Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 21 VIÐSKIPTI Hugbúnaðarfyrirtækið Netverk færir út kvíarnar í Asíu Opna á næstunni sölu- skrifstofu í Hong Kong HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Netverk hefur opnað söluskrifstofu í Hong Kong. NETVERK hf. mun á næstunni opna söluskrifstofu í Hong Kong. Aætlað er að um fimm manns muni starfa í skrifstofunni fyrst um sinn og er hlutverk hennar að annast markaðssetningu á hugbúnaði Net- verks í Asíu. Netverk er 5 ára gamalt hug- búnaðarfyrirtæki sem hefur á síð- ustu árum einbeitt sér að fram- leiðslu hugbúnaðar fyrir fjarskipti um gervihnetti, t.d. milli skipa og stjórnstöðva í landi. Búnaður frá fyrirtækinu hefur þegar verið seld- ur víða um heim og að sögn Hol- bergs Mássonar, framkvæmda- stjóra þess, hyggst það nú breikka vöruval sitt með því að nota grunn- tækni þá sem þessi búnaður bygg- ist á til að fara inn á aðra markaði sem treysta á gervihnatta- og þráðlaus sambönd til gagnaflutn- ings. „Markaðurinnn fyrir hugbúnað til fjarskipta um gervihnetti er þegar orðinn stór og hann stækkar stöðugt. Þetta er dýr fjarskiptaleið og því skiptir miklu að hugbúnað- urinn, sem notaður er, sé lipur og notendavænn. Við teljum að okkar búnaður sé í fremstu röð að þessu leyti og höfum náð góðum árangri í sölu þar sem við höfum fengið tækifæri til að kynna okkur. Fram að þessu höfum við eytt miklu púðri í þróun búnaðarins en nú er orðið tímabært að hefja sölu- og markaðsherferðina fyrir alvöru. Við höfum þegar náð nokkrum ár- angri í Suður-Kóreu en fyi-ir tveim- ur árum keypti Hyundai-skipafé- lagið búnaðinn um borð í flutninga- skip sín. Það eru miklir möguleikar fyrir hendi í Asíu og því teljum við tímabært að opna þar söluskrif- stofu nú. Hentug staðsetning Omar Guðmundsson, sölustjóri Netverks í Austurlöndum fjær, mun stjórna rekstri skrifstofunnar og er hann nú staddur í Hong Kong til að ganga frá ráðningu starfsmanna og leigu á húsnæði. Hann segir að Hong Kong hafí orð- ið fyrir valinu vegna hentugrar staðsetningar og góðs viðskiptaum- hverfis. „Hong Kong er ein helsta við- skiptamiðstöð Asíu og þaðan er gott að eiga viðskipti í allar áttir, ekki síst inn í Kína. Efnahag- skreppan í Asíu hefur haft minni áhrif á Hong Kong en flest önnm- ríki Asíu. Húsaleiga hefur þó lækk- að töluvert og þetta er því að mörgu leyti góður tími til að hefja starfsemi í borginni." Hugbúnaður Netverks er afar sérhæfður og framleiddur f'yrir fremur þröngan markað en Omar segir að það sé jafnframt einn helsti styrkur vörannar. „Þar sem búnaðurinn hentar aðeins þröngum hópi fyrirtækja er mun auðveldara að finna markhópinn og vinna í honum en ef við væram með vöra fyrir t.d. almenna tölvunotendur. Hafa ber í huga að þó að markað- urinn teljist þröngur á heimsmæli- kvarða mælist hann samt í millj- örðum bandaríkjadala og vex um 20-30% á ári. Einn helsti þröskuld- ur okkar inn á Asíumarkaðinn hingað til hefur óneitanlega verið fjarlægðin frá Islandi. Með því að opna söluskrifstofu í Hong Kong eram við hins vegar að stimpla okkur inn á þennan markað með ótvíræðum hætti og afla okkur trausts, þ.e. sýna að okkur sé full alvara að selja til Asíu og veita góða þjónustu frá okkar eigin skrifstofu á svæðinu," segir Omar. Smásölu- markaðurinn í Þýskalandi FYRIRLESTUR og einkaviðtöl á vegum viðskiptaþjónustu utanrík- isráðuneytisins og Þýsk-íslenska verslunarráðsins Föstudaginn 19. febrúai' nk. heldur þýskur sérfræðingur, C.J. Nowotny, fyrirlestur um matvæla- markaðinn í Þýskalandi. Fyrirlest- urinn fer fram í Funda- og ráð- stefnusölum ríkisins, Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerðinni), frá kl. 09:30 til 12:00. Fyrirlestur C.J. Nowotny nefnist „Leyndardómar þýska smásölumarkaðarins" og er á þýsku, en verður túlkaður jafn- hai'ðan á íslensku. Tilgangurinn með fyrirlestrin- um er að veita íslenskum útílytj- endum færi á að kynnast þýska matvælamarkaðinum og þeim möguleikum sem þar liggja. Jafn- framt verður kynnt með hvaða hætti íslensk fyrirtæki, stór og smá, geta með sem bestum hætti komist inn á þennan markað í Þýskalandi. Fulltrái viðskiptaþjón- ustu utanríkisráðuneytisins í Berlín, Ruth Bobrich flytur einnig stutta kynningu. Eftir hádegi sama dag er fyrirtækjum, sem þátt taka í fyrirlestrinum, boðið upp á einkaviðtöl við fyrirlesarann þar sem þeim gefst kostur á að ræða sérstaklega möguleika sinna fyrirtækja til markaðssetningar í Þýskalandi. Verð fyrir fyrirlesturinn er 7.500 kr. á þátttakanda, en 5.000 kr. fyrir 45 mín. einkaviðtal. Þátttökugjald greiðist fyrirfram. Væntanlegir þátttakendur era vinsamlega beðnir að tilkynna þátttöku í síma 560 9930, eða í bréfsíma 562 4878. W Æm Kaupmannahöfn Árósar Álaborg Malmö Stokkhólmur Gautaborg Osló Bergen Stavanger Amsterdam Ziirich París 22.380 22.600 22.870 22.380 23.570 23.550 24.660 24.660 24.660 29.830 29.490 29.590 Lágmarksfyrirvari er 7 dagar. Síðasta heimflug 29. maí. Flugvallarskattar innifaldir í verði. Út í vorið með SAS Frábær tilboð á fargjöldum Vorfargjöld SAS eru ótrúlega hagstæð. Þau gilda fyrir ferðatímabilið frá 3. apríl til 29. maí og er flogið með SAS á laugardögum. Hámarksdvöl er einn mánuður. Allar nánar upplýsingar fást á næstu ferðaskrifstofu eða hjá SAS. S4S Laugavegi 172 Sími 562 2211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.