Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 68
...tannlæknar mæla með því Wrlgley'* I.VilHH MzíjSi fiZ!f!aeomedsugarrn,cgv<r, MORGVNBLADID, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMIB691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK m í 'r; mm | ' * - p§fgH! §SM$fef Ráðgert að Vatneyri BA landi á Patreksfírði í dag Fiskistofa svipti bátinn veiðileyfí TOGSKIPIÐ Vatneyri BA var væntanlegt til hafnar á Patreksfírði í morgun með um 35 tonna afla sem veiddur var án þess að á skipinu væru fyrir hendi nægjanlegar afla- heimildir. Fiskistofa hefur þegar svipt skipið veiðileyfí og verður út- gerð þess og skipstjóri kærð til við- komandi sýslumannsembættis. Um er að ræða annað brot Vatneyrar BA á lögum um umgengni við nytja- stofna sjávar og má búast við háum fjársektum eða jafnvel fangelsisvist verði útgerðin fundin sek fyrir dómi. Svavar Guðnason, útgerðarmaður Vatneyrar BA, sagðist í gær með Utgerð og skipstjöri kærð til sýslumanns þessu vilja láta reyna á réttlæti físk- veiðistjórnunarkerfísins með því að láta draga sig fyrir dóm. í lögum um umgengni við nytja- stofna sjávar kveður á um að við fyrsta brot um veiðar umfram afla- heimildir skuli sekt nema a.m.k. 400.000 krónum en ekki meira en 4 milljónum króna eftir eðli og um- fangi brotsins. Við ítrekað brot skuli sektin ekki verða minni en KR heldur upp á 100 ára afmæli 1 dag Horft til landfyll- ingar í Skeijafírði KNATTSPYRNUFÉLAG Reykja- víkur heldur upp á 100 ára afmæli sitt í dag. „Félagið stendur traustum fótum, er ungt í anda þrátt fyrir há- an aldur,“ segir Gísli Halldórsson arkitekt m.a. í viðtali við Morgun- blaðið. Hann segir bjarta tíma framundan hjá KR í vesturbænum þrátt íyrir að þröngt sé orðið um starfsemi félags- ins í Kaplaskjóli. „Það má reikna með því að Sel- tjamamesið og vesturbærinn renni saman í eitt stórt íþróttahvei’fí innan tíu ára. í raun og vem vantar KR til- finnanlega svæði undir æfingavelli og þyrfti að fá viðbótarland. En það er ekki hlaupið að því vegna þess að byggðin í kringum KR-svæðið er mjög þétt. Eina leiðin er land á upp- fyllingu út í Skerjafjörd, en það svæði yrði ekki nema um 200 metra frá höf- uðstöðvunum við Kaplaskjól,“ sagði Gísli. ■ KR 100 ára / C-blað 800.000 krónur en ekki hærri en 8 milijónir króna. Ef um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot er að ræða varða þau varðhaldi eða fangelsi allt að sex árum. Framtíðin ræðst á næstu vikum Talsmenn Landssambands út- gerða kvótalítilla skipa segja að- gerðir útgerðar Vatneyrar BA ekki vera að sínu undirlagi, enda telji samtökin aðgerðirnar illa ígrundað- ar. Jón Arnason, formaður LUKS, segir framtíð þessa útgerðarhóps ráðast á næstu vikum, enda sé vetr- arvertíð framundan sem sé flestum innan hópsins mikilvægasta veiði- tímabil ársins. Hinsvegar sé fram- boð á leigukvóta alltof lítið og verðið hærra en útgerðimar ráði við. Jón segir útgerðirnar aðeins fara fram á að þeim verði gert kleift að gera út með því að leigja til sín aflaheimild- ir. Enginn sé að biðja um kvóta til eignar, heldur aðeins að fá að veiða físk til að framfleyta sér og fjöl- skyldum sínum. Talsmenn Sjómannasambands Islands og LIU eru sammála um .að vandi kvótalítilla útgerða sé að mestu sjálfskapaður. Langflestir þeirra hafi selt frá sér veiðiheimild- ir eða keypt kvótalausa báta þegar ljóst var í hvaða stöðu þessi útgerð- arhópur væri. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að ef i-ýmka eigi fyrir leiguviðskiptum með aflaheimildir sé skilyrði að um það náist víðtæk samstaða. ■ Vandinn/34 Morgunblaðið/Ásdís L/n f • • / ii og íjor í Borgarnesi ÞAÐ var líf og ijör í Borgarnesi þegar ljósmyndarinn átti leið þar um á dögunum. Nemendur voru að koma út úr barnaskólanum og brátt hljómuðu hávær hróp og köll á skólalóðinni. Flugvél með 13 farþega Slokknaði á hreyfli rétt eftir flugtak „ÞETTA er eitt af þessum atriðum sem við ráðum ekki við,“ sagði Stefán Þorbergs- son, flugstjóri á Domier-vél Is- landsflugs, við 13 farþega vél- arinnar skömmu eftir að slokknaði á vinstri hreyfli hennar rétt eftir flugtak á flug- vellinum við Sauðárkrók í hríð upp úr hálfátta í gærkvöldi. Hann bætti við að engin hætta væri á ferðum, vélin gæti vel flogið á einum hreyfli til Reykjavíkur, en þegar drapst á hreyflinum skall vél- in aðeins niður til vinstri og var ekki öllum sama. ís hrökk inn í hreyfilinn Eftir að vélin hafði náð æski- legri hæð fór hreyfíllinn í gang og flugið virtist ganga eðlilega fyrir sig nema smá kippur fannst og eldglæring- ar sáust í hreyflinum þegar skammt var til Reykjavíkur. Eftir lendingu sagði Stefán við Morgunblaðið að engin skemmd væri sjáanleg. „Það hefur verið ís sem hefur hrokkið inn í hreyfilinn. Við gerðum allt eins og á að gera, vildum ekki snúa við heldur klifruðum um 13 til 15 mílur í norður, þar sem opið haf var fyrir framan, og hreyfillinn fór í gang í fyrstu tilraun.“ Bjarni Jónsson yfírlæknir látinn LÁTINN er doktor Bjarni Jónsson, yfir- læknir St. Jósefsspítala, Landakoti í Reykjavík um tuttugu ára skeið en starfsferill hans á spítal- anum spannaði um 40 ár. Hann var á nítugasta aldursári. Bjarni ^Jónsson var fæddur á Isafirði 21. maí 1909. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR árið 1929 og læknaprófi frá Háskóla íslands 1935. Hann stundaði fram- haldsnám í Þýskalandi á árunum 1936 til 1938 og í framhaldi af því í Kaupmannahöfn til ársins 1940 og varð viðurkenndur sérfræð- ingur í bæklunarsjúkdómum 1941, sá fyrsti í þeirri grein hérlendis og doktor med. frá Háskóla Islands 1954. Bjarni starfaði í- Reykjavík frá árinu 1941 og var þá jafnframt starfsmaður Rauða kross Islands til 1945. Hann var yfirlæknir St. Jósefs- spítala frá febrúar 1959 til ársloka 1979. Bjarni sótti reglulega á starfsferli sínum þing bæklunarlækna bæði austan hafs og vestan. Árin 1947 til 1949 var hann við námsdvöl á ýms- um sjúkrahúsum í Bandaríkjunum og 1956-1957 dvaldi hann í Dan- mörku til að kynna sér meðferð heilaslysa hjá dr. E. Busch á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn með sérstökum styrk frá Al- þjóða heilbrigðismála- stofnuninni. Næstu 14 ár sinnti hann heilaslys- um einn hér á landi. Bjami sat í fulltrúa- ráði sjálfseignai-stofnun- arinnar St. Jósefsspítala og var málsvari spítal- ans og St. Jósefssystra sem þar störfuðu um árabil þegar honum þótti að þeim sótt. Eftir að hann hætti spítala- störfum vann hann við örorkumat hjá Tryggingastofnun ríkisins. Bjarni sat í stjórn Læknafélags Reykjavíkur, Læknafélagsins Eirar, Rauða kross íslands og Hjúkrunar- skóla Islands. Þá sat hann um skeið í ritstjórn Læknablaðsins. Hann skrifaði greinar í innlend og erlend læknatímarit og önnur blöð. Árið 1990 kom út bókin Á Landakoti eftir Bjarna Jónsson, þar sem hann stikl- aði á stóru í sögu Landakotsspítala. Bjai-ni var heiðursfélagi Skurð- læknafélags íslands, Læknafélags Reykjavíkur og Heila- og tauga- skurðlæknafélags íslands. Kona Bjarna var Þóra Amadóttir sem lést árið 1996. Börn þeirra eru tvö.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.