Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 2 7
Einkasýning Kristjáns Steingríms
í Nýlistasafninu
Tilvitnanir
í tilvitnanir
VERKIN á sýningu Kristjáns
Steingríms í Forsal Nýlistasafns-
ins era fjögur, þrjú málverk, þar
sem hann vitnar í verk jafnrnargi'a
íslenskra listamanna, og sandblásið
gler, sem er tilraun til að stað- og
dagsetja sýninguna, einskonar
minnisvarði um hana, en þar kem-
ur fram staðsetning Nýlistasafns-
ins samkvæmt GPS-staðsetningar-
kerfinu og dagsetning opnunarinn-
ar. Verkin era öll unnin í árslok
1998 og í upphafi þessa árs.
„Þessi verk era ákveðið fram-
hald af því sem ég hef verið að
gera, bæði síðustu sýningu og því
sem ég hef gert áður. Eg hef unnið
töluvert með tákn og merkingu á
fyrirbæram. Þetta hefur aðallega
verið tengt því hvemig menn skil-
gi-eina náttúrana og tákngera hluti
fyrir náttúraleg fyrirbæri. Síðasta
sýningin sem ég hélt fjallaði í raun
um náttúra. Þá tók ég fyrir sköp-
unarferli og sandblés verk eftir
sjálfan mig og aðra - sneri sköpun-
arferlinu á vissan hátt við,“ segir
Kristján Steingrímur. Listamenn-
irnir sem hann vitnar í núna eru
þau Kristján Guðmundsson, Birgir
Andrésson og Guðmunda Andrés-
dóttir, sem hann segir eiga það
sameiginlegt að sækja í verkum
sínum í þekkt fyrirbæri sem lúta
kerfum.
Hver á punktinn?
Þegar blaðamaður gengur um
sýninguna með listamanninum
verður fyrst fyrir verkið „Punktur
úr verki“. „Hér er ég að vitna í
verk eftir Kristján Guðmundsson
frá 1972, þar sem hann safnar
saman punktum úr ljóðum Hall-
dórs Laxness og setur í bókverk.
Eg fæ leyfi hjá honum til þess að
taka einn punkt úr bókinni og
stækka hann enn frekar upp og
sandblæs hann í gegnum striga.
Svo er þetta spurning um hvað
gerist við það að ég geri þetta, það
er kannski það sem ég er að velta
fyrir mér - það er hver á punkt-
inn? Eg á hann í raun og vera ekki
og Kristján á hann ekki og Lax-
ness á hann eiginlega ekki heldur,“
segir hann.
„íslenskur Yellow 30%, Cyan
10%“ er heitið á verkinu sem vísar
til Birgis Andréssonar. „Hér er ég
að vitna í bókverk sem hann gerði
1991 og heitir Grænn. Þar velur
hann liti eftir alþjóðlegu litakerfi
og setur í bókverk og kallai’ verkið
„Islenskur". Eg vitna í hann en í
raun og veru á ég ekkert í þessum
lit frekar en Birgir á neitt í þessu
alþjóðlega litakerfi," heldur hann
áfram.
Tilvitnun í sjálfan mig
„Form úr verki“ er tilvitnun Kri-
stjáns Steingríms í verk Guð-
mundu Andrésdóttur. „Ég fékk
leyfi hjá henni til þess að stækka
upp form úr málverki eftir hana frá
1962. Formið er stækkað upp og
sandblásið í flöt eftir mig. Þríhyrn-
LISTIR
Morgunblaðið/Golli
SANDBLÁSNA glerverkið á veggnum við hlið Kristjáns Steingríms sýnir staðsetningu Nýlistasafnsins sam-
kvæmt GPS-staðsetningarkerfinu og dagsetningu opnunarinnar og er því einskonar minnisvarði um sýninguna.
ingar lúta lögmálum hornafræðinn-
ar. Þó að Guðmunda vinni á mjög
persónulegan hátt, þá er hún eigi
að síður að vinna með mjög þekkt
fyrirbæri, þó að tilgangur hennar
sé kannski annar en að velta fyrir
sér hornafræði."
Göngunni um salinn lýkur við
verk númer eitt á sýningunni, en
það er sandblásna glerið sem áður
var nefnt og ber heitið „Vettvang-
ur“. „Þetta er tilraun til að stað-
og dagsetja þessa sýningu - og
kannski er það um leið einskonar
tilvitnun í sjálfan mig,“ segir
listamaðurinn og bætir við að
verkið verði jafnframt ákveðinn
minnisvarði um þessa sýningu,
sem svo verður tekin niður og
verður eftir það ekki til nema í
minningunni.
Sýningin er opin alla daga nema
mánudaga kl. 14-18 og henni lýkur
sunnudaginn 28. febrúar.
Lífseigir bóksalar
SJONVARP
Stöð 2
FORNBÓKABÚÐIN
7. OG 14. FEBRÚAR 1999
Eftir Guðmund Ólafsson og Jóhann
Sigurðarson. Leikstjóri: Jóhann
Sigurðarson. Framleiðandi: Jón Þór
Hannesson. Leikendur: Guðmundur
Ólafsson, Ingvar E. Sigurðarson,
Edda Heiðrún Backman, Iljúlmar
Hjálmarsson, Steinn Ármann
Magnússon, Þórhallur Sigurðsson,
Áslákur Ingvarsson.
FORNBÓKASALARNIR Bjöm
og Rögnvaldur virðast skrimta án
vandkvæða þó aldrei seljist bók í
búðinni þeirra og eini áhuginn á
bókum sem fram kemur er í gegn-
um síma út á land. Þetta leiðir til
eftirfarandi niðurstöðu: I fyrsta
lagi að hægt er að lifa á engu og í
öðra lagi að einu bókaáhugamenn-
irnir sem eftir era í landinu era
sérvitringar sem dagað hefur uppi
utan alfaraleiða.
I Fornbókabúðinni hefur leik-
myndin ákveðið hlutverk, hún er
forsenda þess að persónurnar era
yfirleitt á sínum stað, búðin er
vinnustaður persóna leiksins en
þar er aldrei unnið, útgangspunkt-
ur hvers þáttar er sá að eitthvað
gerist sem glepur Björn og Rögn-
vald frá hinu eiginlega hlutverki
þeirra, að vinna í búðinni. Vinnan
verður hreint aukaatriði. A þetta
er minnst vegna þess að það er
fjarri því tilviljun að flestar sitúa-
sjónskómedíur gerast á heimilum,
þar sem gert er ráð fyrir að per-
sónumar vinni fyrir sér utan hins
séða tíma; þegar áhorfandinn fær
ekki að fylgjast með. Hver trúir
svosem í blindni á persónur í gam-
anþáttum? Vonandi sem fæstir.
Skiptir þetta þá nokkru máli? Já,
því spurningin snýst ekki um trú á
raunveruleika persónanna, heldur
trúverðugleika þeirra innan þeirra
aðstæðna sem lagðar eru til. Dæmi
um gamanþætti sem gerast á
vinnustað era einnig til fjölmörg og
þeir best heppnuðu byggjast á af-
stöðu persónanna til vinnunnar og
aðstæðnanna sem spretta upp úr
því.
Þátturinn um skallaáhyggjur
Björns og óléttu Esterar var á
köflum skemmtilegur en einfald-
lega of langur. Sem fyrr fleytti
þátturinn sér að mestu yfir van-
kantana á góðum leik en þennan
þátt hefði hiklaust mátt stytta um
tíu mínútur eða svo án þess að það
kæmi niður á efninu, allir þrír aðal-
brandaramir voru margsagðir
þegar yfir lauk; skallinn á Birni,
óléttan og matargleðin í Ester og
faðernisáhyggjur Daníels.
Bamagæsluþátturinn kom inn á
hið daglega spretthlaup barnafólks
á spaugilegan hátt, t.d. með kort-
inu af ferðum Daníels með börnin
um Stór-Reykjavíkursvæðið. Blóð-
bankainnskotin með Steingi’ími
löggu vora eins og innklipp úr
gömlu áramótaskaupi og hefði
mátt finna honum annað til erindis
frá börnunum. Raunir Rögnvaldar
við smábarnið voru í sönnum pip-
arsveinsanda og síðan í framhald-
inu upprifjun Björns á Rögnvaldi
sjálfum barnungum. Aslákur Ingv-
arsson sýndi afbragðsgóðan leik í
hlutverki hins upprennandi fagur-
kera, einstaklega skýrmæltur og
ákveðinn í framgöngu.
Þessir tveir síðustu þættir munu
vera hinir síðustu úr þessari syi-pu.
Vonandi verður framhald á þáttun-
um, þó ekki sé nema vegna þess að
hér hefur að mestu leyti tekist að
skapa íslenska gamanþáttaröð sem
heldur velli eftir fyrstu fjóra til sex
þættina. Það er árangur útaf fyrir
sig. Hins vegar er ástæða til að
hvetja höfundana til að snerpa svo-
lítið á samsetningunni, vera
óvægnari með skærin og varast
endurtekningar.
Hávar Sigurjónsson
Éi
., 11 u r I
+ e11
£ o é
“ " j« r o v e g Radisson S4S
5 A G A H O T E L R E Y K | A V t K
The diffe
;rcnce ís genuine.
TÖLVUBÓKfíDflGftft
IX * ^
15-20 feþrý.or
Afþví tilefni höfum við pantað fjöldann allan af nýjum titlum'
Efþú átt ekki heimangengt er WWW.bokSO.lCl.iS
einföld og örugg leið til að nálgast mörg þúsund bókatitla.
25-70% afsláttur
bók/ai*. /túder\t\
Stúdentaheimilinu við Hringbraut • Sími: 5700 777