Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLADIÐ JÓN ÁRNASON + Jón Árnason fæddist í Reykjavík 1. apríl 1953. Hann lést á heimili sínu 23. jan- úar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 2. febrúar. Ljúfi vinur. Nú ertu horfinn á braut. Afram lifa fögur augu þín og hjarta meðal allra þeiiTa mörgu sem elskuðu þig hérna megin lífsins. Það var enginn lakari en æskuástin mín, Marri, sem leiddi okkur saman fyrir 30 árum. Hann kynnti mig fyrir þessum Nonna vini sínum og Gunnu kærustu hans, og þið tókuð mér strax eins og við hefðum þekkst um langan ald- ur. Líkt og fleirum varð mér ekki undan- komu auðið, vinátta var ykkur jafn eðlileg og að draga andann, og það var notaleg vernd og ástúð er fólst í því að eiga hana vísa. Glettin og hlý 15 ára augun þín sáu skiln- ingsrík frá fyrsta augnabliki beint inn í sálina mína - og upp frá því varðst þú og þín útvalda rós hluti af mínu lífi. Oteljandi eru bíóferðirnar og stundirnar sem við eyddum saman Markmið Útfararstofu Islands er að veita trausta og persónulega þjónustu. Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenaer sólarhrings sem er. Útfarar- stofa íslands er aðstandendum innan handar um aila þá þætti, er hafa ber í huga er dauðsfall ber að. Útfararstjórar Útfararstofu islands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil. Útfararstofa íslands sér um: Útfararstjórl tekur að sér umsjón útfarar I samráði við prest og aðstandendur. Flytja hinn látna af dánarstað I Ifkhús. Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: Prest. Dánarvottorð. Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. Legstað í kirkjugarði. Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafóik. Klstuskreytingu og fána. Blóm og kransa. Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. Líkbrennsluheimild. Duftker ef líkbrennsla á sér stað. Sal fyrir erfidrykkju. Kross og skilti á leiði. Legstein. Flutning á kistu út á land eða utan af landi. Flutning á kistu til landsins og frá landinu. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands - Suðurhlíð 35-105 Reykjavík. Sími 581 3300 - allan sólarhringinn. + Eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURÐUR ÓSKAR BÁRÐARSON fyrrv. vörubílstjóri, Ofanleiti 9, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 14. febrúar. Ingunn Jónasdóttir, Erna G. Sigurðardóttir, Sigurður Sigurðsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför afa okk- ar, tengdaföður og langafa, ÁRMANNS JAKOBSSONAR fyrrverandi bankastjóra, Skólavörðustíg 23. Bergljót Njóla Jakobsdóttir, Hildur Svavarsdóttir, Ármann Jakobsson, Ásta Svavarsdóttir, Sverrir Jakobsson, Ingibjörg Svavarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Signý Thoroddsen, Ingibjörg Ásta Egilsdóttir og langafabörn. sem unglingar, og óhætt að segja að heimili Gunnu í Bogahlíðinni og síðan þitt og Gunnu í kjallaranum á Laufásveginum hafi verið mitt ann- að heimili þangað til ég flutti sjálf úr foreldrahúsum. En slíkur var kærleikur ykkar að þið höfðuð alltaf rúm fyrir vinina - líka enska vininn minn, Philip, sem þið veittuð á sínum tíma húsaskjól sem gesti án þess þá að þekkja nokkuð til hans nema í gegnum mig. Auðvitað slapp hann ekki heldur við að verða vinur ykkar, og sú vinátta hefur nú enst í tæpa þrjá áratugi - þrátt fyr- ir langvarandi aðskilnað og heilt haf á milli landa. Atján ára gömul glöddumst við í sameiningu yfir fæðingu Árna sonar ykkar, og brúðkaupi ykkar sumarið 1974. Aldrei voruð þið heldur langt und- an þegar eitthvað var um að vera í minni tilveru, eins og í stúdents- eða brúðkaupsveislu, og ekki hefði ég treyst mér til að ganga lífsveg- inn með Páli mínum hefðu ekki dökku augun þín gefið samþykki sitt í samráði við Gunnu. Strax þá varst þú orðinn ráðsettur og ábyrgðarfullur faðir og eiginmaður sem umvafðir heimili þitt natni, trausti og umhyggju. En það var sama hvenær bankað var uppá - alltaf hafðir þú tíma til að sinna vin- áttunni. Er það nokkur furða að þú hefðir orð á því síðasta kvöldið sem við áttum saman öll fjögur með Philip fyrir tæplega þremur vikum, að þú værir alltaf að bjarga vinum þínum. Kannski var það einmitt það sem var svo óréttlátt. Kannski hefði verið nær að þú hefðir líka leyft vinum þínum að bjarga þér ein- staka sinnum; að þú hefðir ekki læst kvikuna af fyrir þeim sem glaðir hefðu viljað gera allt sem í þeirra valdi stóð til að létta þér byrðarnar; að þú hefðir til tilbreyt- ingar vogað að taka til fulls við kærleika frá öðrum og öðlast þannig staðfestingu á mikilvægi þínu fyrir alla sem þótti vænt um þig. En sumum virðist um of ætlað það hlutskipti að hjálpa og vernda aðra og gleyma sjálfum sér, og þannig var það með þig, Nonni minn. Síðasta kvöldið okkar saman minntist þú ekki einu orði á hugar- angist þína, en þú ræddir af mikilli ástúð um mömmu þína. Sagðir okk- ur að hún hefði mátt líða miklar þjáningar á stríðsárunum áður en hún flutti til Islands, og að þér þætti hún ekki nægilega hafa feng- ið að njóta sín í lífinu og ennþá ekki hafa gróið um heilt varðandi þessa bitru lífsreynslu hennar. Þarna sérðu. Þótt ekki geti ég framar séð brúnu augun þín skjóta gneistum af reiði eða glampa af stríðni og glettni, þá lifir endurminningin um þau og kærleiksríkt hjartalag þitt og umhyggju svo lengi sem ég lifi. I dag lúta vinir þínir höfði í sorg. Marri, Philip, Palli og ég höfum not- ið tryggðar þinnar og ástar svo lengi að ei-fitt verður að sætta sig við brottför þína. Það er samt ekki alslæmt að vita til þess að einhver sem ekki mátti neitt aumt sjá í jarð- ríki sé nú staddur í guðsríki og far- inn að sinna og skipta sér af fólkinu þar, og jafnvel farinn að aga til um- gengni engla og dýrðlinga. Og þeg- ar þar að kemur er gott að vita til þess að handan við hliðið bíði hlýr faðmur æskuvinar míns, Nonna, sem þá verður sjálfsagt tekinn við lyklavöldum hjá almættinu og sjálf- kjörinn formaður himnahússtjóm- ar. Almættið heili saknaðarsár allr- ar fjölskyldu þinnar og vina. Full- viss þess að nú hafir þú hlotið líkn og frið í ljósi frelsarans kveð ég þig að sinni með ljóði Guðmundar Böðvarssonar um fógnuð lífsins. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ur djúpura geimsins er dagurinn risinn og slær dýrlegum roda á óttuhimininn bláan, - og lof sé þér, blessaða líf, og þér hbnneska sól, og lof þér elskaða jörð, að ég fékk að sjá hann. Áslaug Þormóðsdóttir. JÓHANN BENEDIKTSSON + Jóhann Benediktsson fædd- ist á Kambhóli í Víðidal 15. febrúar 1919. Hann lést á Landakotsspítala 31. janúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Neskirkju 8. febrúar. Þegar ég heyrði andlát Jóhanns uppeldisbróður míns fann ég til saknaðar þrátt fyrir að ég gæti bú- ist við þessu þá og þegar. Jóhann er fæddur í Kambshóli í Víðidal. Hann var fluttur til fósturforeldra sinna, Áma V. Gíslasonar og Sig- ríðar Guðmundsdóttur á Neðri- Fitjum, þá þriggja nátta og þriggja klukkustanda gamall. Hann var reifaður í ullarteppi og síðan settur í poka og reiddur á hesti. Svona var nú flutningsmátinn í þá daga. Hesturinn þarfasti þjónninn. Árið 1943 byggði faðir minn íbúðarhús á Efri-Fitjum. Þá fluttust báðar fjöl- skyldurnar þangað árið 1944. Við Jóhann vorum mjög samrýndir, sváfum í sama herbergi og amma mín. Þegar hann þurfti á hjálp að halda leitaði hann oftast til mín. I eitt skipti þegar hann fór til Reykjavíkur að haustlagi þá hirti ég fyrir hann kindurnar sem hann átti. Þegar ég ætlaði að taka hríf- una sem hann notaði til að raka of- an af krónum, sem alltaf var geymd á sama stað, var hún horfin, 1969-1999 30 ára reynsla Hljóð- einangrimar- gler I „I GLERVERKSMIÐJAN | p Sa*+ivei*k Eyjasandur 2 • 850 Hella « 487 5888 • Fax 487 5907 og enginn kannaðist við að hafa tekið hana. Tveim dögum eftir að Jóhann kom heim þá var hrífan komin á sinn stað. Jóhann var heið- arlegur og góður drengur og bjó yfir mörgum góðum hæfileikum. Til dæmis spilaði hann vel á harm- oniku og var söngmaður. Hann spilaði víða á böllum og var eftir- sóttur. Lengi fyrst þurfti hann að reiða harmonikuna fyrir framan sig á hesti. Árið 1952 keyptu þeir saman bræðurnir, faðir minn (Jó- hannes) Guðmundur og Jóhann, Land Rover-bíl. Á þeim tíma var skömmtunartímabil. Þá þurftu helst tveir til þrír að sameinast um sama bflinn. Þá voru meiri líkur á að umsóknin yrði tekin gild. Jóhann var vel gefinn og las mikið, t.d. kunni hann marka- skrána utan að. Minnið var mjög gott. Hann hafði gaman af að segja draugasögur, sérstaklega þegar Guðmundur frá Breiðinni kom í heimsókn. Saman áttu þau Jóhann og Auður kona hans fjögur mynd- arleg og vel gefin börn. Einnig eiga þau tengda- og barnabörn. Eftir að þau fluttust til Reykjavíkur að Birkimel 6 urðu fjölskyldur Arin- björns föðurbróður míns og Jó- hanns sem ein fjölskylda. Arin- bjcirn er nýlátinn, blessuð sé minn- inghans. Eg bið góðan Guð að varðveita Auði og fjölskyldu þeirra. Halldór Jóhannesson. Blómastofa Friðfinns Suöurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. Mig langar að minnast Jóhanns Benediktssonar og þakka honum fyrir samstarf og góða verkstjórn þegar ég var að vinna við sorp- hreinsun hjá Reykjavíkurborg og ég sendi Auði Guðmundsdóttur samúðarkveðju. Guð verður hjá Auði og Jóhanni og líka börnum þeirra. Jóhann var góður verkstjóri. Þegar ég slasaðist bað hann Egg- ert, bílstjórann okkar, að keyra mig á slysavarðstofuna, og þegar ég var veikur þá kom hann með launin mín eða ég heim til hans að ná í launin. Svo bauð Jóhann mér í kaffi sem ég þáði hjá honum. Nú er ég fluttur úr Reykjavík til Kerlingardals, 871 Vík í Mýrdal. Þeir sitja þegjandi á jörðinni, öldungar dótturinnar Síon, þeir hafa ausið mold yfir höfuð sín, gyrst hærusekk, höfuð létu hníga að jörðu Jerúsalem-meyjar. Augu mín daprast af gráti, iður mín ólga, hjarta mitt ætlar að springa yfir tortíming dóttur þjóðar minnar, er böm og brjóstmylldngar hmga magnþrota á strætum borgarinnar. Þau segja við mæður sínar: „Hvarerkornogvín?11 Er þau hníga magnþrota eins og dauðsærðir menn á strætum borgarinnar, er þau gefa upp öndina í faðmi mæðra sinna. (Harmljóðin II) Stefán Lund. Skilafrestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, fóstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað geto' þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.