Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 56
•56 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
Safnaðarstarf
Föstumessur
í Askirkju
Á ÖSKUDAG, miðvikudaginn 17.
febi-úar, verður föstumessa í Ás-
kirkju kl. 20.30 og síðan hvert mið-
vikudagskvöld fostunnar á sama
tíma.
I föstumessunum eru Passíu-
sálmar Hallgríms Péturssonar
sungnir, en sönginn leiðir
Kirkjukór Áskirkju undir stjóm
Kristjáns Sigtryggssonar, Píslar-
saga guðspjallanna lesin og sókn-
arprestur flytur hugleiðingu. Loks
sameinast kirkjugestir í bæn fyrir
þjáðum nær og fjær.
Þessar kyrrlátu stundir andakt-
ar og bænagjörðar í Áskirkju á
föstunni hafa undanfarin ár reynst
mörgum dýnnætar, bæði það að
hugleiða Píslarsöguna í ljósi Pass-
íusálma Hallgríms og líf sitt í ljósi
sálmanna hans og frásagnar guð-
spjallanna, sem og það að kyrra
hugann í bæn fyrir sér og öðrum.
Fyrirbænaefnum má koma til
sóknarprestsins, sr. Árna Bergs
Sigurbjömssonar.
Starfsemi eldri
borgara í
Kirkjuhvoli
SÓKNARNEFND Garðasóknar
hefur í samvinnu við félag eldri
borgara í garðabæ ákveðið að hafa
safnaðarheimilið Kirkjuhvol opið
fyrir starfsemi eldri borgara í bæj-
arfélaginu og bjóða jafnframt uppá
margskonar afþreyingu. Þama er
um að ræða aðstöðu fyrir boccia-
spil, pútt, brids, vist og lomber.
Dagblöðin liggja frammi. Heitt á
könnunni.
Opið er mánudaga til föstudaga
kl. 13-15. ennfremur er sérstakur
tími fyrir boccia-spil með leiðbein-
anda alla fímmtudaga kl. 10-12.
Sóknarnefnd Garða-
sóknar og Félag eldri
borgara í Garðabæ.
Biblíuleshópur
í Grafarvogs-
kirkju
HLEYPT hefur verið af stokkun-
um Biblíuleshóp undir stjórn sr.
Halldórs Gröndalos. Hópurinn
hittist milli kl. 18-19 á þriðjudög-
um. Hægt er að bæta við nokkrum
einstaklingum í hópinn. Farið verð-
ur yfír Markúsarguðspjall.
Kyrrðarstönd í hádegi á
fímmtudögum. Undanfarin 2 ár
hefur verið kyrrðarstund á
fimmtudögum í Grafarvogskirkju.
Hefst stundin með helgistund og
altarisgöngu, síðan er boðið upp á
léttan hádegisverð. Kyrrðarstund-
in hefst kl. 12.10 og lýkur þannig
að fólk getur verið komið aftur til
vinnu sinnar kl. 13. Prestar safnað-
arins annast þjónustuna ásamt
Herði Bragasyni organista.
Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald-
urshópa kl. 10-14. Léttur hádegis-
verður. Samverustund foreldra
ungra barna kl. 14-16. Fundur í
æskulýðsfélaginu kl. 20.
Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf kl.
20.30.
Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl.
12.10. Orgelleikur, ritningarlestur,
altarisganga, fyrirbænir. Léttur
málsverður í safnaðarheimilinu eft-
ir stundina.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs-
þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk-
um. Passíusálmalestur og orgel-
leikur kl. 12.15. Æskulýðsfélagið
Öm (yngri deild) kl. 20.
Háteigskirkja. Starf fyrir 6-9 ára
böm kl. 17.
Langholtskirkja. Passíusálmalest-
ur og bænastund kl. 18.
Laugarneskirkja. Fullorðins-
fræðsla kl. 20. „Þriðjudagur með
Þorvaldi" kl. 21. Lofgjörðarstund.
Óháði söfnuðurinn. Föstumessa
kl. 20.30. Sveinbjörn Dagnýjarson
guðfræðinemi prédikar. Kaffi og
biblíulestur út frá 11. Passíusálmi í
safnaðarheimili að lokinni guðs-
þjónustu.
Seltjarnarneskirkja. For-
eklramorgunn kl. 10-12. Æsku-
lýðsstarf fyrir 8. og 9. bekk kl. 20-
22.
Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar í
safnaðarheimilinu kl. 10-12.
Petrína Mjöll Jóhannesdóttir guð-
fræðingur fræðir okkur um sjálfs-
traust kvenna.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón-
usta með altarisgöngu kl. 18.30.
Bænaefnum má koma til sóknar-
prests í viðtalstímum hans.
Digraneskirkja. Æskulýðsstarf kl.
20 á vegum KFUM & K og Digra-
neskirkju.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9-
10 ára stúlkur kl. 17.30. Æskulýðs-
starf fyrir 8. bekk kl. 20.30.
Grafarvogskirkja. Eldri borgarar,
opið hús kl. 13.30-15.30. Helgi-
stund, spilað, sungið, handavinna
og kaffiveitingar. Æskulýðsstarf
fyrir 8. bekk kl. 20-22 í kirkjunni.
KFUM fyrir drengi 9-12 ára kl.
17.30- 18.30. „Kirkjukrakkar" í
Rimaskóla fyrir böm 7-9 ára kl. 17-
18.
Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar-
stund kl. 18. Prédikunarklúbbur
presta kl. 9.15 í umsjá dr. Sigur-
jóns Árna Eyjólfssonar.
Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í
safnaðarheimilinu Borgum í dag kl.
10-12.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús
fyrir 7-9 ára börn frá kl. 17-18.30 í
safnaðarheimilinu, Linnetstíg 6.
Vídalínskirkja. „Sálgæsla meðal
syrgjenda" - sr. Tómas Guð-
mundsson flytur erindi um sál-
gæslu í Kirkjuhvoli kl. 9 í kvöld.
Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir 8-9
ára böm kl. 17-18.30. Aftansöngur
og fyrirbænir kl. 18.30.
Hafnarfjarðarkirkja. TTT-starf
fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30 í Vonar-
höfn Strandbergs. Kristin íhugun í
Stafni, Kapellu Strandbergs kl.
21.30- 22. Heimsborgin - Róm-
verjabréfíð, lestur í Vonarhöfn kl.
18.30- 20.
Keflavíkurkirkja. Helgistund í
Hvammi við Suðurgötu kl. 14-16.
Upplestur, hugvekja og söngur.
Umsjón með helgistundunum hef-
ur Lilja Hallgrímsdóttir, djákni.
Einar Örn Einarsson leikur á org-
elið.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorg-
unn kl. 10-12.
Borgarneskirkja. Mömmumorg-
unn í safnaðarheimilinu milli kl. 10
og 12. Helgistund í kirkjunni sömu
daga kl. 18.30.
Hvainmstangakirkja. For-
eldramorgunn kl. 10-12 á prests-
setrinu.
Landakirkja, Vestmannaeyjum.
Kl. 16-17 kirkjuprakkarar (7-9 ára)
í safnaðarheimilinu. Skemmtileg
stund.
Krossinn. Almenn samkoma kl.
20.30 í Hlíðasmára 5. Allir vel-
komnir.
Hvitasunnukirkjan Ffladelfía. Kl.
18.30 fjölskyldusamvera sem hefst
með léttri máltíð á vægu verði. Kl.
19.30 er kennsla og þá er skipt nið-
ur í deildir. Allir hjartanlega vel-
komnir.
Lágafellskirkja. Æskulýðsstarf
fermingarbarna á miðvikudögum
kl. 20. Umsjón Sigurður Rúnar
Ragnarsson.
KFUM og KFUM v/HoItaveg.
Framkvæmdastjóri Gídeonfélags-
ins verður með erindi á hádegis-
verðarfundi KFUM og KFUK á
morgun, miðvikudaginn 17. febrú-
ar, kl. 12.10 mun Jógvan Purkhús,
framkvæmdastjóri Gídeonfélags-
ins flytja nýjustu fréttir af gangi
starfs Gídeonfélagsins innanlands
og utan. Allir eru velkomnir á
fundinn og fólk því hvatt til að fjöl-
menna.
VELVAKAM)!
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Verndum
Elliðaárnar!
MIG langai- til að taka
undir með þeim Orra Vig-
fússyni, Bubba Morthens,
Össuri Skarphéðinssyni
og fleiri góðum mönnum
varðandi verndun Elliða-
ánna. Eg lét yfir 20 ára
draum minn rætast nú í
fyrra og fékk mér veiði-
leyfi í ánum. Engum náði
ég laxinum en missti þó
einn og vinur minn náði
einum á fluguna. Það er
kaldhæðni örlaganna að
tvær af elstu stóru virkj-
unum frumkvöðlanna era
á góðri leið með að út-
rýma, ekki tveimur heldur
þremur af stofnum lax-
físka sem einna merkileg-
astir eru í augum stanga-
veiðimanna. Elliðaárvirkj-
un er á góðri leið með að
eyða náttúrulegum stofni
árinnar.
Eg ek um Höfðabakka-
brúna til vinnu á hverjum
degi og á haustin þegar
rennsli árinnar er nær
stöðvað milli stíflu og
stöðvar vegna rafmagns-
framleiðslu, sé ég hettu-
mávinn og aðra fugla tína
laxaseiðin upp úr pollum
sem vart rennur á milli.
Síðan þegar vorar og
laxinn á leið til sjávar og
safnast í stífluna á við-
kvæmasta skeiði ævinnar
(eftir hrygningu), þá eru
flóðgáttirnar opnaðar og
laxinum „sturtað" niður á
klappirnar neðan stíflu.
Spuming er hversu
mikil affóll í stofninum
þetta kostar, enda hend-
ing að það veiðist lax sem
hefur átt afturkvæmt úr
sjónum og náð tveggja
stafa tölu í þyngd.
Nú er það spurning
hvernig síðasta stórslys
hefur farið með lífríkið,
sjálfsagt skolað öllum nið-
urgönguseiðum á haf út
fyrir sinn tíma, án aðlög-
unar fyrir seltuna, er að-
færsluæð virkjunarinnar
sprakk á dögunum.
Eg er þeirrar skoðunar
að það sé löngu tímabært
að leggja af þessa virkjun
enda eina nýting hennar
að þjónusta hrærivélar
reykvískra húsmæðra í
jólamánuðinum. Stífluna
ætti að rífa, og þess vegna
búa til fallega fossa á
klöppunum neðan stífl-
unnar, þar sem okkur
náttúruunnendum gæti
gefist kostur á að horfa á
þennan konung íslenskra
áa sýna snilli sína í stökk-
um upp fossa.
Annar kapítuli er Stein-
grímsstöð við Sog. Þar
hefur virkjunarmönnum
nærri tekist að slá tvær
flugur í einu höggi - út-
rýming Þingvallaurriðans
sem hrygndi í Soginu og
átti (á) ekki sinn líka í
heiminum. Þá má benda á
áhrif virkjunarinnar á
einn mesta stórlaxastofn
hérlendis, sem hefur ekki
borið sitt barr síðan, ekki
síst vegna hringlandahátt-
ar í vatnsmiðlun (þurrð) í
ána neðan stíflu. Þó ætla
ég að Össur Skarphéðins-
son, sérfræðingurinn í líf-
ríki laxfiska á þessum
slóðum, sé betur fallinn til
umfjöllunar um þetta
vatnasvæði og læt ég hon-
um það eftir. Eitt er þó
ljóst að báðar þessar
virkjanir hafa löngu þjón-
að sínu hlutverki, og tími
er kominn til að skila nátt-
úrunni sínu.
Óskar Pálsson
stangaveiðiunnandi.
Enn ein ofsóknin
ÞAÐ er hérna hópur af
fólki sem hefur þann
ágæta sið að úða upp í sig
sérstakri efnablöndu úr
brúsa sem hægt er að
bera á sér. Þeim sem hafa
reynt þetta finnst þetta
flestum voða gott og van-
ur „úðamaður" tekur
brúsann upp þetta 15-25
sinnum á dag og fær sér
svona 8-10 úða úr honum í
hvert skipti til að mæta
þörfinni. Maður byrjaði
auðvitað smátt í þessu og
ekki á almannafæri en svo
kemur að því að menn
fara að taka upp brúsann
innan um aðra, á vinnu-
stöðum og víðar, og mað-
ur skyldi nú halda að það
væri í lagi. Við búum þó í
lýðfrjálsu landi, eða hvað?
Þetta var svo sem allt í
lagi til að byrja með en
svo fórum við úðamenn að
verða fyrir, ja ég vil segja
aðkasti og nú er búið að
setja á okkur ýmsar tak-
markanir allt upp í það að
banna okkur alveg að nota
úða á hinum og þessum
stöðum. Ég nefni t.d.
þessar fáránlegu reglur
um úðavai'nir á vinnustöð-
um sem gera manni mjög
erfitt fyrir að fá sér úða í
vinnunni, ef það þá leyfist
á annað borð. Sumir at-
vinnurekendur ganga
jafnvel svo langt að segj-
ast helst ekki ráða úða-
menn í vinnu.
Allt þetta á svo að rétt-
læta með því að við gleyp-
um ekki allan úðann sjálf-
ir heldur fari svo og svo
mikið af honum út í and-
rúmsloftið þar sem við er-
um að nota úða og í úðan-
um séu hin og þessi efni
sem geti valdið krabba-
meini og kransæðastíflu
og guð má vita hverju og
þessu fylgi einhver sóða-
skapur og meira eða
minna vinnutap, allt tóm-
ur fyrirsláttur auðvitað.
Nei, þetta eru auðvitað
ekkert annað en ofsóknir.
Eins og hann Heimir Már
er margoft búinn að lýsa
svo átakanlega: „Fyrst
tóku þeir kommana, svo
homana, svo gyðingana
(var það ekki í þessari
röð?) og nú er komið að
mér,“ þ.e.a.s. að honum
sjálfum í eigin persónu.
Nema að nú erum það við
úðamennirnir sem er
komið að - og ég er ekki
viss um að það stoði okkur
neitt þó að það hafi fyrir
löngu átt að vera komið að
Heimi Má samkvæmt
þessari upptalningu og
hann gangi víst ennþá
laus.
Uðamaður.
Tapað/fundið
Hálsmen, antikgripur,
týndist
HÁLSMEN, antikgripur
úr silfri með stuttri keðju,
sem er fléttuð með litlum
þríhyrningum sem glitrar
á, týndist aðfaranótt laug-
ardags, líklega í Austur-
stræti við La Primavera
eða á leiðinni frá Land-
spítalanum í Þingholtin að
Baldursgötu. Menið er
eitt sinnar tegundar og er
þess sárt saknað. Þeir
sem hafa orðið mensins
varir hafi samband við
Irisi eða Jón í síma
551 7768. Fundarlaun.
Víkveiji skrifar...
IÐURSTAÐA æðsta áfrýjun-
ardómstóls Italíu um að ekki
hefði verið hægt að nauðga konu
vegna þess að hún klæddist galla-
buxum gerði Víkverja gramt í
geði er hann las fréttina á forsíðu
Morgunblaðsins síðastliðinn
föstudag. 45 ára ökukennari hafði
verið dæmdur í tæplega þriggja
ára fangelsi fyrir að nauðga 18
ára nemanda sínum, en áfrýjunar-
rétturinn hnekkti dómnum á
þeirri forsendu að „ógjörningur“
væri að færa konur úr gallabux-
um ef „þær streittust á móti af
öllu afli“.
Hvernig er hægt að komast að
niðurstöðu sem þessari; að ekki sé
hægt að nauðga konu sem klæðist
gallabuxum? Hafa dómarar í áfrýj-
unardómstólnum aldrei heyrt um
rennilása?
Oft hefur heyrst sú skoðun þeg-
ar fréttir hafa borist af dómum í
nauðgunarmálum að þolandinn hafi
boðið upp á þetta, meðal annars
vegna klæðaburðar eða ölvunar.
Það er kannski lausnin fyrir konur
að klæðast alltaf gallabuxum? En
máhð snýst ekki um það heldur að
nauðgun er glæpur og það er ekk-
ert sem réttlætir kynferðisafbrot
af neinum toga.
x x x
TAFIR á flugi Flugleiða til
London föstudaginn 5. febrúar
ollu kunningja Víkverja miklum
óþægindum. Hann átti pantað far
frá London til Keflavíkur með vél-
inni sem átti að fara í loftið klukk-
an 13 en ekki var farið í loftið fyrr
en klukkan 23. Að hans sögn fengu
farþegar engar upplýsingar frá
Flugleiðum um hvað olli seinkun-
inni heldur var einungis hægt að
lesa á skjám á flugvellinum að flug-
inu væri aflýst.
Air Lingus, sem sér um rekstr-
arþjónustu Flugleiða í London, gaf
þó farþegum 10 punda, 1.100
króna, matarúttekt á einhverjum
veitingastaðnum í flugstöðinni.
Þegar farþegarnir ætluðu að nota
úttektarmiðana kom í ljós að
stimpil frá Air Lingus, sem átti að
staðfesta að Air Lingus borgaði
fyrir viðkomandi, vantaði svo ekki
var hægt að nota miðana.
Þegar vélin tók loks á loft afsak-
aði flugstjórinn biðina sem hann
sagði hafa verið af óviðráðanlegum
orsökum. Farþegarnir sem höfðu
beðið á Heathrow-flugvelli allan
daginn án þess að fá vott né þuirf
frá flugfélaginu, einungis ónothæf-
an matarmiða, fengu þá skýringu
að seinkunin hefði verið óviðráðan-
leg og ekki orð um það meir.
Annar kunningi Víkverja var
hins vegar að reyna að komast til
London þennan sama dag frá Is-
landi. Eftir að hafa beðið allan dag-
inn í Leifsstöð gafst hann að lokum
upp og hætti við ferðalagið enda'
allar forsendur ferðarinnai- brostn-
ar vegna tafanna þar sem hann var
búinn að missa af tengiflugi frá
London síðar þennan sama dag.
Ætlaði viðkomandi að sitja ráð-
stefnu á meginlandi Evrópu síð-
degis á fóstudag og laugardag en
vegna seinkunarinnar missti hann
af stórum hluta ráðstefnunnar og
fannst ekki taka því að leggja
ferðalagið á sig af þeim sökum.