Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Sjálfstæðismenn gagnrýna lóðaskort í Reykavík Byggt verði í haust á Norðlingaholti BORGARSTJORNARFLOKKUR sjálfstæðismanna leggur til að leyst verði úr lóðaskorti í Reykja- vík með því að ijúka deiliskipulagi fyrir Norðlingaholt þannig að hægt verði að hefja úthlutun lóða þar í vor og hefja byggingafram- kvæmdir í haust. Sjálfstæðismenn gagnrýndu borgarstj órnarmeiri- hluta R-listans harðlega fyrir fyr- irhyggjuleysi í skipulags- og lóða- málum á blaðamannafundi sem haldinn var í gær. Drög að deiliskipulagi fyrir Norðlingaholt hafa verið tilbúin síðan árið 1993. Sjálfstæðismenn telja að fljótlegra verði að ljúka við það heldur en að bíða eftir deiliskipulagi fyrir Grafarholt sem ráðgert er að ljúka árið 2000. Þeir telja að ekki sé heldur ör- uggt lengur að byggt verði í Graf- arholti því að R-listinn hefur ákveðið að láta kanna arðsemi byggðarinnar áður en ráðist verði i hana. „Víðidalur með hesthúsabyggð- inni er í nágrenni Norðlingaholts, Heiðmörk er rétt innan seilingar og einnig Rauðhólar," segir Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálf- stæðismanna. „Þetta er kjörinn staður fyrir hestafólk og þá sem vilja stunda útivist, til dæmis skreppa á gönguskíði strax eftir vinnu. Við höfum líka töluvert heyrt í fólki sem vinnur í Hálsa- hverfí um að gott væri að geta fengið íbúðalóðir í nágrenninu. Þetta land liggur líka lægra en Grafarholt, sem er yfir hundrað metra yfir sjávarmáli og er vinda- samt og snjóþungt." Inga Jóna bendir einnig á að á Geldinganesi sé til land þar sem fjöldi ungs fólks gæti byggt sér framtíðarhúsnæði, ef farið væri að tillögum sjálfstæðismanna um að hafa þar eingöngu íbúðabyggð en ekki atvinnusvæði. Lóðaskortur veldur braski Inga Jóna líkti fólksflótta ungs fólks frá Reykjavík við Vestur- heimsferðimar á 19. öld og nefndi þennan hóp „Kópavogsfarana". Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi sagði að vegna stefnu R-listans væri að koma upp svipað ástand og verið hefði síðast þegar vinstrimenn voru við stjórn í Reykjavík í byi'jun níunda ára- tugarins, byrjað væri að braska með lóðir og fasteignaverð færi hækkandi. Inga Jóna sagði að ástandið hefði einnig slæm áhrif á verktaka í byggingastarfsemi, þeir væru þegar farnir að segja upp fólki og selja tæki vegna þess að þeir sæju fram á verkefnaskort í sumar. Inga Jóna sagði að málflutning- ur R-listans einkenndist af tví- skinnungi. „Þeir hafa á undanforn- um dögum verið að þyrla upp moldviðri til að draga athyglina frá lóðaskortinum og telja fólki trá um að innan skamms verði hægt að leysa öll vandamál með lóðum í Vatnsmýrinni. Þetta eru ódrengi- leg vinnubrögð. I dag [mánudag] var þessi tvískinnungur staðfestur á fundi í skipulags- og umferðar- nefnd þar sem meirihluti sam- þykkti deiliskipulag fyrir Reykja- víkurflugvöll sem gildir til ársins 2016. Þar með eru þau að festa flugvöllinn í sessi.“ Inga Jóna sagði að í dag myndu sjálfstæðismenn leggja fram til- lögu um að gert yrði umhverfismat á áhrifum þess að flytja flugvöllinn í Skerjafjörðinn, þannig að horfið yrði frá innihaldslausu tali um þennan möguleika og að fram- kvæmdum. Brekku mokað burt VIÐ gatnamót Miklubrautar og Réttarholtsvegar stendur yfir mikið jarðrask, þar sem verið er að undirbúa aðrein að og frá Miklubraut. Að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar gatnamála- stjóra mun brekkan við Réttar- holtsveg nánast hverfa þegar náð verður núverandi landhæð norðan við Miklubraut. Lokað hefur verið fyrir alla umferð um Skeiðarvog og Réttarholtsveg á meðan framkvæmdir standa yfir og er ekki lengur hægt að aka yfir Miklubraut frá Skeiðarvogi eða Réttarholtsvegi. „Það hefur að vísu verið gert þrátt fyrir bann eins og fram kemur á um- ferðarmerkingum," sagði Sig- urður. „Því miður hafa menn verið að fara þarna yfír fjórar akreinar og hefur það valdið okkur áhyggjum en það er ekki langt í að við verðum fram- kvæmdanna vegna að loka hægri beygju út af Réttarholts- vegi og þar með verður þetta óframkvæmanlegt." Sagði hann að nokkuð hefði verið um að ek- ið hafi verið aftan á bifreiðar við gatnamótin sem leitt hafi til þess að tafir hafa orðið á vinnu- svæðinu. „Þetta er alltaf erfitt fyrstu dagana eftir lokun á meðan fólk er að átta sig á að leiðin er ekki lengur sú fljótleg- asta og auðfarnasta og margir verða að finna sér nýjar leiðir til og frá vinnu á meðan þetta ástand varir,“ sagði hann. * I gæslu- varðhald til 15. mars MAÐURINN, sem rændi 11-11 verslun við Norðurbrán á fóstu- dagskvöld, hefur verið úrskurðað- ur í gæsluvarðhald til 15. mars nk. Að sögn lögreglunnar liggur málið Ijóst fyrir og vonast lögregl- an til þess að málið fái flýtimeðferð fyrir dómstólum vegna ungs aldurs mannsins og þátttöku hans í slík- um brotum áður. Að auki var hann á skilorði þegar hann framdi ránið. Morgunblaðið/Ásdís Flutningaskip strandaði á Þórshöfn Skipið rak af strand- staðnum DANSKA mjölflutningaskip- ið Lette Lille losnaði af strandstað við Þórshöfn á Langanesi á sunnudagskvöld. Sigurður Oskarsson hafnai'- vörður segir að búið hafi ver- ið að setja taugar í skipið sl. sunnudagskvöld og átti að toga í það um tíuleytið á há- flóði. Klukkan 8.30 snerist vindátt og skipið rak af strandstað án þess að til þess kæmi að togað væri í það. Hefði átt að bakka að bryggjunni Skipið strandaði á hádegi á sunnudegi í suðvestangolu og ágætu veðri. Sigurður sagði að það hefði komið á ívið of mikilli ferð inn í höfn- ina. Það er með vélbúnaði sem verður að drepa á til þess að koma því í bakkgír og sagði Sigurður að tekist hefði að stöðva skipið en þó frekar of innarlega. „Að öllu eðlilegu hefði skipstjórinn átt að bakka upp að bryggj- unni en þess í stað reyndi hann að snúa skipinu. Skipið er fremur hátt enda ólestað og náði skipstjórinn aldrei að snúa því. Skipið endaði uppi í fjöru á sandi,“ sagði Sigurð- ur. Skipið er flatbotna og sett- ist í fjöruna án þess að halla nokkuð að ráði. Þegar það losnaði af strandstað í fyrra- kvöld rak það að litlu smá- bátabryggjunni og sagði Sig- urður að aldrei hefði jafn- stórt skip lagst þar að. Skipið var lestað í gær og hélt sama dag frá Þórshöfn. Emma VE fékk óvæntan afla á Jökuldýpi um helgina Tvær sprengjur í veiðar- færin á tveimur dögum LANDHELGISGÆSLAN eyddi tveimur sprengjum við Stapafell í gær sem komu í veiðarfæri Emmu VE um helgina. Um var að ræða breska djúpsprengju og þýskt tund- urdufl frá því í síðari heimsstyrjöld. Báðar voru þær óvirkar þegar Emma fékk þær í netin. Djúp- sprengjan var talin stórhættuleg viðfangs og var áhöfn Emmu látin fara frá borði áður en sprengjan var flutt frá skipi. Óskar Þór Kristjánsson, skip- stjóri á Emmu, sagði að fyrri sprengjan hefði komið upp með veiðarfærunum í hádeginu á laug- ardag í Jökuldýpi. „Okkur brá ekkert þegar við sáum fyrri sprengjuna. Þetta var tunna, um 70 cm há og um 30 cm í þvermál. Henni var hent út í síðu og hún geymd þar. Á hádegi á sunnudag kom hins vegar þessi risakúla þeg- ar við hífðum. Hún var um 1,20 m á hæð og ummálið um 3,70 m. Þetta var segulsprengja og báðar eru frá því í stríðinu. Segul- sprengjan er úr áli og var ótrúlega heilleg, eins og hún hefði verið sett í sjó fyrir einu ári. Tunnan var mjög ryðguð og líklega hefur hún Morgunblaðið/Ásdís EMMA VE í Hafnarfjarðarhöfn skömmu eftir að báturinn kom með sprengjumar til hafnar. fallið útbyrðis af einhverju skipi því það var trétappi í henni þar sem forkveikjan á að vera. For- sprengjan var farin úr segul- sprengjunni," segir Óskar Þór. Smávægilegar skemmdir urðu á veiðarfærunum og báturinn tafðist frá veiðum vegna þessa. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Emma fær sprengju í vörpuna. Fyrir nokkrum árum fékk hún sprengju í veiðar- færin fyrir vestan Eyjar. Sprengiefnið í flestum tilfellum heilt Gylfi Geirsson, sprengjusérfræð- ingur hjá Landhelgisgæslunni, sagði kveikibúnað hafa vantað í sprengjurnar. Hann segir að sprengjur berist Landhelgisgæsl- unni frá skipum á hverju ári. Lík- legt sé að hluti af búnaði í þeim sprengjum sem enn eru í sjónum í kringum landið sé ónýtur en í flest öllum tilfellum sé spi'engiefnið heilt. „Það sem er verra er að sprengiefn- ið breytist með tímanum og getur bæði orðið tregara en einnig mun viðkvæmara. í sumum tilfellum er umgjörðin orðin eydd svo sprengi- efnið er orðið bert. Við hnjask getur komið högg á sprengiefnið sjálft sem getur framkallað sprengingu. Oft er einnig öiyggisbúnaður í sprengjunum sem á að koma í veg fyrir að þær virki nema á ákveðinn hátt. Sá búnaður getur verið ónýtur svo það þarf mun minna til að fram- kalla sprengingu. Sumar eru með „mekanískum" kveikibúnaði, eins og djúpsprengjan. Djúpsprengja sem kemur með öllu innihaldinu ósprungin upp úr sjó er afar hættu- legur búnaður," segir Gylfi. Áhöfn Emmu, að undanskildum þremur mönnum, var látin fara frá borði meðan átt var við djúp- sprengjuna. Gylfi sagði það væri ekki rétta meðferðin að fleygja djúpsprengjum út í síðu og fara yrði að öllu með gát.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.