Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Hornfírðingar heimsóttir Hryssurnar hafa haldið stofninum uppi Hornfírsku gæðingarnir hafa um langa tíð verið umdeildastir hrossa á Islandi. Hornfírskir hestamenn hafa þó aldrei efast um ágæti þeirra og standa á því fastar en fótunum að bestu hornfírðingarnir séu bestu hross landsins. Valdimar Kristins- son brá sér austur á Hornafjörð og ræddi við hestamenn um kosti og galla horn- fírðinganna en byrjaði á taka tali þá sem réðu ferðinni hér áður og fyrr. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson SÚ RAUÐA er svolítið út af Bráni segir Guðniundur Jónsson enda kippirnir í henni komnir frá honuni. „Annars er þetta helvíti góð meri,“ viðurkennir hann. Pt7 EINAR og Unnur frá Lambleiksstöðum ríða út daglega ef veður leyfir og eru hér tilbúin við eina blandaða. Hornfirsk í móðurætt en undan Galsa frá Vorsabæ. Allt í lagi að leita aðeins út fyrir, segir Einar. UPPHAFLEGA voru hornfirsku hrossin ræktuð eins og önnur hross á landinu sem alhliða brúkunar- hross við sveitastörf en þar fyrir utan voru þau öðrum hrossum fremur notuð til að ríða yfír vatns: fóll áður en ár voru brúaðar. I Austur-Skaftafellssýslu á þessum tíma var því áríðandi að hafa áræðna og kjarkaða hesta sem stóðu yfir mikilli jörð og höfðu gott jafnvægi í straumþungum ám og út frá þessum aðstæðum hafa horn- firsku hrossin mótast í áranna rás. En hver er staða þeirra í íslenskri hrossarækt í dag, er þörf eða áhugi fyrir þessari hestgerð? Ef farið er yfir helstu kosti homfirsku hross- anna í dag þá voru menn þar eystra sammála um að þau væru viljug og kjörkuð, oft mjög fram- sækin og dæmi um ofríki sérstak- lega ef ekki hefði tekist sem skyldi með tamningu þeirra. Þeirra aðal er gott tölt, rúmt og hreint en homfirskir hestamenn láta sér í léttu rúmu liggja hvort skeið sé fyrir hendi, betra sé að vera laus við það ef það spilli töltinu en í góðu lagi annars. Hanni Heiler *» tamningamaður sem er búin að temja marga homfirðinga frá því hún flutti á Homafjörð segir að þeir séu yfirleitt að heita má sjálftamdir. „Það er hægt að fara nánast strax á bak þeim fyrsta dag tamningar en þeir fara kannski lít- ið úr sporunum fyrsta skiptið. Bæta örlítið við annan daginn og enn meira þriðja daginn og eftir vikuna ríður maður þeim hvert sem er eins og fulltömdum hross- um og viljinn jafnvel kominn, sé hann á annað borð fyrir hendi,“ segir hún og bætir við smá sögu um það þegar Orri Brandsson bað hana eitt sinn að prófa rauða hryssu í húsi sínu með tilliti til sýn- ingar í kynbótadómi. Hanni fór í húsið og þar vora þrjár rauðar hryssur og tók hún þá sem hún taldi eiga best við lýsingu Orra og lagði á hana og reið henni upp í sjoppu sem er í ríflega kílómetra fjarlægð og síðan til baka. Henni fannst hryssan góð en ekki tilbúin í dóm, það þyrfti að temja hana að- eins meira. Hún átti það til að stoppa öðru hvora en hélt svo alltaf áfram þess á milli. Síðar kom upp úr dúmum að hún hafði tekið ranga hiyssu því aldrei hafði verið lagður hnakkur á þessa hryssu sem hún tók né komið á bak henni. Hanni segir að hún hefði aldrei rið- ið hryssunni svona langt hefði hún vitað hvemig í pottinn var búið en svona væra nú margir homfirðing- arnir. Eftir að austur kom var að sjálf- sögðu haldið niður í hesthúsin að Fomustekkum og leið ekki á löngu áður en hestamenn af eldri kyn- slóðinni fóra að streyma að. Þar á meðal var Guðmundur Jónsson fyrram formaður hestamannafé- lagsins Hornfirðings og prímus mótor og aðaldriffjöður. Einnig vora þarna hjónin Einar Sigurjóns- son og Unnur Kristjánsdóttir kona hans en þau bjuggu áður á Lambleiksstöðum þaðan sem kom- ið hafa mjög góð hross. Upphófust nú fjörugar umræður, um horn- firsku gæðingana aðallega. 011 vora þau sammála um að ekki mætti glutra niður þessum góðu eiginleikum, viljanum, úthaldinu og kraftinum og Unnur bætir við áræðinu. Einar sagðist telja stöðu homfirskrar ræktunar heldur á uppleið um þessar mundir. En ekki væri hægt að horfa framhjá því að laga þyrfti og létta mætti sköpulag þeirra. „Það verður að segjast eins og er að við höfum ekki farið mikið eftir því sem ráðunautarnir hafa lagt til en ég skal þó viðurkenna það að Þorkell fékk að ráða því að brúna hryssan sem við skoðuðum áðan fór undir Otur en ekki Gust frá Grund en þú þarft ekkert að hafa þetta eftir mér,“ segir Guðmundur Jónsson hlæjandi og bætir við: „Mér finnst heldur lítill áhugi fyrir hornfirskum hrossum hér um slóð- ir. Það er helst við eldri borgararn- ir sem höfum áhuga fyrir þeim, yngri mennirnir era gapandi yfir hinum og öðram hestum út um allt land. Það sem hefur alltaf skipt mestu máli í hugum okkar Horn- firðinga er að eiga góðar hryssur. Við höfum alltaf talað um hryss- urnar, allt frá Oðu-Rauðku og upp úr, þær hafa haldið stofninum uppi gegnum öll þessi ár. Öll hross vora notuð hér áður fyrr og ekki síður merarnar. Menn þekktu því stofn- inn vel og það sem ræktað var út af. Er þetta ekki rétt Einar?“ segir Guðmundur og beinir tali sínu til Lambleiksstaðabóndans. „Það vora síst stóðhestarnir sem voru tamdir hér áður fyrr,“ svarar Einar og Guðmundur heldur áfram: „Og við erum svo sem ekk- ert að halda gömlu stóðhestunum mikið á lofti. Menn vildu ekkert nota suma af þessum hestum sem hafa verið hvað mest í umræðunni. Menn hér vildu ekki nota Nökkva frá Hólmi og fóður hans Skugga, ekki heldur Blakk frá Arnanesi, hann var seldur upp í hreppa en svo vora menn með þennan Bráin sem mikið var rifist um sem kom náttúrulega alls ekki vel út hérna meðan Blakkur alveg glansar í hreppunum. Hér var til hver snill- ingurinn eftir annan undan Blakki sem ég man vel eftir,“ segir Guð- mundur sem er kominn á góðan skrið og Unnur skýtur inn í „Eins og hverjir?" og Guðmundi verður ekki svarafátt: „Það var fullt af þeim hér í sveitinni, Háfeti frá Fornustekkum, Þráinn frá Stapa, hvítur klár sem Siggi í Sauðanesi átti og brúnn klár úr Suðursveit sem Jón Eiríksson frá Kálfafelli átti sem bar Gunnar Bjarnason hrossaræktarráðunaut yfir Jökulsá í Lóni. Svo var glanshesturinn Skór frá Arnanesi undan honum. Þá má nefna Krumma frá Fornu- stekkum og fleiri og fleiri. Þeir bára alveg af þessir hestar. Svo var nú eitthvað til á Mýrunum undan Blakk, var það ekki, Einar?“ spyr Guðmundur Einar sem segir það ekki hafa verið mikið. „En svo fmnst mér eitt dálítið merkilegt ef þú vilt vera að veiða okkur,“ heldur Guðmundur áfram, „það er grein eftir einn Kvískerja- bróðurinn sem hann skrifar í Hest- inn okkar um Blakk og Bráin, hvað hann er hrifinn af afkvæmum Blakks. En það er með Einar,“ segir Guðmundur og hlær örlítið, „hann er aðeins Bráins-sinni og mér þykir helvíti vont að vera á hryssu út af Bráni,“ og nú hlæja þau öll. Blaðamaður spyr hvort að það geti verið að hann sé með hross út af Bráni og Guðmundur svarar að bragði: „Þessi rauða sem ég sýndi þér áðan er aðeins út af Bráni og þessir kippir sem era í henni eru náttúralega komnir frá honum. Hún er nú helvíti góð þessi hryssa," viðurkennir Guðmundur og öllum er skemmt. „Það kom nú líka gott undan Bráni,“ segir Unnur og Einar tek- ur undir það og segir að Vaka sín frá Lambleiksstöðum sem er vel þekkt gæðings- og ræktunarhryssa hafi nú verið út af Bráni og nú er ljóst að hér hafa verið vaktar upp gamlar deilur um Blakk og Bráin og því ástæða að beina umræðunni í annan farveg. En þrátt fyrir að vegur hornfirð- inganna í ræktunarstarfinu á landsvísu hafi rýrnað hin seinni ár er greinilegt að umræðan er alltaf jafn fjörleg þarna eystra og menn hafa þar skoðanir nú sem fyrr. En meira frá Hornafirði síðar. Búist við metaðsókn á HM íslenska hestsins Olafur Ragnar Grímsson verður heiðursgestur Morgunblaðið/Kristinn ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Islands, heiðursgestur á mótinu. Á myndinni, sem tekin var á Bessastöðum í síðustu viku, er hann ásamt Wolfgang Berg, forseta Félags eigenda og ræktenda íslenska hestsins í Þýskalandi, frú Berg, Jóni Albert Sigurbjörnssyni formanni LH og Þresti Karlssyni, formanni landsliðsnefndar LH. BÚIST er við metaðsókn á Heims- meistaramót íslenskra hesta sem haldið verður í Þýskalandi í sumar. Wolfgang Berg, forseti Félags ræktenda og eigenda íslenska hestsins í Þýskalandi (IPZV), býst við meira en 20.000 gestum, en til samanburðar sóttu um 12.000 manns mótið í Sviss árið 1995. Það er fjölmennasta mótið af þessum toga sem hingað til hefur verið haldið. ^ Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, verður sérstakur heiðurs- gestur mótsins, sem verður haldið í Rieden, en þar búa um 4.000 manns. Rieden er í austurhluta Bæjara- lands, um 75 km suðaustur af Nurn- berg og 60 km norður af Regens- burg. Mótið stendur frá 1. til 8. ágúst. Þrjátíu íslensk fyrirtæki með sýningarbása Landssamband hestamannafé- laga sendir 12 knapa og jafnmarga keppnishesta á mótið, en auk þess fara fjórir dómarar og þrír fylgdar- menn á þeirra vegum. Fjórir knap- ar til viðbótar eiga rétt á þátttöku, sem sigurvegarar frá síðasta móti. Heildarkostnaður sambandsins vegna þátttöku á mótinu er um 4,5 milljónir króna, en þessi upphæð gæti hækkað um allt að 1,5 milljónir ef knapar, sem eiga rétt á að verja titla sína, bætast við. Aðstaða verður fyrir íslensku hestana í sótthreinsuðu hesthúsi vegna smithættu, að sögn Þrastar Karlssonar, formanns lands- liðsnefndar. Búist er við að um 500 íslenskir hestaáhugamenn sæki mótið en miði sem gildir alla keppn- isdagana kostar um 15.000 krónur. Auk knapa og ferðamanna frá ís- landi verða í Rieden um 30 íslensk fyrirtæki með sýningarbása. Hestaíþrótta- og keppnismið- stöðin Matheshof, þar sem mótið fer fram, var byggð fyrir fjórum árum af Ernst Werner Schmit, þýskum milljónamæringi. Mathes- hof samanstendur af mörgum byggingum. Aðalkeppnisvöllurinn verður utan dyra og þar verða sæti fyrir um 10.000 manns, sagði Berger. í keppnishöllinni, þar sem m.a. verður haldin svokölluð „Gala-sýning“, er rými fyrir 250 metra hringvöll og um 5.000 manns í sæti. Sambyggður höllinni er sam- komusalur með pláss fyrir 1.000 manns í sæti. Þá era á staðnum fjórar tamninga- og æfingahallir og 250 hestastíur, auk annarra mann- virkja. Heildarkostnaður vegna keppnismiðstöðvarinnar er um 220 milljónir króna. Um 100 þúsund íslensk hross erlendis Islenska hestinum hefur fjölgað mikið erlendis á undanförnum árum og teljast þar nú um 100.000 hross. Um 50.000 manns frá 20 þjóðlönd- um eru í Alþjóðasamtökunum um íslenska hestinn (FEIF). Flestir hestar era í Þýskalandi eða um 50.000 talsins, en um 18.000 manns eru meðlimir í IPZV. Berg sagði vinsældir íslenska hestsins vera að aukast mjög í Þýskalandi, m.a. vegna þess hversu auðveldur hann væri í umgengni miðað við aðra stærri hesta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.