærunefndina. í þessu tiltekna máli töldust jafnrétt- islög ekki hafa verið brotin. Helgaðist það m.a. af því að E, forstöðumaður stofnunarinnar, hafði ekki boðvald yfír D, sem sakaður var um kynferðislega áreitni heldur stjórn stofnunarinnar. Hún fékk hins vegar ekki vitneskju um málið fyiT en um síðir og eftir því sem segir í álitinu kærði A sig ekki um að stjórninni yrði tilkynnt um málið. Það má spyrja hvort í þessu tilviki séu ekki gerðar of miklar kröfur til starfsmannsins að hann gangi úr skugga um hvernig boðvaldi sé ná- kvæmlega háttað hjá vinnuveitanda og of litlar kröfur til forstöðumannsins, þ.e. að þess skuli ekki krafist að hann verði sér úti um umboð til að taka á málinu eða vísi því til stjórnar. Hins vegar verður að benda á að þama er um sérstakar aðstæður að ræða og varla verðm- almennt hægt að bera því við að boðvaldsfyrirkomulag á vinnu- stað girði fyrh’ ábyrgð vinnuveitandans. Niðurstöður kærunefndarinnar eru i álitsformi og því ekki bindandi þótt ætla megi að þær hafi mikil áhrif. I fnimvai’pi félagsmálaráðherra er ákvæði sem gengur í sömu átt, þ.e. að leggja vinnuveitanda ábyrgð á herðar, og myndi það taka af skarið um réttar- stöðuna. Þar segir í 1. mgr. 18. gr. að atvinnurekendur og skólastjórnendur skuli gera sérstakar ráðstafanfr til að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði ekki fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað eða í skólum. í hverju þess- ar ráðstafanir eigi að felast segir í greinargerð: ,,[A]ð lýst sé yfir að allir starfsmenn eigi rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu. Jafnframt að gefíð sé skýrt til kynna að kynferðis- legri áreitni sé með öllu hafnað og verði ekki liðin og að starfsmenn sem verði fyrh’ slíkri framkomu hafi rétt til að kæra viðkomandi háttsemi. Nauð- synlegt er að stjórnendur taki ákveðið á málum í samvinnu við starfsmenn sína og hagsmunasamtök þeirra.“ Gætu vinnuveitendur orðið bóta- skyldir gagnvart starfsmönnum vegna aðgerðaleysis á þessu sviði verði frum- varpið að lögum. Forsenda sköpuð til að taka harðar á kynferðislegri áreitni Míkíl réttarbót að nýjum jafnréttislögum SIGRÍÐUR Lillý Baldursdóttir, skrifstofustjóri í félagsmálaráðu- neytinu og formaður Kvenréttindafé- lags íslands, segir að verði nýtt frum- varp til breytinga á jafnréttislögum lögfest á Alþingi verði ísland með bestu lög í heimi hvað varðar ákvæði um kynferðislega áreitni á vinnustöð- um. I frumvarpinu er að fínna skil- greiningu á kynferðislegri áreitni og ábyrgð vinnuveitanda í slíkum málum er skilgreind. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í þessari viku. í því er lögfest skil- gi-eining Evrópusambandsins á kyn- ferðislegri áreitni, þó með þeirri við- bót að ekki þurfí nema eitt alvarlegt atvik til að um sé að ræða kynferðis- lega áreitni. I frumvarpinu er jafn- framt kveðið á um að atvinnurekend- ur og skólastjórnendur skuli gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni. „Ef þetta verður að lögum tel ég að við séum með bestu lög hvað þetta varðar, ekki bara með tilliti til ís- lenska lagaumhverfisins heldur jafn- framt þó við berum okkur saman við allan heiminn. Þessi skilgreining ligg- ur þá algerlega ljós fyrir í lögunum og ábyrgð vinnuveitenda og skóla- stjórnenda er skilgreind. Þolendur kynferðislegrar áreitni geta betur sótt rétt sinn ef þetta verður að lög- um,“ sagði Sigríður Lillý. í Morgunblaðinu í gær er sagt frá úrskurði kærunefndar jafnréttismála í máli sem varðar kynferðislega áreitni á vinnustað. Haft er eftir Ragnari Aðalsteinssyni, lögmanni konunnar sem kærði, að neikvæðai’ hliðar úrskurðarins séu að vinnuveit- endum sé gefínn kostur á að skjóta sér undan ábyrgð. Aðgerðarleysi vinnuveitandans er þó talið ámælis- vert, en hann brást ekki við kvörtun- um konunnar. Sigríður Lillý kvaðst telja að frumvarpið tæki á þessari hlið málsins. Bætir réttarstöðu þolanda Á síðasta ári gaf Verzlunarmannafé- lag Reykjavíkur í samvinnu við Félag íslenskra stórkaupmanna út bækling og veggspjald um kynferðislega áreitni á vinnustað. Gylfí Dalmann Að- alsteinsson hjá VR, sagði að tilgangur- inn hefði verið að opna umræðu um þessi mál. Hann sagði að á hverju ári leituðu einstaklingar, sem hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnu- stað, til félagsins, en þeir væru hins vegai1 ekki mjög margir. „Oftast er það þannig að félags- menn leita til okkar þegar uppsögn hefur átt sér stað. Það má því segja að það sé ekki tekið á vandanum nægi- lega snemma. Mér sýnist að þessi úr- skurður kærunefndar jafnréttismála sé að árétta að vinnuveitandanum beri að bregðast strax við kvörtunum starfsmanns. Þau mál sem hafa komið til okkar eru oftar en ekki þannig vax- in að þolandanum hefur verið sagt upp störfum vegna áreitni frá yfirmanni. Það er auðveldara að losa sig við und- irmanninn en yfirmanninn. Það eru einnig dæmi um að þolandinn segi upp sjálfur vegna þess að aðstæður á vinnustað eru óbærilegar. Vonandi verður þessi úrskurður til þess að vinnuveitendur taka fastai’ á þessu vandamáli. + Hjá mörgum fyrirtækjum, einkum stæiri fyrirtækjum, sem eru með starfsmannamál í góðu lagi, eru til reglur um hvernig á að taka á svona málum. Sum fyrirtæki eru einnig með það í sinni starfsmannastefnu að kyn- ferðisleg áreitni verði ekki liðin á vinnustaðnum,“ sagði Gylfi. Mikið um kyn- ferðislega áreitni I könnun sem gerð var 1996 á kyn- ferðislegri áreitni á vinnustöðum hér á landi kom fram að 36% svarenda töldu sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað. Þetta er hærra hlutfall en komið hefur út úr rann- sóknum í Svíþjóð og Noregi. Kannanir sem gerðar hafa verið í Evi’ópusam- bandinu benda til þess að konur sem verða fyrfr kynferðislegri áreitni á vinnustað séu oftast á aldrinum 20-30 ára, ógiftar, barnlausai’ og hafa unnið skamman tíma á viðkomandi vinnu- stað. 2/3 kvennanna höfðu starfað á vinnustaðnum skemur en í þrjú ár þegar þær urðu fyrir kynferðislegi’i áreitni. Útkoma íslensku könnunarinn- ar var áþekk þessum niðurstöðum. ---------------—_—--*- Af Islending’um og tóbaki Þótt réttinn til að reykja megi vafalítið flokka und- ir mannréttindi, segir Sigurður Guðmundsson landlæknir, eru það ekki síður mannréttindi að vera laus við hin beinu og óbeinu áhrif reyks í nán- asta umhverfí. FYRIR nokkrum dögum barst skrifstofu landlæknis bréf frá börnum í 2. bekk P í Kársnes- skóla í Kópavogi. Bréfið var svohljóðandi: „Kæri landlæknir! Mér er illa við reykingar. Ég var að spá í hvort þú gætir gert mér greiða og sett upp veggspjöld, sem stendur á með rauðum stórum stöfum: EKKI REYKJA í FE RMIN GARVEISL- UM.“ Bréfið var undirritað af þeim Að- alsteini, Birgi, Guðmundi, Jennýju, Agnari, Hjördísi, Jóni Hauki, Sigrúnu Ernu, Þóreyju, Pétri, Lilju Mörtu, Þóri, Ásgeiri, Klöru, Sunnu, Petru Kristínu, Bjarka og Unu. Bragð er að, þá barnið fínnur. Nánast sama dag eignuðust börnin í 2. bekk P bandamann í forseta Islands, Ólafí Ragnari Grímssyni. í ræðu sem hann flutti á ráðstefnu hjá Tannlækna- félagi Islands vakti hann athygli á ótrúlegu þolgæði landsmanna gagn- vart tóbaksreykingum. Forsetinn hvatti okkur og brýndi og vék réttilega að þeim skelfilegu afleiðingum sem tó- baksreykingar hafa fyrir heilsu og vel- ferð manna. Því má bæta við að tó- baksreykingar eru líklega helsta ein- staka orsök ótímabærra sjúkdóma og dauða á Vesturlöndum. Embætti for- seta Islands hefm- í sívaxandi mæli verið vettvangur umræðu um ýmis málefni sem hæst ber meðal þjóðarinn- ar hverju sinni. Er það vel og hefur að flestra dómi aukið veg þessa virðuleg- asta embættis þjóðarinnar, sem þó var ærinn fyrir. Vissulega hafa sum þess- ara málefna verið umdeild en skaðsemi tóbaksreykinga er það ekki. Börnin í Kársnesskóla og forsetinn hafa alveg rétt fyrir sér hvort sem það er í ferm- ingarveislu, barnaafmæli, skírnar- veislu eða annars staðar að það er óþolandi fyrir þá sem ekki reykja að þurfa að anda að sér tóbaksreyk með misljúfri ilman. Þó réttinn til að reykja megi vafalítið flokka undir mannrétt- indi eru það ekki síður mannréttindi að vera laus við hin beinu og óbeinu áhrif reyks í nánasta umhverfí. Tóbaksvarnir á íslandi? Eftir þessa ádrepu skólabarnanna og forsetans er vert að huga að og rifja upp hvernig við Islendingar höfum staðið að tóbaksvörnum. Fjármunir til tóbaksvarna hafa verið af fremur skornum skammti, einungis um 0,7% af söluverði tóbaks rennur til tóbaks- varna. Tóbak mun seljast fyrir um fímm milljarða árlega hér á landi en til tóbaksvarna er varið rúmlega 30 millj- ónum árlega. Tóbaksvarnanefnd og Krabbameinsfélagið hafa þar verið í fararbroddi og unnið mikið og aðdáun- arvert starf á undanförnum áratugum. Árangurinn af þessu starfi er enda verulegur og ber að vekja athygli á honum. Heildarsala tóbaks á hvern fullorð- inn íbúa landsins árið 1998 var sú minnsta síðan 1951. Reykingar á ís- landi hafa minnkað verulega á undan- fórnum einum og hálfum áratug, árið 1985 reyktu um 40% landsmanna á aldrinum 18-69 ára en árið 1998 var þetta hlutfall komið niðm’ í 28% sam- kvæmt könnunum sem Hagvangur hefur gert fyrir Tóbaksvamanefnd. Reykingar kvenna hafa minnkað held- ur minna en karla enda höfðu þær ekki úr eins háum söðli að detta. Undanfar- in ár hefur hlutfall kai’la og kvenna sem reykja verið nánast hið sama en þegar litið er til sígarettureykinga ein- göngu eru konur í nærfellt öllum ald- urshópum þar miklir ofjarlar karla. Þrátt fyrir að úr reykingum lands- manna allra hafí stöðugt dregið að undanförnu hefur þessi þróun ekki verið jafn skýr meðal fólks undir tví- tugu. Kannanir benda til þess að reyk- ingar ungs fólks hafi ekki minnkað heldur staðið í stað síðustu ár. Enn eigum við því langt í land að sigrast á þessum vanda. Öllum er ljós alvai’a vaxandi fíkni- efnanotkunar á Islandi og skiptir miklu að við tök- um á því vandamáli af afli. Tóbaksreykingar eru hins vegar mun alvarlegri vandi og eru líklegri til að valda ótímabærum sjúk- dómum og dauða miklu flefri íslendinga heldur en fíkniefnaneyslan. í áð- urnefndri ræðu tók forseti Islands alþekkt dæmi er hann lýsti alvöru þessa máls og benti á að afleiðingum tó- baksneyslu mætti líkja við að tvær far- þegaþotur fullhlaðnar af Islendingum færust á ári hverju. íslenskar rannsóknir Gott heilsufar er eitt en ekki eina skilyrði lífshamingju. Enginn annar en við sjálf getum borið ábyrgð á eigin heilsu og má færa fyrir því rök að það sé skylda okkar gagnvart okkur sjálf- um, afkomendum okkar og umhverf- inu að rísa undir þessari ábyrgð. Margir þættir hafa áhrif á heilsufar og ýmsir þeirra eru undir okkar stjórn, þar á meðal hvort við reykjum eða ekki. Skýr dæmi eru nú til, meðal ann- ars úr rannsóknum hér á landi, að sú ákvörðun að taka ábyrgð á heilsu okk- ar er gagnleg. Til dæmis hefur tíðni og dánartala úr kransæðasjúkdómum hérlendis lækkað verulega undanfar- inn áratug og er nú lægri en meðal margi’a annarra vestrænna þjóða. Þetta er samfara lækkun blóðfitu og blóðþrýstings og fækkun þeirra sem reykja á þessu tímabili. Fleiri íslensk- ar rannsóknir hafa aukið skilning okk- ar á vandamálum þeim sem af tó- baksneyslu hljótast, veitt okkur inn- sýn í aðstæðui’ þeirra sem reykja og hjálpað okkur að leita leiða við með- ferð tóbaksreykinga. Má þar nefna ný- lega rannsókn Krabbameinsskrárinn- ar og Hjartaverndar sem leiddi í ljós að þeir sem reykja eru í 50-60% meiri hættu á að fá krabbamein heldur en þeir sem aldrei hafa reykt. í rann- sókninni kom meðal annars fram að sí- garettureykingar auka hættu á lungnakrabbameini mefra meðal kvenna en karla. Athyglisverðar rann- sóknir Sigrúnar Aðalbjamardóttur prófessors og samstarfsmanna hafa veitt innsýn í áhrif foreldra og uppeld- isaðferða þeirra. Börn foreldra sem ala þau upp leiðandi með skýrum mörkum, útskýringum og hlýju eru mun síðui’ líkleg til að reykja en börn foreldra sem eru afskiptalausir, eftir- látfr eða mjög skipandi. Á sama hátt voru 14 ára unglingar sem áttu for- eldra eða vini sem reyktu þrisvar til níu sinnum líklegri til að reykja en aðrir. Að síðustu má nefna nýlega rannsókn Þorsteins Blöndal læknis og félaga í British Medical Journal um gagnsemi nikótínnefúða og nikótín- plástra við meðferð tóbaksfíknai’. Þessar rannsóknir og miklu fleiri færa okkur heim sanninn um það að grundvöllur góðra forvama gegn sjúkdómum byggir á aukinni þekk- ingu. Forvarnir mótast því miður oft af þeirri staðreynd að við erum að kristna hina kristnu en finnum aldrei heiðingjana. ísland er góður vett- vangur fyrir rannsóknir af þessu tagi sem ekki nýttust eingöngu okkur sjálfum heldur hefðu alþjóðlega skírskotun. Hvað er þá til ráða? Getum við sætt okkur við að rúm- lega fjórði hver íslendingur reyki enn? Svarið er augljóslega nei. Ymsar leiðir hafa verið reyndar. Hér á landi hefur verið reynt að skerða aðgengi með því að hafa tóbaksvörur ekki eins sýnilegar í verslunum og áður. Ald- ursmörk eru sett við sölu tóbaks, sem þó eru víða brotin. Tóbaksauglýsing- ar eru bannaðar en bannið getur að sjálfsögðu ekki náð til innflutts efnis, tímarita, kvikmynda o.s.frv. Verð á tóbaki er haft hátt. Skorður eru settar við reykingum á vinnustöðum og víðar, þó reyklaus veitingahús séu vart til á íslandi. Mestu máli hefur þó skipt end- urtekin fræðsla bæði meðal ungs fólks og til alls þorra almennings. Aðrar þjóðfr hafa gengið mun lengra. Má þar nefna Bandaríkja- menn, sem ákváðu að slá þar sem helst undan sviði, það er á pyngju tó- baksframleiðenda. Eins og kunnugt er hafa tó- baksfyrirtæki þar greitt ýmsum ríkjum milljai'ða dala í skaða- bætur vegna heilsumissis fólks af völd- um framleiðsluvöru fyrirtækjanna. Þessi aðferð kynni í fyrstu að vera - íhugunarefni fyrir okkur íslendinga. Fljótlega er þó ljóst að í þessu efni yrði að draga okkur sjálf, það er ríkið, fyrir dómstóla þar sem það hefur einkarétt á innflutningi tóbaks til landsins og tóbaksframleiðendui’ og tóbaksinnfljfrjendur virðast þar ekki bera beina ábyrgð. Þetta er dálítið undarleg þversögn. Af ýmsu öðru er að taka. Flestar þær leiðir hafa þó verið famar að ein- hverju leyti áður. Við þurfum að taka höndum saman um að gera reykingar ófínar og taka þar mið af óskum barn- anna í Kársnesskóla. Getum við verð- launað reyklausa efri bekki grunn- skóla og reyklausa bekki framhalds- skóla með tölvum, auka-skíðaferð eða skólaballi? Slíkt myndi mælast vel fyr- ir og tvímælalaust borga sig fyrir þjóðarbúið. Innflutningsbann á tóbaksvörum er ólíklegt til árangurs en hins vegar er ástæða til að íhuga enn minnkað að- gengi. Við seljum áfengi á sérstökum útsölustöðum, af hverju ekki tóbak? Enn hærra verð getur verið gagnlegt að vissu marki og mögulega það helsta sem dregið gæti úr reykingafikti ung- linga. Við getum líka sem þjóð tekið höndum saman og úthýst reykingum algerlega af almannafæri. Hreinsun andrúmsloftsins á kaffihúsum og öðr- um samkomustöðum er sennilega ár- angursríkt vopn í baráttunni gegn reykingum fólks í framhaldsskólum. Eigi að setja algjörar skorður við reykingum þar sem fólk kemur saman, þar á meðal á öllum veitingastöðum, verður að sjálfsögðu að koma til kasta Alþingis. Ekki má hins vegar gleyma að það eru ekki stjórnmálamenn einir sem á þessu bera ábyrgð heldur við öll. Að síðustu hníga að því sterk rök, meðal annars í ljósi áðurnefndra nið- urstaðna Þorsteins Blöndal og félaga, að hið opinbera taki þátt í kostnaði á nikótínlyfjum rétt eins og lyf við ýms- um öðrum alvarlegum vanda eru nið- urgi’eidd. Er þar tekið undir með Þor- steini og leiðarahöfundi Morgunblaðs- ins nýlega. Að lokum Flestum finnst erfitt að hætta að reykja og eiga þeir alla mína samúð. Auðveldast er að byi’ja aldrei og í því efni eiga orð þess ágæta Breta Glad- stone vel við þar sem hann sagði að gott fordæmi væri betra en þúsund ræður (þar á meðal þessi sem hér er birt). Ekkert af ofangreindum hug- myndum til varna eru þó líklegar til árangurs nema almannavilji sé fyrir . þvi. Viðhorf til reykinga þarf að vera skýi’t og ákveðið, ekki hvað síst varð- andi reykingar á almannafæri. Að öðr- um kosti tala heilbrigðisstarfsmenn og stjórnvöld fyrir daufum eyrum og lagasetning stjórnmálamanna verður til lítils. Iíöfundur er lundlæknir. Sigurður Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.