Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 39
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 39 MENNTUN Upplýsingar Framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar er að Islendingar verði í fararbroddi þjóða heims við nýtingu upplýsingatækni í þágu bætts mannlífs og aukinnar hagsældar. Gunnar Hersveinn kannaði stefnu mennta- málaráðuneytis um notkun upplýsingatækni og ræddi við deildarstjóra þróunardeildar um framkvæmdir. tækni og upplýsinga % Ráðstefnan UT99 verður um kennslu- hugbúnað, kennaramenntun og tækni # Markmiðið er að tengja öll bókasöfn landsins í einni leitarvél á Netinu UPPLÝSINGASAMFÉLG er orð áratugarins og verður það sennilega líka á þeim næsta, að minnsta kosti eru margir að búa sig undir það. Menntamálaráðuneytið mótaði stefnu í upplýsingamálum og gaf út á prenti árið 1996 undir heitinu í krafti upplýsinga. Hugmyndin var að fínna leiðir til að stuðla að aukinni notkun upplýsingatækni til hagsbóta fyrir menntun og menningu í land- inu. Ráðuneytið setti nefndir á lagg- irnar til að vinna að stefnunni, eina á sviði menntamála, aðra á sviði menn- ingarmála og þriðju um innri mál ráðuneytisins. Arangurinn er áhugaverður. Gert er t.d. ráð fyrir beitingu upplýsinga- tækni í skólastarfí í drögum að nýrri aðalnámskrá fyrir grunn- og fram- haldsskóla og nýjum fögum á því sviði og nýrri tæknibraut á fram- haldsskólastigi. Ráðstefnan UT99 verður um upp- lýsingatækni í skólastarfi. Hún verð- ur haldin í Menntaskólanum í Kópa- vogi dagana 26. og 27. febrúar 1999. Þar verður fjallað um hvernig beita megi upplýsingatækni til að efla og auðga skólastarf á öllum skólastig- um. Gestir hennar geta valið um 44 málstofur á tveimur dögum, en fjall- að verður m.a. um fjai’kennslu, kennsluhugbúnað, kennaramenntun og notkun vefjarins. Einnig verður sett upp sýning á kennslu með að- ferðum upplýsingatækninnai- sem hlotið hefur heitið „Kennslustofa framtíðar", hugbúnaðar- og kennslu- fon'it verða til kynningar og vörur, starfsemi og þjónusta einstaklinga og fyrirtækja. „Kennslustofan" er | unnin af Námsgagnastofnun, Arbæj- arskóla og Fjölbrautaskólanum við Armúla undir stjórn Kennarahá- skóla íslands. „Ráðstefnunni er ætlað að höfða til kennara og skólastjórnenda á öll- um skólastigum og áhugamanna um upplýsingatækni í skólastarfí," segir Pétur Ásgeirsson deildarstjóri þró- unar- og ætlunardeildar ráðuneytis- ins. Hann hefur fylgt eftir hugmynd- um ráðuneytisins um upplýsinga- samfélagið frá árinu 1995, verið starfmaður og fulltrúi nefnda um málið og er í verkefnisstjórn um framkvæmd upplýsingastefnu ríkis- stjórnarinnar. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna verður bráðlega að fínna á www.ismennt.is/vefir/ut99. Fjárveiting vegna upplýsingastefnunnar Pétur segir mai-gt hafa áunnist af markmiðurp upplýsingastefnunnai-, og að Alþingi hafí úthlutað fyrii- þetta fjárlagaái- 135 milljónum til . framkvæmdar hennar og auk þess sérstaklega rúmlega 60 milljónum í fjarkennslu og símenntun á lands- byggðinni. „Af þessari upphæð fara 43 millj- ónir í kennsluhugbúnaðargerð fyrh- grunn- og framhaldsskóla," segir Pétur, „43 milljónir í grunn- og end- ’ urmenntun kennara. 10 milljónir eru vegna þróunarskóla í upplýsinga- tækni, en þar fær hver skóli í verk- efninu tvær milljónir en viðkomandi sveitarfélög leggja til helming upp- hæðarinnar," segir Pétur. Skólarnir sex sem menntamála- ráðuneytið gerði samning við eiga að vera leiðandi í notkun upplýsinga- tækni í skólastarfí og hjálpa til með að byggja upp þekkingu í öllum skól- um. Verkefnið felst m.a. í að nota kennsluhugbúnað, Netið í skóla- staifí, tölvur í stjórn skólans og þróa verkefnin áfram og þjálfa kennara og nemendur í notkun tækninnar. Þeim er einnig ætlað að veita ráðgjöf við hönnun og tilraunir með kennslu- hugbúnað. Skólarnir eru Árbæjar- skóli, Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri, Varmalandsskóli í Borg- arfírði, Fjölbrautaskólinn við Ár- múla, Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi og Menntaskólinn á Akur- eyri. Pétur segir að um 29 milljónir fari síðan í ýmis vei’kefni um þróun upp- lýsingatækni á öllum skólastigum. Mat á gæðum upplýsinga Pétur segir gæði verkefna vera í fyrirrúmi en ekki magn. „Við teljum að til að stefnan nái fram að ganga þurfi að vinna að mörgum undir- stöðuþáttum upplýsingasamfélags- ins samtímis,“ segii- Pétur, „annars- vegai- hefur mikil uppbygging á tæknibúnaði orðið í skólakerfinu, m.a. með tölvum og nettengingu og hinsvegar er lögð rækt við kennara- menntun, hugbúnað og þróun að- ferða. Fjárveitingin í fjárlögum sem ætluð er til framkvæmdai’ upplýs- ingastefnu ráðuneytisins er að þessu sinni að mestu varið til að efla efnis- legt innihald en ekki til að fjármagna kaup á tæknibúnaði." Microsoft-sanmingurinn Pétur var fulltrúi menntamála- ráðuneytisins í samningaviðræðum við Microsoft Corporation um þýð- ingar á hugbúnaði fyrirtækisins yfir á íslensku. Áætlað er að íslensk út- gáfa af Windows 98 komi á markað fyrir næstu ái-amót og fyrir sömu tímamót hefur ríkisstjórnin ásett sér að útrýma öllum ólöglegum hugbún- aði hjá stofnunum sínum. „Viðræður hófust við Andreas Berglund markaðsstjóra fyrir skrif- stofuhugbúnað Microsoft á heims- vísu og við Richard Lindh markaðs- stjóra í Evrópu, Asíu og Austurlönd- um nær. Eftir undirbúning þehTa tók Kenneth Lundin hjá Microsoft Nordic við,“ segir Pétur. „Microsoft sýndi mikinn skilning á aðstæðum íslendinga," segir hann, „og þeir voru mjög vel búnir undir viðræðurnar, höfðu kynnt sér að- stæður vel og aflað sér vitneskju um tungumálið. Samningurinn var kynntur í yfirstjórninni í aðalstöðv- um Microsoft og fréttum við að mikil ánægja hefði verið með hann þar og velvilji." Menntamálaráðuneytið og Microsoft ætla að hefja nýjar við- ræður til að ná samkomulagi um þýðingu á Offiee 2000-hugbúnaði fyr- irtækisins og þeim kerfísbúnaði sem leysa mun Windows 98 af hólmi. Einnig mun ráðuneytið beita sér fyr- ir aðgerðum sem miða að því að draga úr ólögmætri notkun hugbún- aðar hér á landi. Helgi Bogason og Júh'us Ólafsson frá Ríkiskaupum hafa verðið Pétri til fulltingis í við- ræðunum. Leitarvél allra bókasafna Pétur er formaður nefndar menntamálaráðherra sem ætlað er að gera tillögur um val á bókasafns- kerfi handa öllu landinu, þai- með talið Landsbókasafn - Háskólabóka- safn, almenningsbókasöfn, skóla- bókasöfn og rannsóknarbókasöfn. „Nefndin á að hafa að leiðarljósi að öll bókasöfn verði samtengd og að viðmót gagnagrunnanna verði eins. Einnig að almenningur hafi aðgang að þeim öllum um eina leitarvél á Netinu," segir Pétur, „bókai- má þá leita á öllum söfnum samtímis. Þetta á að vera tæknilega hægt og ef þetta heppnast verður það í fyrsta skipti sem öll bóksöfn heillrar þjóðar verða tengd." Nefndin hefur forvalið sjö kerfí vegna þessa og mun velja 3-4 af þeim til að fara í útboð áður en endanleg ákvörðun er tekin. Aðrir í nefndinni eru Andrea Jó- hannsdóttir, Landsbókasafni, Elísa- bet Halldórsdóttir, Borgarbókasafni, Marta H. Riehter, Héraðsbókasafni Kjósarsýslu og starfsmaður nefndar- innar er Þóra Óskarsdóttir, bökafull- trúi í menntamálaráðuneytinu. Geta tölvur talað og skilið íslensku? Af öðrum verkefnum má nefna tungutækni. Hópur sérfræðinga hef- ur verið fenginn til að fjalla um hana og eiga þeir að fjalla um stöðu mála hér á landi; tölvulestur, staðla og let- ur, þýðingar, leit í erlendum gagna- bönkum, tölvutal og tölvuheyrn, texta í tal og tal í texta. „Núna er verið að þróa tæknibúnað sem talar og skilur mál og því er brýnt að huga að því að íslenskan verði nothæft mál í tölvutækni," segir Pétur. Hann nefnir sem dæmi að tæknibúnaður bíla sé að verða háður tungumálum og því þurfí að spyrja hvort bílar „skilji“ íslensku. „Tæknibúnaður þróast einnig þannig að vélritun og lyklaborð er á undanhaldi og er í þess stað lesið fyrir tölvumar," segir Pétur og að Rögnvaldur Ólafsson kennari í Há- skóla Islands stýri þessu verkefni. Pétur er einnig í verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið, en það er þróunarverkefni sem stendur í fimm ár, frá 1. september 1997 til 1. sept- ember árið 2002 og miðar að því að koma stefnu og framtíðarsýn ríkis- stjórnar Islands um upplýsingasam- félagið í framkvæmd. Verkefn- istjórnin annast m.a. þátttöku í fimm ára samstarfsverkefni Evr- ópuríkja um málefni upplýsingasam- félagsins. Önnur ótalin verkefni sem falla undir upplýsingastefnuna flokkast undir rannsóknir, fjarnám og menn- ingarmál. >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.