Morgunblaðið - 12.02.1999, Page 35

Morgunblaðið - 12.02.1999, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 35 Það þarf mikið þrek til að vera kennari. Guðlaug hafði gott lag á bömum, hún hafði allt í nákvæmri röð og reglu og hafði góða stjórn á bekknum. Bömin fundu til öryggis og undu sér vel hjá henni og hún náði upp góðum vinnuanda hjá þeim. Hún var kjörkuð og viljasterk og reyndi að auka þrek sitt með sundi, hjólreiðum og leikfími. Fyrir mörgum áram höfðu þau lyf sem hún þurfti að taka batnað svo, að nú sá maður ekki á henni að neitt plag- aði hana, eins og stundum hafði sést, þegar ég kynntist henni fyrst. Hún hugði á að flytja úr Flúðasel- inu til að vera nærri foreldrum sín- um og til að fá stærri herbergi fyrir bömin. Asgeir var að fara á eftir- laun og hún gat hugsað sér að skipta um vinnustað. En allt breyt- ist í þessu lífí. A liðnu sumri kom meinið f ljós. Ekkert gat breytt því sem verða vildi. Guðlaug barðist ótrauð og vel studd af manni sínum áfram alla þá göngu sem farin var til hinsta dags. Samúðarkveðjur sendi ég syrgjend- um. Sorgeturhjarta efþúsegjanénáir einhverjum allan hug. Blessuð sé minning Guðlaugar Jónsdóttur. Agla Þórunn Sigurðardóttir. Er ekki broslegt að bogna og barnslegt að hræðast, er ljósmóðurhendur himins og jarðar hjálpa lífínu að fæðast. Er ekki gott að eiga þess kost að orka þar nokkru í haginn, og mega svo rólega kveðja að kvöldi með kærri þökk fyrir daginn. (Sig. Einarsson í Holti.) Með kærri þökk kveðjum við Bergmálsfélagar ljúfa vinkonu okk- ar, Guðlaugu Jónsdóttur. Hún kom á orlofsviku til okkar sl. sumar, hæglát í fasi, en þó ákveðin, hrygg í hjarta en þó reiðubúin að gefa af sjálfri sér þeim sem þurftu, beygð af miskunnarlausum sjúkdómi, en þó langt frá því að brotna. Við munum seint gleyma þeim þakkarorðum til okkar er hún flutti á kveðju- og afmælishófí síðasta kvöld orlofsvikunnar. Þau orð yljuðu okkur um hjartað og gerðu þessa viku enn minnisstæðari en ella. Hún kvaddi okkur þá full vonar og þrótt- ar, tilbúin að takast á við lífið og sjúkdóm sinn og þótt hún hafi nú beðið lægri hlut í þeirri baráttu og á þessu tilverustigi, erum við þess fullviss að hennar bíður nýtt líf, þar sem vonin og gleðin taka völdin og allir hennar góðu eðliskostir fá notið sín. Hún fer héðan með það vega- nesti sem best nýtist, þá eiginleika sem eftirsóknarverðastir eru. „Far heil, kæra vina, og hjartans þökk fyrir dýrmæta vináttu." F.h. Bergmáls, Sveinbjörg Guðmundsdóttir. Kæra frænka. Þá er komið að kveðjustund. Það er undarieg tilfinning að kveðja einstakling sem hefur verið hluti af lífi manns frá upphafi. Við vorum systradætur og samgangur því mikill innan fjölskyldunnar á æskuárum okkar, bæði á heimilun- um og í sumarbústaðnum. Vinskap- urinn hélst eftir að við giftum okkur og stofnuðum fjölskyldu og ekki sakaði að búa í nálægð hver við aðra undanfarin sextán ár. Okkur grun- aði ekki að barátta þín við krabba- meinið yrði svona stutt og ströng. Við héldum allar í þá von að þú myndir sigra í þessari orrustu og ætluðum við okkur að gera svo margt saman þegar þér yrði batnað. Undir niðri vissum við líklega hvert stefndi því stundum ræddum við um hvað tæki við eftir að þessari jarð- vist lyki. Við vorum sammála um að vel yrði tekið á móti okkur hinum megin og þar yrði pabbi fremstur í flokki. Elsku Guðlaug. Við vitum að núna líður þér vel, laus við allar þjáningar og er það okkur mikil huggun á þesssari stundu. Við vilj- um þakka þér fyrir samlylgdina í gegnum tíðina um leið og við send- um ástvinum þínum okkar innileg- ustu kveðjur. Guð gefi þér góða nótt og geymi allar stundir, svo þú getir sofið rótt, sænginni þinni undir. Þínar frænkur, Arndís og Hildur. Einhverntímann heyrði ég haft íyrir satt að um fimmtugt hefði fólk að öllu venjulegu lokið hálfu lífs- starfi sínu og ætla ég það ekki all- fjarri sanni. Samkvæmt þessari kenningu hlaut Guðlaug mágkona mín og vinkona að sætta sig við að verða að sleppa síðari helming sinn- ar ætlunar, en það held ég ekki hafi hentað vel áhuga hennar og skap- lyndi. Um þessar mundir munu liðnir tveir og hálfur áratugur frá því fyrst ég kynntist Guðlaugu. Þá bjuggum við Asgeir bróðir minn í sama hús- inu, ég fjölskyldumaðurinn en hann ókvæntur, og þar sem ágætis frænd- semi ríkti á milli okkar, var Ásgeir býsna tíður gestur á heimili okkar Svövu. Þá bar svo við að komur As- geirs tóku að strjálast og sýndist sem hann hefði eitthvað þarfara við tímann að gera en að sitja hjá okkur yfir kvöldkaffi. Auðvitað skýrðist þetta fljótlega. Hann hafi fundið þá útvöldu, og brátt fékk maður að kynnast Guðlaugu. Þau voru þá starfsfélagar, kenndu bæði við Breiðagerðisskólann í Reykjavík. Áður en hér var komið sögu höfð- um við Ásgeir ásamt Aðalfríði mág- konu okkar, sem þá var orðin ekkja með þrjá unga syni, keypt húshró í Fossvogi, sem þurfti að víkja fyrir nýju skipulagi og var flutt að Hjálmsstöðum í Laugardal og gert að sumarafdrepi, en þar fengum við snotran blett fyrir kofann. Höfðum við þar sameiginlegt eldhús og síðan sitt herbergið hvert, Ásgeir það minnsta af því hann var þá einn á báti. En svo þegar Ásgeir var kom- inn með konu og tvö börn var orðið nokkuð þröngt á þingi í gamla hús- inu, svo þau Geiri og Gulla drógu sig út úr samflotinu og byggðu sér glæsilegan sumarbústað á sama blettinum steinsnar frá gamla hús- inu. Höfum við þessar fjölskyldur og reyndar fleiri „nýlendubúar" átt margar góðar stundir í sveitinni síð- an. Þegar bæði börn þeirra hjóna voru fædd var íbúðin á Laugarnes- vegi of lítil og festu þau þá kaup á raðhúsi í Flúðaseli, enda höfðu þau þá hafið störf við Seljaskóla, hún sem kennari, hann yfirkennari. Eftir það urðu gagnkvæmar heimsóknir hér syðra fátíðari og öllu meiri part- ur samskipta okkar varð í Laugar- dalnum. Ekki gat það lengi farið fram hjá þeim sem kynntust Guðlaugu, að hér fór vel greind kona og prýðilega menntuð og hið ánægjulegasta við hana að ræða, hvað sem á góma bar. Hún var auk þess glaðlynd og hafði ágætan húmor, þó jafnan mætti greina hjá henni alvarlegan undir- tón. Eg hef velt því fyrir mér hvort alvara sú sem maður þóttist skynja undir glöðu yfirborðinu kynni að stafa frá nokkurri ávöntun á fulla heilsu hennar, og frá barnæsku út- heimti strangari reglu og aga en ungmenni almennt verða að þola. Með aldrinum virtist þó þessi veila láta hægt og hægt undan síga og virtist framtíðin harla björt henni og fjölskyldunni. En á síðasta ári greindist hún með svo illkynjað mein að læknavísindunum reyndist ofviða við að fást. Hún barðist af stakri djörfung og hetjuskap og stóð á meðan stætt var, og lengur þó. Meira að segja beitti hún glettni sinni og gamansemi, er um var rætt, sagðist ekkert ætla að fara að deyja á miðjum aldri frá hálfnuðu verld. Lengst af dvaldist Guðlaug heima hjá sér í þessu harða stríði og eiga aðstandendur hennar, eiginmaður, böm, foreldrar og bræður allan heiður skilinn íyrir að létta henni líf- ið eftir fóngum, var slíkt ekki eftir- talið, verður enda hvort eð er ekki mælt á tiltæka mælikvarða. Þó ætla ég að vitundin um að hafa gert sitt besta verði þeim notadrýgsta hugg- unin. Eftir að Guðlaug fór að venja komur sínar í þá þekkilegu sveit, Laugardalinn, mun hafa blasað við henni, borgarbarninu, býsna fram- andi heimur og mannlíf. En hún átti bæði greind og félagshyggju sem dugði henni til að falla inn í um- hverfið og njóta þess, og fyrr en varði var hún orðin ein af oss. Hún unni grænum gróðri og naut hans að fullu, var natin og smekkvís við gróðiu'setningu og skógrækt og hafði ákveðnar meiningar um hversu með trjágróðri mætti piýða umhverfið án þess að byrgja fyrir fallegt útsýni. Hún var skaprík nokkuð og trúi ég að hún hafi meiru ráðið en bóndi hennar um tilhögun skógræktar á svæðinu, en hann þóttist þó nokkuð kunna fyrir sér á því sviði, þar sem hann hafði á unga aldri unnið á sumrum við skógrækt undir umsjá kunnáttumanna. Það verður skarð fyrir skildi í Tjamarhöfðabyggðinni eftir að Guð- laug hverfur af vettvangi, en bjartar minningar lætur hún eftir sig þar. Við kveðjum Guðlaugu Jónsdóttur með söknuði, virðingu og þökk fyrir góða viðkynningu og öll samskipti. Eiginmanni, bömum, bræðrum og ekki síst öldruðum foreldrum vott- um við dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Hilmar Pálsson. KRISTÍN J. EYJÓLFSDÓTTIR + Sæbjörg Kristín Jóna Eyjólfs- dóttir, eins og hún hét fullu nafni, var fædd í Borgargerði við Reyðarfjörð 27. júlí 1904. Hún lést 8. febrúar síðastlið- inn. Á fyrta ári var hún tekin í fóstur af prestslyónunum á Reynivöllum í Kjós, þeim séra Halldóri Jónssyni og frú Kristínu Hermanns- dóttur, en þá voru báðir foreldrar Kristínar látnir. Þær nöfnur voru systradætur. Bjó Kristín á Reyni- völlum allt þar til séra Halldór lést af prestsskap og flutti til Reykjavíkur árið 1950. Eftir það bjó hún á Hringbraut 103, eða þar til hún fluttist á Elli- og hjúkrunarheimilið Grund árið 1993. Kristín var ógift og barniaus. títför Kristínar fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Kristín Eyjólfsdóttir var fóstur- dóttir prestshjónanna á Reynivöll- um í Kjós, séra Halldórs Jónssonar og frú Kristínar Hermannsdóttur. Prestshjónin á Reynivöllum tóku Kristínu að sér sem hvítvoðung vegna þess að hún hafði þá misst báða foreldra sína. Séra Halldór og frú Kristín reyndust Kristínu afar vel og naut hún sérstakrar umhyggju og ástúð- ar fósturforeldra sinna. Kristín var mjög hlédræg og tranaði sér aldrei fram, var hæg í framkomu og hóg- værð var henni í blóð borin. Oft hafði ég gaman að rökræða við Stínu, eins og við vinir hennar kölluðum hana. Stína var mjög vel lesin og fróð. Hún las alls kyns bók- menntir. Er mér í fersku minni sá fróðleikur sem hún gaf mér úr bók- um sem hún hafði lesið og lýsti svo vel atburðum. Minni Stínu var með ólíkindum. Vissi hún nöfn og fæð- ÞORBJÖRN FINNBOGASON + Þorbjörn Finn- bogason skip- sljóri fæddist á Búðum á Snæfells- nesi hinn 14. janú- ar 1926. Hann and- aðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 4. febrúar síðastlið- inn 73 ára að aldri. Hann var þriðja barn af fíimm hjón- anna Laufeyjar Einarsdóttur og Finnboga Lárus- sonar. Tvö systkina hans eru látin fyrir alllöngu, þau Hólmfríður og Hrafnkell, en eftirlifandi eru Björg, búsett í Ólafsvík, og Danival, búsettur í Hafnar- firði. Af ellefu hálfsystkinum hans er aðeins Ingólfur eftir- lifandi. Þorbjörn lætur eftir sig eiginkonu, Þórdísi Karelsdótt- ur, en þau gengu í hjónaband 15. febr- úar árið 1958 og eiga j)au tvær dæt- ur, Agústu, f. 4.9. 1958, og Hlédísi, f. 15.2. 1962. í fyrra hjónabandi átti hann eina dóttur, Jónínu, f. 22.8. 1952, með Ingi- björgu Ársælsdótt- ur, og Þórdís átti einn son, Karel, er Þorbjörn gekk í föður stað. Barnabörnin og barnabarnabörnin eru orð- in tíu. títför Þorbjörns var gerð frá Langholtskirkju 11. febrúar. Finnbogi Lárusson, faðir Þor- björns, var þekktur athafnamaður á Búðum fyrstu þrjá áratugi aldar- innar og hafði mikil umsvif í verslun og útgerð og keypti þar að auki fisk til verkunar af bátum er reru á vor- vertíðum frá Búðum. Þegar Þor- björn var aðeins fárra ára gamall fluttu foreldrar hans til Ólafsvíkur þar sem faðir hans hóf verslunar- rekstur og rak hann verslun sína um árabil. Þorbjörn ólst því að verulegu leyti upp í Ólafsvík þar sem hann gekk í skóla og var í hópi okkar 12 fermingarsystkina er fermdust frá Ólafsvíkurkirkju vorið 1940 en einmitt íyrir rúmum þremur mán- uðum kvöddum við það fyrsta er féll frá úr þeim hópi. Upp úr 1940 voru starfstækifæri ungs fólks ekki fjölhæf í sjávar- plássunum sem voru að vakna eftir kyrrstöðu kreppuáranna. Tækifæri piltanna voru nær eingöngu út á sjóinn eða til starfa í fiskvinnslu. I leikjum okkar jafnaldranna um fjörumar og bryggjumar varð okkur fljótlega ljóst að hugur Þorbjöms stefndi á sjóinn, á því lék enginn vafi. Fljótlega eftir fermingu við fyrsta tækifæri réð hann sig á vertíðarbáta á Suðurlandi. Strax og hann hafði bolmagn til fór hann í Stýrimanna- skólann og lauk þaðan námi. Eftir stýrimannaskólanámið fóm framtíð- arlínur Þorbjörns að skýrast. Á þeim tíma gnæfðu hæst í íslenskum sjáv- arútvegi hinir svokölluðu „nýsköp- unartogarar“, þ.e. stærri gerð síðu- togaranna sem gáfu mikla mögu- ingardaga allra fjölskyldna í Kjós- arhreppi og langt umfram það. Eins og foreldra minna, systkina og bama. Ekki brást tónskáldinu séra Hall- dóri að fræða dóttur sína um tón- listina. Hann kenndi henni að spila á orgel, píanó og gítar. Ég sem þetta skrifa var svo heppinn að séra Halldór réð mig sem snúningastrák í átta sumur, sem ég hef alla tíð ver- ið þakklátur prestshjónunum fyrir og fá að kynnast Kjósverjum og fal- legu Kjósinni. Ævi Stínu var löng, sem var hjartahrein. Aldrei sagði hún ljót orð eða talaði illa við nokkum mann, eða hvað þá dæmdi. Þessi orð mín lýsa góðri konu. í dag kveðjum við Kristínu Eyj- ólfsdóttur. Stína naut alla tíð eftir lát séra Halldórs sérstakrar vináttu, umhyggju og hjálpsemi fjölskyldu séra Kristjáns Bjamasonar sem tók við prestsembættinu á Reynivöllum er séra Halldór hætti prestsþjónustu árið 1950, eftir rúmlega 50 ár. Megum við vera Guði þakklát fyr- ir að Stína átti slíka vini, sem ávallt vom til reiðu er á þurfti að halda, og tóku hana heim til sín á afmælum fjölskyldunnar og á stórhátíðum. Kristín talaði oft um hvað hún væri hamingjusöm og þakklát Guðrúnu Guðmundsdóttur, ekkju séra Krist- jáns og börnum þeirra. Blessuð sé minning hennar. Matthfas Matthfasson. leika á hin dýpri og fjarlægari mið, bæði við Grænland og Nýfundna- land. í þessa átt horfðu því gjaman ungir menn með fiskimannapróf upp á vasann á þessum tímum. Bæjaiút- gerð Reykjavíkur hafði slíka togara í rekstri og þar réð Þorbjöm sig til starfa, fyrst sem stýrimaður og síðar sem skipstjóri en sem slíkur starfaði hann hjá Bæjarútgerðinni um árabil, m.a. sem skipstjóri á togaranum Þormóði goða. Eftir að hafa starfað um árabil í togaraútgerðinni langaði Þorbjörn að breyta til og fór að prófa bátaút- gerð frá Eyrarbakka en það gekk ekki sem skyldi, m.a. vegna ófull- nægjandi hafnarskilyrða og fleiri ástæðna. Þegar hér var komið sögu urðu mikilvæg þáttaskil hjá Þor- bimi og fjölskyldu hans er hann réð sig til starfa hjá Sameinuðu þjóðun- ' * um við kennslu fiskveiða í Áfríku, Austur-Pakistan og Malasíu. Fjöl- skyldan tók sig því upp og lagði á vit ævintýranna en í þessum lönd- um starfaði Þorbjöm í tíu ár, frá 1968-78 við góðan orðstír. Þetta mun hafa verið að mörgu leyti góð- ur tími hjá Þorbirni og hans nán- ustu þrátt fyrir óþægindi sem oft urðu vegna óróleika í stjórnmálum þessara þjóða á þessum tíma. Eins og áður sagði réð Þorbjörn sig til starfa hjá Fiskistofu sem veiðieftirlitsmaður eftir að heim var komið. Meðan hann starfaði hjá Sa- meinuðu þjóðunum svo og Bæjarút- gerðinni rofnaði vemlega samband hans við frændgarðinn og vinahóp- inn hér í Ólafsvík. En eftir að hann hóf störf hjá Fiskistofu lá leið hans oft um æskuslóðimar hér vestra og endumýjaði hann þá vináttuna og frændræknina enda var hann alls staðar aufúsugestur. Hjónaband þeirra Þórdísar var mjög farsælt og traust. Þorbjöm fór ekki dult með hve fjölskyldumál- in skiptu hann miklu. Þórdís er frá Eyrarbakka og þar áttu þau hús er gaf þeim möguleika til dvalar í frí- stundum á sumrin þar sem þau undu sér vel, ekki síst Þorbjörn sem naut útiverunnar sérstaklega við veiðar og annað útivistardútl. Við leiðarlok er okkur ljóst að ævistarf Þorbjöms Finnbogasonar spannar yfír vítt svið, allt frá fjar- lægum fiskimiðum togaraflotans til hinna fjarlægustu landa á vegum fiskveiðiflota SÞ. Alls staðar mun hann hafa skilað viðfangsefni sínu heilu til hafnar við almennt traust þeiira er hann vann fyrir. Þannig kveðjum við þennan trausta og góða dreng. Við munum lengi muna hinn glaðbeitta hressi- leika hans í samskiptum við vini og kunningja. Einnig munum við lengi minnast þeirra sérkenna í daglegu fasi hans að bera ávallt með sér ✓ _ ákafa dugnaðarmannsins. Við skyldmenni hans og vinir fæmm Þórdísi og fjölskyldunni innilegustu samúð okkar og óskum þeim öllum farsældar og gæfu á ókomnum árum. Blessuð sé minning Þorbjörns Finnbogasonar. Elinbergur Sveinsson. Jf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.