Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tillaga Sighvats Björgvinssonar kynnt í fram- kvæmdastjórn Alþýðuflokksins Margrét Frímannsdóttir leiði Samfylkinguna SIGHVATUR Björgvinsson, for- maður Alþýðuflokksins, hefur lagt til að Margrét Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins, verði talsmaður Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni fyrir komandi alþingiskosningar. Margrét segir að hún muni taka að sér það hlutverk ef það er sameiginleg niðurstaða Al- þýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista. Guðrún Ögmundsdótt- ir, sem er fulltrúi Kvennalista í fjórða sæti á framboðslista Sam- fylkingar í Reykjavík, segist styðja tillögu Sighvats og segist gera ráð fyrir að hún verði samþykkt af Kvennalistanum. „Þetta er engin formleg sam- þykkt en ég hef haft samráð við þingmenn og frambjóðendur í Al- þýðuflokknum og ég ræddi þetta á fundi með framkvæmdastjórn flokksins í dag [mánudag]. Það var eindreginn stuðningur við þessa niðurstöðu,“ segir Sighvatur. Hann vildi ekki svara því hvort með þessu væri verið að auka hlut Alþýðubandalagsins í Samfylking- unni í ljósi góðrar útkomu Alþýðu- flokksmanna í prófkjörum að und- anfórnu. „Þetta er skynsamlegasta leiðin til að fá sem besta útkomu út úr kosningunum, annars hefði ég ekki lagt þetta til.“ Sighvatur segir að þessi ákvörð- un þýði ekki að búið sé að útnefna forystumann Samfylkingarinnar til framtíðar. „Samfylkingin er fram- boð þriggja stjómmálaflokka, þarna er verið að útnefna talsmann í kosn- ingabaráttunni en svo verður það að sýna sig að loknum kosningum hvernig hún þróast áfram. Ef stofn- aður verður nýr stjómmálaflokkur verða félagar í honum að velja sér forystu á landsfundi." „Þykir vænt um þetta traust“ „Mér þykir vænt um það traust sem Alþýðuflokkurinn og formaður hans hefur sýnt mér og ég hef fund- ið fyrir töluvert lengi,“ segir Mar- grét Frímannsdóttir. „Ég á von á að Alþýðubandalagið standi heilt að baki mér ef ég ákveð að taka þessu hlutverki, sem ég mun gera ef það er sameiginleg niðurstaða þessara þriggja stjórnmálaafla sem em að bjóða fram saman. Kvennalistinn á örugglega eftir að ræða þetta innan sinna raða.“ Margrét segir fráleitt að með til- nefningu hennar í forystuhlutverk fyrir kosningar sé verið að koma á jafnvægi milli Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags. „Engin stjórn- málahreyfing hefur efni á því að nota hlutverk slíks talsmanns sem einhverja skiptimynt,“ segir Mar- grét. Guðrún Ögmundsdóttir segir að Margrét sé mjög vel að stöðunni komin. „Það mun mæða mest á Margréti á landsvísu en í Reykjavík verður mikið í húfí og þar verður Jóhanna [Sigurðardóttir] sterk. Miðað við allt sem á undan er geng- ið er mjög eðlilegt að Margrét leiði þetta.“ Ekki náðist í Jóhönnu Sig- urðardóttur í gærkvöldi. Heimsins stærsta bolla í TILEFNI af bolludeginum í gær bauð Kringlan gestum sín- um að smakka „heimsins stærstu rjómabollu". Bakaríið Hjá Jóa Fel annaðist baksturinn og var eigandinn sjálfur mætt- ur á staðimi með Tonny Espesen aðstoðarmann sinn. Gestum gafst kostur á að fá sér bita af bollunni á 50 kr. og rann ágóðinn til barnadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur. I dag er það svo sjálfur sprengidag- urinn sem runninn er upp og munu landsmenn þá gæða sér á saltkjöti og baunum að gömlum og góðum sið. Morgunblaðið/Ásdís Lottó Tveir fengu rúmar 11 milljónir TVEIR voru með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var sl. laugar- dag og fengu þeir rúmar 11,5 millj- ónir hvor. Geysimikil sala var í Lottóinu fyrir helgina enda var fyrsti vinningur sexfaldur að þessu sinni. Sex voru með fjórar tölur réttar auk bónustölu og fékk hver 217.230 krónur. Heildarupphæð vinninga var tæpar 32 milljónir. Vinningarn- ir voru seldir í Happahúsinu í Kringlunni og í Söluturninum Eiðistorgi. Einn var með fimm réttar tölur í réttri röð í Jóker á laugardag, sem gaf milljón í vinning, tveir voru með fjórar síðustu í réttri röð og fengu 100 þús., 39 voru með þrjár síðustu í réttri röð og fengu 10 þús. og 378 voru með tvær síðustu tölurnar í réttri röð og fengu þús- und krónur. Fyrsti vinningur var seldur í Söluturninum Gerplu við Sólvallagötu. -------------- Ráðherrar funda í Reykjavík FYRRI fundur utanríkisráðherra Norðurlandanna á þessu ári fer fram á Hótel Sögu í dag og á morg- un. Daniel Tarschys, framkvæmda- stjóri Evrópuráðsins, verður sér- stakur gestur fundarins, þar sem aukin norræn áhersla innan evr- ópskra stofnana verður meðal um- ræðuefna. Tvær norrænar þjóðir taka við formennsku innan evr- ópskra stofnana á þessu ári, Island í Evrópuráðinu og Noregur í Öryggis- og samvinnustofnun Evr- ópu. Seinni fundur utanríkisráðherr- anna verður einnig haldinn á Is- landi, þar sem Halldór Ásgrímsson utanríkisráðhen-a fer með nor- ræna formennsku í ár. Loðnukvóti aukinn um að minnsta kosti 200.000 tonn Aflaverðmæti eykst um einn milljarð króna AKVEÐIÐ hefur verið að auka loðnu- kvótann að minnsta kosti um 200.000 tpnn í kjölfar þess að rannsóknaskipið Ami Friðriksson fann töluvert af loðnu út af Austfjörðum. Loðnan þar var ekki veiðanleg og mikið smælki í henni, en hún var á um 35 til 40 mflna löngum flekk, 4 til 8 mflur á breidd. Til greina getur komið að kvótinn verði enn aukinn íínnist enn meiri loðna í leiðangri skipsins, sem heldur nú suður með Austfjörðum eftir því sem veður leyfir. Verðmæti þessarar aukningar gæti verið um einn milljarður króna upp úr sjó, miðað við hráefnisverð í dag. Útflutningsverðmæti afurðanna gæti á hinn bóginn verið að minnsta kosti um 1,5 milljarðar króna, hugs- anlega nálægt tveimur, en það fer eftir frystingu og hrognavinnslu. Bráðabirgðakvóti frá því í sumar var 950.000 tonn og komu um 688.200 tonn af því í hlut okkar ís- lendinga. Gert var ráð fyrir að end- anlegur kvóti gæti orðið um 1.420.000 tonn og var úthlutað til Norðmanna og Grænlendinga á þeim grundvelli. Aukningin nú kemur því öll í okkar hlut og leyfilegur heildar- afli okkai’ verður að minnsta kosti um 890.000 tonn af 1.150.000 tonna kvóta. Þau skip, sem lokið höfðu kvóta sínum, geta því haldið til veiða á ný. Kvótanum verður skipt á skipin í samræmi við aflahlutdeild þeirra. Nú eru því óveidd af leyfilegum heildarkvóta okkar um 390.000 tonn samkvæmt upplýsingum frá samtök- um fiskvinnslustöðva. ■ Ætti að vera/22 Þingað um rússafísk á Sauðárkróki Málflutningi frestað AÐ MINNSTA kosti fjögur sjávarútvegsfyrirtæki hafa sloppið við að greiða tilskilin gjöld vegna útflutnings fískaf- urða 1994 og 1995. Þetta kom fram hjá dóm- þingi Héraðsdóms Norðurlands vestra á Sauðárkróki í gær þegar aðalmeðferð máls Ríkis- lögreglustjóra á hendur fyrr- verandi framkvæmdastjóra, fjármálastjóra og markaðs- stjóra Fiskiðju Sauðárkróks hf. hófst. Ekki tókst að ljúka málflutn- ingi í gærkvöldi og var honum frestað til 25. febrúar nk. Embættið höfaði málið á hendur þremenningunum fyrir að hafa sammælst um að til- greina ranglega Island sem upp- runaland í útflutningsskýrslum. Afurðir sem keyptar voru af rússneskum útgerðum voru sagðar íslenskar og seldar til Bretlands í nafni Fiskiðju Sauð- árkróks og Fiskiðjunnar Skag- firðings. Ekki þurfti að greiða aðflutningsgjöld af íslenskum fiskafurðum en þegar réttur uppruni kom í ljós 1996 samdi Fiskiðjan við bresk tollayfirvöld um að greiða tilskilin gjöld, 98.000 pund (um 11,2 millj. kr.). Fyrirtækið greiddi 35.000 pund að auki í sekt. Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.