Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 45*- ÞORGEIR IBSEN + Þorgeir Guð- mundur Ibsen fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 26. apríl 1917. Hann Iést á Landspítalan- um 8. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ilafnarfjarðar- kirkju 15. febrúar. Árið 1947 kom ungur maður til Stykkishólms og tók við skóla- stjórastöðu í bamaskól- anum. Hann hét Þorgeir Ibsen og átti ásamt öðrum eftir að afla bad- mintoníþróttinni óhemju vinsælda í Hólminum. Þorgeir hafði fyrst kom- ist í kynni við íþróttina þegar hann var í Kennaraskólanum skömmu fyr- ir 1940. Kennaranemar voru þá í skylduleikflmi í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar og í tímum á eftir þeim voru Jón Jóhannesson og fleiri badmintonmenn. Þorgeir heillaðist af íþróttinni, keypti spaða og þegar hann flutti stuttu síðar upp á Akra- nes hóf hann að spila badminton í nýju íþróttahúsi Akumesinga ásamt fáeinum öðmm félögum sínum. Þeg- ar hann kom til Stykkishólms var íþróttahúsið þar fokhelt, en um haustið 1947 var búið að ljúka við húsið og þeir byrjuðu að spila bad- minton, Þorgeir og Guðmundur Þór- arinsson, frjálsíþróttaþjálfari, sem var þá kennari í Hólminum. Bæjar- búar tóku að veita þeim félögum at- hygli og fljótlega kviknaði mikill áhugi á badminton. Olafur Guð- mundsson, síðar sveitarstjóri, og Agúst Bjartmars, vora fyrstir til að byrja og náðu strax góðum tökum á leiknum. Fljótlega eftir að þeir byrj- uðu smitaðist áhuginn um allan bæ. Hólmarar urðu fljótt leiðir á að leika við hvern annan og fóra að hugsa sér til hreyfmgs. Þeir buðu badminton- mönnum að sunnan í heimsókn til Stykkishólms og fóra sjálflr til Reykjavíkur. Loksins vora komnir fram á sjónarsviðið góðir badminton- leikmenn, sem ekki vora í TBR, og þar með skapaðist grandvöllur fyrir landsmót. Þorgeir var mikill keppn- ismaður hvort sem var á badminton- vellinum eða í þjóðmálum almennt. Þorgeir Ibsen var íslandsmeist- ari í tvenndarleik með Höllu Árna- dóttur fyrrv. eiginkonu árið 1951. Ebba Lárasdóttir, eiginkona Þor- geirs Ibsen, varð íslandsmeistari í einliðaleik árin 1952-1957. Það má því segja að Þorgeir sé einn af upp- hafsmönnum þess að íslandsmót hófust í badminton en sl. sunnudag var þeim merka áfanga náð að þessi mót höfðu verið háð í 50 ár. Við það tækifæri færði Ebba Lárasdóttir Badmintonsambandinu fagran vasa að gjöf frá þeim hjónum. Badmint- onsambandið stendur í þakkarskuld við þá sem ruddu badmintoníþrótt- inni braut hér á landi, Þorgeir var einn af þessum vösku mönnum. Hann hefur örugglega ekki granað hve útbreidd og vinsæl þessi íþrótt ætti eftir að verða. Badmintonmenn votta honum virðingu sína og þakklæti fyrir allt það sem gerði fyrir iþróttina. Eiginkonu, börnum og fjölskyldunni allri sendi ég samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Þorgeirs Ib- sen. Jafet S. Ólafsson, formaður BSÍ. Það blésu vindar um Þorgeir Ib- sen þegar hann kom til Hafnar- fjarðar sem verðandi skólastjóri Barnaskólá Hafnarfjarðar, Lækjar- skólans. Með lagni sinni og hyggju- viti tókst Þorgeiri brátt að lægja öldumar og hann tók ótrauður til starfa sem skólastjóri. Skólastjóra- starfið fórst honum vel úr hendi. Hann ávann sér traust kennara skólans, nemenda sinna og foreldra þeirra. Þorgeir hafði mikinn metnað fyrir skólann og nemendurna og var áhrifamikill í félagsstörfum kenn- ara, hvort heldur var fyrir betri starfsaðstöðu, aukinni menntun eða betri kjörum þeirra. Þorgeir Ibsen var þekktur íþróttamaður þegar hann kom til Hafnarfjarðar enda fljótt falið forystuhlut- verk í samtökum íþróttamanna. Þótt aldurinn færðist yfir fylgdist hann ævinlega vel með á þeim vett- vangi og var í hópi þeirra sem best kunnu skil á velgengni og árangri íþróttafólks. Þorgeir lét stjórnmálabaráttuna ekki afskiptalausa. Hann kom til liðs við sjálfstæðismenn í Hafnarf- irði og samtök þeirra, ævinlega reiðubúinn til þess að leggja sitt til málanna, bæjarmálefna jafnt sem þjóðmála. Þeim sem þar hafa verið í forystu þótti jafnan gott að hlusta á hvað hann hafði að segja. Ekki svo að skilja að menn væru ævinlega sammála og skoðanamunur var að sjálfsögðu í einstökum málefnum. Þá var jafnan reynt að finna farsæla lausn. Þorgeiri Ibsen vora falin trúnað- arstörf fyrir Sjálfstæðisflokkinn og bæjarstjórn Hafnarfjarðar og var m.a. varabæjarfulltrúi um skeið. Hann efldist af eigin reynslu í stjóm- málabaráttunni og var aldrei áhrifa- meiri þar en í síðustu bæjarstjórnar- kosningum. Þá skipaði hann heiðurs- sæti á hsta sjálfstæðismanna, jafn- sterkur einstaklingur til framboðs í því sæti og hinir sem fyrir framan hann vora. Hann orðaði það svo við mig að þetta væri nú svanasöngur sinn í stjómmálum. Sér þætti því af- ar vænt um að njóta þessa trausts og geta þannig lagt Sjálfstæðisflokkn- um í Hafnai'flrði lið sitt í svo þýðing- armikilli kosningabaráttu sem raun- in var og eiga þátt í þessum góða árangri sem náðist. Þegar vinur minn, Þorgeir, er nú horflnn til hærri heima flyt ég hon- um þakkir mínar og fjölskyldu minnar fyrir vináttu hans og lær- dómsríka samferð. Þótt Þorgeir hefði storminn í fangið þegar hann kom til Hafnarfjarðar veit ég að þegar fram liðu stundir naut hann hvers dags sem hann fékk að lifa og sinna mikilvægum störfum sínum, sem honum eru þökkuð. Sjálf- stæðismenn kveðja hann og þakka ómetanlega liðveislu. Eiginkonu Þorgeirs, Ebbu Lár- usdóttur, börnum hans og fjölskyld- um þeirra sendum við kveðju okkar og biðjum Þorgeiri Guðs blessunar á landi lifenda. Matthías Á. Mathiesen. „Nú er foringinn fallinn,“ sagði gamall Hólmari við mig er við hitt- umst á fómum vegi fyrir stuttu og fréttin um andlát Þorgeirs íbsen hafði borist út. Nú era hðin rúmlega flmmtíu ár síðan ég hitti Þorgeir frænda minn í fyrsta sinn. Eg var þá 11 ára strákpatti nýfluttur í Stykkis- hólm vestan frá Bíldudal með for- eldrum og systkinum, þann stóra stað að okkur fannst. Þetta var árið 1948. Þorgeir var þá búinn að vera skólastjóri í eitt ár í Hólminum. Eg man vel þegar við létum innrita okk- ur í Barna- og miðskólann. Þorgeir, dökkur yfirlitum og þrekvaxinn, heilsaði okkur glaður í bragði og tók í höndina á mér. Því handtaki gleymi ég trúlega aldrei. Það vai- fast, þétt og hlýtt. Þannig heilsaði Þorgeir mér ahtaf. Ég trúi því að hvemig fólk heilsar endurspegh manninn all- an. Þorgeh- var þéttur á velli og þétt- ur í lund en alltaf glaðvær og hress. Þau ár sem ég var í Stykkishólmi sem nemandi Þorgeirs eru mér óg- leymanleg. Áhugi á íþróttum og þá sérstaklega á badminton til að byija með gripu hug minn allan og reynd- ar allar götur síðan. Það á ég honum að þakka. Hann veitti mér fyrstu til- sögnina í þeim íþrótt. „Björn minn, mundu að það sem sldptir mestu máh er staðsetningin á vellinum, þú átt alltaf að vera þar sem styst er í boltann." Sá mikli áhugi sem allir Hólmarar fengu á badmintoníþrótt- inni er Þorgeiri að miklu leyti að þakka og kom Stykkishólmi á kortið í íþróttunum eins og sagt er í dag. Hann hafði lifandi og brennandi áhuga á heilbrigðri sál í hraustum líkama, um það vitna störf hans fyrir íþróttahreyfínguna í landinu. Á meðan ég var í MA og síðar í Kennaraskólanum rofnaði sam- bandið á milli okkar. Á þessum ár- um fluttist Þorgeir til Hafnarfjarð- ar og gerðist skólastjóri við Barna- skóla Hafnarfjarðar sem síðar varð Lækjarskóli. Sumarið 1959 var ég á sfld eins og mörg sumur bæði á undan og eftir. I einhverri landleg- unni hitti ég Þorgeir aftur og við tókum tal saman. Ég sagði honum hvað á daga mína hefði drifíð frá því í Hólminum. Nú það var ekkert „núll og nonsens" eins og hann sagði stundum ef honum þótti eitt- hvað ganga seint. Hann sagðist hafa kennarastöðu handa mér og mundi hafa samband síðar um sumarið. Þegar leið að hausti hringdi Þorgeir í mig og sagði mér að senda inn um- sókn strax sem ég og gerði. Þar með var ég orðinn kennari við Bamaskólann og okkar samstarf hófst. Fyrst starfaði ég sem al- mennur kennari og síðar sem yfir- kennari hjá Þorgeiri þar til hann lét af störfum um áramótin 1986. Sam- starf okkar í skólanum varð mjög gott og varaði í rúmlega 28 ár án þess að nokkru sinni kastaðist í kekki á milli okkar. Eftir á að hyggja fínnst mér það hafa verið forréttindi að hafa kynnst Þorgeiri og enn meiri forréttindi að hafa ver- ið samstarfsmaður hans í öll þessi ár. Þorgeir var mikill skólamaður, hann bar hag nemenda og kennara alltaf fyrir brjósti og vildi veg þeirra sem mestan. Það kom vel í ljós bæði í ræðum hans og riti. ís- lenskan átti hug hans allan og hún var sú námsgrein sem hann setti alltaf í öndvegi, bæði í skólanum og á öðram vettvangi, enda var hann sjálfur mikill íslenskumaður, stálminnugur og víðlesinn. Hann hafði og á hraðbergi ljóð þjóðskáld- anna og vitnaði oft í höfuðskáld bæði innlend og erlend af mikilli þekkingu og návæmni. Þorgeir var einnig frábær ræðumaður. Þegar honum tókst sem best upp fór ekki hjá því að eftir væri tekið, hvort sem hann ræddi um skólamál, pólitík eða hvað annað sem honum lá á hjarta. En nú er mál að linni. Ég vil þakka Þorgeiri allar sam- verastundirnar í skólanum. Ekki má heldur gleyma þeim stundum sem við áttum saman í útilegum, á skíðum og síðast en ekki síst við veiðar sem ég veit að hann hafði mikla ánægju af enda Vestfirðingur og sjómaður að ætt og upprana. Við hjónin og börn okkar sendum Ebbu og öllum öðrum aðstandendum, vin- um og öðrum þeim sem sárt sakna Þorgeirs okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Björn Olafsson, skólastjóri. Mig langar í stuttu máli að minn- ast Þorgeirs Ibsen, fyrrverandi skólastjóra og fyrrverandi for- manns íþróttabandalags Hafnar- fjarðar. Fyrst ætla ég að minnast Þorgeirs sem skólastjóra og kenn- ara en hann kenndi mér ensku. Það er kannski ekki í frásögur færandi eitt og sér, heldur era það aðferð- irnar sem hann beitti við að kenna okkur sem ég man enn eftir, þótt ég hafi ekki verið nema 12 ára. Kennsl- an var fyrstu mínúturnar beint af bókinni en síðan var farið rakleitt út út kennslustofunni og eins og Þor- geir sagði: Nú erum við komin til útlanda og hér tala allir ensku. Þetta atriði hefur oft komið í huga minn í gegnum tíðina, og hef ég túlkað þetta þannig að maður á aldrei að vera hræddur við að takast á við nýja hluti af krafti og frá byrjun. Þetta hef ég haft að léið- arljósi alla tíð svo segja má að Þor- geir hafí snemma haft áhrif á mig. Þegar Þorgeir fluttist til Hafnar- fjarðar leið ekki á löngu þar til hann var kosinn formaður IBH. Það var ekki ónýtt fyrir ÍBH að fá mann með slíka reynslu sem Þorgeir hafði, en hann hafði áður verið í hin- um ýmsu forystuhlutverkum og þar á meðal formaður íþróttabandalags Akraness. Stærstu verkefni ÍBH á þessum áram vora að þrýsta á byggingu íþróttahúss (Strandgötu), útdeila tímum til íþróttafélaga og margt fleira. Þorgeir Ibsen var for- maður ÍBH í fjögur ár þ.e. frá 1956-1960 og átti íþróttabandalagið góð ár undir forystu hans. Þrátt fyrir að Þorgeir hætti formennsku hélt hann áfram að fylgjast með bæði uppbyggingar-, félags- og af- reksmálum íþróttahreyfíngarinnar í Hafnarfirði. Þetta kom svo glögg- lega í Ijós þegar Þorgeir mætti á hinar ýmsu uppákomur IBH. Við höfum haft það fyrir sið að bjóða alltaf fyrrverandi formönnum á ýmsar samkomur sem við stöndum fyrir og hefur það talist til undan- tekninga að Þorgeir hafi ekki getað komið. Það átti sér stað einmitt nú í byrjun janúar þegar Afreksmanna- sjóður ÍBH stóð fyrir boði. Þá hringdi Þorgeir til mín kvöldið áður og tilkynnti mér það að því miður treysti hann sér ekki til þess að mæta vegna þess að hann væri veikur, en biður mig að færa öllum bestu kveðjur. Ekki hvarflaði að mér að þetta yrði í síðasta sinn sem ég talaði við Þorgeir Ibsen. Ég þakka fyrir þær stundir sem við höfum notið starfa og leiðsagnar Þorgeirs Ibsen og megi hann hvíla í friði. íþróttahreyfingin færir eftirlif- andi konu hans, Ebbu Lárasdóttur, og fjölskyldu þeirra innilegar samúðarkveðj ur. Friðrik Ágúst Ólafsson, formaður ÍBH. íslenskir raenn! Hvað öldin ber í skildi, enginn fær séð, hve feginn sem hann vildi. Eitt er og víst: Hún geymir Hel og Hildi. Hlífi þér, ættjörð, guð í sinni mildi.' (Hannes Hafstein.) Okkur systkinin langar að þakka fyrir hlýhug og vináttu sem Þorgeir sýndi okkur í gegnum tíðina. Við minnumst þéttra faðmlaga hans, er hann heilsaði eða kvaddi eftir sam- verustundir fjölskyldunnar, sem voru ótal margar í áranna rás. Oft- ast var glaðværð í samræðum og gjarnan slegið á létta strengi, er hann hélt ræður á fjölskyldumótum okkar. Hann brúaði kynslóðabilið milli hinna ungu og öldnu með sinni víðtæku þekkingu á málefnum yngri og eldri kynslóða og lét okkur fínna til samkenndar innan fjöl- skyldunnar og með þjóðinni. Við eram þakklát fyrir að hafa kynnst vinarhug og handleiðslu Þorgeirs. Innilegar samúðarkveðjur sendum við eiginkonu, börnum og barnabörnum. Börn Arínu íbsens. Góður drengur er að velli lagður. Ég vil í örfáum orðum minnast Þor- geirs Ibsen, míns gamla góða skóla- stjóra, fyrst sem nemandi hans, síð- ar kennari í Lækjarskóla. Aðrir verða eflaust til að rekja lífshlaup hans frekar. Mannkostir Þorgeirs voru miklir. Hann var höfðingi í lund og fasi. Þegar ég hóf skólagöngu mína í Lækjarskóla 7 ára gömul var Þor- geir Ibsen nýtekinn við skólastjórn þess skóla. Þá var þannig háttað að nemendum var raðað í bekki eftir þeim atkvæðafjölda sem þeir lásu á mínútu. Mér var skipað í bekk sam- kvæmt því, en eitthvað varð þó til þess að nokkrum dögum seinna skyldi ég færð um bekk. Ég fékk sem sagt þau tilmæli að morguninn eftir skyldi ég mæta í annan bekk, hjá öðram kennara, í annarri stofu og gott ef ekki var á annarri hæð skólans. Þetta vora stór tilmæli fyiir litla stúlku sem var uppburðarlítil að eðlisfari, enda fór svo að ég stóð al- ein í stiganum á þessum stóra skóla með tárin í augunum og grátstafinn í kverkunum morguninn eftir og fannst að ekkert í heiminum gæti bjargað mér úr þessum hremming- um. Þá kom þessi fallegi góði maður og tók í hönd mér og leiddi mig á réttan stað og kom mér í réttar hendur. Þetta gerði hann af slíkri virðingu og væntumþykju fyrir litlu barni að æ síðan leit ég á hann sem bjargvætt minn. Seinna komst ég að því að þetta var skólastjórinn okkar^_ Þannig minnist ég hans sem skóla- stjóra alla mína bernsku; sköragleg- ur, yfirvegaður og sterkur persónu- leiki en umfram allt hjartahlýr. Það er ekki lítils virði fyrir nemanda að hafa þannig skólastjóra. Löngu seinna lagði ég aftur leið mína í Lækjarskóla og nú sem kenn- ari. Þorgeir var þá enn við stjórnvöl- inn. Nú tók hann á móti mér sem kennara og það gerði hann af sömu alúð og virðingu og hann hafði sýnt mér sem barni. Sem skólastjóri stóð hann ætíð þétt við bak sinna kenn- ara og studdi störf þeirra í einu og— - öllu. Sama hvort um var að ræða kennslufyrirkomulag, nýbreytni, kjarabaráttu eða annað það sem upp á kemur í stóram skóla. Hann stóð ætíð sterkur og traustur bak við sitt fólk. Sjaldan leið sá dagur að ekki viki hann einhverju hressilegu, upp- örvandi og jákvæðu að sínu fólki, ef ekki um skólamál þá vegna þess að við voram manneskjur sem hann treysti, virti og studdi. Það er ómet- anlegt að hafa slíkan samstarfsmann og yfirmann þegar unnið er starf sem alltaf krefst mikils af fólki. Á gleðistundum var hann hrókur alls fagnaðar í okkar hópi. Ekki er hægt að minnast svo á Þorgeir að Ebba hans ástkæra eiginkona komi ^ við sögu. Saman vora þau heilsteypt, jákvæð og elskuleg hjón sem gott var að eiga að samstarfsmönnum og vinum. Þegar farsælli lífsgöngu Þorgeirs er lokið vil ég þakka fyrir þessi viðkynni. Ég minnist hans með virðingu og þökk. Ebbu, börnum þeirra og fjölskyldum sendi ég samúðarkveðjur. Hólmfríður Ámadóttir. „Mikils er einn góður maður verð- ur.“ Þetta gamla máltæki úr Karla- magnúsarsögu og kappa hans kom upp í huga okkar samstarfsmanna Þorgeirs Ibsens í stjóm Samtaka eldri sjálfstæðismanna, þegar við fregnuðum fráfall hans. Þorgeir Ib- sen, fyrrverandi skólastjóri, kom víða við sögu í þjóðlífi Islendinga eins og fram kom í verkum hans og athöfnum á meðan honum entist ald- ur og heilsa til. Þessa er nú minnst af ættmennum hans, vinum og félög- um, þegar hann er nú kvaddur hinzta sinni. Þorgeir var einn af helstu hvatamönnum að stofnun Samtaka eldri sjálfstæðismanna síðla árs 1997 og átti sæti í fyrstu stjórn þess. Af heilsufarsástæðum gaf hann ekki kost á sér í stjóra áfram, em mætti á aðalfund hress og glaður eins og ekkert hefði ískorist. Þorgeir Ibsen var sann- kallað hreystimenni í orði og æði. Til hinztu stundar barðist hann fyrir jákvæðri lífssýn sinni um betra mannlíf fyrir samferðamenn sína. Nokkram vikum fyrir andlát sitt hringdi hann í formann SES til að leggja á ráðin, hvernig SES og Sjálfstæðisflokkurinn gætu unnið betur að kjöram aldraðra og sjúkra og þess fólks sem verst hefur orðið úti í nútíma samfélagi. Aldrei var minnst á eigin hag eða stöðu. Náungakærleikurinn var einn af rík- ustu þáttum í fari hans. Þorgeir lagði ríka áherslu á að Samtök eldri sjálfstæðismanna störfuðu í þessum anda. Þorgeir treysti Sjálfstæðis- flokknum best allra flokka til að tryggja réttláta stöðu þjóðfélagsþegnanna og var því ein- arður stuðningsmaður flokksins. Hann gerði miklar kröfur til Sjálf- stæðisflokksins og forustumanna hans. Hann lagði áherzlu á, að Sjálf- stæðisflokkurinn væri kjörorðinu „Stétt með stétt“ trúr. Ásamt félögum sínum tók hann síðan upp baráttuna fyrir öruggari f og betri stöðu aldraðra undir kjör- * orðinu „Kynslóð með kynslóð“. Góð- ur maður, vinur og félagi er kvaddur með þökk og virðingu. Skyldmenn- um og öllum ættingjum era sendar innilegar samúðarkveðjur. F.h. stjórnar Samtaka eldri sjálf- stæðismanna, Guðmundur Ii. Garðarsson, formaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.