Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Grænlendingar kjósa nýtt heimastjórnarþing í dag menntuðu starfsfólki. Samkvæmt tölum írá 1994 var 25 prósent at- vinnuleysi í strjálbýli, meðan fímmt- án prósent bæjarbúa voru atvinnu- laus. Fiskveiðar og sauðfjárbúskapur eru helstu atvinnugreinarnar, en báðum er þeim haldið uppi með rík- isstyrkjum, sem um leið torvelda ný- skipan í átt að auknum afköstum og hagnaði. Heildarstyrkir til græn- lenskra fiskveiða námu 1996 um 2,5 milljörðum íslenski'a króna, eða um 400 þúsund íslenskra króna á hvert starf í sjávarútvegi. I sauðfjárbú- skap nema ríkisstyrkir alls rúmlega 200 milljónum íslenskra króna. Enn hafa vonh- um vinnslu hrá- efna eins og olíu, málma, gulls og demanta ekki ræst. Heimamenn kvíða að verði úr vinnslu verði hún stunduð af útlendingum, sökum skorts á menntuðu vinnuafli, og að hagnaðurinn renni úr landi. Ferða- mannaþjónustan á ei-fitt uppdráttar sökum dýrra samgangna til landsins og innanlands, meðal annars vegna hafta. Allt eru þetta gamalgróin vandamál, sem heimastjórninni og gömlu flokkunum hefur ekki tekist að pá utan um. Ibúar á Grænlandi eni um 56 þús- und. Nuuk er stærsti bærinn með um 13 þúsund íbúa. Árið 1993 var heild- arafli Grænlendinga 548 þúsund tonn, en vai' þá tæpar 1,7 milljónir tonna á Islandi. Þá réðu Grænlend- ingar yfir 37.877 þúsund fiskibátum, meðan Islendingar höfðu 2.067 báta. Grænland er tæplega 2,5 milljónir ferkílómetra að fiatarmáli, svo stórt að fjöldi íbúa á ferkflómetra er ná- lægt núlli á meðan fjöldi Isiendinga á ferkflómetra er um þríi'. Lífslíkur eru hvergi á Norðurlöndum jafnlágar og á Grænlandi. Samkvæmt tölum frá 1996 voru lífslíkur nýfæddra grænlenskra drengja 62,8 ár, en stúlkna 68,4 ár. Sambærilegar tölur fyrir íslensk börn voru þá 76,2 ár og 80,6 ár. Reuters HÁTT á þriðja hundrað þúsund strangtrúaðra gyðinga stífla gatna- mót í Jerúsalem í mótmælum vegna úrskurðar hæstaréttar landsins. Strangtrúaðir gyð- ingar mótmæla Jerúsalem. Reuters. ÍSRAELSKAR öryggissveitir voru í viðbragðsstöðu á sunnu- dag þegar um 250.000 strang- trúaðir gyðingar söfnuðust saman í miðborg Jerúsalem til að mótmæla umdeildum dómum hæstaréttar landsins þar sem Reuters BANDARÍKJAMENN héldu upp á dag elskenda á sunnudag og lét Bill Clinton Bandaríkjaforseti ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Hér býð- ur hann, ásamt eiginkonu sinni Hillary, blaðakonum um borð í flugvél forsetans upp á súkkulaðimola. í veg fyrir að afturhaldssöm öfl innan flokksins fengju að móta ímynd flokksins. Hillary á þing? Á sama tíma gerist sá orðrómur æ háværari að Hillary Clinton muni bjóða sig fram í New York í næstu öldungadeildarkosningum. Munu aðstoðarmenn hennar þegar hafa skoðað íbúðir í New York til að hún geti skráð lögheimili sitt þar. John Podesta, skrifstofustjóri Hvíta hússins, sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina ABC á sunnudag að Hillary hefði ekki viljað einbeita sér að öldungadeildinni fyrr en að réttarhöldunum yfir eiginmanni hennar væri lokið. Nú ætti hann því von á að hún myndi taka upp viðræður við þá hópa er hafa hvatt hana til að bjóða sig fram. „Ég held að hún muni sigra ef hún býður sig fram. Og ef hún sigrar verður hún fyrirmyndar öldungadeildarþing- maður,“ sagði Podesta. Eiginmaðurinn brást við vanga- veltunum um framboð Hillary í gær. Sagði hann það „frábært, ef hún gerði það“. En hann tók skýrt fram að hún hefði enga ákvörðun tekið enn sem komið er. Keppt verður um sæti Daniels Patricks Moynihans, sem hyggst láta af þingmennsku á næsta ári. Hann lýsti um helgina yfir stuðn- ingi við Hillary og sagði að hann yrði hæstánægður ef hún byði sig fram. Fari svo er líklegt að and- stæðingur hennar í kosningunum verði repúblikaninn Rudolph Guili- ani, sem nú gegnir embætti borg- arstjóra New York. borgaralegum réttindum hefur verið gert hærra undir höfði en trúarreglum. Svartklæddir og síðskeggjað- ir „guðhræddir gyðingar" Ijöl- menntu í tugþúsundatali til Jer- úsalemborgar til að mótmæla því sem þeir kalla aðför að trú sinni og lifnaðarháttum. Hæsti- réttur Israels hefur með dóm- um sínum efast um réttmæti þess að ungir strangtrúaðir gyðingar, sem sitja æðri trúar- skóla og rýnai í helgirit, verði undanþegnir herskyldu. Telja gyðingarnir að borgaraleg lög nái ekki yfir „Torah“ (helgirit- in). Fylgjendur úrskurðar hæstaréttar fsraels stóðu einnig fyrir mótmælum í Jerúsalem og höfðu yfirvöld haft af því áhyggjur að fylkingunum myndi slá saman. „Við verðum að mótmæla öllum þeim sem standa í vegi fyrir grundvallar- reglum um réttarríki og lýð- ræði,“ sagði Dahlia Rabin- Philosof, dóttir Yitzhak Rabins fyrrverandi forsætisráðherra sem veginn var af strangtrúuð- um gyðingi árið 1996. Forsætisráðherra fsraels, Benjamín Netanyahu, mistókst seint á laugardagskvöld að telja strangtrúaða rabbína, marga hverja þingmenn í samsteypu- stjórn undir hans forsæti, af því að efna til mótmælanna. Þrátt fyrir að vera einungis 10% af íbúum Israels hafa strangtrúað- ir gyðingar haft mikil ítök í stjórnmálum landsins; fellt rík- isstjórnir og skipt á pólitískuin stuðningi sínum og fjármagni til reksturs trúarskóla sinna sem og skuldbindinga um að landslög taki mið af trúarregl- um gyðingdómsins. Frétta- skýrendur telja að til mótmæl- anna hafi verið efnt nú, þegar 3 mánuðir eru til kosninga í Tsra- el, til að minna almenning á áhrif strangtrúaðra í ísraelsk- um stjórnmálum. VERULEG óánægja virðist vera með græn- lensku landstjómina og Jonathan Motzfeldt for- mann hennar, sam- kvæmt skoðanakönnun- úm á Grænlandi fyrir kosningamar í dag. Hvort óánægjan leiðir til verulegra breytinga er enn óljóst, en hún end- urspeglar djúpstæða reiði Grænlendinga í kjölfar mála er benda til að grænlenskir stjóm- málamenn hafi verið duglegri að hygla sér en bæta hag Grænlend- inga í heild. Motzfeldt er leiðtogi Siumut, græn- lenska jafnaðarmannaflokksins, sem hefur verið leiðandi afl í grænlensk- um stjórnmálum frá því heimastjórn komst á 1979. I grænlenska lands- þinginu er 31 þingsæti. Siumut hefur nú tólf sæti, en gæti samkvæmt spám misst eitt þingsæti. Atassut, sem er borgaralegur flokkur og myndar landstjórn með Siumut, hefur nú tíu þingsæti, en gæti misst eitt. Sigur- vegarinn gæti orðið vinstriflokkurinn Ataqatigiit, sem gæti nú fengið eitt eða jafnvel tvö þingsæti. Svo virðist sem óvenjustór hluti kjósenda sé óviss fram á síðustu stundu og stóru flokkamir tveir hafi ekki jafnsterk tök á kjósendum og áður. Auk áðurnefndra flokka eru ýmsir óflokksbundnir frambjóðend- ur í kjöri, sem leggja fyrst og fremst áherslu á málefni heimabyggða sinna. Kosningaþátttaka á Græn- landi er venjulega lág á norrænan mælikvarða, var 70 prósent í síðustu kosningum. Málefnaleg óánægja með stjóm Siumut undanfarið kjörtímabil stafar einkum af slæmu ástandi í heilbrigð- ismálum, skólamálum og efnahags- málum. Stjórnin þykir hafa vanrækt uppbyggingu í skólamálum og mis- tekist að örva ungt fólk til náms. Það er erfitt að manna sjúkrahús á Grænlandi og sem dæmi má nefna að á um ári hafa 28 læknar starfað 1-2 mánuði í sjúkrahúsinu í Ámmassalik, en þar em nú þrír læknar við störf. Auk dugleysis er stjórnin ásökuð um spillingu af mai'gvís- legu tagi. í dönskum íjölmiðlum hefur efna- hagsástandi Grænlands verið líkt við ástandið á Kúbú og í Norður- Kóreu. Yngri stjórnmálamenn eru reiðir í garð þeirra eldri, sem tali stöðugt um sjálfstæði, þó eftir 20 ára heimastjórn þui-fi rúma 26 milljarða íslenskra króna ái'lega frá Dönum til að halda uppi þeim 56 þúsund manns er búa á Grænlandi. Einkahagsmunir gengið fyrir hagsmunum ahnennings Dönsk ráðgjafanefnd hefur með æ sterkara orðalagi bent á að græn- lensku efnahagslífi sé stýrt af rflds- fyrirtækjum, sem eldri kynslóð stjórnmálamanna stýri sjálf fyrir góða þóknun. Nefndin hefur skýr- lega mælt með að stjórnmálamenn- irnir sleppi hendinni af atvinnulífinu og láti það lúta markaðslögmálum. Hingað til hefur verið talað fyrir daufum eyrum og einkahagsmunir fárra einstaklinga gengið fyrir hags- munum almennings. Þetta hafa Grænlendingar daglega fyrir augun- um, en nú gæti þolinmæði þeirra verið á þrotum. Atvinnuleysi er hrikalegt vanda- mál á Grænlandi, en um leið er einnig skortur á menntuðu vinnuafli. Af 25 þúsund manns á vinnualdri eru sjö þúsund atvinnulausir, en fimm þúsund störf eru laus vegna skorts á Jonathan Motzfeldt Eftirmál Clinton-réttarhaldanna Repúblikanar áhyggjufullir MEIRIHLUTI Bandaríkjamanna telur, samkvæmt nýrri skoðana- könnun, að það hafi verið rétt ákvörðun hjá öldungadeild þings- ins að sýkna Bill Clinton forseta. Samkvæmt könnuninni, sem birt var í Washington Post í gær telur meirihluti þjóðarinnar að öldunga- deildin eigi ekki að taka tillögu um vítur á forsetann á dagskrá. Um helmingur þeirra sem tóku afstöðu telur hins vegar að forsetinn eigi að svara til saka fyrir dómstólum, eftir að hann lætur af embætti. Þreyta á málinu einkennir afstöðu flestra. Jafnt repúblikanar sem demókratar virðast óánægðir með það ferli sem mál forsetans hefur farið í gegnum en meirihluti kjós- enda (52%) telur að forsetinn beri meiri ábyrgð á því að réttarhöldin fóru fram en repúblikanar. Per- sónulegar vinsældir forsetans eru þó meiri en nokkru sinni fyrr. Erfíðir tímar fyrir repúblikana Margir háttsetir repúblikanar hafa miklar áhyggjur af því að mál- ið kunni að skaða flokkinn til fram- búðar en hópur hófsamra repúblik- ana hélt fund í Miami um helgina, þar sem framtíðarhorfur flokksins voru til umræðu. Meðal ræðumanna var Christie Whitman, ríkisstjóri New Jersey. Hún sagði þetta vera erfiða tíma fyrir repúblikana og að margir kjósendur væru þeirrar skoðunar að Repúblikanaflokkurinn stjórn- aðist af illgirni og hefndarþorsta í stað þess að reyna að vinna að hagsmunum almennings. John G. Rowland, ríkisstjóri Connecticut, sló á svipaða strengi og sagði mála- ferlin á hendur forsetanum hafa ýtt undir fordóma í garð ílokksins. Á síðustu tveimur áratugum hefði repúblikönum tekist að hrinda frá sér konum, stéttarfélögum, inn- flytjendum, öldruðum, kennunim, samkynhneigðum og umhverf- issinnum. „Ég get þó fært ykkur þau ánægjulegu tíðindi að hinum ríku og kaupsýslumönnum líkar enn vel við okkur. Lengra nær það hins vegar ekki. Ef íýrrgreindum hópum verður ekki gert kleift að kjósa fjórum til fimm sinnum í einu er okkur vandi á höndum í kom- andi kosningum," sagði Rowland. Margir vöruðu við því að ef flokkurinn færði sig ekki inn á miðjuna ætti hann á hættu að tapa næstu forsetakosningum og jafnvel þingmeirihluta sínum á næsta ári. Jafnframt yrði að koma Stefnir í uppgjör við ríkjandi flokka Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.