Morgunblaðið - 16.02.1999, Side 20

Morgunblaðið - 16.02.1999, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ : I = Áríðandi orðsending til þeirra sem eiga spariskírteini til inn- lausnar 10. febrúar: 7,12 % Ávöxtun eins og hún gerist best Peningamarkaðsreikningur sparisjódanna býður nú 7,12% ársávöxtun. PM-reikningur sameinar kosti sparireiknings og verðbréfa, öryggi, sveigjanleika og afburða ávöxtun. Binditími á PM-reikningi er aðeins 10 dagar PM-reikningurinn er hentugt innláns- form fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem leita að vaxtakjörum eins og þau gerast best á fslenskum f jármagnsmarkaði en vilja jaf nframt geta gengid að fé sfnu hvenær sem er, án nokkurrar fyrirhafnar og án þess að þurfa að greiða þjónustu- gjöld eða aðra þóknun. n SPARISJÓÐURINN -fyrirpigogþím VIÐSKIPTI Urskurður Samkeppnisráðs í deilu Landssímans og Islandia Bannar Intemetþjón- ustu án endurgjalds SAMKEPPNISRÁÐ hefur staðfest bráðabirgðaúrskurð Samkeppnis- stofnunar frá 4. janúar síðastliðnum um að tilboð Landssíma Islands hf. um endurgjaldslausa Intemetáskrift í þrjá mánuði til allt að 10.000 manna, sem hafí undir höndum svokallaðan bíódisk sem fékkst afhentur án end- urgjalds á bensínstöðvum ESSO, hafí skaðleg áhrif á samkeppni á markaði fyrir sölu Internettenginga í skilningi 17. greinar samkeppnislaga. Því sé Landssímanum óheimilt að bjóða slíka endurgjaldslausa þjónustu. Einnig segir að það hafi skaðleg áhrif á samkeppni að Landssími Is- lands hf. og Skíma ehf. misnoti mark- aðsráðandi stöðu sína með því að bjóða endurgjaldslausa Intemet- þjónustu. Það var Intemetþjónustan Is- landia ehf. sem krafðist þess í erindi til Samkeppnisstofnunar, dags. 20. desember sl., að Samkeppnisstofnun gripi þegar tU aðgerða gagnvart Landssíma Islands hf. og dótturfyrir- tækis þess Skímu ehf. og banni tU bráðabirgða báðum þessum fyi-h-- tækjum að auglýsa, bjóða og veita endurgjaldslausa Intemetþjónustu um lengri eða skemmri tíma. Svavar G. Svavarsson, fram- kvæmdastjóri Islandia ehf., segist mjög ánægður með niðurstöðuna og hann telur að fari svo að Landssím- inn áfrýi verði niðurstaða áfrýjunai-- nefndar samkeppnismála samhljóða niðurstöðunni nú. Samkeppnisráð sammála okkur „Úrskurður Samkeppnisstofnunar tekur á öllu sem við vorum að kæra og er sammála því sem við sögðum að Landssíminn væri markaðsráðandi íýrirtæki sem notaði yfirburði sína á markaðnum og fjármuni til að ná til sín sem flestum notendum. Einnig eru þeir sammála því að túlka beri Skímu og Landssímann sem eitt fyr- irtæki,“ sagði Svavar. Hann sagði að tími væri til kominn að ríkið og almenningur geri sér grein fyrir stöðu Landssímans á markaðnum. „Eg vona að stjómvöld kynni sér úrskurðinn ítarlega," sagði Svavar. I fréttatilkynningu frá Landssím- anum hf. segir að Landssíminn ítreki fyrri afstöðu sína í málinu sem er sú að fyrirtækið fellst engan veginn á að viðkomandi tilboð hafi falið í sér sam- keppnishömlur. „A þeim tíma sem umrætt bíódiskstilboð var í gildi, nýttu innan við 200 manns sér það. Landssíminn getur ekki fallist á að sú aukning geti falið í sér alvarlega röskun á samkeppni,“ segii’ í tilkynn- ingunni. Ólafur Þ. Stephensen, forstöðu- maður upplýsinga- og kynningar- mála Landssímans, segh’ að úrskurð- urinn hafi komið Landssímanum á óvart og hann gangi þvert á óskir neytenda, sem í dag búi við líflega og vh'ka samkeppni á markaði. Hann segir að það komi á óvart að úrskurðurinn fjalli eingöngu um bíó- diskstilboðið. „Það kemur á óvart að þetta fjallar um bíódiskstilboðið ein- göngu en hinsvegar eru öll tilboð okkai- bönnuð. Mér fínnst vanta um- sögn um önnur tilboð Landssímans og hvernig þetta snertir þau. Það er einnig ljóst að þessi úrskurður setur ýmsa samstarfsaðila okkar í óvissu og okkar samninga við þá, t.d. samn- inga um ókeypis Internetáski’ift í tengslum við heimilisbanka.“ í úrskurði Samkeppnisráðs er markaðshlutdeild Internetþjónustu Landssímans og Skímu slegið saman og hún sögð 37% samanlögð á móti 20% markaðshlutdeild Islandia. I tilkynningunni frá Landssíman- um segir að Landssíminn telji engin efni til að slá saman markaðshlut- deild Símans Internet og Skímu hf. eins og gert er í úrskurðinum, enda rekstur fyrirtækjanna algerlega að- skilinn og samkeppni þeirra í milli. Úrskurði Samkeppnisráðs verður þegar í stað áfrýjað til áfrýjunar- nefndar samkeppnismála, að því er fram kemur í thkynningu Landssím- ans. 19. febrúar d Grand Hötel Reykjavík Uppiýsingamiðlun um vefinn er komin tii að vera. Nýjasta kynslóð gagnagrunna frá Oracle er hönnuð með þetta að ieiðarljósi. Aðalnýjung Oracle 8í er samþáttun við Internetið sem gerir mönnum kleift að þróa og reka Internetlausnir á auðveldan hátt. Kynntar verða helstu nýjungar sem koma með Oracle 8/ svo sem: - WebDB - nftt umhverfi til vefgerðar - iFS (Intemet File System) - Oracle inter Media - Java™ in the Database Kynningin ertœknileg og höföartil allra sem statfa viö upplýsingameöhöndlun. Aögangur er ókeypis/ Dagskrá 13:15 • Skráning 13:30 • Oracle 8 i - Internet gagnagrunnurinn • Oracle 8i - Java™ í gagnagrunninum 14:45 • Kaffihlé 15:15 • Oracle 8i - Nýir eiginleikar í kerfisstjórnun og fyrir OLTP • Oracle 8 i - Nýir möguleikar fyrir gagnaskemmur (Data Warehouse) 16:30 • Léttar veitingar Skráning fer fram á heimasíðu Teymis www.teymi.is, með tölvupósti til rads tefna @teyini. is eða I síma 561-8131- Skráningarfrestur er til 17. febrúar. TEYMI ■■■■■■■ B o r g a r t ú n i 2 4 S í m i 56 1 8 13 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.